Fréttir eftir mánuðum

Göngustígur austan Skeiðholts - uppfært

31.08.2018Göngustígur austan Skeiðholts - uppfært
Stefnt er á að hefilvinnu verði lokið á göngustíg austan Skeiðholts um miðja næstu viku, í framhaldi verður stígurinn malbikaður og opnað fyrir umferð í vikulok 31.ágúst 2018. Ofangreindar framkvæmdir eru háðar veðri og geta því dregist en vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og sýna aðgát við vinnusvæðið. Vegfarendur eru sérstaklega minntir á að virða hámarkshraða Skeiðholts sem er 30 km/klst.
Meira ...

Opnun útboðs: Reykjahverfi Mosfellsbæ - gatnagerð

31.08.2018Opnun útboðs: Reykjahverfi Mosfellsbæ - gatnagerð
Þann 31. ágúst 2018 voru tilboð opnuð í verkinu: „Reykjahverfi Mosfellsbæ - gatnagerð„ Engar athugasemdir voru gerðar fyrir opnun
Meira ...

Flokksstjóri veitna hjá Veitum Mosfellsbæjar

31.08.2018Flokksstjóri veitna hjá Veitum Mosfellsbæjar
mosfellsbær auglýsir laust starf flokksstjóra veitna. Laust er til umsóknar starf flokkstjóra veitna hjá veitum Mosfellsbæjar. Veitur hafa aðsetur í Þjónustustöð Mosfellsbæjar. Þjónustustöðin sér um alla almenna þjónustu við bæjarbúa á sviði tækni og umhverfismála. Flokkstjóri Veitna vinnur við viðhald og nýlagnir vatns- hita og fráveitu Mosfellsbæjar í samræmi við útgefnar verkbeiðnir og í samstarfi við verkstjóra veitna. Meðal verkefna starfsmanns er uppsetning á mælagrindum í nýbyggingum og upplýsingagjöf vegna þeirra. Starfsmaður sinnir útköllum í samræmi við samkomulag þar um.
Meira ...

Lokað fyrir heitt vatn í Kvíslar- og Leirvogstungu

31.08.2018Lokað fyrir heitt vatn í Kvíslar- og Leirvogstungu
Lokað þarf fyrir heitt vatn í Kvíslartungu og Leirvogstungu í dag 31.08. frá kl: 9 og fram eftir degi vegna viðgerðar á leka á inntaksleiðslu sem verið er að tengja. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.
Meira ...

Heimanámsaðstoð / Homework assistance

29.08.2018Heimanámsaðstoð / Homework assistance
Heimanámsaðstoð fyrir 1. - 10. bekk fer fram á bókasafni Mosfellsbæjar og í Lágafellsskóla (stofa 111) alla þriðjudaga frá kl. 14 - 16 (Hefst 11. 09) og í Klébergsskóla, Kjalanesi alla mánudaga frá 14:30-16:30 (hefst 10.09). Nánari upplýsingar / further info: margretlu@redcross.is or 898 6065
Meira ...

Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2018

29.08.2018Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2018
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2018 voru afhentar við hátíðlega athöfn í Hlégarði á bæjarhátíð Mosfellsbæjar „Í túninu heima“. Umhverfisviðurkenningarnar eru veittar þeim aðilum sem taldir eru hafa skarað fram úr í umhverfismálum á árinu. Að þessu sinni barst mikill fjöldi tilnefninga um einstaklinga, garða, götur, stofnanir, félagasamtök og fyrirtæki í Mosfellsbæ
Meira ...

TAKK MOSÓ !

28.08.2018TAKK MOSÓ !
Bestu þakkir til allra sem tóku þátt í bæjarhátíð Mosfellsbæjar. Þetta var ekkert minna en stórkostleg helgi. Endilega lækið og deilið myndbandi ef þið skemmtuð ykkur vel Í túninu heima.
Meira ...

Aðalskipulagsbreyting í landi Dallands - Kynning

28.08.2018Aðalskipulagsbreyting í landi Dallands - Kynning
Kynning á verkefnislýsingum: Aðalskipulagsbreyting í landi Dallands í suðurhluta Mosfellsbæjar og deiliskipulag fyrir jörðina Dalland. Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar tvær verkefnislýsingar skv. 30.gr. og 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Fyrir breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 svæði fyrir frístundabyggð í suðurhluta Mosfellsbæjar. Mosfellsbær áformar að breyta landnotkun á tveimur skikum, (125203 og 125372) vestan Dals í landi Dallands úr svæði fyrir frístundabyggð (F) í..
Meira ...

