Fréttir eftir mánuðum

Deiliskipulag fyrir vatnsgeymi í Úlfarsfelli

29.09.2018Deiliskipulag fyrir vatnsgeymi í Úlfarsfelli
Kynning á deiliskipulagslýsingu: Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar deiliskipulagslýsingu, skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Fyrir gerð deiliskipulags sem nær yfir iðnaðarlóð fyrir vatnsgeymi ásamt aðkomuvegi frá Skarhólabraut og lögnum að og frá vatnsgeymi í austurhlíðum Úlfarsfells.
Meira ...

Uppskeruhátíð Sumarlestrar

27.09.2018Uppskeruhátíð Sumarlestrar
Uppskeruhátíð Sumarlestrar var haldin á Bókasafnsdeginum þann 7. september sl. Skráningin í ár var frábær en um 350 börn voru skráð. Mikil ánægja var hjá foreldrum að fá kærkomið tækifæri til að hvetja börnin til lestrar og viðhalda þeirri lestrarhæfni sem þau náðu um veturinn. Boðið var upp á hitting einu sinni í mánuði yfir sumarið þar sem þau komu sem gátu, þá var dregið í happdrætti og þrautir leystar.
Meira ...

Skólabörn í Mosfellsbæ með skólavörur frá Múlalundi

26.09.2018Skólabörn í Mosfellsbæ með skólavörur frá Múlalundi
Mosfellsbær er í hópi 10 sveitarfélaga sem hafa tekið þá góðu ákvörðun að allar möppur og plastvasar sem notuð verða í grunnskólum sveitarfélaganna næsta vetur verði framleidd innanlands, á Múlalundi vinnustofu SÍBS, í stað þess að vera flutt inn frá útlöndum. Alls er um að ræða 40 þúsund möppur og 20 þúsund plastvasa fyrir 10 þúsund nemendur um allt land.
Meira ...

Evrópski tungumáladagurinn 26. september 2018 Hvað er málið?

26.09.2018Evrópski tungumáladagurinn 26. september 2018 Hvað er málið?
Evrópski tungumáladagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur síðan árið 2001. Meginmarkmiðið með honum er að sýna fram á mikilvægi þess að læra tungumál, leiða í ljós gildi þess að vera fjöltyngdur og byggja brýr á milli ólíkra tungumála- og um leið menningarheima.
Meira ...

Frítt í strætó á Bíllausa deginum.

21.09.2018Frítt í strætó á Bíllausa deginum.
Strætó bs. og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu bjóða frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu í tilefni Bíllausa dagsins, 22.september. Íbúar eru hvattir til að skilja bílinn eftir heima, og nýta aðra samgöngumáta þennan dag. Minnst er á að heimilt er að taka reiðhjól með í strætó ef pláss er í vögnum.
Meira ...

Opnun útboðs - Reykjahverfi eftirlit, gatnagerð og lagnir

21.09.2018Opnun útboðs - Reykjahverfi eftirlit, gatnagerð og lagnir
Þann 21. september 2018 kl. 11:00 voru opnuð tilboð í verkið "Reykjahverfi eftirlit, gatnagerð og lagnir 2018." Engar athugasemdir bárust fyrir opnun.
Meira ...

Rafmagnstruflanir á Hraðastaðaveg

21.09.2018Rafmagnstruflanir á Hraðastaðaveg
Rafmagnstruflanir verða á Hraðastaðaveg kl 9-11 föstudaginn 21. september vegna endurtengingar á götuskáp. Nánari upplýsingar um truflun veitir bakvakt Orkuveitu Reykjavíkur í síma 516 6200.
Meira ...

Málþing um hjólreiðar í samgönguviku

20.09.2018Málþing um hjólreiðar í samgönguviku
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við Landsamtök Hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi halda málþing um vistvænar samgöngur í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi föstudaginn 21.september. Yfirskrift málþingsins að þessu sinni er „Veljum fjölbreytta ferðamáta“. Fjölbreytt úrval innlendra og erlendra fyrirlesara. Skráning á www.lhm.is
Meira ...

Hjólakort af Mosfellsbæ

19.09.2018Hjólakort af Mosfellsbæ
Fimmtudaginn, 20. september í samgönguviku eru íbúar Mosfellsbæjar hvattir til að nota sér fjölbreytt úrval hjólastíga til útivistar og samgangna. Vakin athygli á hjóla- og göngustígakortum Mosfellsbæjar á heimasíðu bæjarins og þau höfð aðgengilegt á íþróttamiðstöðvum og víðs vegar um bæ. Vakin athygli á korterskortinu sem sýnir 15 mínútna gönguradíus út frá miðbæ Mosfellsbæjar.
Meira ...

