Fréttir eftir mánuðum

Menningarvor 2018

30.04.2018Menningarvor 2018
Í áttunda sinn er Mosfellingum og gestum þeirra boðið til Menningarvors í Bókasafninu. Spænskt kvöld 10. apríl. Hljómsveitin Fantasía Flamenco lék töfrandi spænska tónlist, undir seiðandi söng Ástrúnar Friðbjörnsdóttur. Svo kom Jade Alejandra og dansaði Flamenco. Kristinn R. Ólafsson spjallaði um sögu og menningu Spánar.
Meira ...

Verðlaunaafhending vegna samkeppni um aðkomutákn

30.04.2018Verðlaunaafhending vegna samkeppni um aðkomutákn
Verðlaunaafhending vegna samkeppni um aðkomutákn í Mosfellsbæ fer fram kl. 17.00 þann 3. maí í Hlégarði. Í upphafi verður vinningstillagan kynnt af dómnefnd og verðlaun veitt fyrir þá tillögu af bæjarstjóra. Þá verður sett upp sýning á innsendum hugmyndum þannig að bæjarbúar geta kynnt sér það efni.
Meira ...

Úthlutun lóða í Fossatungu og Kvíslatungu

30.04.2018Úthlutun lóða í Fossatungu og Kvíslatungu
Mánudaginn 7. maí kl. 15.00 er boðað til fundar á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar, Þverholti 2, þar sem dregið verður úr umsóknum um 31 lóð við Fossatungu og Kvíslartungu. Framkvæmd útdráttar verður í höndum fulltrúa sýslumanns og er fundurinn opin öllum umsækjendum. Nánari upplýsingar er að finna í úthlutunarskilmálum vegna lóða við Fossatungu og Kvíslartungu á mos.is/lodir
Meira ...

Framboðsfrestur rennur út 5. maí

30.04.2018Framboðsfrestur rennur út 5. maí
Frestur til að skila inn framboðum vegna sveitarstjórnarkosninganna 26. maí 2018 rennur út á hádegi laugardaginn 5. maí nk. Framboðum skal skila til yfirkjörstjórna í viðkomandi sveitarfélagi. Ráðuneytið hefur tekið saman lista með upplýsingum yfirkjörstjórnir sveitarfélaga og er hann aðgengilegur hér.
Meira ...

Gulrótin 2018

28.04.2018Gulrótin 2018
„Gulrótin“ er lýðheilsuviðurkenning sem ætlað er að hampa einstaklingi, hópi, fyrirtæki eða stofnun fyrir brautryðjendastarf í þágu heilsueflingar og bættrar lýðheilsu íbúa mosfellsbæjar. Heilsuvin og Mosfellsbær standa að baki viðurkenningunni sem felur í sér þakklæti fyrir frumkvæði og störf í anda lýðheilsu og á jafnframt að vera hvatning til allra á þessum vettvangi í bæjarfélaginu.
Meira ...

Ási lýkur störfum sem byggingarfulltrúi

27.04.2018Ási lýkur störfum sem byggingarfulltrúi
Ásbjörn Þorvarðarson eða Ási eins og flestir Mosfellingar þekkja hann, lauk störfum sem byggingarfulltrúi Mosfellsbæjar þann 27.apríl. Hann hóf störf hjá Mosfellssveit í byrjun ágúst 1982 og gegndi því starfi byggingarfulltrúa í rétt tæplega 36 ár. Þegar hann hóf störf voru íbúar liðlega 2.000 en þeir nálgast nú 11.000.
Meira ...

