Fréttir eftir mánuðum

Leiðrétting - Tillögur að deiliskipulagi áður auglýst 4. júlí.

30.07.2018Leiðrétting - Tillögur að deiliskipulagi áður auglýst 4. júlí.
Auglýsing birtist þann 4. júlí síðastliðinn, en þar var ranglega farið með auglýsingatíma og athugasemdarfrest á tillögum að deiliskipulagi. Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal tillaga vera til sýnis eigi skemmri tíma en sex vikur og aðilum gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögu innan sama frest frá birtingu auglýsingar. Auglýstur var einungis fimm vikna auglýsingartími og athugasemdarfrestur. Auglýsingatími og athugsemdafrestur mun því vera framlengdur um rúma viku eða til og með 18. ágúst 2018.
Meira ...

Leiðrétting - Fjórar tillögur að breytingu á deiliskipulagi áður auglýst 21. júlí

30.07.2018Leiðrétting - Fjórar tillögur að breytingu á deiliskipulagi áður auglýst 21. júlí
Auglýsing birtist þann 21. júlí síðastliðinn, en þar var ranglega farið með auglýsingatíma og athugasemdarfrest á tillögum að deiliskipulagi. Samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal tillaga að breytingu vera til sýnis eigi skemmri tíma en sex vikur og aðilum gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögu innan sama frest frá birtingu auglýsingar. Auglýstur var einungis fimm vikna auglýsingartími og athugasemdarfrestur. Auglýsingatími og athugsemdafrestur mun því vera framlengdur um rúma viku eða til og með 5. september 2018. Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar tillögur að breytingu á deiliskipulagi:
Meira ...

Malbiksyfirlögn á Skólabraut milli Háholts og Varmárskóla

30.07.2018Malbiksyfirlögn á Skólabraut milli Háholts og Varmárskóla
Mánudaginn 30.07 2018 frá kl. 10:00 verður unnið við malbiksyfirlögn á Skólabraut milli Háholts og Varmárskóla. Hjáleið verður um Skeiðholt og Þverholt (sjá mynd). Ofangreindar framkvæmdir eru háðar veðri og geta því dregist á langinn en vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og sýna aðgát við vinnusvæðið.
Meira ...

Útboðsauglýsing: Gatnagerð í Reykjahverfi, Mosfellsbæ

28.07.2018Útboðsauglýsing: Gatnagerð í Reykjahverfi, Mosfellsbæ
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Gatnagerð í Reykjahverfi, Mosfellsbæ. Um er að ræða íbúðasvæði í Reykjahverfi (Reykjahvoll) sem staðsett er austan Reykjavegar í Mosfellsbæ. Vakin er athygli á því að búið er í nokkrum húsum á svæðinu og skal verktaki taka tillit til þess.
Meira ...

Breyting á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011 – 2030, ein tillaga að deiliskipulagi og sjö tillögur að breytingum á deiliskipulagi

26.07.2018Breyting á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011 – 2030, ein tillaga að deiliskipulagi og sjö tillögur að breytingum á deiliskipulagi
Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 - tillaga að breytingu – reiðleiðir og vegtengingar í Mosfellsdal Bæjarstjórn Mosfellsbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vegna nýs deiliskipulags fyrir Þingvallaveg í Mosfellsdal er gert ráð fyrir að fella niður reiðleið meðfram Þingvallavegi, breyta vegtengingum og bæta við undirgöngum.
Meira ...

Malbikun Baugshlíðar miðvikudaginn 25.júlí 2018

24.07.2018Malbikun Baugshlíðar miðvikudaginn 25.júlí 2018
Á morgun miðvikudaginn 25.júlí 2018 frá kl. 09:00 er stefnt að malbikun Baugshlíðar milli hringtorga við Álfatanga og Þrastarhöfða. Hjáleið verður um Vesturlandsveg en ávallt verður fært inn Arnarhöfða úr hvorri átt samanber gular og grænar línur á meðfylgjandi yfirlitsmynd. Ofangreindar framkvæmdir eru háðar veðri og geta því dregist á langinn en vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og sýna aðgát við vinnusvæðið.
Meira ...

