31.05.2018Íbúar hafa bent á villu í kynningu Mosfellsbæjar sem birtist þann 9. mars 2018 vegna lokunar Skeiðholts á meðan framkvæmdir eru standa yfir. Hið rétta er að framkvæmdir munu standa yfir til loka ágústmánaðar og Skeiðholt mun vera lokað fyrir umferð fram að þeim tíma.
Meira ... 31.05.2018Lýðheilsuviðurkenning Mosfellsbæjar, Gulrótin, var afhent þriðjudaginn 29. maí. Afhendingin fór fram í Listasalnum á árlegum Heilsudegi Mosfellsbæjar.
Meira ... 29.05.2018Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna og Menntamálastofnun hvetja nemendur og foreldra til lestrardáða í sumar með því að vera dugleg að heimsækja bókasöfnin.
Meira ... 27.05.2018Úrslit í sveitarstjórnarkosningum í Mosfellsbæ liggja fyrir. Á kjörskrá eru 7.467, alls talin atkvæði 4.828 og var kjörsókn 64,7%.
Meira ... 25.05.2018Fjölskyldusvið hefur nýverið endurútgefið bækling um þá þjónustu sem eldri Mosfellingar geta sótt um ásamt nokkrum góðum ábendingum um hvert skal leita til að fá aðstoð og þjónustu.
Meira ... 25.05.2018Upplýsingabæklingi með lukkunúmeri var dreift inn á heimili í Mosfellsbæ í lok febrúar með nánari upplýsingum um flokkun á plasti.
Meira ... 25.05.2018Kjörstaður vegna bæjarstjórnarkosninganna er í Lágafellsskóla við Lækjarhlíð og stendur kjörfundur frá kl. 09:00 - 22:00. Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag verður á sama stað.
Meira ... 24.05.2018Eftirfarandi breytingar taka gildi sunnudaginn 27. maí n.k. Engar breytingar á tíðni verða gerðar á leiðakerfinu á höfuðborgarsvæðinu – og því ekki um að ræða eiginlega sumaráætlun.
Meira ... 24.05.2018Fyrir dyrum standa ýmsar reglubundnar viðhaldsframkvæmdir við Varmárskóla auk endurbóta á á ytra byrði yngri deildar, vinna við úrbætur á aðgengi og endurbætur á salernisaðstöðu.
Meira ... 24.05.2018
Föstudaginn 4. maí útskrifuðust 23 sérhæfðir starfsmenn íþróttamannvirkja eftir 150 stunda þjálfun sem unnið hefur verið að síðasta árið.
Meira ... 23.05.2018Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2018 fer fram í Mosfellsbæ laugardaginn 2. júní. Hlaupið hefst á frjálsíþróttavellinum að Varmá kl. 11:00.
Meira ... 23.05.2018Með hækkandi sól færist meira líf í húsið á Gljúfrasteini. Skólahópum, ferðamönnum og öðrum gestum fjölgar.
Meira ... 22.05.2018Átta framboðslistar skiluðu gildu framboði til sveitarstjórnarkosninga í Mosfellsbæ. Listarnir eru eftirfarandi: B-listi Framsóknarflokks, C-listi Viðreisnar, D-listi Sjálfstæðisflokks, L-listi Vina Mosfellsbæjar, M-listi Miðflokks, Í-listi Íbúahreyfingarinnar og Pírata, S-listi Samfylkingar, V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Meira ... 18.05.2018
Mosfellsbær hefur hlotið vottun um að það starfræki launakerfi sem stenst kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012.
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar tók í dag, 18. maí, við skírteini þessu til staðfestingar frá BSI á Íslandi sem er faggiltur vottunaraðili.
Meira ... 18.05.2018Mosfellsbær hefur sett upp fuglafræðsluskilti meðfram ströndinni við Leiruvog. Um er að ræða fjögur fræðsluskilti sem staðsett eru við fjöruna frá Varmárósum að Blikastaðanesi og sýna algengustu sjófugla og vaðfugla á svæðinu, bæði farfugla og vetrargesti.
Meira ... 17.05.2018Mosfellsbær hefur opnað bókhald bæjarins til að auka enn frekar aðgengi íbúa að fjárhagsupplýsingum. Upplýsingarnar eru settar fram á skýran og einfaldan hátt og lögð er áhersla á myndræna framsetningu á ráðstöfun fjármuna sveitarfélagsins.
