Fréttir eftir mánuðum

Skeiðholt lokun - leiðrétting á frétt

31.05.2018Skeiðholt lokun - leiðrétting á frétt
Íbúar hafa bent á villu í kynningu Mosfellsbæjar sem birtist þann 9. mars 2018 vegna lokunar Skeiðholts á meðan framkvæmdir eru standa yfir. Hið rétta er að framkvæmdir munu standa yfir til loka ágústmánaðar og Skeiðholt mun vera lokað fyrir umferð fram að þeim tíma. Opnun Skeiðholts fyrir umferð bifreiða verður ekki þann 1. júní eins og kom fram í fyrirsögn fréttar heldur við lok framkvæmda sem er 31. ágúst 2018.
Meira ...

Vala og Gaui hlutu Gulrótina á Heilsudegi Mosfellsbæjar

31.05.2018Vala og Gaui hlutu Gulrótina á Heilsudegi Mosfellsbæjar
Lýðheilsuviðurkenning Mosfellsbæjar, Gulrótin, var afhent þriðjudaginn 29. maí. Afhendingin fór fram í Listasalnum á árlegum Heilsudegi Mosfellsbæjar. Viðurkenningunni er ætlað að hampa einstaklingi, hópi, fyrirtæki eða stofnun fyrir brautryðjendastarf í þágu heilsueflingar og bættrar lýðheilsu íbúa bæjarins.
Meira ...

Sumaráhrifin og lestur

29.05.2018Sumaráhrifin og lestur
Frá Menntamálastofnun. Sumarleyfi grunnskólabarna er handan við hornið og mörg þeirra farin að líta hýru auga til þess að þurfa ekki að vakna snemma, taka sig til fyrir skólann og læra heima. Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna og Menntamálastofnun hvetja nemendur og foreldra til lestrardáða í sumar með því að vera dugleg að heimsækja bókasöfnin og taka til dæmis þátt í árlegum sumarlestrarspretti eða með því að nýta sér sumarlæsisdagatal
Meira ...

Laus störf í Leirvogstunguskóla

28.05.2018Laus störf í Leirvogstunguskóla
Leirvogstunguskóli í Mosfellsbæ leitar að matráð, aðstoð í eldhúsi og leikskólakennara frá og með 7. ágúst. Leirvogstunguskóli er nýlegur þriggja deilda leikskóli með um 70 nemendur á aldrinum 2 – 6 ára. Í skólanum er unnið framsækið og öflugt skólastarf þar sem kærleikurinn og gleðin er höfð að leiðarljósi. Unnið er eftir nýrri kennsluaðferð sem nefnist „ Leikur að læra“ og miðar að því að kenna börnum hljóð og stafi sem og stærðfræði í gegnum hreyfingu og skynjun á skemmtilegan og árangursríkan hátt.
Meira ...

Sveitarstjórnarkosningar 2018

27.05.2018Sveitarstjórnarkosningar 2018
Úrslit í sveitarstjórnarkosningum í Mosfellsbæ liggja fyrir. Á kjörskrá eru 7.467, alls talin atkvæði 4.828 og var kjörsókn 64,7%. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 1841 atkvæði eða 39,2 %, Viðreisn fær 528 atkvæði eða 11,2 %, Vinstri græn fá 452 atkvæði eða 9,6 %, Samfylkingin fær 448 atkvæði eða 9,5 %, Miðflokkurinn fær 421 atkvæði eða 9 %, Píratar fá 369 atkvæði eða 7,9 %, Vinir Mosfelssbæjar fá 499 atkvæði eða 10,6 %, Framsókn fær 138 atkvæði eða 2,9 %. Níu menn eiga sæti í bæjarstjórn í Mosfellsbæ. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn kjörna. Viðreisn, Vinir Mosfellsbæjar, Miðflokkurinn, Samfylking og Vinstri græn fá einn mann hver. Meirihlutinn heldur. 1 D Haraldur Sverrisson 2 D Ásgeir Sveinsson 3 D Kolbrún G. Þorsteinsdóttir 4 C Valdimar Birgisson 5 L Stefán Ómar Jónsson 6 D Rúnar Bragi Guðlaugsson 7 V Bjarki Bjarnason 8 S Anna Sigríður Guðnadóttir 9 M Sveinn Óskar Sigurðsson Kjörsókn var 64,7 prósent og auðir seðlar 121.
Meira ...