Verkefnastjóri garðyrkju

27.04.2018Verkefnastjóri garðyrkju
Mosfellsbær auglýsir laust starf verkefnastjóra garðyrkju í Þjónustustöð Mosfellsbæjar. Laust er til umsóknar starf starfsmanns verkefnastjóra garðyrkju í þjónustustöð Mosfellsbæjar. Starfið felur í sér umsjón garðyrkjustarfa sem starfsmaður garðyrkjudeildar. Starfsmaður skipuleggur sumarstarf starfsfólks garðyrkjudeildar, áætlanagerð og forgangsröðun verkefna, sér um dagleg samskipti við flokkstjóra og starfsmenn garðyrkjudeildar auk þess að forgangsraða og útdeila verkefnum til flokkstjóra og fylgir þeim þeim eftir. Um 100 % starf er að ræða.
Meira ...

Fjölskyldutímar í sumarfrí

27.04.2018Fjölskyldutímar í sumarfrí
Nú er að renna upp síðasti tíminn fyrir sumarfrí en hann er næstkomandi sunnudag, 29. apríl. Það verður mikið fjör, boðið upp á hoppukastala og grillaðar pylsur. Aðgangur ókeypis og frítt í sund. Fjölskyldutímar í Varmá Mosfellsbæ verða alla sunnudaga milli kl. 10:30-12:00. Boðið er upp á fjölskyldutíma ætlað börnum á grunnskólaaldri og allri fjölskyldunni. Frábær samvera og aðgangur ókeypis. Leikir, íþróttir, boltar og fleira skemmtilegt. Frítt í sund fyrir alla fjölskylduna að tíma loknum.
Meira ...

Dagur jarðar - Plokk á Íslandi

27.04.2018Dagur jarðar - Plokk á Íslandi
Umhverfissvið Mosfellsbæjar hvetur fyrirtæki í bænum til þess að velja sér einn dag í vor til þess að taka til í sínu nærumhverfi. Þann 22. apríl sl. var dagur jarðar og að því tilefni fór af stað nýtt átak hjá hópnum Plokk á Íslandi við að hvetja einstaklinga og fyrirtæki til þess að taka til í kringum sig.
Meira ...

Reglur um framkvæmdir í Mosfellsbæ

26.04.2018Reglur um framkvæmdir í Mosfellsbæ
Mikil uppbygging á sér nú stað í Mosfellsbæ og því fylgja miklar framkvæmdir og rask af ýmsu tagi. Því er vert að minna verktaka og húsbyggjendur á að ef ætlunin er að ráðast í framkvæmdir sem hafa í för með sér tímabundna takmörkun á umferð gatna eða stíga, lagnaframkvæmdir eða aðrar framkvæmdir á landi í eigu Mosfellsbæjar, þá er nauðsynlegt að sækja um sérstaka framkvæmdaheimild til Mosfellsbæjar.
Meira ...

Framkvæmdum við Helgafellsskóla flýtt

26.04.2018Framkvæmdum við Helgafellsskóla flýtt
Á fundi bæjarráðs þann 12. apríl sl. var samþykkt að heimila bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi við Yrki arkitekta ehf. og VSB Verkfræðistofu ehf. um fullnaðarhönnun 2.-4. áfanga Helgafellsskóla. Að sögn Haraldar Sverrissonar er bæjarráð með þessari samþykkt að taka stefnumarkandi ákvörðun að halda hraðar áfram með byggingu Helgafellsskóla en gert var ráð fyrir þegar vinna hófst við byggingu skólans.
Meira ...

Hugmyndasamkeppni um aðkomutákn fyrir Mosfellsbæ

26.04.2018Hugmyndasamkeppni um aðkomutákn fyrir Mosfellsbæ
Mosfellsbær í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands efndi til samkeppni um hönnun á nýju aðkomutákni til að marka þrjár aðkomur að Mosfellsbæ og bárust alls 34 tillögur um aðkomutákn. Aðkomutákninu er ætlað að vekja athygli á Mosfellsbæ og er stefnt að því að vígja það í ágúst 2018.
Meira ...