Ný námskeið að hefjast hjá sumarfjöri ÍTOM

20.07.2018Ný námskeið að hefjast hjá sumarfjöri ÍTOM
Námskeiðin eru fyrir nemendur í yngstu 4. bekkjum grunnskóla og einnig fyrir þau sem eru að hefja skólagöngu á komandi hausti. Öll námskeiðin verða í Frístundaseli Varmálskóla, að Varmá og fer skráning fram í íþróttamiðstöðinni að Varmá og/eða í síma 5666754
Meira ...

Tímabundin lokun á reiðstíg

20.07.2018
Vegna óæskilegra aðskotahluta á reiðstíg sem gengur undir nafninu flugvallarhringur, þarf að loka hluta reiðstígsins tímabundið, sjá nánar mynd hér að neðan. Tilkynnt verður þegar búið verður að lagfæra reiðstíginn og hann verður öruggur að nýju.
Meira ...

Persónuverndarstefna Mosfellsbæjar

20.07.2018Persónuverndarstefna Mosfellsbæjar
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á 1361.fundi sínum sem haldinn var fimmtudaginn 19.júlí 2018 persónuverndarstefnu Mosfellsbæjar í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr.90/2018. Mosfellsbær einsetur sér að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi við vinnslu persónuupplýsinga. Persónuverndarstefna Mosfellsbæjar lýsir vinnslu Mosfellsbæjar á persónuupplýsingum. Mosfellsbær mun auk þess leitast við að veita þeim einstaklingum sem vinnsla persónuupplýsingar nær yfir nánari fræðslu um meðferð persónuupplýsinga. Með stefnunni leggur Mosfellsbær áherslu á mikilvægi persónuverndar við alla vinnslu á persónuupplýsingum eins og þær eru skilgreindar í lögum.
Meira ...

Fjórar tillögur að breytingu á deiliskipulagi

20.07.2018Fjórar tillögur að breytingu á deiliskipulagi
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftir¬tald¬ar tillögur að breytingu á deiliskipulagi: Torg í Gerplustræti Markmið með þessari breytingu er að auðvelda umferð stærri bíla, t.d. almenningsvagna um torgið. Breytingin felur í sér að radíus á beygjum við enda torgsins eru rýmkaðir og á báðum endum torgsins verður lágur kantsteinn sem afmarkar svæði sem eru yfirkeyranleg fyrir stóra bíla.
Meira ...

Í túninu heima - Bæjarhátíð 2018 - Vilt þú taka þátt ?

19.07.2018Í túninu heima - Bæjarhátíð 2018 - Vilt þú taka þátt ?
Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, verður haldin dagana 24. -26. ágúst. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ef einhverjir luma á hugmyndum eða vilja vera með viðburði, þá endilega sendið tölvupóst á ituninuheima@mos.is
Meira ...

Aðgerðum við Baugshlíð lokið

18.07.2018
Aðgerðum við Baugshlíð vegna sprengju sem fannst við endurnýjun veitulagna í dag er lokið. Sérfræðingar Landhelgisgæslunnar og sérsveitar lögreglunnar gerðu hana óvirka með því að sprengja hana í holu á staðnum. Verið er að ganga frá á svæðinu og opna fyrir umferð um Baugshlíð.
Meira ...

Lokun Baugshlíðar vegna aðgerða Landhelgisgæslunnar

18.07.2018
Unnið er að endurnýjun veitulagna við Baugshlíð. Í dag kom í ljós sprengja sem talin er vera frá seinni heimsstyrjöldinni sem virðist hafa fylgt jarðvegi sem fluttur hafði verið á svæðið. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar og Sérsveitar lögreglunnar hafa verið kallaðir á svæðið. Af þessum sökum eru nú lokanir við Baugshlíð frá Vesturlandsvegi og að hringtorgi við Lágafellslaug. Að mati viðbragðsaðila er ekki talin ástæða til rýmingar á svæðinu.
Meira ...

Malbikun Skeiðholts lokið

16.07.2018
Verktaki lauk vinnu við malbikun Skeiðholts síðastliðinn laugardag og stefnir á að nota góða veðurspá í vikunni til að steypa kantsteina, leggja gönguþveranir og mála umferðarlínur. Skeiðholtið verður opnað fyrir almennri umferð næstu helgi og vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og sýna aðgát við vinnusvæðið.
Meira ...

