Fréttir eftir mánuðum

Veitur hvetja almenning til að fara sparlega með heita vatnið

30.01.2019Veitur hvetja almenning til að fara sparlega með heita vatnið
Áfram viðbúnaður hjá Veitum vegna kuldakastsins. Rennsli í hitaveitukerfi Veitna á höfuðborgarsvæðinu hélt áfram að aukast í nótt. Jafnaðarrennslið nemur um 16.400 rúmmetrum þá klukkutíma sem notkunin er mest. Veitur hvöttu fólk í gær til að fara vel með heita vatnið og huga að því hvort hugsanlega sé vatni sóað á heimilum þess eða vinnustöðum.
Meira ...

Leikskólinn Hlíð í Mosfellsbæ leitar að leikskólakennara/starfsmanni

29.01.2019Leikskólinn Hlíð í Mosfellsbæ leitar að leikskólakennara/starfsmanni
Hlíð er um 80 barna, 5 deilda, leikskóli fyrir 1 til 4 ára börn. Hlíð er grænfána- og vinaleikskóli þar sem áhersla er á hlýlegt og gott andrúmsloft og tilfinningalegt öryggi barnanna. Unnið er að þróunarverkefninu „Snemmtæk íhlutun með áherslu á málþroska og læsi“ í samstarfi við Menntamálastofnun. Stefnt er að því að Hlíð verði ungbarnaleikskóli fyrir börn frá 1 til 3ja ára og er sérstaklega óskað eftir kennurum með áhuga á að taka þátt í uppbyggingu fagstarfs með yngstu börnunum.
Meira ...

Deildarstjóri óskast í Leirvogstunguskóla

29.01.2019Deildarstjóri óskast í Leirvogstunguskóla
Leirvogstunguskóli auglýsir eftir deildarstjóra í 80 – 100% starf á elstu barna deild. Leirvogstunguskóli er nýlegur fjögurra deilda leikskóli með um 80 nemendur á aldrinum 2 – 6 ára. Í skólanum er unnið framsækið og öflugt skólastarf þar sem kærleikurinn og gleðin er höfð að leiðarljósi. Unnið er markvisst eftir kennsluaðferðinni Leikur að læra sem gengur út á að kenna börnum hljóð, stafi, stærðfræði, form og liti í gegnum söngva, leiki og hreyfingu.
Meira ...

Leikfiminámskeið fyrir 67 ára og eldri í World Class í Lágafellslaug

24.01.2019Leikfiminámskeið fyrir 67 ára og eldri í World Class í Lágafellslaug
Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag og lögð hefur verið áhersla á að auðvelda eldri borgurum að stunda hreyfingu. Á síðasta ári var hleypt af stokkunum þriggja mánaða tilraunaverkefni sem byggir á samstarfi FaMos, Mosfellsbæjar og World Class í Mosfellsbæ. Mjög vel var tekið í það verkefni og mikil þátttaka var því ákveðið að halda áfram á nýju ári að bjóða eldri borgurum upp á heilsueflandi hreyfingu á góðum kjörum.
Meira ...

Gönguskíðabraut á Hlíðarvelli, Golfklúbb Mosfellsbæjar

22.01.2019Gönguskíðabraut á Hlíðarvelli, Golfklúbb Mosfellsbæjar
Tvær gönguskíðabrautir hafa verið lagðar á Hlíðarvelli, hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Brautirnar eru mislangar og ættu því að henta flestum. Kjörið er að fá sér hressingu á Blik Bistro & Grill að göngu lokinni í hinum nýjum og glæsilegum húsakynnum Golfklúbbsins, Kletti.
Meira ...