Aðstoðarfólk óskast í hlutastarf til að annast stuðning

19.09.2018Aðstoðarfólk óskast í hlutastarf til að annast stuðning
Ungur maður með CP-fötlun sem er með Notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) óskar eftir aðstoðarfólki í hlutastarf til að annast stuðning inn á heimili sitt í Mosfellsbæ. Hress og drífandi manneskja óskast: Aðstoðarfólk starfar eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf (e. Independent living). Hugmyndafræðin snýst um að fatlað fólk hafi stjórn á eigin aðstoð, þ.e. hvaða verk eru unnin, hver vinni þau, hvar og hvenær. Þetta gefur fötluðu fólki kost á að vera í réttu hlutverki í fjölskyldu sinni, vinnu, og samfélagi með öllum réttindum og skyldum sínum meðtöldum.
Meira ...

Ungmennaráð - Viltu öðlast góðrar reynslu ?

19.09.2018Ungmennaráð - Viltu öðlast góðrar reynslu ?
Auglýsum eftir ungu fólki á aldrinum 16-25 ára til að starfa með okkur í Ungmennaráði Mosfellsbæjar. Ungmennaráð er umræðu- og samstarfsvettvangur ungmenna á aldrinum 13 til 25 ára í sveitafélaginu og er ráðgefandi um málefni er tengjast ungu fólki í umboði bæjarstjórnar.
Meira ...

Ný verk í Listasal Mosfellsbæjar

19.09.2018Ný verk í Listasal Mosfellsbæjar
Listamennirnir Guðni Gunnarsson og Ingirafn Steinarsson eru með samsýningu í Listasal Mosfellsbæjar frá 14. september til 19. október. Til sýnis verða ný verk en undanfarin misseri hafa báðir listamennirnir unnið tvívítt, annarsvegar samklipp og hinsvegar teikningar. Í verkum Guðna gefur að líta margbreytilegar súrrealískar fígúrur samsettar úr fundnu myndefni, tímaritum og dagblöðum.
Meira ...

Eldvarnarskóhorn koma til hjálpar

19.09.2018Eldvarnarskóhorn  koma  til  hjálpar
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins afhenti Mosfellsbæ skóhorn til að prófa reykskynjara heimilisins á öruggan hátt. Það er talin góð regla að prófa reykskynjarana á heimilinu í hverjum mánuði. Algengt er að fólk gleyma að prófa reykskynjara eða eigi erfitt með að komast að þeim.
Meira ...

Hjólaviðgerðastandar kynntir í samgönguviku

18.09.2018Hjólaviðgerðastandar kynntir í samgönguviku
Mosfellsbær hefur tekið í notkun hjólreiðaviðgerðastanda og vatnsdrykkjarfonta á þremur stöðum við hjólreiðastíga í bænum, við skógræktarsvæðið í Hamrahlíð, við Háholt í miðbæ bæjarins og á hjólastíg við hringtorgið við Þingvallaveg. Staðsetning þeirra er sérstaklega valin með hliðsjón af þörfum hjólareiðafólks, sem getur nú farið í hjólastillingar og smáviðgerðir á ferð sinni um bæinn, um leið og hægt er að fá sér vatnssopa.
Meira ...

Hjólaþrautir og BMX sýning á miðbæjartorgi

18.09.2018Hjólaþrautir og BMX sýning á miðbæjartorgi
Þriðjudaginn, 18. september er BMX-dagur á miðbæjartorgi Mosfellsbæjar kl. 17:00-19:00 Hjólaþrautir og BMX sýning á miðbæjartorginu við Þverholt í tilefni af samgönguviku 16. - 22. september. BMX kappar sýna listir sínar á nýju pump track brautinni sem hentar jafnt reiðhjólum, hlaupahjólum, BMX-hjólum, hjólabrettum og línuskautum.
Meira ...

Fræðslu- og frístundasviða– Nýr starfsmaður

18.09.2018Fræðslu- og frístundasviða– Nýr starfsmaður
Arnar Ingi Friðriksson sálfræðingur hefur hafið störf á fræðslu- og frístundasviði, skólaþjónustu. Hann tekur við af Guðríði Þóru Gísladóttur sálfræðingi sem heldur til annarra starfa. Arnar hefur meðal annars starfað hjá Reykjavíkurborg og Embætti landlæknis. Við bjóðum Arnar velkominn í hóp starfsmanna Mosfellsbæjar.
Meira ...

