Fréttir eftir mánuðum

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Uglugötu

29.03.2018Tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Uglugötu
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu á deiliskipulagi: Uglugata 40 - 46. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Uglugötu 40 - 46. Breytingin felst í eftirfarandi:
Meira ...

OPINN FUNDUR um stefnu Mosfellsbæjar í málefnum eldri íbúa

28.03.2018OPINN FUNDUR um stefnu Mosfellsbæjar í málefnum eldri íbúa
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar vinnur um þessar mundir að undirbúningi stefnumótunar í málefnum eldri íbúa bæjarfélagsins og leitar eftir þátttöku og tillögum íbúa við þá vinnu. Hverjar eiga áherslur Mosfellsbæjar að vera í þjónustu við eldri íbúa, svo sem félagslegri þjónustu, heilsutengdri þjónustu, félagsstarfi, virkni, hreyfingu, útivist, aðgengi og miðlun upplýsinga?
Meira ...

Opnað fyrir umsóknir um vinnuskóla 2018

27.03.2018Opnað fyrir umsóknir um vinnuskóla 2018
Tekið verður á móti skráningum í Vinnuskólann frá 22. mars - 14. apríl í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar. Vinnuskóli Mosfellsbæjar er starfræktur fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk í grunnskólum Mosfellsbæjar. Skráning nemenda í vinnuskólann stendur frá 22. mars til 14. apríl. Skráningin fer fram í gegn um Íbúagátt Mosfellsbæjar . Þeir sem sækja um fyrir þann tíma geta treyst því að fá vinnu í sumar, en ekki er víst að hægt sé að verða við öllum beiðnum um vinnutímabil.
Meira ...

Opið hús hjá fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar

22.03.2018Opið hús hjá fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar
Á síðasta opna húsi vetrarins verður fjallað um betri svefn sem er grunnstoð heilsu. Fyrirlesturinn verður haldinn miðvikudaginn, 4. apríl. Að þessu sinni verður fyrirlesturinn haldinn í Krikaskóla og hefst kl. 20:00. Á opnum húsum er lögð áhersla á hagnýt ráð varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga. Ráð sem foreldrar, systkin, amma og afi, þjálfarar, kennarar og allir þeir sem koma að uppvexti barna og unglinga geta nýtt sér.
Meira ...

Mosfellsbær – Ársreikningur 2017

21.03.2018Mosfellsbær – Ársreikningur 2017
Verulegur afgangur af rekstri ársins. Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2017 var lagður fram í bæjarráði í dag og jafnframt tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Rekstrarniðurstaða A og B hluta er talsvert betri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Það má helst skýra með auknum tekjum vegna hærri launatekna íbúa, íbúafjölgun og því að verðlag þróaðist hagstæðara en ráð var fyrir gert. Rekstrarniðurstaða ársins var jákvæð um 560 milljónir en hafði verið áætluð 159 milljónir.
Meira ...

Flokksstjóri veitna hjá Veitum Mosfellsbæjar

21.03.2018Flokksstjóri veitna hjá Veitum Mosfellsbæjar
Mosfellsbær auglýsir laust starf flokksstjóra veitna. Laust er til umsóknar starf flokkstjóra veitna hjá veitum Mosfellsbæjar. Veitur hafa aðsetur í Þjónustustöð Mosfellsbæjar. Þjónustustöðin sér um alla almenna þjónustu við bæjarbúa á sviði tækni og umhverfismála.
Meira ...

Leikskólinn Hlaðhamrar leitar að deildarstjórum

21.03.2018Leikskólinn Hlaðhamrar leitar að deildarstjórum
Leikskólinn Hlaðhamrar í Mosfellsbæ auglýsir eftir tveimur deildarstjórum við leikskólann. Hlaðhamrar er um 80 barna leikskóli, sem skipt er í 4 deildir. Leikskólinn vinnur í anda „Reggio“ stefnunnar en sú stefna leggur áherslu á gæði í samskiptum og skapandi starf. Fjölbreytt og skemmtilegt starf er unnið með börnunum í fallegu umhverfi leikskólans í nálægð við náttúruna. Um er að ræða deildarstjóra á elstu deild skólans 4 til 6 ára og miðdeild 3 til 4 ára.
Meira ...

Stóra upplestrarkeppnin 2018

21.03.2018Stóra upplestrarkeppnin 2018
Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk fór fram í FMOS þann 20. mars. 10 nemendur úr grunnskólum Mosfellsbæjar, Lágafellsskóla og Varmárskóla kepptu til úrslita. Úrslitin urðu þannig að Tómas Berg Þórðarson úr Varmárskóla, varð í fyrsta sæti, Emma Ósk Gunnarsdóttir, Lágafellsskóla varð í öðru sæti og Guðrún Embla Finnsdóttir, Varmárskóla varð í þriðja sæti.
Meira ...

