Fréttir eftir mánuðum

Félagsstarf eldri borgara

28.02.2019Félagsstarf eldri borgara
Það er mikið um að vera í félagsstarfi eldri borgara. Meðal annars föst spilakvöld.
Meira ...

Framkvæmdir við Súluhöfða 32-57

28.02.2019Framkvæmdir við Súluhöfða 32-57
Vegna gatnagerðar í tengslum við Súluhöfða 32-57 er vakin athygli á því að EFLA er með verkeftirlit með verkinu og eftirlitsmaður á þeirra vegum er Erlendur Örn Fjeldsted sími 412-6026 og GSM 665-6026. Netfang eftirlitsmanns er erlendur.orn.fjeldsted@efla.is. Áætluð verklok eru í lok júlí 2019.
Meira ...

Skemmtileg Safnanótt

27.02.2019Skemmtileg Safnanótt
Bókasafnið og Listasalurinn voru í þriðja sinn með í hinu árlega Safnanæturævintýri föstudaginn 8. febrúar sl. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg. Gunnar Helgason rithöfundur skemmti börnum og foreldrum af sinni alkunnu snilld og stýrði stórskemmtilegri keppni þar sem börn áttu að bíta í sítrónusneið án þess að sýna viðbrögð. Þessi „ekki-grettu-keppni“ heppnaðist mjög vel.
Meira ...

Dagur Listaskólans 2. mars

27.02.2019Dagur Listaskólans 2. mars
Laugardaginn 2. mars verður opið hús Listaskólanum í Háholti 14 eins og undanfarin ár frá kl. 11.00 - 13.00. Þar er boðið upp á lifandi tónlist í öllum stofum, myndlist á veggjum og glóðvolgar vöfflur í setustofunni. Leikfélag Mosfellssveitar
Meira ...

Fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2019

25.02.2019Fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2019
Menningar- og nýsköpunarnefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna listviðburða og menningarmála árið 2019. Hér undir falla áður árviss fjárframlög til margvíslegrar menningarstarfsemi í bænum, auk nýrra. Umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök eða stofnanir, innan sem utan Mosfellsbæjar. Menningar- og nýsköpunarnefnd óskar sérstaklega eftir umsóknum sem efla nýsköpun á sviði lista og menningar.
Meira ...

Sumarstörf hjá Mosfellsbæ

25.02.2019Sumarstörf hjá Mosfellsbæ
Mosfellsbær auglýsir til umsóknar laus sumarstörf fyrir ungmenni sumarið 2019. Umsóknarfrestur til að sækja um sumarstörf hjá Mosfellsbæ fyrir ungmennir 17 ára og eldri er til og með 23. mars. Sækja skal um í gegnum Ráðningarvef Mosfellsbæjar. Ert þú búin/nn að sækja um ?
Meira ...

Okkar Mosó

22.02.2019Okkar Mosó
Okkar Mosó er samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í Mosfellsbæ.
Meira ...

Tillögur að breytingum á deiliskipulagi

22.02.2019Tillögur að breytingum á deiliskipulagi
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi: Uglugata 2 - 22 og Bjargslundur 6 og 8
Meira ...

Davíð Þór, bæjarlistamaður 2017 hlýtur tónlistaverðlaun

21.02.2019Davíð Þór, bæjarlistamaður 2017 hlýtur tónlistaverðlaun
Tónlistarmaðurinn Davíð Þór Jónsson sem útnefndur var bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2017, stóð uppi sem sigurvegari við afhendingu Norrænu kvikmynda­tónskáldaverðlaunanna 2019 í Berlín á dögunum. Verðlaunin hlýtur Davíð fyrir tónlist sína í kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð.
Meira ...

Vinna við umhverfisstefnu vekur athygli

21.02.2019Vinna við umhverfisstefnu vekur athygli
Samband íslenskra sveitarfélaga hélt kynningarfund föstudaginn 15. febrúar í samstarfi við verkefnastjórn heimsmarkmiðanna sem ætlaður var kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélaga. Á fundinum sagði Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar frá innleiðingu heimsmarkmiða í þeirri endurskoðun á umhverfisstefnu Mosfellsbæjar sem nú stendur yfir og hvernig unnið er að samþættingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og áherslna Mosfellsbæjar í umhverfismálum.
Meira ...

Opið hús hjá Fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar

21.02.2019
Miðvikudaginn 27. febrúar er komið að þriðja opna húsi vetrarins hjá Fræðsluskrifstofu Mosfellsbæjar. Að þessu sinni verður fyrirlesturinn haldinn í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar og hefst kl. 20:00.
Meira ...

Tillaga að Deiliskipulagi Vesturlandsvegar

21.02.2019Tillaga að Deiliskipulagi Vesturlandsvegar
Tillaga að Deiliskipulagi Vesturlandsvegar og tillögur að breytingum á aðliggjandi deiliskipulögum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi Vesturlandsvegar, frá Skarhólabraut að Reykjavegi í Mosfellsbæ, ásamt umhverfisskýrslu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Samhliða nýju deiliskipulagi eru auglýstar tillögur að breytingum á fjórum aðliggjandi deiliskipulögum skv. 1. mgr. 43. gr skipulagslaga.
Meira ...