Hjólið þitt með Dr. BÆK

17.09.2018Hjólið þitt með Dr. BÆK
í Mosfellsbæ - miðbæjartorginu mánudaginn 17. september kl. 16 – 17. Við hvetjum alla hjóleigendur að koma með hjólhesta sína í fría ástandsskoðun hjá Dr. Bæk. Doktorinn kemur með farandskoðunarstöðina sína, pumpu, olíur og nokkra skiptilykla. Hann skoðar hjólin og vottar heilsu þeirra. Alls konar spurningar leyfðar.
Meira ...

Hulduberg og Reykjakot auglýsa stöðu sérkennslustjóra

17.09.2018Hulduberg og Reykjakot auglýsa stöðu sérkennslustjóra
Um er að ræða 100% stöðu sérkennslustjóra. Mögulega verður skoðað að ráða í tvær hlutastöður. Vinnutími og vinnufyrirkomulag er í samráði við leikskólana. Sérkennslustjóri er faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólunum, annast frumgreiningu og ráðgjöf til starfsmanna.
Meira ...

Tilkynning frá Veitum.

16.09.2018Tilkynning frá Veitum.
Vegna vidgerðar verður rafmangslaust við Reykjaveg mánudaginn 17.09.2018 frá klukkan 13:00 til klukkan 16:00. Nánari upplýsingar á heimasíðu Veitna www.veitur.is eða í síma 516 6000
Meira ...

NArt - norræn listavinnustofa

14.09.2018NArt - norræn listavinnustofa
Samhliða norrænu vinabæjarráðstefnunni sem haldin var í Mosfellsbæ um síðust helgi var haldin listavinnustofa að nafni „NArt - Nordic Art Works-hop“. Tilgangur NArt er að skapa vettvang þar sem atvinnulistamenn geta hist, kynnst, unnið saman, gert tilraunir og búið til list saman. Markmiðið er að styrkja listræn tengsl norrænna listamanna og vonandi að skapa tækifæri til að vinna aftur saman í framtíðinni.
Meira ...

Nokkrar lausa stöður í Varmárskóla

13.09.2018Nokkrar lausa stöður í Varmárskóla
Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Skólastarfið er í þremur byggingum, yngri deild, eldri deild og Brúarlandi. Varmárskóli leggur upp með gildi Mosfellsbæjar sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja. Skólinn er staðsettur í náttúruparadís og lögð er áhersla á nýtingu umhverfis í námi nemenda
Meira ...

Opnun útboðs - Fjölnota íþróttahús við Varmá

12.09.2018Opnun útboðs - Fjölnota íþróttahús við Varmá
Þann 12. september 2018 voru opnuð tilboð í verkið "Fjölnota íþróttahús við Varmá". Engar athugasemdir voru gerðar fyrir opnun.
Meira ...

Malbiksframkvæmdir á Reykjavegi austan Hafravatnsvegar

12.09.2018Malbiksframkvæmdir á Reykjavegi austan Hafravatnsvegar
Næstkomandi fimmtudag þann 13.09.2018 frá kl. 09:00 til kl. 17:00 verður unnið við malbiksyfirlögn á Reykjavegi austan Hafravatnsvegar ásamt strætisvagnabiðstöð á móts við Suður Reyki. Framkvæmdin er tvískipt og eru áfangar sýndir á með grænum og fjólubláum lit. Umferð verður stýrt þannig að akstur er stöðvaður í aðra áttina á meðan umferð úr hinni áttinni er hleypt í gegn og öfugt, þannig að götunni er aldrei lokað (sjá mynd). Ofangreindar framkvæmdir eru háðar veðri og geta því dregist en vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og sýna aðgát við vinnusvæðið.
Meira ...

Krakkar úr Dalnum söfnuðu fyrir Reykjadal

12.09.2018Krakkar úr Dalnum söfnuðu fyrir Reykjadal
Þessir frábæru krakkar sem búa í nágrenni Reykjadals í Mosfellsdal söfnuðu 17.017 krónum með skransölu fyrr í sumar sem haldin var á markaðnum á Mosskógum hjá Nonna og Völu. Ágóðinn var afhentur í Reykjadal á dögunum. Börnin í Reykjadal höfðu málað boli til að gefa krökkunum og svo var öllum boðið í köku og djús. Krakkarnir vilja senda hjartans þakkir til allra þeirra sem hjálpuðu þeim við að framkvæma þessa hjartahlýju hugmynd.
Meira ...