Leikfiminámskeið fyrir 67 ára og eldri í World Class í Lágafellslaug

22.01.2019Leikfiminámskeið fyrir 67 ára og eldri í World Class í Lágafellslaug
Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag og lögð hefur verið áhersla á að auðvelda eldri borgurum að stunda hreyfingu. Hleypt hefur verið af stokkunum þriggja mánaða tilraunaverkefni sem byggir á samstarfi FaMos, Mosfellsbæjar og World Class í Mosfellsbæ. Fyrirkomulag verkefnisins er með þeim hætti að World Class veitir helmings afslátt á þriggja mánaða korti fyrir eldri borgara og ráðnir hafa verið íþróttakennarar sem halda utan um hópinn, stýra leikfimitímum og veita leiðbeiningar í tækjasal. Kostnaður vegna kennara er greiddur af Mosfellsbæ.
Meira ...

Breyting á deiliskipulagi – Bjargslundur 17

22.01.2019Breyting á deiliskipulagi – Bjargslundur 17
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirfarandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi: Bjargslundur 17. Breytingin felur í sér stækkun byggingareits, stækkun á núverandi húsnæði sem og möguleika á að byggja frístandandi bílskúr með nýtanlegu kjallararými. Heildarfermetrar húsa fer úr 135 m² í 370 m².
Meira ...

Gönguskíðabraut á Tungubakkavelli

21.01.2019
Í morgun var troðin braut umhverfis Tungubakkavöll í Mosfellsbæ. Brautin er rétt um 900m og alveg flöt. Ágætis færð er í brautinni. Gönguskíði er tilvalið sport fyrir alla og hentar yfirleitt flestum í fjölskyldunni stórum sem smáum. Íþróttin er góð útivera sem færir súrefni í lungun og kemur blóðinu á hreyfingu.
Meira ...

Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða smíðakennara til starfa

21.01.2019Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða smíðakennara til starfa
Smíðakennari óskast til starfa í tímabundna stöðu, frá og með mars 2019. Æskilegt er að viðkomandi sé með sveinspróf í húsasmíði og kennsluréttindi. Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Varmárskóli leggur upp með gildi Mosfellsbæjar sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja.
Meira ...

Íþróttakona og íþróttakarl Mosfellsbæjar 2018

18.01.2019Íþróttakona og íþróttakarl Mosfellsbæjar 2018
Kynning á kjöri íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar fór fram í 27. skipti í íþróttamiðstöðinni að Varmá þann 17. janúar sl. að viðstöddum tæplega 400 gestum. Níu konur og þrettán karlar voru tilnefnd til titilsins. Íþróttakona Mosfellsbæjar var kjörin María Guðrún Sveinbjörnsdóttir íþróttakona tækwondodeildar Aftureldingar og íþróttakarl Mosfellsbæjar var kjörinn Andri Freyr Jónasson knattspyrnumaður úr Aftureldingu. Auk þess var fjölda íþróttamanna bæjarins veittar viðurkenningar fyrir árangur á árinu 2018. Mosfellsbær óskar þeim til hamingju með kjörið.
Meira ...

Verkefnastjóri á fjölskyldusvið Mosfellsbæjar

17.01.2019Verkefnastjóri á fjölskyldusvið Mosfellsbæjar
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi í starf verkefnastjóra. Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar auglýsir stöðu verkefnastjóra á fjölskyldusviði lausa til umsóknar. Verkefnastjóri annast verkefni á fjölskyldusviði, einkum félagsleg húsnæðismál þ.e. félagslegt leiguhúsnæði þ.m.t. fasteignir í eigu bæjarfélagsins og stofnlán. Ennfremur sérstakan húnæðisstuðning, móttöku nýrra umsókna um fjarhagsaðstoð og öflun gagna, greiðslu fjárhagsaðstoðar og reikningagerð vegna húsaleigu. Ráðgjöf og upplýsingar til íbúa um félagsleg húsnæðismál og félagsþjónustu sveitarfélagsins ásamt undirbúningi umsókna vegna stjórnsýsluákvarðana. Er tengiliður fjölskyldusviðs við Íbúðarlánasjóð, félagasamtök og einkaaðila vegna leigu á húsnæði. Önnur verkefni sem yfirmaður felur honum.
Meira ...