Meira ... 16.05.2018Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur gefið út bæklinginn Örugg efri ár sem fjallar meðal annars um heilbrigt líferni og hvernig hægt er að fyrirbyggja heimaslys.
Meira ... 16.05.2018
Fjöldi fólks mætti til vígslu á nýjum kastala sem staðsettur er í Ævintýragarðinum laugardaginn 12. maí síðastliðinn í blíðskaparveðri.
Meira ... 16.05.2018Kjörskrá vegna kosninga til sveitarstjórnar sem fram fara þann 26. maí 2018 liggur frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar að Þverholti 2, á auglýstum opnunartíma, frá og með 16. maí 2018 og til kjördags.
Meira ... 15.05.2018Í Mosfellsbæ er frítt í sund fyrir börn yngri en 10 ára. Eins og fram kemur í gjaldskrá íþróttamiðstöðva og sundlauga eiga börn á aldrinum 11-15 ára í grunnskólum Mosfellsbæjar nú kost á því að fá árskort í sund. Kostnaðurinn við útgefið kort eru 600 krónur.
Meira ... 15.05.2018
Búið er að opna fyrir umsóknir um matjurtagarða í Mosfellsbæ. Matjurtagarðar bæjarins verða staðsettir austan við Varmárskóla þar sem gömlu skólagarðarnir hafa verið.
Meira ... 14.05.2018Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar minnir á að enn er hægt að sækja um frístundaávísun til lækkunar kostnaðar við íþrótta- og tómstundaiðkun 6-18 ára barna og ungmenna.
Meira ... 14.05.2018
Þann 7. maí undirrituðu borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórar Mosfellsbæjar, Seltjarnarness, Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar samkomulag sveitarfélaganna um endurnýjun og uppbyggingu mannvirkja skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í Bláfjöllum og Skálafelli.
Meira ... 10.05.2018
Árlega veitir íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar styrki til efnilegra ungmenna á aldrinum 14-20 ára. Í þetta sinn hlutu 11 ungmenni styrk, öll vel að honum komin.
Meira ... 08.05.2018Bæjarstjórn Mosfellsbæjar ákvað á 30 ára afmæli bæjarins í fyrra að veita fjármagni í uppsetningu á leiktæki í ævintýragarðinum sem hluta af uppbyggingu á miðsvæði garðsins og leiksvæði því tengdu.
Meira ... 08.05.2018Nú er sumarið handan við hornið og skráningar á sumarnámskeið eru hafnar fyrir káta krakka í Mosfellsbæ en margir huga að því að setja börn sín í einhverjar tómstundir í sumar.
Meira ... 07.05.2018Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 3. maí sl. með 3 atkvæðum að ráða Árna Jón Sigfússon í starf byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar.
Meira ... 04.05.2018
Höfundar vinningstillögu um aðkomutákn að Mosfellsbæ eru þau Anna Björg Sigurðardóttir, arkitekt og Ari Þorleifsson, byggingafræðingur.
Meira ... 03.05.2018Nú á vordögum halda fjölmargir kórar landsins að venju tónleika í lok vetrarstarfsins og sýna með því það blómlega menningarstarf sem kórarnir leggja af mörkum hver á sinn hátt.
Meira ... 03.05.2018Íbúar í Mosfellsbæ hafa frá því í byrjun mars getað flokkað plast frá heimilissorpi. Upplýsingabæklingi var dreift inn á heimili í Mosfellsbæ í lok febrúar með nánari upplýsingum um flokkunina.
Meira ... 02.05.2018Laugardaginn 5. maí 2018 rennur út frestur til að skila framboðslistum vegna bæjarstjórnarkosninga í Mosfellsbæ sem fram fara þann 26. maí 2018.
Meira ... 02.05.2018Nú stendur til að þvo og sópa gangstéttar og götur bæjarins. Til að það verði sem best gert þurfum við á ykkar aðstoð að halda. Bæjarbúar eru vinsamlegast beðnir að leggja ekki ökutækjum eða öðrum farartækjum í götunum eða gangstéttum meðan á hreinsun stendur.
Meira ... Síða 0 af Infinity