Haldgóður bæklingur um málefni eldri borgara.

25.05.2018Haldgóður bæklingur um málefni eldri borgara.
Fjölskyldusvið hefur nýverið endurútgefið bækling um þá þjónustu sem eldri Mosfellingar geta sótt um ásamt nokkrum góðum ábendingum um hvert skal leita til að fá aðstoð og þjónustu. Þjónusta við eldri borgara í Mosfellsbæ miðar að því að þeir geti búið við eðlilegt heimilislíf eins lengi og unnt er.
Meira ...

Vinningshafar í bæklingi um plastflokkun - Ert þú með NÝTT lukkunúmer ?

25.05.2018Vinningshafar í bæklingi um plastflokkun - Ert þú með NÝTT lukkunúmer ?
Upplýsingabæklingi með lukkunúmeri var dreift inn á heimili í Mosfellsbæ í lok febrúar með nánari upplýsingum um flokkun á plasti. Í bæklingnum var happdrættisnúmer sem dregið var um fyrr í mánuðinum, enginn vitjaði þeirra númera og því hefur verið dregið aftur í lukkuleiknum. Að þessu sinni komu upp númerin: 2888 og 1238
Meira ...

Kjörstaður í Mosfellsbæ - Polling stations - Lokale wyborcze

25.05.2018Kjörstaður í Mosfellsbæ - Polling stations - Lokale wyborcze
Kjörstaður vegna bæjarstjórnarkosninganna er í Lágafellsskóla við Lækjarhlíð og stendur kjörfundur frá kl. 09-22. Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag verður á sama stað. Símanúmer: 525-9200. Í kjörstjórn Mosfellsbæjar eru: Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður kjörstjórnar, Haraldur Sigurðsson og Valur Oddsson.
Meira ...

Breytingar á töflum Strætó 27. maí

24.05.2018Breytingar á töflum Strætó 27. maí
Eftirfarandi breytingar taka gildi sunnudaginn 27. maí n.k. Engar breytingar á tíðni verða gerðar á leiðakerfinu á höfuðborgarsvæðinu – og því ekki um að ræða eiginlega sumaráætlun. Einu breytingarnar sem gerðar verða á tímatöflum á höfuðborgarsvæðinu eru á leiðum 2, 6, 7 og 23. Leiðir 2, 6 og 7 breyttust um síðustu áramót og markmiðið er að fínpússa tímana þannig þeir standist betur.
Meira ...

Viðhaldsframkvæmdir og endurbætur í Varmárskóla

24.05.2018Viðhaldsframkvæmdir og endurbætur í Varmárskóla
Fyrir dyrum standa ýmsar reglubundnar viðhaldsframkvæmdir við Varmárskóla auk endurbóta á á ytra byrði yngri deildar, vinna við úrbætur á aðgengi og endurbætur á salernisaðstöðu. Hjá Mosfellsbæ hefur það verklag hefur verið viðhaft á undanförnum árum að vinna þriggja ára viðhaldsáætlanir sem gerðar eru á grunni reglubundinna úttekta á viðhaldsþörf.
Meira ...

Mosfellsbær útskrifar sérhæfða starfsmenn íþróttamannvirkja fyrst sveitarfélaga

24.05.2018Mosfellsbær útskrifar sérhæfða starfsmenn íþróttamannvirkja fyrst sveitarfélaga
Föstudaginn 4. maí útskrifuðust 23 sérhæfðir starfsmenn íþróttamannvirkja eftir 150 stunda þjálfun sem unnið hefur verið að síðasta árið. Námið var þróað og útfært í samstarfi við starfsmenn og forstöðumanna íþróttamannvirkja í Mosfellsbæ, en umsjón og framkvæmd verkefnisins var í höndum starfsþjálfunarfyrirtækisins Skref fyrir skref sem hefur sérhæft sig í fullorðinsfræðslu og starfsþróun.
Meira ...