Spengja aftengd við Klapparhlíð

12.09.2018Spengja aftengd við Klapparhlíð
Um miðjan júlí þurfti að kalla út sprengjusveit Landhelgisgæslunnar til að aftengja sprengju sem fannst þegar verið var að endurnýja veitulagnir við Baugshlíð. Það var Leifur Guðjónsson sem fann sprengjuna. „Við fengum möl frá Björgun og þegar ég var að vinna úr henni sá ég stykki sem ég hélt að væri rörbútur en reyndist svo vera sprengja. Talið er að þetta hafi verið fallbyssukúla frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar,“ segir Leifur. Greiðlega gekk að aftengja sprengjuna en mikill viðbúnaður var á svæðinu.
Meira ...

Vinabæjaráðstefna í Hlégarði

11.09.2018Vinabæjaráðstefna í Hlégarði
Vinabæjaráðstefna var haldin í Mosfellsbæ dagana 16.-17. ágúst í Hlégarði. Vinabæir Mosfellsbæjar eru fjórir, Thisted í Danmörku, Loimaa í Finnlandi, Uddevalla í Svíþjóð og Skien í Noregi og er um að ræða elstu vinabæjakeðjuna á Norðurlöndum. Þema vinabæjaráðstefnunnar í ár var félagsauður og ráðstefnustjóri var Bogi Ágústsson formaður Norræna félagsins á Íslandi.
Meira ...

Sunnudagsganga á Reykjaborg

11.09.2018Sunnudagsganga á Reykjaborg
Á Degi íslenskrar náttúru, sunnudaginn 16. september kl. 14:00 verður boðið upp á sunnudagsgöngu upp á Reykjaborg. Um er að ræða létta göngu undir leiðsögn Ævars Aðalsteinssonar. Gangan er um 3 km og því tilvalin fjölskylduganga. Brottför er frá endastöð strætó innst á Reykjavegi við Suður-Reyki. Komið með og njótið frábærs útsýnis yfir Mosfellsbæ frá nýju hringsjánni.
Meira ...

Lausar stöður í Krikaskóla í Mosfellsbæ

10.09.2018Lausar stöður í Krikaskóla í Mosfellsbæ
Krikaskóli er leik- og grunnskóli og starfsemin tekur mið af skólastefnu Mosfellsbæjar um heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum. Skólaárið 2018-2019 verða um 215 börn á aldrinum 2ja-9 ára í skólanum. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skólastefnu skólans og uppbyggingu á heimasíðu hans áður en þeir sækja um starf.
Meira ...

Árni Jón hlaut fyrstu hvatningarverðlaunin

07.09.2018Árni Jón hlaut fyrstu hvatningarverðlaunin
Við skólaslit síðastliðið vor veitti Foreldrafélag Varmárskóla hvatningarverðlaun í fyrsta skipti starfsmanni sem þótti hafa skarað fram úr í starfi. Leitað var eftir ábendingum og mörg nöfn nefnd enda hefur skólinn á að skipa frábærum hópi starfsfólks. Að þessu sinni féllu hvatningarverðlaunin í hlut Árna Jóns Hannessonar kennara á miðstigi sem býr yfir 35 ára kennslureynslu.
Meira ...

Lausar stöður í Lágafellsskóla

07.09.2018Lausar stöður í Lágafellsskóla
Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi. Má bjóða þér að vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum. Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda Uppbyggingarstefnunnar. Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum þar sem 1. - 2. bekkur er staðsettur í útibúi skólans, Höfðabergi, ásamt 5 ára leikskóladeildum. Laus störf til umsóknar:
Meira ...

Leikfiminámskeið fyrir 67 ára og eldri í World Class í Lágafellslaug

07.09.2018Leikfiminámskeið fyrir 67 ára og eldri í World Class í Lágafellslaug
Hleypt hefur verið af stokkunum þriggja mánaða tilraunaverkefni sem byggir á samstarfi FaMos, Mosfellsbæjar og World Class í Mosfellsbæ. Fyrirkomulag verkefnisins er með þeim hætti að World Class veitir helmings aflslátt á þriggja mánaða korti fyrir eldri borgara og ráðnir hafa verið íþróttakennarar sem halda utan um hópinn, stýra leikfimitímum og leiðbeina í tækjasal. Kostnaður vegna kennara er greiddur af Mosfellsbæ.
Meira ...

Umsókn um styrk til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu

07.09.2018Umsókn um styrk til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu í Mosfellsbæ. Umsóknir skulu berast Þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, 2. hæð á þar til gerðum eyðublöðum í síðasta lagi 30. nóvember nk. Aðilar sem fengu styrk á síðasta ári þurfa að skila inn greinargerð um ráðstöfun þess fjár.
Meira ...

