29.03.2019Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk fór fram í Varmárskóla þann 28. mars. 10 nemendur úr grunnskólum Mosfellsbæjar, Lágafellsskóla og Varmárskóla kepptu til úrslita.
Meira ... 28.03.2019
Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2018 var lagður fram á fundi bæjarráðs í dag, fimmtudaginn 28. mars, og sýnir að Mosfellsbær stendur sem fyrr styrkum fótum. Rekstrarniðurstaða ársins er jákvæð um 812 milljónir sem er um 500 milljóna betri afkoma en ráð var fyrir gert í fjárhagsáætlun ársins.
Meira ... 28.03.2019Kynningarfundur um nýtt deiliskipulag vatnsgeymis í hlíðum Úlfarsfells. Opinn kynningarfundur um deiliskipulag vatnsgeymis verður haldinn á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, 2. hæð í Kjarna, Þverholti 2, mánudaginn 1. apríl frá kl. 17:00 -18:00.
Meira ... 27.03.2019Mosfellsbær kynnir bæjarbúum nú drög að aðgerðaáætlun gegn hávaða fyrir árin 2018-2023. Gerð aðgerðaáætlunar gegn hávaða er hluti af tilskipun Evrópusambandsins um umhverfishávaða (2002/49/EC), sem var innleidd á Íslandi með reglugerð um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir nr. 1000/2005 og hefur það að markmiði að draga úr hávaða og óæskilegum áhrifum hans.
Meira ... 26.03.2019
Kynning á deiliskipulagslýsingu: Ævintýragarður í Mosfellsbæ, deiliskipulag. Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar deiliskipulagslýsingu skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010:
Meira ... 25.03.2019Opnað hefur verið fyrir umsóknir nemenda í vinnuskólanum sumarið 2019. Sótt er um á Ráðningarvef Mosfellsbæjar.
Meira ... 23.03.2019
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirfarandi tillögur að breytingum á deiliskipulagi: Fossatunga 9 – 15, Reykjamelur 20 – 22, Asparlundur 11 og Athafnasvæði Tungumelar, Mosfellsbær
Meira ... 21.03.2019
Vegna verkfallsboðunar Eflingar og VR hjá rútufyrirtækjum föstudaginn 22. mars 2019 (frá miðnætti til miðnættis) mun allur skólaakstur falla niður í Mosfellsbæ þó með þeirri undantekningu að eftirfarandi ferðir verða eknar þar sem viðkomandi bílstjóri er ekki í þeim stéttarfélögum sem hafa boðað verkfall:
Meira ... 21.03.2019
Á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 20. mars var tillaga fulltrúa D- og V- lista um úttekt á rakaskemmdum í öllu skólahúsnæði Mosfellsbæjar samþykkt einróma. Tillagan var eftirfarandi: „Fulltrúar D- og V- lista leggja til að umhverfissviði verði falið að láta framkvæma skoðun á öllu skólahúsnæði Mosfellsbæjar m.t.t. rakaskemmda og hugsanlegs örveruvaxtar tengdum þeim. Ef fram koma merki um örveruvöxt í þeirri skoðun verði strax gerð áætlun um úrbætur og ráðist í þær.
Meira ... 21.03.2019Opinn kynningarfundur um deiliskipulag Vesturlandsvegar verður haldinn á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar 2. hæð í Kjarna, Þverholti 2, mánudaginn 25. mars nk. frá kl 17:00-18:00.
Meira ... 20.03.2019Miðvikudaginn 27. mars er komið að fjórða og síðasta opna húsi vetrarins hjá Fræðsluskrifstofu Mosfellsbæjar, haldið í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar og hefst kl. 20:00. Að þessu sinni mun Anna Steinsen fjalla um hvernig við ýtum undir sjálfstraust og vellíðan
barna okkar.
Meira ... 15.03.201915. mars er lokadagur til að leggja inn umsókn til Menningar- og nýsköpunarnefndar Mosfellsbæjar um styrki vegna listviðburða og menningarmála árið 2019.
Meira ... 14.03.2019Gallup kannar árlega þjónustu sveitarfélaga og mælir þannig viðhorf íbúa til þjónustu í 19 stærstu sveitarfélögum landsins. Að venju er Mosfellsbær í efstu sætum og yfir landsmeðaltali utan eins málaflokks.
Meira ... 14.03.2019Mosfellsbær auglýsir til umsóknar laus sumarstörf fyrir ungmenni sumarið 2019. Umsóknarfrestur til að sækja um sumarstörf hjá Mosfellsbæ fyrir ungmennir 17 ára og eldri er til og með 23. mars. Sækja skal um í gegnum Ráðningarvef Mosfellsbæjar.
Meira ... 13.03.2019Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna sem leggja stund á íþróttir, tómstundir eða listir yfir sumartímann.
Meira ... 13.03.2019Kaldavatnslaust er í Skeljatanga um þessar mundir. Unnið er að viðgerð og ætti henni að vera lokið um kl. 14 í dag
Meira ... 13.03.2019Fimmtudaginn 14. mars frá kl: 9:00 og til klukkan 17:00 verður lokað fyrir heitt vatn í Leirvogstungu og Tungumela vegna breytinga og viðgerða á stofnlögn.
Meira ... 08.03.2019Ert þú með hugmynd að nýjung eða tillögu um eitthvað sem betur mætti fara í bænum okkar?
Meira ... 08.03.2019Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2019-2020 fer fram í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar.
Meira ... 08.03.2019
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Helgafellsskóli nýbygging, 2.-3. áfangi.
Meira ... 08.03.2019Menningar- og nýsköpunarnefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna listviðburða og menningarmála árið 2019.
Meira ... 01.03.2019Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tvær tillögur að deiliskipulagi: Vatnsgeymir í Úlfarsfelli – tillaga að deiliskipulagi og Heiðarhvammur í landi Miðdals – tillaga að deiliskipulagi.
Meira ... Síða 0 af Infinity