Lokað verður fyrir heitt vatn í Lágholti og Skólabraut

16.01.2019
Vegna viðgerðar á stofnæð í brunni verður lokað fyrir heitt vatn í Lágholti og Skólabraut. Lokunin hefur áhrif á allt skólasvæðið frá kl: 13:00 til 15:30 í dag 16.janúar. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda
Meira ...

Helgafellsskóli hóf göngu sína 14. janúar

14.01.2019Helgafellsskóli hóf göngu sína 14. janúar
Skólastarf hófst í Helgafellsskóla mánudaginn 14. janúar. Fyrstu nemendur skólans eru 105 talsins í 1.–5. bekk en þeir voru í Brúarlandi á haustönn. Þann 1. febrúar næstkomandi opnar fyrsta af fjórum leikskóladeildum og þá munu bætast við um 20 fjögurra og fimm ára nemendur.
Meira ...

Hálkuvarnir - sandur/salt í Þjónustumiðstöð

14.01.2019
Hálka er nú mjög víða og eru bæjarbúar hvattir til að fara varlega. Hjá Þjónustustöð bæjarins við Völuteig 15 geta íbúar fengið sand til að bera á plön og stéttir við heimahús. Aðgengi er opið að sandinum og er bæjarbúum velkomið að taka það sem til þarf (muna að taka með sér poka eða ílát). Hægt er að senda ábendingar um það sem betur má fara á mos[hjá]mos.is eða hringja í þjónustuver 525 6700.
Meira ...

Vilt þú gerast dagforeldri?

11.01.2019
Mosfellsbær vekur athygli á því að eftirspurn er eftir þjónustu dagforeldra í sveitarfélaginu. Nú er því gott tækifæri fyrir áhugasama einstaklinga til að afla sér leyfis til að sinna daggæslu barna í heimahúsi.
Meira ...

Opið hús í Helgafellsskóla

11.01.2019Opið hús í Helgafellsskóla
Sunnudaginn 13. janúar verður opið hús í Helgafellsskóla þar sem öllum bæjarbúum og öðrum þeim sem áhuga hafa á skólastarfinu er boðið að koma í heimsókn í skólann. Helgafellsskóli verður opinn frá kl. 13 til 15 og verða uppákomur og skemmtiatriði flutt af nemendum skólans.
Meira ...

Kjör íþróttakarls og íþróttakonu Mosfellsbæjar árið 2018

10.01.2019Kjör íþróttakarls og íþróttakonu Mosfellsbæjar árið 2018
Eins og síðustu ár kjósa aðal- og varamenn í Íþrótta- og tómstundanefnd ásamt bæjarbúum íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2018. Bæjarbúar greiða atkvæði frá 10. janúar til miðnættis þann 15. janúar á Íbúagáttinni. Úrslit verða kynnt fimmtudaginn 17. janúar kl.19 í Íþróttamiðstöðinni að Varmá.
Meira ...

Rafræn kosning um íþróttakarl og ­konu

10.01.2019Rafræn kosning um íþróttakarl og ­konu
Búið er að tilnefna 22 einstaklinga til íþróttakarls og -konu Mosfellsbæjar 2018. 13 karlar eru tilnefndir og 9 konur. Íþróttafólkið er kynnt betur til sögunnar hér á heimasíðu Mosfellsbæjar. Bæjarbúum gefst kostur á, ásamt aðal- og varamönnum í íþrótta- og tómstundanefnd, að kjósa. Kosningin fer fram hér á vef Mosfellsbæjar www.mos.is dagana 10.-15. janúar. Velja skal í 1., 2. og 3. sæti. Úrslit verða kynnt fimmtudaginn 17. janúar kl. 19 í íþróttamiðstöðinni að Varmá. Þangað eru allir velkomnir.
Meira ...