Kastali mun rísa í Ævintýragarðinum

20.03.2018Kastali mun rísa í Ævintýragarðinum
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar ákvað á 30 ára afmæli bæjarins í fyrra að veita fjármagni í uppsetningu á leiktæki í garðinum, t.d. stórum kastala, víkingaskipi eða öðru sambærilegu. Þessi niðurstaða féll mjög vel að tillögum að uppbyggingu á miðsvæði garðsins og leiksvæði því tengdu. Uppbygging á leiksvæðinu mun hefjast í apríl nk. og hefur umhverfissvið í samvinnu við skipulagshönnuði ákveðið að fjárfesta í kastala úr Eibe leiktækjalínuni.
Meira ...

Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar boðar til opins fundar um umhverfisstefnu í Mosfellsbæ.

19.03.2018Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar boðar til opins fundar um umhverfisstefnu í Mosfellsbæ.
Umhverfisnefnd hefur ákveðið að hefja vinnu að nýrri umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ, þar sem horft er til nýrra heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Leitað er eftir aðkomu íbúa, stofnana og félagasamtaka við að móta stefnuna og meta hverjar áherslur Mosfellsbæjar eiga að vera í umhverfismálum, eins og skógrækt, landgræðslu, vistvænum samgöngum, útivist, heilsueflingu, sorpmálum og náttúruvernd.
Meira ...

Stóra upplestrarkeppnin í FMOS

19.03.2018Stóra upplestrarkeppnin í FMOS
Stóra upplestrarkeppnin verður haldin í 20. sinn í FMOS þriðjudaginn 20. mars kl. 17:30. Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk, sem valdir hafa verið úr grunnskólum Mosfellsbæjar, lesa brot úr skáldverki og flytja ljóð. Dómnefnd velur þrjá bestu upplesarana og veitir verðlaun. Hljóðfæraleikarar frá Listaskóla Mosfellsbæjar og skólakór Varmárskóla sjá um tónlistarflutning.
Meira ...

Ráðinn nýr lögmaður Mosfellsbæjar

19.03.2018Ráðinn nýr lögmaður Mosfellsbæjar
Bæjarráð samþykkti þann 22. mars að ráða Heiðar Örn Stefánsson í starf lögmanns Mosfellsbæjar. Heiðar er lögfræðingur frá HÍ, hefur réttindi sem hæstaréttarlögmaður og mun hefja störf hjá Mosfellsbæ í byrjun apríl. Hann hefur starfað á hjá LOGOS lögmannaþjónustu frá árinu 2007 nú síðast sem verkefnastjóri á málflutnings- og stjórnsýslulínu.
Meira ...

Lokun vegna viðgerða á heitavatnslögn í Urðarholti í dag

19.03.2018Lokun vegna viðgerða á heitavatnslögn í Urðarholti í dag
Lokað verður fyrir heitt vatn í Urðarholti mánudaginn 19. mars vegna endurnýjunar á stofnlögn í Skeiðholti frá kl 8:00 og fram eftir degi.
Meira ...

Matráður í Leirvogstunguskóla

16.03.2018Matráður í Leirvogstunguskóla
LEIRVOGSTUNGUSKÓLI Í MOSFELLSBÆ LEITAR AÐ MATRÁÐ. Leirvogstunguskóli er nýlegur þriggja deilda leikskóli með um 70 nemendur á aldrinum 2 – 6 ára. Í skólanum er unnið framsækið og öflugt skólastarf þar sem kærleikurinn og gleðin er höfð að leiðarljósi. Unnið er eftir nýrri kennsluaðferð sem nefnist „ Leikur að læra“ og miðar að því að kenna börnum hljóð og stafi sem og stærðfræði í gegnum hreyfingu og skynjun á skemmtilegan og árangursríkan hátt. Skólinn tekur þátt í Erasmusverkefni ásamt fimm öðrum Evrópuþjóðum og miðlar það verkefni menningu og kennsluaðferðum milli landa.
Meira ...

Vilt þú starfa sem Byggingarfulltrúi í MOSFELLSBÆ

14.03.2018Vilt þú starfa sem Byggingarfulltrúi í MOSFELLSBÆ
Mosfellsbær er ört stækkandi sveitarfélag þar sem áhugaverð verkefni eru daglegt viðfangsefni. Við leitum að öflugum byggingarfulltrúa í teymi okkar. Byggingarfulltrúi ber ábyrgð á framkvæmd opinbers byggingareftirlits í samræmi við gildandi lög (nr. 160/2010) og reglugerðir. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfi og hefur eftirlit með leyfisskyldum framkvæmdum og annast önnur verkefni sem kveðið er á um í mannvirkjalögum.
Meira ...