Deiliskipulag Vesturlandsvegar, frá Skarhólabraut að Reykjavegi, í Mosfellsbæ - KYNNING

28.08.2018Deiliskipulag Vesturlandsvegar, frá Skarhólabraut að Reykjavegi, í Mosfellsbæ - KYNNING
Kynning á deiliskipulagslýsingu: Deiliskipulag Vesturlandsvegar, frá Skarhólabraut að Reykjavegi, í Mosfellsbæ. Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar deiliskipulagslýsingu, skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Fyrir gerð deiliskipulags yfir Vesturlandsveg og veghelgunarsvæði frá gatnamótum við Skarhólabraut að gatnamótum við Reykjaveg. Lengd skipulagssvæðis er tæplega 2,5 km.
Meira ...

Steindi Jr. bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2018

27.08.2018Steindi Jr. bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2018
Á sérstakri hátíðardagskrá í lok bæjarhátíðarinnar Í túninu heima var Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., útnefndur sem bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2018. Steindi Jr., er alinn upp og búsettur í Mosfellsbæ. Hann er skapandi listamaður og hefur náð árangri á fleiri en einu sviði lista. Hann hefur gert sjónvarpsþætti, leikið og skrifað handrit og sannað sig bæði í leiklist og tónlist.
Meira ...

Göngustígur austan Skeiðholts

26.08.2018Göngustígur austan Skeiðholts
Stefnt er á að hefilvinnu verði lokið á göngustíg austan Skeiðholts um miðja næstu viku, í framhaldi verður stígurinn malbikaður og opnað fyrir umferð í vikulok 31.ágúst 2018. Ofangreindar framkvæmdir eru háðar veðri og geta því dregist en vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og sýna aðgát við vinnusvæðið. Vegfarendur eru sérstaklega minntir á að virða hámarkshraða Skeiðholts sem er 30 km/klst.
Meira ...

Stórtónleikar á torginu

25.08.2018Stórtónleikar á torginu
Laugardagskvöldið 25.8 verða stórtónleikar haldnir á torginu í Þverholti 2 þar sem stórstjörnur stíga á svið og skemmta hátíðargestum á bæjarhátíðinni Í túninu heima. Hefjast tónleikar kl 21 og standa til kl 23
Meira ...

Ullarpartý - Textar fyrir brekkusöng

24.08.2018Ullarpartý - Textar fyrir brekkusöng
Í kvöld hefst bæjarhátíðin Í túninu heima formlega þegar hátíðin verður sett í Álafosskvos. Íbúar safnast saman á Miðbæjartorginu og leggja af stað í skrúðgöngu kl. 20:45. Vaskir fákar frá Hestamannafélaginu Herði leiða göngu og göngustjórar frá Leikfélaginu Mosfellssveit ræsa einn lit af stað í einu. Í Álafosskvos mun Skólahljómsveit Mosfellsbæjar taka á móti hátíðargestum og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri setur hátíðina í fimmtánda sinn. Ronja Ræningjadóttir hitar síðan upp brekkuna áður en brekkusöngur hefst.
Meira ...

Bæjarhátíðin Í túninu heima nú um helgina

23.08.2018Bæjarhátíðin Í túninu heima nú um helgina
Stórglæsileg bæjarhátíð "Í túninu heima" verður haldin um helgina næstkomandi. Dagskráin er glæsileg að vanda og þar ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þess ber að geta að hátíðin hefur fyrst og fremst verið byggð upp á framtaki íbúa bæjarins og þátttöku þeirra. Á fimmtudegi skreyta bæjarbúar hverfin sín með sínum lit en Mosfellsbæ er skipt upp í fjóra hluta þar sem hver hluti hefur sinn sérstaka lit.
Meira ...

Félagsstarf eldri borgara haustið 2018

23.08.2018Félagsstarf eldri borgara haustið 2018
Nú er að fara af stað félagsstarf eldri borgara og FaMos. Félagsstarfið byrjar að nýju á mánudaginn 3. september þegar Vorboðarnir hittast á æfingu. Meðal þess sem verður í boði hjá félagsstarfinu er glernámskeið, tréútskurður, postulínnámskeið, félagsvist, kaffihlaðborðin vinsælu, leikfimi, opin hús, boccia og margt, margt fleira.
Meira ...

Deiliskipulag – Þingvallavegur í Mosfellsdal

21.08.2018Deiliskipulag – Þingvallavegur í Mosfellsdal
Kynningarfundur á tillögu að deiliskipulagi verður í bókasafni Mosfellsbæjar, Þverholti 2, miðvikudaginn 29. ágúst nk. frá 17:00-18:00. Kynnt verður tillaga að deiliskipulagi sem auglýst var 28. júlí sl. með athugasemdafresti til og með 9. september nk. Á fundinum verður gerð grein fyrir tillögunni og fyrirspurnum svarað. Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta.
Meira ...

