Fréttir eftir mánuðum

Kynning á deiliskipulagslýsingu: Deiliskipulag Tjaldanes

27.06.2018Kynning á deiliskipulagslýsingu: Deiliskipulag Tjaldanes
Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar deiliskipulagslýsingu, skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Fyrir gerð deiliskipulags yfir Tjaldanes, lóð norðan Þingvallavegar í Mosfellsdal. Skipulagsvæðið afmarkast af Þingvallavegi til suðurs, ánni Köldukvísl til norðurs og aðliggjandi landareignum til vesturs og austurs.
Meira ...

Kynning á deiliskipulagslýsingu: Deiliskipulag athafnasvæðis í Flugumýri

27.06.2018Kynning á deiliskipulagslýsingu: Deiliskipulag athafnasvæðis í Flugumýri
Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar deiliskipulagslýsingu, skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Fyrir gerð deiliskipulags sem nær yfir hluta athafnasvæðis í norðurhlíðum Úlfarsfells. Svæðið afmarkast til vesturs af íbúðarbyggð, til norðurs af ódeiliskipulögðu íbúðarsvæði í landi Lágafells, 407-Íb, til austurs af athafnasvæði í Desjamýri og til suðurs af Skarhólabraut.
Meira ...

Starfsfólk óskast í Leirvogstunguskóla

26.06.2018Starfsfólk óskast í Leirvogstunguskóla
Vegna stækkunar skólans í haust vantar deildarstjóra á elstu barna deild í 100% starf. Stuðning á yngstu barna deild í 100% starf og aðstoð í eldhús/afleysing í 100% starf. Leirvogstunguskóli er nýlegur leikskóli sem mun í haust verða fjögra deilda leikskóli með um 80 nemendur á aldrinum 2 – 6 ára. Í skólanum er unnið framsækið og öflugt skólastarf þar sem kærleikurinn og gleðin er höfð að leiðarljósi.
Meira ...

Leikskólinn Hlíð - Matráður

22.06.2018Leikskólinn Hlíð - Matráður
Leikskólinn Hlíð í Mosfellsbæ leitar að matráð. Hlíð er um 80 barna leikskóli sem skipt er í 5 deildir. Leikskólinn leggur áherslu á vináttu, umhverfismennt og læsi. Unnið er með ákveðið kennsluefni í vináttu í tengslum við Barnaheill. Hlíð er grænfánaleikskóli. Á næstu misserum verður unnið að því að breyta Hlíð í ungbarnaleikskóla fyrir börn frá 1 til 3ja ára og er sérstaklega sóst eftir matráð með þekkingu og áhuga á næringu yngstu barnanna.
Meira ...

Lausar stöður í Lágafellsskóla

22.06.2018Lausar stöður í Lágafellsskóla
á bjóða þér að vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum. Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda Uppbyggingarstefnunnar. Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum þar sem 1. - 2. bekkur er staðsettur í útibúi skólans, Höfðabergi, ásamt 5 ára leikskóladeildum.
Meira ...

Líf í lundi - skógarstemming í Mosfellsbæ

21.06.2018Líf í lundi - skógarstemming í Mosfellsbæ
​Laugardaginn 23. júní ætlar Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar að bjóða til skemmtunar milli kl. 11:00 og 13:00 í Meltúnsreitnum í Mosfellsbæ (-Við Björgunarsveitarhúsið í Völuteig, Mosfellsbæ). Þar verður ýmislegt við að vera.
Meira ...

Lokað vegna veðurs

20.06.2018Lokað vegna veðurs
Þjónustuver og bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar verða lokaðar frá kl. 16 í dag, miðvikudaginn 20. júní til að gefa starfsfólki kost á að njóta sólar það sem eftir lifir dags. Hægt er að nálgast upplýsingar um þjónustu Mosfellsbæjar á vefnum www.mos.is og senda tölvupóst á netfangið: mos@mos.is
Meira ...

Á Huldubergi er gaman, þar leika allir saman...

