Fréttir eftir mánuðum

Veitur hvetja almenning til að fara sparlega með heita vatnið

30.01.2019
Áfram viðbúnaður hjá Veitum vegna kuldakastsins. Rennsli í hitaveitukerfi Veitna á höfuðborgarsvæðinu hélt áfram að aukast í nótt. Jafnaðarrennslið nemur um 16.400 rúmmetrum þá klukkutíma sem notkunin er mest.
Meira ...

Leikfiminámskeið fyrir 67 ára og eldri í World Class í Lágafellslaug

24.01.2019
Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag og lögð hefur verið áhersla á að auðvelda eldri borgurum að stunda hreyfingu. Á síðasta ári var hleypt af stokkunum þriggja mánaða tilraunaverkefni sem byggir á samstarfi FaMos, Mosfellsbæjar og World Class í Mosfellsbæ.
Meira ...

Gönguskíðabraut á Hlíðarvelli

22.01.2019
Tvær gönguskíðabrautir hafa verið lagðar á Hlíðarvelli, hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Brautirnar eru mislangar og ættu því að henta flestum.
Meira ...

Breyting á deiliskipulagi – Bjargslundur 17

22.01.2019
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirfarandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi: Bjargslundur 17. Breytingin felur í sér stækkun byggingareits, stækkun á núverandi húsnæði sem og möguleika á að byggja frístandandi bílskúr með nýtanlegu kjallararými. Heildarfermetrar húsa fer úr 135 m² í 370 m².
Meira ...

Gönguskíðabraut á Tungubakkavelli

21.01.2019
Í morgun var troðin braut umhverfis Tungubakkavöll í Mosfellsbæ. Brautin er rétt um 900m og alveg flöt. Ágætis færð er í brautinni.
Meira ...

Íþróttakona og íþróttakarl Mosfellsbæjar 2018

18.01.2019Íþróttakona og íþróttakarl Mosfellsbæjar 2018
Kynning á kjöri íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar fór fram í 27. skipti í íþróttamiðstöðinni að Varmá þann 17. janúar sl. að viðstöddum tæplega 400 gestum.
Meira ...

Helgafellsskóli hóf göngu sína 14. janúar

14.01.2019
Skólastarf hófst í Helgafellsskóla mánudaginn 14. janúar. Fyrstu nemendur skólans eru 105 talsins í 1.–5. bekk en þeir voru í Brúarlandi á haustönn. Þann 1. febrúar næstkomandi opnar fyrsta af fjórum leikskóladeildum og þá munu bætast við um 20 fjögurra og fimm ára nemendur.
Meira ...

Hálkuvarnir - sandur/salt í Þjónustumiðstöð

14.01.2019
Hálka er nú mjög víða og eru bæjarbúar hvattir til að fara varlega. Hjá Þjónustustöð bæjarins við Völuteig 15 geta íbúar fengið sand til að bera á plön og stéttir við heimahús.
Meira ...

Vilt þú gerast dagforeldri?

11.01.2019
Mosfellsbær vekur athygli á því að eftirspurn er eftir þjónustu dagforeldra í sveitarfélaginu. Nú er því gott tækifæri fyrir áhugasama einstaklinga til að afla sér leyfis til að sinna daggæslu barna í heimahúsi.
Meira ...

Opið hús í Helgafellsskóla

11.01.2019
Sunnudaginn 13. janúar verður opið hús í Helgafellsskóla þar sem öllum bæjarbúum og öðrum þeim sem áhuga hafa á skólastarfinu er boðið að koma í heimsókn í skólann. Helgafellsskóli verður opinn frá kl. 13 til 15 og verða uppákomur og skemmtiatriði flutt af nemendum skólans.
Meira ...

Kjör íþróttakarls og íþróttakonu Mosfellsbæjar árið 2018

10.01.2019
Eins og síðustu ár kjósa aðal- og varamenn í Íþrótta- og tómstundanefnd ásamt bæjarbúum íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2018. Bæjarbúar greiða atkvæði frá 10. janúar til miðnættis þann 15. janúar á Íbúagáttinni.
Meira ...

Rafræn kosning um íþróttakarl og ­konu

10.01.2019
Búið er að tilnefna 22 einstaklinga til íþróttakarls og -konu Mosfellsbæjar 2018. 13 karlar eru tilnefndir og 9 konur.
Meira ...

Opnunarhátíð Helgafellsskóla

08.01.2019Opnunarhátíð Helgafellsskóla
Þriðjudaginn 8. janúar var opnunarhátíð Helgafellsskóla. Hátíðin hófst á skrúðgöngu frá Brúarlandi yfir í Helgafellsskóla þar sem nemendur og starfsfólk skólans gengu fylktu liði og tóku með sér hið góða og notalega andrúmsloft Brúarlands í krukkum sem var svo sleppt út í Helgafellsskóla.
Meira ...

Jólatré hirt dagana 7.-8.janúar

04.01.2019
Starfsmenn þjónustustöðvar Mosfellsbæjar taka jólatré íbúa og koma þeim á endurvinnslustöð mánudaginn 7. og þriðjudaginn 8. janúar.
Meira ...

Ný gjaldskrá Strætó tekur gildi

02.01.2019
Ný gjaldskrá Strætó tekur gildi á morgun, 3. janúar 2019. Á fundi stjórnar Strætó bs. 7. desember sl. var samþykkt að breyta gjaldskrá Strætó í takt við almenna verðlagsþróun. ​
Meira ...

Síða 0 af Infinity