Leikskólinn Reykjakot

26.04.2018Leikskólinn Reykjakot
Leikskólinn Reykjakot í Mosfellsbæ óskar eftir matráði til starfa. Reykjakot er um 85 barna leikskóli, staðsettur í rólegu íbúðarhverfi í Mosfellsbæ. Skólastefna Reykjakots er umhverfismiðuð og heilsutengd og er áhersla á skapandi starf og náttúru. Í aðalnámsskrá leikskóla eru heilbrigði og velferð skilgreind sem einn af grunnþáttum menntunar og hefur Landlæknir vottað Reykjakot sem heilsueflandi leikskóla.
Meira ...

Skólastjóri í MOSFELLSBÆ

24.04.2018Skólastjóri í MOSFELLSBÆ
Mosfellsbær hefur verið í fararbroddi í nýbreytni í skólastarfi. Nýr skóli er í mótun, Helgafellsskóli sem tekur til starfa í byrjun árs 2019. Í fullbyggðum skóla er gert ráð fyrir 600 nemendum í grunnskóla og 110 í leiksskóla. Umgjörð skólans er heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskóla þar sem samþætt er nám, leikur og frístundir. Hugmyndafræði skólans varð til í samvinnu rýnihópa í samfélaginu og hönnun skólans tók mið af því. Grunngildi menntunar skapa umgjörð skólastarfsins ásamt uppeldismarkmiðum sem lúta að hreyfingu, hollustu, leik, sköpun, listnámi og upplýsingatækni.
Meira ...

Hestamenn bjóða heim 1. maí

24.04.2018Hestamenn bjóða heim 1. maí
OPIÐ HÚS á degi íslenska hestsins - Hestamannafélagið Hörður býður bæjarbúa velkomna á opið hús í reiðhöll félagsins að Varmárbökkum þriðjudaginn 1. maí kl. 15:00. Boðið verður uppá stutta og fjöruga sýningu. Að sýningu lokinni gefst gestum kostur á að klappa hestunum og spjalla við knapana. Upplýsingabás um starfsemi félagsins verður á staðnum og vöfflusala.
Meira ...

Leikskólinn Hlíð - Matráður

23.04.2018Leikskólinn Hlíð - Matráður
Leikskólinn Hlíð í Mosfellsbæ leitar að matráð. Hlíð er um 80 barna leikskóli sem skipt er í 5 deildir. Leikskólinn leggur áherslu á vináttu, umhverfismennt og læsi. Unnið er með ákveðið kennsluefni í vináttu í tengslum við Barnaheill. Hlíð er skóli á „grænni grein“ sem er alþjóðlegt verkefni er miðar að betri vitund nemenda og kennara um umhverfismál. Á næstu misserum verður unnið að því að breyta Hlíð í ungbarnaleikskóla fyrir börn frá 1 til 3ja ára og er sérstaklega óskað eftir matráð með brennandi áhuga á næringu ungra barna.
Meira ...

Opnun útboðs - Helgafellsskóli – Lóðarfrágangur

20.04.2018Opnun útboðs - Helgafellsskóli – Lóðarfrágangur
Þann 13. apríl 2018 voru tilboð opnuð í verkinu: „Helgafellsskóli – Lóðarfrágangur„ Engar athugasemdir voru gerðar fyrir opnun
Meira ...

Opið fyrir umsóknir í Listasal Mosfellsbæjar

18.04.2018Opið fyrir umsóknir í Listasal Mosfellsbæjar
Listasalur Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um einka- og samsýningar fyrir sýningarárið 2019. Listasalur Mosfellsbæjar er fjölnota salur í hjarta Mosfellsbæjar, staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar. Sýningar standa að jafnaði um fimm vikur og er salurinn lánaður endurgjaldslaust.
Meira ...

Hreinsunarátak í Mosfellsbæ - VORIÐ ER Á NÆSTA LEITI

17.04.2018Hreinsunarátak í Mosfellsbæ - VORIÐ ER Á NÆSTA LEITI
Mosfellsbær minnir á hreinsunarátak sem er dagana 12. apríl til 3. maí. Íbúar eru hvattir til að huga að umhverfinu og hreinsa í kringum hús sín og næsta umhverfi enda vorið á næsta leiti. Gámar fyrir garðaúrgang verða aðgengilegir á þessu tímabili í hverfum bæjarins á eftirtöldum stöðum:
Meira ...