20.06.2018Á Huldubergi er gaman, þar leika allir saman...
Leikskólinn Hulduberg í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða til starfa leikskólakennara og/eða leiðbeinendur í fullt starf frá og með 7. ágúst. Hulduberg er sex deilda leikskóli með 112 börn. Fjórar deildir eru aldursblandaðar og tvær deildir eru með yngstu börnin, en mikið samstarf er á milli deilda. Áherslur í starfi leikskólans eru umhverfismennt og að njóta og nýta náttúruleg gæði. Leikskólinn Hulduberg er staðsettur við Lágafellsskóla og íþróttamiðstöðina Lágafelli.
Meira ...

Kosið í ráð og nefndir bæjarins á fyrsta fundi

15.06.2018Kosið í ráð og nefndir bæjarins á fyrsta fundi
Á fyrsta bæjarstjórnarfundi kjörtímabilsins sem fram fór 13. júní var kosið í nefndir og ráð. Haraldur Sverrisson verður áfram bæjarstjóri. Forseti bæjarstjórnar er Bjarki Bjarnason og 1. varaforseti Stefán Ómar Jónsson. Formaður bæjarráðs er Ásgeir Sveinsson en með honum í ráði eru Kolbrún Þorsteinsdóttir og Sveinn Óskar Sigurðsson auk áheyrnarfulltrúa sem eru Bjarki Bjarnason og Valdimar Birgisson. ​
Meira ...

Þjóðhátíðarhelgi í Mosó - Gleðilega hátíð

15.06.2018Þjóðhátíðarhelgi í Mosó - Gleðilega hátíð
17. júní verður haldinn hátíðlegur í Mosfellsbæ með glæsibrag. Á laugardaginn verður hátíðinni þjófstartað þegar Ísland leikur gegn Argentínu á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Leikurinn verður sýndur á risaskjá í Hlégarði og eru allir velkomnir. Leikurinn hefst kl. 13:00.
Meira ...

Ísland á risaskjá í Hlégarði

14.06.2018Ísland á risaskjá í Hlégarði
Fyrsti leikur Íslands á HM í Rússlandi verður sýndur á risaskjá í Hlégarði á laugardaginn. Ísland mætir Argentínu og hefst leikurinn kl. 13:00. Húsið opnar kl. 12:00 með upphitun þar sem Hlégarði verður breytt í fjölskylduvænt „fanzone“. Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu mun halda uppi stemningunni með andlitsmálun og skemmtilegum uppákomum og heitt verður á grillinu. Frítt inn fyrir alla fjölskylduna meðan húsrúm leyfir.
Meira ...

Baugshlíð lokuð að hluta dagana 13. og 14. júní

12.06.2018Baugshlíð lokuð að hluta dagana 13. og 14. júní
Vegna fráveituframkvæmda verður lokað fyrir umferð í hluta Baugshlíðar miðviku- og fimmtudaginn 13. og 14. júní frá kl. 7:00 og fram eftir degi. Lokunin nær frá Skálatúni að Klapparhlíð. Vegfarendum er bent á hjáleið um Langatanga. Við þökkum fyrir þolinmæðina á meðan á þessum framkvæmdum stendur.
Meira ...

Malbikun á Vesturlandsvegi

12.06.2018Malbikun á Vesturlandsvegi
Þriðjudaginn 12. júní er stefnt að því að malbika báðar akreinar á Vesturlandsvegi, frá hringtorgi við Langatanga að hrintorgi við Baugshlíð. Þrengt verður um eina akrein, búast má við lítilsháttar umferðartöfum. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 09:00 og 19:00.
Meira ...

Fréttahorn eldri borgara

12.06.2018Fréttahorn eldri borgara
Í sumar verður ekki send út vikudagskrá enda engin sérstök námskeið í gangi nema gangan er auðvitað allt árið. Við í félagsstarfinu óskum eftir gefins skarti ef einhver er að taka til. Ætlunin er að endurhanna og endurvinna skartið. Félagsstarfinu vantar alltaf fleiri sokka og vettlinga af öllum stærðum og gerðum til að selja á basarnum sem verður haldinn í nóvember næstkomandi.
Meira ...