Kvennahlaupið í Mosfellsbæ

23.05.2018Kvennahlaupið í Mosfellsbæ
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2018 fer fram í Mosfellsbæ laugardaginn 2. júní. Hlaupið hefst á frjálsíþróttavellinum að Varmá kl. 11:00. Hægt er að velja um nokkrar vegalengdir: 900 m, 3 km, 5 km og 7 km. Skráning hefst kl. 9:30 og upphitun að Varmá frá kl. 10:30. Forsala er hafin í Lágafellslaug, Grafarvogslaug og Breiðholtslaug.
Meira ...

Leikskólinn Hlíð - Matráður

23.05.2018Leikskólinn Hlíð - Matráður
Leikskólinn Hlíð í Mosfellsbæ leitar að matráð. Hlíð er um 80 barna leikskóli sem skipt er í 5 deildir. Leikskólinn leggur áherslu á vináttu, umhverfismennt og læsi. Unnið er með ákveðið kennsluefni í vináttu í tengslum við Barnaheill. Hlíð er grænfánaleikskóli. Á næstu misserum verður unnið að því að breyta Hlíð í ungbarnaleikskóla fyrir börn frá 1 til 3ja ára og er sérstaklega sóst eftir matráð með þekkingu og áhuga á næringu yngstu barnanna.
Meira ...

100 ára afmæli Auðar og stofutónleikar á Gljúfrasteini

23.05.2018100 ára afmæli Auðar og stofutónleikar á Gljúfrasteini
Senn líður að stofutónleikum. Þeir verða sem fyrr alla sunnudaga í júní, júlí og ágúst og stendur vinafélögum til boða tveir fríir miðar á tónleika að eigin vali. Þann 31. júlí 2018 verða liðin 100 ár frá fæðingu Auðar Sveinsdóttur. Auðar verður minnst með sérstakri dagskrá á Gljúfrasteini.
Meira ...

Átta skiluðu inn gildu framboði

22.05.2018Átta skiluðu inn gildu framboði
Átta framboðslistar skiluðu gildu framboði til sveitarstjórnarkosninga í Mosfellsbæ. Listarnir eru eftirfarandi: B-listi Framsóknarflokks, C-listi Viðreisnar, D-listi Sjálfstæðisflokks, L-listi Vina Mosfellsbæjar, M-listi Miðflokks, Í-listi Íbúahreyfingarinnar og Pírata, S-listi Samfylkingar, V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Meira ...

Mosfellsbær hlýtur jafnlaunavottun fyrst sveitarfélaga

18.05.2018Mosfellsbær hlýtur jafnlaunavottun fyrst sveitarfélaga
Mosfellsbær hefur hlotið vottun um að það starfræki launakerfi sem stenst kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar tók í dag, 18. maí, við skírteini þessu til staðfestingar frá BSI á Íslandi sem er faggiltur vottunaraðili.
Meira ...

Fuglastígur við Leiruvog

18.05.2018Fuglastígur við Leiruvog
Mosfellsbær hefur sett upp fuglafræðsluskilti meðfram ströndinni við Leiruvog. Um er að ræða fjögur fræðsluskilti sem staðsett eru við fjöruna frá Varmárósum að Blikastaðanesi og sýna algengustu sjófugla og vaðfugla á svæðinu, bæði farfugla og vetrargesti. Má þar meðal annars nefna margæsir, jaðrakan og fjölbreytta flóru anda og mávategunda.
Meira ...

Opið bókhald Mosfellsbæjar

17.05.2018Opið bókhald Mosfellsbæjar
Mosfellsbær hefur opnað bókhald bæjarins til að auka enn frekar aðgengi íbúa að fjárhagsupplýsingum. Upplýsingarnar eru settar fram á skýran og einfaldan hátt og lögð er áhersla á myndræna framsetningu á ráðstöfun fjármuna sveitarfélagsins.
Meira ...

Örugg efri ár

16.05.2018Örugg efri ár
Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur gefið út bæklinginn Örugg efri ár sem fjallar meðal annars um heilbrigt líferni og hvernig hægt er að fyrirbyggja heimaslys. Vegna skertrar sjónar, heyrnar og minnkaðs viðbragðs er aukin hætta á að aldraðir lendi í slysum. Fall er algengasta ástæða slysa hjá þeim og mikilvægt að aldraðir geri sér grein fyrir þessum breytingum sem verða á hæfni þeirra og geri umhverfi sitt eins öruggt og kostur er.
Meira ...