Mosfellsbær hlýtur gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC 2018

16.04.2018Mosfellsbær hlýtur gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar ákvað á 1285. fundi sínum að hefja vinnu við framkvæmd jafnlaunaúttekt hjá sveitarfélaginu og var PwC falið það verkefni. Markmið úttektarinnar var að greina hvort að sveitarfélagið greiði starfsmönnum, óháð kyni, sömu laun fyrir sambærileg störf.
Meira ...

Menningarvika leikskólabarna í Mosfellsbæ

16.04.2018Menningarvika leikskólabarna í Mosfellsbæ
Árleg menningarvika leikskólabarna í Mosfellsbæ verður haldin 13. - 23. apríl næstkomandi á torginu í Kjarna. Leikskólabörn Mosfellsbæjar hafa verið að vinna listaverk sem verða til sýnis á torginu þessa daga. Sýningin gefur innsýn í það frábæra og fjölbreytta starf sem unnið er í leikskólum bæjarins. Einnig verður boðið upp á söng leikskólabarna fyrir gesti og gangandi við undirleik Helga Einarssonar á eftirfarandi dögum kl: 14:00
Meira ...

Varmárskóli vann upplestrarkeppnina

16.04.2018Varmárskóli vann upplestrarkeppnina
Í tilefni 20 ára afmælis Stóru upplestrarkeppninnar í Mosfellsbæ var keppnin haldin í Framhaldsskólanum. Til leiks voru mættir 10 framúrskarandi og hæfileikaríkir upplesarar úr 7. bekkjum Lágafells- og Varmárskóla. Upplesarar stóðu sig vel en í lokin stóðu þrír eftir sem sigurvegarar kvöldins. Tómas Berg Þórðarson í 7. HH Varmár­skóla hreppti fyrsta sætið, annað sætið fór til Emmu Óskar Gunnarsdóttur 7. ÁPR Lágafellsskóla og þriðja sætið hlaut Guðrún Embla Finnsdóttir 7. ÁB Varmárskóla.
Meira ...

Vel heppnaður fundur umhverfisnefndar

14.04.2018Vel heppnaður fundur umhverfisnefndar
Síðastliðið haust samþykkti umhverfisnefnd Mosfellsbæjar að hefja endurskoðun á umhverfisstefnu bæjarins með hliðsjón af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Nefndin stóð fyrir opnum fundi í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar þann 22. mars þar sem um 40 manns mættu til að ræða hugmyndir sínar og tillögur um stefnuna.
Meira ...

Neyðarstjórn fær talstöðvar

13.04.2018Neyðarstjórn fær talstöðvar
Fulltrúar aðgerðarstjórnar og Sökkviliðs höfuðborgarsvæðisins afhentu Haraldi Sverrissyni bæjarstjóra og fulltrúum neyðarstjórnar Mosfellsbæjar tvær Tetra talstöðvar þriðjudaginn 13. mars. Neyðarstjórn Mosfellsbæjar hefur verið starfandi síðan árið 2014 og er hún virkjuð ef náttúruvá ógnar öryggi, t.d. vegna eldsumbrota, jarðskjálfta og flóða, þegar umhverfi og heilsu er ógnað og þegar tæknivá eða annars konar hættuástand ógnar öryggi og innviðum samfélagsins.
Meira ...

Móttaka flóttafólks frá Úganda

13.04.2018Móttaka  flóttafólks  frá  Úganda
Miðvikudaginn 11. apríl stóð Mosfellsbær fyrir sérstakri móttöku fyrir flóttafólk frá Úganda og í kjölfarið var farið í heimsókn á bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar. Í upphafi móttökunnar bauð Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, fólkið velkomið til bæjarins og kynnti Mosfellsbæ og starfsemi á vegum sveitarfélagsins stuttlega fyrir þeim. Í kjölfarið mælti Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra nokkur orð og ræddi meðal annars um mikilvægi þess að fólk gæti lifað í friði frá ofsóknum.
Meira ...