Áframhaldandi samstarf Sjálfstæðisflokks og Vinstri-grænna í bæjarstjórn Mosfellsbæjar

08.06.2018Áframhaldandi samstarf Sjálfstæðisflokks og Vinstri-grænna í bæjarstjórn Mosfellsbæjar
Málefnasamningur Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var formlega undirritaður við Hlégarð þriðjudaginn 5. júní. D- og V-listi fengu fimm af níu bæjarfulltrúa kjörna í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum og halda meirihlutasamstarfi sínu áfram sem hófst fyrst árið 2006. Málefnasamninginn í heild sinni má sjá hér:
Meira ...

Úttekt á öryggismálum leiksvæða í Mosfellsbæ

08.06.2018Úttekt á öryggismálum leiksvæða í Mosfellsbæ
Starfsmenn Mosfellsbæjar vinna nú að árlegri úttekt á öryggismálum leiksvæða í Mosfellsbæ, bæði opinna leiksvæða og leiksvæðum skólastofnana. Þar skoða starfsmenn öll leiktæki á leiksvæðum í Mosfellsbæ, meta ástand þeirra og gera áætlun um lagfæringar þar sem það á við. Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis fer einnig í reglubundið eftirlit með leiksvæðunum
Meira ...

Krakkar úr Herði settu upp skemmtilegt leikrit

08.06.2018Krakkar úr Herði settu upp skemmtilegt leikrit
Hestakrakkar úr Herði tóku þátt í stórsýningunni Æskan og hesturinn. Atriði þeirra var leikritið Inspirit of Iceland eftir Ragnheiði Þorvalds reiðkennara. Foreldrar og unglingar aðstoðuðu við búningagerð, tónlist, flutning á hrossum og æfingar. Leikritið var einnig sýnt þann 1. maí í reiðhöll Harðar þegar bæjarbúum var boðið í sókn á degi íslenska hestsins.
Meira ...

Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2018

07.06.2018Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2018
Óskað eftir umsóknum og tilnefningum um bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2018. Mosfellsbær auglýsir eftir umsóknum frá listamönnum búsettum í Mosfellsbæ og/eða rökstuddum ábendingum um nafnbótina Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2018. ​ Bæjarlistamaður mun á því ári sem hann er tilnefndur í samvinnu við menningarmálanefnd kynna sig og verk sín innan Mosfellsbæjar. Ennfremur mælist nefndin til þess að „Bæjar­listamaður Mosfellsbæjar“ láti nafnbótina koma fram sem víðast, bænum og listamanninum til framdráttar.
Meira ...

UngMos stendur fyrir viðburðum

07.06.2018UngMos stendur fyrir viðburðum
UngMos sem samanstendur af Húsráði Mosans, Bólráði og Ungmennaráði Mosfellsbæjar. Bólráðið gerir dagskrá fyrir kvöldopnanir í Bólinu sem er félagsmiðstöðin í Mosó og skipuleggur stærri viðburði. Í Bólráði eru Árni, Brynjar Vignir, Böðvar, Dagbjört Anna, Guðlaug Karen, Margrét Ósk og Ólafur Jón.
Meira ...

Tilkynning frá Vegagerðinni

07.06.2018Tilkynning frá Vegagerðinni
Fimmtudaginn 7. júní er stefnt að því að fræsa og malbika hægri akrein og öxl á Vesturlandsvegi í átt að Mosfellsbæ, frá hringtorgi við Korpúlfsstaðaveg að hringtorgi við Skarhólabraut. Þrengt verður um eina akgrein og búast má við lítilsháttar umferðartöfum. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli 06:00 og 15:00
Meira ...

Staða framkvæmda við Skeiðholt

06.06.2018Staða framkvæmda við Skeiðholt
Framkvæmdir verktaka við hliðrunar Skeiðholts og byggingu hljóðveggs ganga vel og nálgast verklok. Áætlað er að framkvæmdir við hljóðvegg og stígagerð muni standa yfir til loka ágústmánaðar 2018 en miðað er við að opnað verði fyrir aðgengi bifreiða og strætisvagna um mánaðarmótin júní/júlí 2018.
Meira ...