Heitavatnslaust á Engjavegi

16.05.2018Heitavatnslaust á Engjavegi
Vegna bilunar er heitavatnslaust á Engjavegi í dag, miðvikudaginn 16. maí. Viðgerð stendur yfir og óljóst hvenær henni verður lokið í dag. Þjónusturof hitaveitu - ábending til húsráðenda: Hafa þarf í huga að loft getur komist á kerfið..
Meira ...

Fjölmenni við vígslu kastalans í Ævintýragarðinum.

16.05.2018Fjölmenni við vígslu kastalans í Ævintýragarðinum.
Fjöldi fólks mætti til vígslu á nýjum kastala sem staðsettur er í Ævintýragarðinum laugardaginn 12.maí síðastliðinn í blíðskaparveðri. Kastalinn er gjöf til bæjarbúa frá bæjarstjórn Mosfellsbæjar í tilefni 30 ára afmæli bæjarins. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri bauð gesti velkomna ásamt Bjarka Bjarnasyni sem vígði kastalann formlega. Börn frá leikskólanum Reykjakoti sungu. Boðið var upp á kennslu í frisbígolfi við góðar undirtektir gesta. Formlegri vígsludagskrá lauk með boði á grilluðum pylsum og drykkjum.
Meira ...

Tilkynning um framlagningu kjörskrár.

16.05.2018Tilkynning um framlagningu kjörskrár.
Kjörskrá vegna kosninga til sveitarstjórnar sem fram fara þann 26. maí 2018 liggur frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar að Þverholti 2, á auglýstum opnunartíma, frá og með 16. maí 2018 og til kjördags.
Meira ...

Frítt í sund fyrir börn

15.05.2018Frítt í sund fyrir börn
Í Mosfellsbæ er frítt í sund fyrir börn yngri en 10 ára. Eins og fram kemur í gjaldskrá íþróttamiðstöðva og sundlauga eiga börn á aldrinum 11-15 ára í grunnskólum Mosfellsbæjar nú kost á því að fá árskort í sund. Kostnaðurinn við útgefið kort eru 600 krónur. Hægt er að sækja um sundkortin í sundlaugum Mosfellsbæjar.
Meira ...

Matjurtagarðar

15.05.2018Matjurtagarðar
Búið er að opna fyrir umsóknir um matjurtagarða í Mosfellsbæ. Matjurtagarðar bæjarins verða staðsettir austan við Varmárskóla þar sem gömlu skólagarðarnir hafa verið. Aðkoma að görðunum verður að norðanverðu frá tjaldsvæðinu við eldri deild Varmárskóla.Aðgengi að vatni og kaffiskúr verður við garðana.
Meira ...

Lokað fyrir heitt vatn í Snæfríðargötu

14.05.2018 Lokað fyrir heitt vatn í Snæfríðargötu
Lokað verður fyrir heitt vatn í Snæfríðargötu þriðjudaginn 15. maí vegna viðgerða á stofnlögn frá kl. 9:00 og fram eftir degi.
Meira ...

Ertu búin að nýta frístundaávísun skólaársins 2017-2018?

14.05.2018Ertu búin að nýta frístundaávísun skólaársins 2017-2018?
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar minnir á að enn er hægt að sækja um frístundaávísun til lækkunar kostnaðar við íþrótta- og tómstundaiðkun 6-18 ára barna og ungmenna. Foreldrar og forráðamenn sem ekki hafa nýtt frístundaávísun skólaársins eru hvattir til þess að nýta hana fyrir 31. maí.
Meira ...

Mesta uppbygging á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins frá upphafi.

14.05.2018Mesta uppbygging á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins frá upphafi.
Framkvæmdum í Skálafelli flýtt. Þann 7. maí undirrituðu borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórar Mosfellsbæjar, Seltjarnarness, Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar samkomulag sveitarfélaganna um endurnýjun og uppbyggingu mannvirkja skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í Bláfjöllum og Skálafelli.
Meira ...