Opnunarhátíð Helgafellsskóla

08.01.2019Opnunarhátíð Helgafellsskóla
Þriðjudaginn 8. janúar var opnunarhátíð Helgafellsskóla. Hátíðin hófst á skrúðgöngu frá Brúarlandi yfir í Helgafellsskóla þar sem nemendur og starfsfólk skólans gengu fylktu liði og tóku með sér hið góða og notalega andrúmsloft Brúarlands í krukkum sem var svo sleppt út í Helgafellsskóla. Opið hús sunnudaginn 13. janúar.
Meira ...

Starfsmaður í mötuneyti Varmárskóla

08.01.2019Starfsmaður í mötuneyti Varmárskóla
Varmárskóli óskar eftir að ráða starfsmann í mötuneytiseldhús skólans til starfa. Vinnutíminn er frá kl. 8:00-14:00 alla virka daga og er um að ræða 75% starfshlutfall. Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Varmárskóli leggur upp með gildi Mosfellsbæjar sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja.
Meira ...

Skólaliði í Varmárskóla

08.01.2019Skólaliði í Varmárskóla
Varmárskóli óskar eftir að ráða skólaliða til starfa. Vinnutíminn er frá kl. 8:00-16:00 alla virka daga og er um að ræða 100% starfshlutfall. Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Varmárskóli leggur upp með gildi Mosfellsbæjar sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja.
Meira ...

Matráður í Varmárskóla

08.01.2019Matráður í Varmárskóla
Varmárskóli óskar eftir að ráða matráð í mötuneytiseldhús skólans til starfa. Um er að ræða 100% starfshlutfall í tímabundna stöðu, eða til 7. Júní 2019. Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Varmárskóli leggur upp með gildi Mosfellsbæjar sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja.
Meira ...

Starfsmaður í búsetukjarna fatlaðs fólks.

08.01.2019Starfsmaður í búsetukjarna fatlaðs fólks.
​Starfsmaður óskast í 30-35% hlutastarf í búsetukjarnanum Þverholti í Mosfellsbæ. Mosfellsbær auglýsir eftir starfsmanni í búsetukjarna fatlaðs fólks. Við í Þverholti í Mosfellsbæ leitum eftir öflugum og framsæknum starfsmanni í til að fá til liðs við okkur. Við veitum íbúum einstaklingsmiða þjónustu og leggjum okkur fram við að auka víðsýni þeirra með félagslegri virkni. Starfsmenn vinna eftir hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar sem og þjónustu- og starfsáætlunum.
Meira ...

Yfirþroskaþjálfi/deildarstjóri í búsetukjarna

07.01.2019Yfirþroskaþjálfi/deildarstjóri í búsetukjarna
Mosfellsbær auglýsir eftir yfirþroskaþjálfa/deildarstjóra í búsetukjarna. Við í búsetukjarnanum í Klapparhlíð í Mosfellsbæ leitum eftir öflugum og framsæknum starfsmanni til liðs við okkur í 85% starf. Um er að ræða tímabundið starf í eitt ár vegna afleysingar. Yfirþroskaþjálfi/deildarstjóri starfar að verkefnum er krefjast sérfræðiþekkingar ásamt almennum störfum með fötluðu fólki í samræmi við ráðningarsamning, samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 með síðari breytingum og samkvæmt stefnu Mosfellsbæjar í málaflokknum.
Meira ...

Jólatré hirt dagana 7.-8.janúar

04.01.2019
Starfsmenn þjónustustöðvar Mosfellsbæjar taka jólatré íbúa og koma þeim á endurvinnslustöð mánudaginn 7. og þriðjudaginn 8. janúar. Mælst er til þess að jólatréin verði sett út fyrir lóðarmörk á sunnudag eða mánudag en ekki verður farið inn á lóðir húsa til að sækja tré.
Meira ...

Ný gjaldskrá Strætó tekur gildi.

02.01.2019
Ný gjaldskrá Strætó tekur gildi á morgun, 3. janúar 2019. Á fundi stjórnar Strætó bs. 7. desember sl. var samþykkt að breyta gjaldskrá Strætó í takt við almenna verðlagsþróun. ​
Meira ...

Síða 0 af Infinity