Ungt fólk & jafnréttismál

06.06.2018Ungt fólk & jafnréttismál
Dagana 20. og 21. september næstkomandi verður haldinn landsfundur jafnréttismála, málþing og jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2018. Landsfundur jafnréttismála verður haldinn fimmtudaginn 20. september í Hlégarði frá kl: 10:00-16:00. Mosfellsbær var fyrst íslenskra sveitafélaga til að samþykkja Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitafélögum og héruðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti sáttmálann hinn 10. september 2008.
Meira ...

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi

06.06.2018Tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu á deiliskipulagi: Desjamýri deiliskipulagsbreyting. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi við Desjamýri. Breytingin felst í eftirfarandi:
Meira ...

Skeiðholt, opnun götu fyrir umferð bifreiða og strætisvagna

04.06.2018Skeiðholt, opnun götu fyrir umferð bifreiða og strætisvagna
Framkvæmdir verktaka eru á síðustu metrunum vegna hliðrunar götunnar og byggingu hljóðveggs. Áætlað er að framkvæmdir muni standa yfir til loka ágústmánaðar 2018 en stefnt er á opnun aðgengis bifreiða og strætisvagna um helgina 30.júní 2018.
Meira ...

Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011 – 2030

04.06.2018Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011 – 2030
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar auglýsir hér með tillögur að breytingum á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 samkvæmt 1. mgr. 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Frístundasvæði í suðurhluta Mosfellsbæjar, breyting á yfirlitstöflu - Um er að ræða breytingu á yfirlitstöflu svæða fyrir frístundabyggð (F) í suðurhluta Mosfellsbæjar, kafli 4.11 í greinargerð aðalskipulagsins, sem og að skilgreina svæði 533-F í yfirlitstöflu sem ekki var gert áður.
Meira ...

Lokaverkefni nemenda í 10. bekk Lágafellsskóla

01.06.2018Lokaverkefni nemenda í 10. bekk Lágafellsskóla
Dagana 18. maí - 1. júní unnu nemendur í 10. bekk að lokaverkefni sínu þar sem fléttað var saman dönsku, ensku, íslensku, náttúrufræði, samfélagsfræði og stærðfræði. Í verkefninu reyndi á sköpun, frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagningu og samstarf. Það var sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með nemendum leggja mikla alúð við og metnað í vinnu sína og einstaklega gaman að sjá hve útkoman varð glæsileg! Einkunnarorð skólans skinu í gegn þessa síðustu daga þeirra í skólanum en þau eru einmitt samvera, samvinna og samkennd.
Meira ...

Laus störf í Lágafellsskóla skólaárið 2018-2019

01.06.2018Laus störf í Lágafellsskóla skólaárið 2018-2019
Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi? Viltu vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum? Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum þar sem 1. - 2. bekkur er staðsettur í útibúi skólans, Höfðabergi, ásamt 5 ára leikskóladeildum.
Meira ...

Uppbygging á æfingaaðstöðu hafin hjá GM

01.06.2018Uppbygging á æfingaaðstöðu hafin hjá GM
Hafin er uppbygging á æfingaaðstöðu innan- og utandyra við nýja íþróttamiðstöð GM við Hlíðavöll. Í vetur var gerður viðbótarsamningur við Mosfellsbæ um áframhaldandi uppbyggingu á aðstöðu GM. Með samningi þessum hefur Mosfellsbær nú sett 60 milljón kr. viðbótarframlag í byggingu íþróttamiðstöðvarinnar.
Meira ...

Tjaldsvæði í Mosfellsbæ opnar 1. júní

01.06.2018Tjaldsvæði í Mosfellsbæ opnar 1. júní
Tjaldsvæðið í Mosfellsbæ er staðsett í hjarta bæjarins, norðan við íþróttamiðstöðina á Varmársvæðinu, með fallegu útsýni yfir neðri hluta Varmár, Leirvoginn og Leirvogsána. Í Mosfellsbæ eru víðáttumikil náttúra innan bæjarmarka og einstakir útivistarmöguleikar í skjóli fella, heiða, vatna og strandlengju.
Meira ...

Síða 0 af Infinity