Viðgerð á kaldavatnslögn í Holtahverfi er lokið og kalt vatn er komið á hverfið

11.05.2018
Viðgerð er lokið í Holtahverfi vegna bilunar sem varð í morgun og kalt vatn er komið á hverfið.
Meira ...

Styrkir veittir til efnilegra ungmenna

10.05.2018Styrkir veittir til efnilegra ungmenna
Árlega veitir íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar styrki til efnilegra ungmenna á aldrinum 14-20 ára. Í þetta sinn hlutu 11 ungmenni styrk, öll vel að honum komin. Styrkurinn er fólginn í launum frá Vinnu-skóla Mosfellsbæjar og er þeim þannig gef-ið tækifæri til að einbeita sér að sinni íþrótt eða tómstund og ná meiri árangri.
Meira ...

Leikskólakennarar óskast í leikskóla Mosfellsbæjar

09.05.2018Leikskólakennarar óskast í leikskóla Mosfellsbæjar
Leikskólar í Mosfellsbæ leita að leikskólakennurum og deildarstjórum til starfa. Íbúafjöldi Mosfellsbæjar er um 10.500 manns og er bærinn ört vaxandi útivistarbær enda stutt milli fjalls og fjöru og umhverfi bæjarins allt afar fagurt og mannlíf gott. Mosfellsbær starfrækir sjö leikskóla sem hver og einn státar af metnaðarfullri stefnu og starfsháttum. Leikskólarnir eru; Hlaðhamrar með 80 börn, Hlíð með 82 börn, Hulduberg með 112 börn, Höfðaberg með 54, 5 ára börn, Krikaskóli, samrekinn leik- og grunnskóli með 100 leikskólabörn og 100 grunnskólabörn, Leirvogstunguskóli með 70 börn, og Reykjakot með 85 börn.
Meira ...

Laus störf í Lágafellsskóla skólaárið 2018-2019

09.05.2018Laus störf í Lágafellsskóla skólaárið 2018-2019
Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi? Viltu vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum? Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum þar sem 1. - 2. bekkur er staðsettur í útibúi skólans, Höfðabergi, ásamt 5 ára leikskóladeildum.
Meira ...

Vígsla á kastalanum í Ævintýragarðinum laugardaginn 12. maí

08.05.2018Vígsla á kastalanum í Ævintýragarðinum laugardaginn 12. maí
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar ákvað á 30 ára afmæli bæjarins í fyrra að veita fjármagni í uppsetningu á leiktæki í ævintýragarðinum sem hluta af uppbyggingu á miðsvæði garðsins og leiksvæði því tengdu. Kastalinn verður vígður laugardaginn 12.maí næstkomandi og að því tilefni verður efnt til vígsluhátíðar.
Meira ...

Sumarnámskeið í Mosfellsbæ 2018 - Spennandi sumar fyrir stóra og smáa

08.05.2018Sumarnámskeið í Mosfellsbæ 2018 - Spennandi sumar fyrir stóra og smáa
Nú er sumarið handan við hornið og skráningar á sumarnámskeið eru hafnar fyrir káta krakka í Mosfellsbæ en margir huga að því að setja börn sín í einhverjar tómstundir í sumar. Marg er í boði í ár af fjölbreyttri og spennandi afþreyingu fyrir börn og ungmenni bæði heila og hálfa daga eftir því hvað hentar.
Meira ...

Nýr byggingarfulltrúi Mosfellsbæjar er Árni Jón Sigfússon

07.05.2018Nýr byggingarfulltrúi Mosfellsbæjar er Árni Jón Sigfússon
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 3. maí sl. með 3 atkvæðum að ráða Árna Jón Sigfússon í starf byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar. Árni Jón er með M.S. gráðu (Dipl. Ing.) í arkitektúr frá Universitat í Stuttgart í Þýskalandi. Hann hefur starfað í hartnær 7 ár hjá Mannvirkjastofnun en áður starfaði hann sem arkitekt hjá Arkþing, Tark-arkitektum og W.Wörner arkitektum í Þýskalandi.
Meira ...

Lokað fyrir kalda vatnið í hluta Holtahverfis

07.05.2018Lokað fyrir kalda vatnið í hluta Holtahverfis
Lokað verður fyrir kalt vatn í Þverholti, Akurholti, Arkarholti, Brattholti, Barrholti, Bergholti og Byggðarholti 1-3 og 17-57 þriðjudaginn 8. maí vegna viðgerða á stofnlögn frá kl:18:00 og fram eftir kvöldi.
Meira ...