Málþing sveitarfélaga um jafnréttismál og jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2018

06.09.2018Málþing sveitarfélaga um jafnréttismál og jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2018
Landsfundur sveitarfélaga um jafnréttismál verður haldinn í Hlégarði fimmtudaginn 20. september 2018 frá kl. 9:30 - 16:30. Vakin er athygli á því að málþing sveitarfélaga um jafnréttismál sem og jafnréttisdagur Mosfellsbæjar mun fara fram í Golfskála Mosfellsbæjar daginn eftir, eða 21. september 2018. Það er því tilvalið að sækja alla viðburði. Dagskráin er afar glæsileg báða dagana.
Meira ...

Starfsmaður óskast í 65% hlutastarf í búsetukjarnanum Þverholti í Mosfellsbæ

05.09.2018Starfsmaður óskast í 65% hlutastarf  í búsetukjarnanum Þverholti í Mosfellsbæ
Mosfellsbær auglýsir eftir starfsmanni í búsetukjarna fatlaðs fólks. Við í Þverholti í Mosfellsbæ leitum eftir öflugum og framsæknum starfsmanni í til að fá til liðs við okkur. Við veitum íbúum einstaklingsmiða þjónustu og leggjum okkur fram við að auka víðsýni þeirra með félagslegri virkni. Starfsmenn vinna eftir hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar sem og þjónustu- og starfsáætlunum. Svo leggjum við okkur fram við að skapa góða liðsheild. Við störfum samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 með síðari breytingum og samkvæmt stefnu Mosfellsbær í málaflokknum. Unnið er aðra hverja helgi og fjölbreytni er í vöktum.
Meira ...

Malbiksyfirlögn á Korpúlfsstaðarvegi

05.09.2018Malbiksyfirlögn á Korpúlfsstaðarvegi
Næstkomandi miðvikudag þann 05.09.2018 frá kl. 09:00 til kl. 17:00 verður unnið við malbiksyfirlögn á Korpúlfsstaðarvegi frá hringtorgi við Vesturlandsveg að brú yfir Úlfarsá. Hjáleið verður um Vesturlandsveg og Víkurveg. Ofangreindar framkvæmdir eru háðar veðri og geta því dregist en vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og sýna aðgát við vinnusvæðið.
Meira ...

Frístundatímabilið 2018-2019

03.09.2018Frístundatímabilið 2018-2019
Börn fædd á árunum 2001 til 2012 eiga rétt á frístundaávísun á frístundatímabilinu 15. ágúst 2018 til 31.maí 2019. Frístundaávísun er 50.000 kr. en hækkar fyrir þriðja barn upp í 60.000, einnig fyrir fjórða og fimmta barn o.s.frv. Þetta á við um fjölskyldur sem skráð eru með sama lögheimili og fjölskyldunúmer.
Meira ...

Búsetukjarninn Klapparhlíð í Mosfellsbæ

03.09.2018Búsetukjarninn Klapparhlíð í Mosfellsbæ
Laust starf stuðningsfulltrúa í búsetukjarnanum í Klapparhlíð. Búsetukjarninn í Klapparhlíð veitir fötluðu fólki þjónustu. Búsetukjarnar heyra undir fjölskyldusvið Mosfellsbæjar. Helstu verkefni okkar sem vinna í búsetukjarnanum í Klapparhlíð eru að veita íbúum stuðning við athafnir daglegs lífs og að stuðla að öruggu og ánægjulegu umhverfi með því að þekkja vel þeirra hagi.
Meira ...

Búsetukjarninn Hulduhlíð í Mosfellsbæ

03.09.2018Búsetukjarninn Hulduhlíð í Mosfellsbæ
Laust starf stuðningsfulltrúa í búsetukjarnanum í Hulduhlíð. Búsetukjarninn í Hulduhlíð veitir fötluðu fólki þjónustu. Búsetukjarnar heyra undir fjölskyldusvið Mosfellsbæjar. Helstu verkefni okkar sem vinna í búsetukjarnanum í Hulduhlíð eru að veita íbúum stuðning við athafnir daglegs lífs og að stuðla að öruggu og ánægjulegu umhverfi með því að þekkja vel þeirra hagi. Unnið er eftir hugmyndafræðinni um þjónandi leiðsögn, þjónustuáætlunum og öðrum verklagsreglum til að stuðla að framþróun í starfi.
Meira ...

Síða 0 af Infinity