Niðurgreiðslur v/frístundaiðkunar fyrir 67 ára og eldri

20.02.2019Niðurgreiðslur v/frístundaiðkunar fyrir 67 ára og eldri
Bæjarráð Mosfellsbæjar afgreiddi fyrirkomulag frístundastyrkja til íbúa í Mosfellsbæ sem eru 67 ára og eldri á fundi sínum þann 14. febrúar. Markmið niðurgreiðslunnar er að auðvelda þessum aldurshópum að sækja sér heilsueflandi frítímaþjónustu sem hentar hverjum og einum
Meira ...

Aðstoðarmann í eldhús í Krikaskóla

07.02.2019Aðstoðarmann í eldhús í Krikaskóla
Við óskum eftir að ráða aðstoðarmann í eldhús. Um 50% framtíðarstarf er að ræða eftir hádegi. Möguleiki er á 100% starfshlutfalli með afleysingum í skólastarfi. Aðstoðarmaður í eldhúsi vinnur undir leiðsögn matreiðslumanns. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Meira ...

Félagsráðgjafi á fjölskyldusvið Mosfellsbæjar

06.02.2019Félagsráðgjafi á fjölskyldusvið Mosfellsbæjar
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi í starf félagsráðgjafa á fjölskyldusvið Mosfellsbæjar. Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar auglýsir stöðu félagsráðgjafa lausa til umsóknar. Helstu verkefni eru á sviði barnaverndar, félagslegrar ráðgjafar og fjárhagsaðstoðar. Ennfremur þátttaka í ýmis konar stefnumótandi vinnu á vegum sveitarfélagsins, þar á meðal leiðandi í mótun verklags vegna aðlögunar og móttöku flóttafólks í Mosfellsbæ.
Meira ...

Lokað verður fyrir heitt vatn í Lækjartúni

06.02.2019Lokað verður fyrir heitt vatn í Lækjartúni
Vegna viðgerðar á stofnæð verður lokað fyrir heitt vatn í Lækjartúni í dag 6. febrúar. Viðgerð sterndur frá kl: 10:00 og fram yfir hádegi. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.
Meira ...

Kærleiksvika í Mosfellsbæ

05.02.2019Kærleiksvika í Mosfellsbæ
Kærleiksvika verður haldin í tíunda sinn í Mosfellsbæ vikuna 11.- 17. febrúar 2019. Eins og áður er kærleikurinn ofar öllu. Markmið vikunnar er að hver einasti bæjarbúi finni fyrir kærleik í sinn garð og gefi öðrum kærleik. Þetta gæti falist í hrósi, faðmlagi, brosi, fallegum skilaboðum eða einhverju öðru uppbyggilegu og skemmtilegu.
Meira ...

Helgafellsskóli leitar að skólaliða til starfa

04.02.2019Helgafellsskóli leitar að skólaliða til starfa
Viltu vera með í að móta og þróa nýjan skóla í fallegu umhverfi ? Við leitum að öflugum skólaliða til starfa. Viltu vera með í að móta og þróa nýjan skóla í fallegu umhverfi sem opnaði í Helgafellslandi í Mosfellsbæ í janúar 2019?
Meira ...

Álagning fasteignagjalda 2019

04.02.2019Álagning fasteignagjalda 2019
Tilkynning til eigenda fasteigna í Mosfellsbæ. Álagning fasteignagjalda 2019 hefur farið fram og má sjá forsendur útreikninga hér á heimasíðu Mosfellsbæjar. Álagningarseðlar fasteignagjalda eru birtir rafrænt á upplýsinga- og þjónustuveitunni www.island.is og íbúagátt Mosfellsbæjar, ibuagatt.mosfellsbaer.is.
Meira ...

Verkefnastjóri hjá Eignasjóð

04.02.2019Verkefnastjóri hjá Eignasjóð
Mosfellsbær auglýsir laust starf verkefnisstjóra hjá Eignasjóð Mosfellsbæjar. Laust er til umsóknar starf verkefnisstjóra eignasjóðs hjá Mosfellsbæ. Eignasjóður sér um viðhald og nýframkvæmdir stofnana bæjarins og heyrir undir umhverfissvið Mosfellsbæjar. Verkefnisstjóri annast umsýslu fasteigna í eigu Mosfellsbæjar og meðal verkefna er útgáfa verkbeiðna, eftirlit með viðhaldsverkefnum, umsjón með eignfærðum framkvæmdum, samskipti við yfirvöld varðandi fasteignir bæjarins s.s eldvarnareftirlit, vinnueftirlit, heilbrigðiseftirlit og flokkun gagna. Um fullt starf er að ræða.
Meira ...

Nýtt fyrirkomulag viðtalstíma hjá byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa

01.02.2019Nýtt fyrirkomulag viðtalstíma hjá byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa
Frá og með 11. febrúar nk. tekur gildi nýtt fyrirkomulag viðtalstíma hjá byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa. Í stað fastra viðtalstíma á bæjarskrifstofum alla virka morgna nema föstudaga milli kl. 11:00 og 12:00 eins og verið hefur, verður hægt að panta viðtalstíma hjá starfsfólki embætta skipulagfulltrúa og byggingarfulltrúa með því að senda tölvupóst þar sem fram kemur erindi viðtalsins. Símaviðtalstímar verða áfram eins og verið hefur alla virka daga nema föstudaga á milli kl. 10:00 og 11:00.
Meira ...

Síða 0 af Infinity