Vinna við græn svæði í Leirvogstungu

10.07.2018Vinna við græn svæði í Leirvogstungu
Garðyrkjudeild Mosfellsbæjar vinnur að því að rækta upp græn svæði í Leirvogstungu. Þegar hefur verið þökulagt á svæði sem merkt er inn sem svæði 3 á meðfylgjandi teikningu á milli Kvíslartungu 17 og 19. Í ár er fyrirhugað að fara í yfirborðsfrágang við svæði 2 sem er á milli Kvíslartungu 31 og Leirvogstungu 2. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og sýna aðgát við vinnusvæðin.
Meira ...

Mjög mikið byggt í Mosfellsbæ

09.07.2018Mjög mikið byggt í Mosfellsbæ
Í nóvember sl. kynntu Samtök iðnaðarins íbúðartalningu og íbúðaspá fyrir höfuðborgarsvæðið. Við þá talningu kom í ljós að hlutfallslega er mest byggt í Mosfellsbæ á því svæði. Þannig voru á þeim tíma 513 íbúðir í byggingu eða 16,1 % af íbúðumí sveitarfélaginu á árinu 2016. Þessi þróun heldur áfram en að undanförnu hefur verið mikið uppbygging í Helgafellshverfi þar sem hvert húsið á fætur öðru hefur risið og hverfið er óðum að taka á sig mynd.
Meira ...

Uppbygging hafin á kaupfélagsreitnum í miðbænum

09.07.2018Uppbygging hafin á kaupfélagsreitnum í miðbænum
Framkvæmdir eru nú hafnar við Bjarkarholt 8-20 sem kallað hefur verið kaupfélagsreiturinn. Vinna við niðurrif sjoppu og gamla kaupfélagsins er hafin og skipulagsnefnd og bæjarstjórn hafa samþykkt byggingaráformin og byggingarleyfisumsókn er nú í yfirferð hjá embætti byggingafulltrúa.
Meira ...

Leikvöllur í Hagalandi

06.07.2018Leikvöllur í Hagalandi
Í sumar hefur garðyrkjudeild Mosfellsbæjar unnið að gerð nýs leiksvæðis við Hagaland og er framkvæmdum lokið. Börnin í hverfinu eru þegar farin að nýta sér svæðið og nýju leiktækin sem þar hafa verið sett upp. Á leiksvæðinu eru rólur, rugguvegasalt, fjölþættur leikkofi og útibekkur. Trjágróður, göngustígur og umhverfi snyrt og aðstæður hinar ákjósanlegustu til að njóta og eiga góðan dag með börnunum.
Meira ...

Lokað fyrir heitt vatn í Laxatungu 1-127

06.07.2018Lokað fyrir heitt vatn í Laxatungu 1-127
Vegna viðgerða á heimæð er nauðsynlegt að loka fyrir heitt vatn í dag, föstudaginn 6. júlí og fram eftir degi í Laxatungu 1-127. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.
Meira ...

Stuðningsfulltrúi óskast á heimili fyrir börn

06.07.2018Stuðningsfulltrúi óskast á heimili fyrir börn
Mosfellsbær auglýsir eftir stuðningsfulltrúa til vinnu á heimili fyrir börn. Heimili fyrir börn i í Mosfellsbæ leitar eftir öflugum og framsæknum starfsmanni í hlutastarf. Helstu verkefni eru að aðstoða börnin við allar athafnir daglegs lífs, stuðla að aukinni færni og sjálfstæði barnanna auk þess að starfa eftir þeim áherslum sem heimilið byggir á út frá hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn og Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna. Um 30% starfshlutfall, kvöldvaktir og aðra hvora helgi er að ræða.
Meira ...

Nýtt tímabil (B) í Vinnuskóla að hefjast

05.07.2018Nýtt tímabil (B) í Vinnuskóla að hefjast
Nýtt tímabil í Vinnuskólanum hefst næstkomandi þriðjudag 10. júlí. Vinnuskóli Mosfellsbæjar er starfræktur fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk í grunnskólum Mosfellsbæjar yfir sumartímann. Vinnuskólinn er starfræktur á tímabilinu 11. júní til 17. ágúst og er skipt upp í tvö tímabil: A – tímabil: vinna hófst 11. júní og B - tímabil: vinna hefst 10. júlí. Ath. Vinnuskólinn verður lokaður á tímabilinu 1. ágúst til og með 8. ágúst.
Meira ...