Sumardagurinn fyrsti í Mosfellsbæ

12.04.2018Sumardagurinn fyrsti í Mosfellsbæ
Haldið verður hátíðlega upp á sumardaginn fyrsta fimmtudaginn, 19. apríl. Hefst hátíðin á Bæjartorginu þar sem farið verður í skrúðgöngu kl. 13:00 og gengið að íþróttamiðstöðinni að Varmá þar sem verða skátatívolí og hoppukastalar. Hægt verður að gæða sér á heitum vöfflum og grilluðum pylsum í söluvögnum. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar leikur af sinni alkunnu list. Skátafélagið Mosverjar leiða gönguna.
Meira ...

Heilbrigðiseftirlitið fær styrk til rannsókna

10.04.2018Heilbrigðiseftirlitið fær styrk til rannsókna
Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis hefur hlotið styrk til grunnrannsókna á lífríki Selvatns, Silungatjarnar og Krókatjarnar. Það er umhverfis- og auðlindaráðuneytið sem úthlutar styrknum upp á 1 milljón króna. Unnið er að rannsókninni af Náttúrufræðistofu Kópavogs sem áður hefur rannsakað Hafravatn og Meðalfellsvatn fyrir heilbrigðiseftirlitið.
Meira ...

Hugmyndasamkeppni um aðkomutákn fyrir Mosfellsbæ - Skilafresti að ljúka

09.04.2018Hugmyndasamkeppni um aðkomutákn fyrir Mosfellsbæ - Skilafresti að ljúka
Minnum á að skilafrestur tillagna er til hádegis þriðjudaginn 10. apríl 2018. Mosfellsbær í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands efnir til samkeppni um hönnun á nýju aðkomutákni / einkenni til að marka þær þrjár aðkomur að bænum. Mosfellsbær leitar eftir hugmyndum um nýtt aðkomutákn sem sett verður upp við aðkomuleiðir inn í Mosfellsbær. Aðkomutákninu er ætlað að vekja athygli á Mosfellsbæ og marka það svæði sem honum tilheyrir.
Meira ...

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin

09.04.2018Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin og stendur til kjördags, laugardaginn 26. maí 2018. Atkvæðagreiðslan fer fram hjá sýslumönnum um land allt á aðalskrifstofum eða útibúum þeirra. Atkvæðagreiðsla erlendis fer fram á öllum sendiskrifstofum Íslands (nema Fastanefnd hjá NATO í Brussel), aðalræðisskrifstofum í New York, Winnipeg, Þórshöfn og Nuuk ásamt skrifstofum 215 kjörræðismanna víða um heim.
Meira ...

Mosfellsbær tekur við flóttamönnum í fyrsta sinn

09.04.2018Mosfellsbær tekur við flóttamönnum í fyrsta sinn
Mánudaginn 19. mars settust tíu flóttamenn að í Mosfellsbæ, hinsegin­ fólk frá Úganda sem hefur undanfarið dvalið í flóttamannabúðum í Kenía. Þetta er í fyrsta sinn sem Mosfellsbær tekur formlega á móti flóttafólki. Í hópnum eru sex fullorðnir og fjögur börn, þar af eitt ungmenni, eldra en 18 ára. Samningur Velferðarráðuneytisins og Mosfellsbæjar lýtur að móttöku, aðstoð og stuðningi við hópinn á næstu tveimur árum
Meira ...