Vinningstillaga að aðkomutákni afhjúpuð í Hlégarði

04.05.2018Vinningstillaga að aðkomutákni afhjúpuð í Hlégarði
Höfundar vinningstillögu um aðkomutákn að Mosfellsbæ eru þau Anna Björg Sigurðardóttir, arkitekt og Ari Þorleifsson, byggingafræðingur. Tillaga þeirra var afhjúpuð í Hlégarði þann 3. maí sl. en í umsögn dómnefndar segir m.a. um vinningstillöguna að hún sé: “Stílhrein og falleg tillaga sem sækir á óhlutbundinn hátt í náttúruna, ásamt því að sækja í rótgróið merki Mosfellsbæjar eftir Kristínu Þorkelsdóttur.
Meira ...

Laus störf í Varmárskóla skólaárið 2018-2019

03.05.2018Laus störf í Varmárskóla skólaárið 2018-2019
Nokkrar stöður eru lausar til umsóknar. Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Skólastarfið er í þremur byggingum, yngri deild, eldri deild og Brúarlandi. Varmárskóli leggur upp með gildi Mosfellsbæjar sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja. Skólinn er staðsettur í náttúruparadís og lögð er áhersla á nýtingu umhverfis í námi nemenda.
Meira ...

Skólakór Varmárskóla með vortónleika

03.05.2018Skólakór Varmárskóla með vortónleika
Nú á vordögum halda fjölmargir kórar landsins að venju tónleika í lok vetrarstarfsins og sýna með því það blómlega menningarstarf sem kórarnir leggja af mörkum hver á sinn hátt. Skólakór Varmárskóla lætur sitt ekki eftir liggja í þessum efnum og verður með árlega vortónleika sína í sal Varmárskóla sunnudaginn 6. maí klukkan 17:00. Þar gefst tónleikagestum færi á að hlusta á líflega og skemmtilega söngdagskrá sem krakkarnir hafa verið að æfa í vetur. Skólakór Varmárskóla tók til starfa árið 1979 og verður því 40 ára á næsta ári.
Meira ...

Vinningshafar í bæklingi um plastflokkun - Ert þú með lukkunúmerið ?

03.05.2018Vinningshafar í bæklingi um plastflokkun - Ert þú með lukkunúmerið ?
Íbúar í Mosfellsbæ hafa frá því í byrjun mars getað flokkað plast frá heimilissorpi. Upplýsingabæklingi var dreift inn á heimili í Mosfellsbæ í lok febrúar með nánari upplýsingum um flokkunina. Í bæklingnum var einnig happdrættisnúmer þar sem vinningar voru óvæntur glaðningur,
Meira ...

Íbúar í Holtunum athugið

02.05.2018Íbúar í Holtunum athugið
Tilkynning frá Hitaveitu Mosfellsbæjar. Lokað verður fyrir kalt vatn í Akurholti, Álmholti, Ásholti, Dvergholti, Byggðarholti og Njarðarholti fimmtu- og föstudaginn 3. og 4. maí frá kl 9:00 og fram eftir degi vegna endurnýjunar á stofnlögn í Skeiðholti. Vatn verður sett á eins fljótt og auðið er hvorn dag fyrir sig.
Meira ...

Tilkynning frá yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar

02.05.2018Tilkynning frá yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar
Laugardaginn 5. maí 2018 rennur út frestur til að skila framboðslistum vegna bæjarstjórnarkosninga í Mosfellsbæ sem fram fara þann 26. maí 2018. Yfirkjörstjórn mun þá taka við framboðslistum á skrifstofu Mosfellsbæjar að Þverholti 2, 2. hæð, kl. 10.00-12.00.
Meira ...

Vorverk í Mosfellsbæ dagana 2. - 14. maí

02.05.2018Vorverk í Mosfellsbæ dagana 2. - 14. maí
Nú stendur til að þvo og sópa gangstéttar og götur bæjarins. Til að það verði sem best gert þurfum við á ykkar aðstoð að halda. Bæjarbúar eru vinsamlegast beðnir að leggja ekki ökutækjum eða öðrum farartækjum í götunum eða gangstéttum meðan á hreinsun stendur.
Meira ...

Síða 0 af Infinity