Starfsfólk óskast í Leirvogstunguskóla

17.08.2018Starfsfólk óskast í Leirvogstunguskóla
Vegna stækkunar skólans í haust vantar deildarstjóra á elstu barna deild í 80 -100% starf. Einnig auglýsum við eftir starfsmanni í afleysingar inni á deildum í 100 % starf. Leirvogstunguskóli er nýlegur leikskóli sem mun í haust verða fjögra deilda leikskóli með um 80 nemendur á aldrinum 2 – 6 ára. Í skólanum er unnið framsækið og öflugt skólastarf þar sem kærleikurinn og gleðin er höfð að leiðarljósi. Unnið er markvisst eftir kennsluaðferðinni Leikur að læra sem gengur út á að kenna börnum hljóð, stafi, stærðfræði, forn og liti í gegnum söngva, leiki og hreyfingu.
Meira ...

Laus staða dönskukennara í Lágafellsskóla

17.08.2018Laus staða dönskukennara í Lágafellsskóla
Vegna forfalla vantar okkur dönskukennara á unglingastig í 60% starfshlutfall. Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda Uppbyggingarstefnunnar. Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum þar sem 1. - 2. bekkur er staðsettur í útibúi skólans, Höfðabergi, ásamt 5 ára leikskóladeildum.
Meira ...

Umferðatafir á Helgafellsvegi

15.08.2018Umferðatafir á Helgafellsvegi
Fimmtudaginn 16.08 frá kl. 09:00 (veðurháð) verður unnið við malbiksyfirlögn á Helgafellsvegi frá hringtorgi við Ásaveg og Vefarastræti, niður fyrir steypta miðeyju. Umferð verður stýrt þannig að akstur er stöðvaður í aðra áttina á meðan umferð úr hinni áttinni er hleypt í gegn þannig að götunni er aldrei lokað. Beðist er velvirðingar á umferðartöfum sem af munu hljótast.
Meira ...

Upphaf skólaárs og skólasetningar

15.08.2018Upphaf skólaárs og skólasetningar
Leikskólar Mosfellsbæjar og Krikaskóli hófu sitt starf í síðustu viku að loknum árlegum sumarleikskóla Mosfellsbæjar. Þessa dagana eru starfsmenn leikskólanna að taka á móti börnum fædd 2016 sem og nýjum og eldri börnum fædd 2013-2015, en öll börn fædd 2016 eða fyrr hafa fengið úthlutað leikskólaplássi hafi þau sótt um fyrir sumarfrí. Unnið er í afgreiðslu umsókna barna, fædd 2016 eða fyrr, sem bárust seinni hluta sumars og verða þær afgreiddar eins fljótt og auðið er.
Meira ...

Lokun bæjarskrifstofu kl. 16.00 í dag.

15.08.2018Lokun bæjarskrifstofu kl. 16.00 í dag.
Bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar loka kl. 16.00 í dag, miðvikudaginn 15. ágúst, vegna starfsdags. Við opnum aftur kl. 8.00 á morgun, fimmtudaginn 16. ágúst.
Meira ...

Viðgerðir í Íþróttamiðstöðinni Lágafelli

14.08.2018Viðgerðir í Íþróttamiðstöðinni Lágafelli
Unnið er að viðhaldi í Íþróttamiðstöðinni Lágafelli næstkomandi fimmtudag 16.08 og föstudag 17.08 og er því húsið lokað. Þetta á einnig við æfingaraðstöðu World Class sem og sundlauginni.
Meira ...

Vinabæjarráðstefna í Mosfellsbæ

14.08.2018Vinabæjarráðstefna í Mosfellsbæ
Vinabæjarráðstefna verður haldin í Mosfellsbæ dagana 16.-17.ágúst næstkomandi. Vinabæir Mosfellsbæjar eru fjórir þ.e. Thisted í Danmörku, Loimaa í Finnlandi, Uddevalla í Svíþjóð og Skien í Noregi. Ráðstefnugestir eru um 70 talsins og eru þar á meðal tveir listamenn frá hverju landi sem taka þátt í menningarverkefninu NArt. Einnig er sérstakt unglingaverkefni samhliða ráðstefnunni. Frá hverju landi koma fjórir unglingar fæddir árið 2003 ásamt hópstjóra og eru þátttakendur samtals 25. Þau gista saman, fara í ferðir og taka þátt í ýmsum uppákomum.
Meira ...

Síða 0 af Infinity