Hugmyndasamkeppni um aðkomutákn fyrir Mosfellsbæ

12.03.2018Hugmyndasamkeppni um aðkomutákn fyrir Mosfellsbæ
Mosfellsbær í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands efnir til samkeppni um hönnun á nýju aðkomutákni / einkenni til að marka þær þrjár aðkomur að bænum. Mosfellsbær leitar eftir hugmyndum um nýtt aðkomutákn sem sett verður upp við aðkomuleiðir inn í Mosfellsbær. Aðkomutákninu er ætlað að vekja athygli á Mosfellsbæ og marka það svæði sem honum tilheyrir.
Meira ...

Leikskólinn Hlíð

12.03.2018Leikskólinn Hlíð
Leikskólinn Hlíð í Mosfellsbæ leitar að leikskólakennara/starfsmanni. Hlíð er um 80 barna leikskóli sem skipt er í 5 deildir. Leikskólinn leggur áherslu á vináttu, umhverfismennt og læsi. Unnið er með ákveðið kennsluefni í vináttu í tengslum við Barnaheill. Hlíð er skóli á „grænni grein“ sem er alþjóðlegt verkefni er miðar að betri vitund nemenda og kennara um umhverfismál. Á næstu misserum verður unnið að því að breyta Hlíð í ungbarnaleikskóla fyrir börn frá 1 til 3ja ára og er sérstaklega óskað eftir kennurum með áhuga á að taka þátt í uppbyggingu fagstarfs með yngstu börnunum
Meira ...

Sumarstörf fyrir ungmenni í Mosfellsbæ - umsóknarfrestur til og með 22. mars

10.03.2018Sumarstörf fyrir ungmenni í Mosfellsbæ - umsóknarfrestur til og með 22. mars
Mosfellsbær auglýsir laus til umsóknar sumarstörf. Opnað verður fyrir umsóknir 22.febrúar. Umsóknarfrestur er til og með 22. mars 2018. Sækja skal um í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar (www.mos.is/ibuagatt). Allar nánari upplýsingar um störf, starfsheiti, starfssvið, hæfnikröfur, laun og vinnutímabil er að finna hér.
Meira ...

Lóðir við Fossatungu og Kvíslartungu tilbúnar til úthlutunar

09.03.2018Lóðir við Fossatungu og Kvíslartungu tilbúnar til úthlutunar
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt úthlutunarskilmála og verð við úthlutun á 31 lóð við Fossatungu og Kvíslartungu í Mosfellsbæ. Um er að ræða stækkun Leirvogstunguhverfis til austurs í átt að Köldukvísl. Leirvogstunguhverfið er glæsilegt sérbýlishúsahverfi í Mosfellsbæ sem afmarkast af Leirvoginum og Vesturlandsvegi.
Meira ...

Lausar stöður hjá Varmárskóla

09.03.2018Lausar stöður hjá Varmárskóla
Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Skólastarfið er í þremur byggingum, yngri deild, eldri deild og Brúarlandi. Varmárskóli leggur upp með gildi Mosfellsbæjar sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja. Skólinn er staðsettur í náttúruparadís og lögð er áhersla á nýtingu umhverfis í námi nemenda
Meira ...

Útboðsauglýsing: Helgafellsskóli nýbygging, lóðarfrágangur

09.03.2018Útboðsauglýsing: Helgafellsskóli nýbygging, lóðarfrágangur
Mosfellsbær vinnur að byggingu leik- og grunnskóla í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ við Gerplustræti 14. Lóð Helgafellsskóla í þessu útboði er um 7.800m² að stærð. Lóðinni má skipta í 2 svæði, annars vegar aðkomu að skólanum norðan megin og svo leiksvæði fyrir yngri deildir grunnskólans. Framkvæmdir standa yfir við fullnaðarfrágang skólabyggingar.
Meira ...

Lokun Skeiðholts frá 15. mars til 31. maí

09.03.2018Lokun Skeiðholts frá 15. mars til 31. maí
Framkvæmdir eru hafnar við Skeiðholt en þær eru hluti af hliðrun götunnar og byggingu hljóðveggs. Áætlað er að framkvæmdir muni standa yfir til loka ágústmánaðar 2018. Vegna framkvæmda þarf að loka fyrir aðgengi bifreiða um Skeiðholt frá og með 15.mars til og með 31.maí 2018. Á meðfylgjandi myndum má sjá hjáleið fyrir bifreiðar til og frá Varmárskóla og Íþróttamiðstöðinni við Varmá meðan á framkvæmdum stendur (merkt með grænum lit).
Meira ...