Umsóknarfrestur vegna úthlutunar lóða við Fossatungu og Kvíslartungu liðinn

06.04.2018Umsóknarfrestur vegna úthlutunar lóða við Fossatungu og Kvíslartungu liðinn
Þann 5. apríl rann út umsóknarfrestur vegna úthlutunar lóða við Fossatungu og Kvíslartungu í Mosfellsbæ. Alls eru 31 lóð til úthlutunar og eru umsóknir um 350. Nú tekur við undirbúningur úthlutunar sem fer fram undir stjórn hlutlauss aðila þar sem umsækjendum býðst að vera viðstaddir útdráttinn. Stefnt er að því að úthluta lóðunum í apríl og verður útdrátturinn auglýstur með viku fyrirvara á vef Mosfellsbæjar.
Meira ...

Vel heppnaður fundur fjölskyldunefndar um stefnu Mosfellsbæjar í málefnum eldri íbúa

06.04.2018Vel heppnaður fundur fjölskyldunefndar um stefnu Mosfellsbæjar í málefnum eldri íbúa
Fimmtudaginn 5. apríl var haldinn í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar opinn fundur fjölskyldunefndar um stefnu bæjarins í málefnum eldri íbúa. Þátttaka var með eindæmum góð en á fundinum lögðu 110 íbúar fram hugmyndir sínar um markmið og aðgerðir í málaflokknum. Nú tekur við flokkun og úrvinnsla þeirra hugmynda sem íbúar settur fram og í kjölfarið mun fjölskyldunefnd vinna tillögu að framtíðarsýn og áherslum í málefnum eldri íbúa í Mosfellsbæ.
Meira ...

Mosfellsbæ gert að greiða 20 milljónir

04.04.2018Mosfellsbæ gert að greiða 20 milljónir
Héraðsdóm­ur Reykja­ness hefur dæmt Mos­fells­bæ til þess að greiða Spennt ehf. 20.099.106 kr. Í dómn­um kem­ur fram að Spennt eigi sam­tals kröf­ur að fjár­hæð 51.978.424 krón­ur. Mos­fells­bær eigi hins veg­ar gagn­kröf­ur til skulda­jafnaðar að fjár­hæð 31.879.318 krón­ur og beri því að greiða 20.099.106 krón­ur vegna máls­ins. Máls­at­vik eru þau að Mos­fells­bær stóð fyr­ir útboði vegna bygg­ing­ar íþrótta­húss að Varmá þar sem verktaki átti að leggja til hönnun verks sem og fram­kvæmd.
Meira ...

Verkefnastjóri garðyrkju

03.04.2018Verkefnastjóri garðyrkju
Mosfellsbær auglýsir laust starf verkefnastjóra garðyrkju í Þjónustustöð Mosfellsbæjar. Laust er til umsóknar starf starfsmanns verkefnastjóra garðyrkju í þjónustustöð Mosfellsbæjar. Starfið felur í sér umsjón garðyrkjustarfa sem starfsmaður garðyrkjudeildar. Starfsmaður skipuleggur sumarstarf starfsfólks garðyrkjudeildar, áætlanagerð og forgangsröðun verkefna, sér um dagleg samskipti við flokkstjóra og starfsmenn garðyrkjudeildar auk þess að forgangsraða og útdeila verkefnum til flokkstjóra og fylgir þeim þeim eftir. Um 100 % starf er að ræða.
Meira ...

Menningarvor í Mosfellsbæ að hefjast

03.04.2018Menningarvor í Mosfellsbæ að hefjast
Menningarvor í Mosfellsbæ hefst 10. apríl og stendur til 27. apríl. Dagskráin fer fram í Bókasafni Mosfellsbæjar og hefst kl. 20:00. Hátíðin fer fram árlega og er nú haldin tvö þriðjudagskvöld í apríl. Dagskráin stendur af metnaðarfullri tónlistar- og menningardagskrá sem spila stóran sess þar sem mosfellskir listamenn koma fram. Menningarhátíðin er fyrir bæjarbúa og aðra gesti. Aðgangur er ókeypis á alla viðburði.
Meira ...

Síða 0 af Infinity