Malbikun í Helgafellshverfi

04.07.2018Malbikun í Helgafellshverfi
Næstkomandi fimmtudag þann 05.07 frá kl. 22:00 og fram á nótt verður unnið við malbiksyfirlögn á hringtorgi við Vefarastræti, Gerplustræti, Ásavegi og Helgafellsvegi ásamt efsta hluta Helgafellsvegar. Hjáleið verður um Helgafellsheiði frá Þingvallavegi (sjá mynd).
Meira ...

Tillögur að deiliskipulagi

04.07.2018Tillögur að deiliskipulagi
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirfarandi tillögur að deiliskipulagi: Frístundalóðir við Langavatn, tillaga að deiliskipulagi og spilda úr landi Miðdals 1, lnr. 125337, tillaga að deiliskipulagi
Meira ...

Malbikun á Vesturlandsvegi

03.07.2018Malbikun á Vesturlandsvegi
Vegagerðin hefur gefið heimild til eftirtalinna verka, ef veður leyfir: Miðvikudaginn 4. júlí er stefnt að því að fræsa og malbika vinstri akrein og öxl á Vesturlandsvegi í átt að Mosfellsbæ, frá hringtorgi við Úlfarfellsveg að hringtorgi við Korpúlfsstaðaveg. Þrengt verður um eina akrein og búast má við lítilsháttar umferðartöfum. Viðeigandi merkingar verða settar upp meðan á framkvæmd stendur skv. viðlögðu lokunarplani 8.0.69.
Meira ...

Samstarfssamningar við íþrótta- og tómstundafélög undirritaðir

02.07.2018Samstarfssamningar við íþrótta- og tómstundafélög undirritaðir
Mosfellsbær hefur unnið að endurnýjun samstarfssamninga við íþrótta- og tómstundafélög í Mosfellsbæ í samstarfi við félögin á síðustu mánuðum. Á fundi bæjarráðs þann 7. júní var bæjarstjóra Mosfellsbæjar heimilað að undirrita samninga við þau íþrótta- og tómstundafélög sem hafa lýst yfir vilja til undirritunar þeirra.
Meira ...

Límmiðum dreift til íbúa fyrir sorptunnur

02.07.2018Límmiðum dreift til íbúa fyrir sorptunnur
Með útgáfu Bæjarblaðsins Mosfellings þann 28. júní fylgdu nýir límmiðar sem íbúar í Mosfellsbæ voru beðnir um að líma innan á tunnulok sorptunna sinna. Annars vegar er um að ræða límmiða fyrir bláu pappírstunnuna og hins vegar fyrir gráu tunnuna fyrir almennt sorp og plast.
Meira ...

Gera tröppur upp Úlfarsfell

02.07.2018Gera tröppur upp Úlfarsfell
Unnið er því þessa dagana að gera tröppur upp norðanvert Úlfarsfellið. Gönguleiðina kalla skátarnir Skarhólamýri en gott samstarf hefur verið á milli Mosfellsbæjar og skátafélagsins Mosverja um bætt aðgengi að útivistarsvæðum í kringum bæinn. Stikaðar hafa verið um 90 km af gönguleiðum auk þess sem útbúin hafa verið bílastæði, girðingastigar, göngubrýr og nú tröppur.
Meira ...

Rósa ráðin skólastjóri Helgafellsskóla

02.07.2018Rósa ráðin skólastjóri Helgafellsskóla
Rósa Ingvarsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Helgafellsskóla í Mosfellsbæ frá og með 1. ágúst 2018. Rósa hefur 30 ára reynslu sem kennari úr fjórum grunnskólum og hefur starfað sem umsjónarkennari, fagstjóri og árgangakennari. Hún var forstöðumaður í félagsmiðstöð í Reykjavík í fimm ár og innan hennar verkssviðs þar var áætlunargerð, stjórnun fjármála og mannauðsmál. Rósa var formaður Kennarafélags Reykjavíkur í sex ár samhliða kennslu og býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu á sviði skólamála.
Meira ...

Síða 0 af Infinity