Styrkir til efnilegra ungmenna í Mosfellsbæ - umsóknarfrestur til og með 11. mars

09.03.2018Styrkir til efnilegra ungmenna í Mosfellsbæ - umsóknarfrestur til og með 11. mars
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna sem leggja stund á íþróttir, tómstundir eða listir yfir sumartímann. Öll ungmenni á aldrinum 14 til 20 ára, með lögheimili í Mosfellsbæ, sem skara fram úr og/eða hafa sýnt sérstaka hæfileika á sínu sviði geta sótt um styrkinn. Markmið styrksins er m.a. að gefa einstaklingum sömu tækifæri og jafnöldrum þeirra til að njóta launa frá bænum á sama tíma og þau stunda list sína, íþrótt eða tómstund yfir sumartímann.
Meira ...

Fræðslufundur um áætlaða komu flóttafólks til Mosfellsbæjar

08.03.2018Fræðslufundur um áætlaða komu flóttafólks til Mosfellsbæjar
Þann 19. mars n.k er von á fimm fjölskyldum frá Úganda til Mosfellsbæjar. Vegna þess verður haldinn opinn fræðslufundur um áætlaða móttöku þeirra mánudaginn 12. mars 2018 kl. 17 í Listasal bókasafns Mosfellsbæjar. Fulltrúar Mosfellsbæjar, velferðarráðuneytisins og Rauða krossins munu gera grein fyrir verkefninu á fundinum. Íbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér verkefnið.
Meira ...

Undirritun samnings um móttöku flóttamanna

08.03.2018Undirritun samnings um móttöku flóttamanna
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 1. mars sl. heimild til bæjarstjóra til undirritunar samnings við velferðarráðuneytið um móttöku 10 flóttamanna frá Úganda. Í kjölfar samþykkisins undirrituðu bæjarstjóri og félags- og jafnréttismálaráðherra samninginn á bæjarskrifstofunum í Kjarna.
Meira ...

Lausar stöður hjá Krikaskóla í Mosfellsbæ

06.03.2018Lausar stöður hjá Krikaskóla í Mosfellsbæ
Stuðningsfulltrúi óskast í 100 % starf einnig er leitað eftir verkefnastjóra sérkennslu og er um að ræða 100 % starf til eins árs. Krikaskóli er leik- og grunnskóli og starfsemin tekur mið af skólastefnu Mosfellsbæjar um heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum. Skólaárið 2017-2018 verða um 210 börn á aldrinum 2ja-9 ára í skólanum.
Meira ...

Hugmyndasamkeppni um aðkomutákn fyrir Mosfellsbæ

02.03.2018Hugmyndasamkeppni um aðkomutákn fyrir Mosfellsbæ
Mosfellsbær í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands efnir til samkeppni um hönnun á nýju aðkomutákni / einkenni til að marka þær þrjár aðkomur að bænum. Mosfellsbær leitar eftir hugmyndum um nýtt aðkomutákn sem sett verður upp við aðkomuleiðir inn í Mosfellsbær. Aðkomutákninu er ætlað að vekja athygli á Mosfellsbæ og marka það svæði sem honum tilheyrir.
Meira ...

Starfsmenn óskast í sumarstarf í búsetukjarnann Þverholti í Mosfellsbæ

01.03.2018Starfsmenn óskast í sumarstarf  í búsetukjarnann Þverholti í Mosfellsbæ
Mosfellsbær auglýsir eftir starfsmönnum í búsetukjarna fatlaðs fólks. Við í Þverholti í Mosfellsbæ leitum eftir öflugum og framsæknum starfsmanni í til að fá til liðs við okkur í sumar og getur starfshlutfall verið breytilegt. Við veitum íbúum einstaklingsmiða þjónustu og leggjum okkur fram við að auka víðsýni þeirra með félagslegri virkni. Starfsmenn vinna eftir hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar sem og þjónustu- og starfsáætlunum.
Meira ...

Flokkun á plasti hefst 1. mars

01.03.2018Flokkun á plasti hefst 1. mars
Í dag, 1. mars, hefst sérsöfnun á plasti frá heimilum í Mosfellsbæ. Íbúar geta þá sett allt plast frá sér í plastpoka og fleygt honum í gráu sorptunnuna. Sérstakur búnaður í móttökustöð Sorpu bs. sér síðan um að flokka plastpokana frá öðru sorpi. Nánari upplýsingar má finna hér.
Meira ...

Fundur íbúasamtaka Helgafellslands um málefni Helgafellsskóla

01.03.2018Fundur íbúasamtaka Helgafellslands um málefni Helgafellsskóla
Íbúasamtök Helgafellslands óskuðu eftir því að fulltrúar Mosfellsbæjar myndu kynna stöðu framkvæmda við Helgafellsskóla. Boðað hefur verið til fundar þriðjudaginn 6. mars kl. 20:00 í Krikaskóla. Fundurinn er öllum opinn en á honum munu fulltrúar umhverfissviðs og fræðslu- og frístundasviðs greina frá stöðu mála og svara spurningum fundarmanna.
Meira ...

Síða 0 af Infinity