Fréttir eftir mánuðum

Stóra upplestrarkeppnin 2019

29.03.2019
Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk fór fram í Varmárskóla þann 28. mars. 10 nemendur úr grunnskólum Mosfellsbæjar, Lágafellsskóla og Varmárskóla kepptu til úrslita.
Meira ...

Rekstur Mosfellsbæjar stendur styrkum fótum

28.03.2019Rekstur Mosfellsbæjar stendur styrkum fótum
Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2018 var lagður fram á fundi bæjarráðs í dag, fimmtudaginn 28. mars, og sýnir að Mosfellsbær stendur sem fyrr styrkum fótum. Rekstrarniðurstaða ársins er jákvæð um 812 milljónir sem er um 500 milljóna betri afkoma en ráð var fyrir gert í fjárhagsáætlun ársins.
Meira ...

Deiliskipulag vatnsgeymis í hlíðum Úlfarsfells

28.03.2019Deiliskipulag vatnsgeymis í hlíðum Úlfarsfells
Kynningarfundur um nýtt deiliskipulag vatnsgeymis í hlíðum Úlfarsfells. Opinn kynningarfundur um deiliskipulag vatnsgeymis verður haldinn á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, 2. hæð í Kjarna, Þverholti 2, mánudaginn 1. apríl frá kl. 17:00 -18:00. ​
Meira ...

Aðgerðaáætlun gegn hávaða

27.03.2019Aðgerðaáætlun gegn hávaða
Mosfellsbær kynnir bæjarbúum nú drög að aðgerðaáætlun gegn hávaða fyrir árin 2018-2023. Gerð aðgerðaáætlunar gegn hávaða er hluti af tilskipun Evrópusambandsins um umhverfishávaða (2002/49/EC), sem var innleidd á Íslandi með reglugerð um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir nr. 1000/2005 og hefur það að markmiði að draga úr hávaða og óæskilegum áhrifum hans. Aðgerðaáætlunin er byggð á niðurstöðum kortlagningar hávaða frá árinu 2017, ásamt hávaðakortum sem sýna hljóðstig í 2 m hæð yfir jörðu.
Meira ...

Kynning: Ævintýragarður í Mosfellsbæ, deiliskipulag

26.03.2019Kynning: Ævintýragarður í Mosfellsbæ, deiliskipulag
Kynning á deiliskipulagslýsingu: Ævintýragarður í Mosfellsbæ, deiliskipulag. Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar deiliskipulagslýsingu skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Fyrir gerð deiliskipulags sem afmarkast af Vesturlandsvegi til austurs, Köldukvísl til norðurs að meðtöldum Suðureyrum og mörkum aðliggjandi deiliskipulaga til suðurs; íþróttasvæðis við Varmá, Varmárskólasvæðis og hesta íþróttasvæðis á Varmárbökkum. Tunguvegur liggur í gegnum deiliskipulagssvæðið og skiptir svæðinu í tvo hluta. Svæði fyrir áætlaðan ævintýragarð er u.þ.b. 68,3 ha. að stærð.
Meira ...

Vinnuskólinn opnar fyrir umsóknir

25.03.2019
Opnað hefur verið fyrir umsóknir nemenda í vinnuskólanum sumarið 2019. Sótt er um á Ráðningarvef Mosfellsbæjar.
Meira ...

Fjórar tillögur að breytingum á deiliskipulagi

23.03.2019Fjórar tillögur að breytingum á deiliskipulagi
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirfarandi tillögur að breytingum á deiliskipulagi: Fossatunga 9 – 15, Reykjamelur 20 – 22, Asparlundur 11 og Athafnasvæði Tungumelar, Mosfellsbær
Meira ...

Áríðandi tilkynning

21.03.2019Áríðandi tilkynning
Vegna verkfallsboðunar Eflingar og VR hjá rútufyrirtækjum föstudaginn 22. mars 2019 (frá miðnætti til miðnættis) mun allur skólaakstur falla niður í Mosfellsbæ þó með þeirri undantekningu að eftirfarandi ferðir verða eknar þar sem viðkomandi bílstjóri er ekki í þeim stéttarfélögum sem hafa boðað verkfall:
Meira ...

Ákveðið að gera úttekt á öllu skólahúsnæði bæjarins

21.03.2019Ákveðið að gera úttekt á öllu skólahúsnæði bæjarins
Á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 20. mars var tillaga fulltrúa D- og V- lista um úttekt á rakaskemmdum í öllu skólahúsnæði Mosfellsbæjar samþykkt einróma. Tillagan var eftirfarandi: „Fulltrúar D- og V- lista leggja til að umhverfissviði verði falið að láta framkvæma skoðun á öllu skólahúsnæði Mosfellsbæjar m.t.t. rakaskemmda og hugsanlegs örveruvaxtar tengdum þeim. Ef fram koma merki um örveruvöxt í þeirri skoðun verði strax gerð áætlun um úrbætur og ráðist í þær.
Meira ...

Vesturlandsvegur milli Skarhólabrautar og Reykjavegar

21.03.2019Vesturlandsvegur milli Skarhólabrautar og Reykjavegar
Kynningarfundur um nýtt deiliskipulag Vesturlandsvegar og breytingar á fjórum aðliggjandi deiliskipulögum. Opinn kynningarfundur um deiliskipulag Vesturlandsvegar verður haldinn á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar 2. hæð í Kjarna, Þverholti 2, mánudaginn 25. mars nk. frá kl 17.00 – 18.00.
Meira ...

Opið hús - Sjálfstraust og vellíðan barna

20.03.2019
Miðvikudaginn 27. mars er komið að fjórða og síðasta opna húsi vetrarins hjá Fræðsluskrifstofu Mosfellsbæjar, haldið í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar og hefst kl. 20:00. Að þessu sinni mun Anna Steinsen fjalla um hvernig við ýtum undir sjálfstraust og vellíðan barna okkar.
Meira ...

Fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2019

15.03.2019Fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2019
15. mars er lokadagur til að leggja inn umsókn til Menningar- og nýsköpunarnefndar Mosfellsbæjar um styrki vegna listviðburða og menningarmála árið 2019. Hér undir falla áður árviss fjárframlög til margvíslegrar menningarstarfsemi í bænum, auk nýrra. Umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök eða stofnanir, innan sem utan Mosfellsbæjar. Menningar- og nýsköpunarnefnd óskar sérstaklega eftir umsóknum sem efla nýsköpun á sviði lista og menningar.
Meira ...

Mosó kemur vel út í könnun Gallup

14.03.2019Mosó kemur vel út í könnun Gallup
Gallup kannar árlega þjónustu sveitarfélaga og mælir þannig viðhorf íbúa til þjónustu í 19 stærstu sveitarfélögum landsins. Að venju er Mosfellsbær í efstu sætum og yfir landsmeðaltali utan eins málaflokks. Á árinu 2018 var Mosfellsbær í þriðja sæti þegar lagt er mat á sveitarfélagið sem stað til að búa á og reyndust 91% aðspurðra frekar eða mjög ánægðir með Mosfellsbæ sem stað til að búa á.
Meira ...

Sumarstörf hjá Mosfellsbæ

14.03.2019
Mosfellsbær auglýsir til umsóknar laus sumarstörf fyrir ungmenni sumarið 2019. Umsóknarfrestur til að sækja um sumarstörf hjá Mosfellsbæ fyrir ungmennir 17 ára og eldri er til og með 23. mars. Sækja skal um í gegnum Ráðningarvef Mosfellsbæjar.
Meira ...

Styrkir til efnilegra ungmenna

13.03.2019Styrkir til efnilegra ungmenna
Styrkir til efnilegra ungmenna í Mosfellsbæ 2019 Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna sem leggja stund á íþróttir, tómstundir eða listir yfir sumartímann.
Meira ...

Kaldavatnslaust í Skeljatanga

13.03.2019
Kaldavatnslaust er í Skeljatanga um þessar mundir. Unnið er að viðgerð og ætti henni að vera lokið um kl. 14 í dag
Meira ...

Lokað fyrir heitt vatn í Leirvogstungu og Tungumela

13.03.2019
Fimmtudaginn 14. mars frá kl: 9:00 og til klukkan 17:00 verður lokað fyrir heitt vatn í Leirvogstungu og Tungumela vegna breytinga og viðgerða á stofnlögn.
Meira ...

Okkar Mosó 2019 er nú hafið!

08.03.2019Okkar Mosó 2019 er nú hafið!
Ert þú með hugmynd að nýjung eða tillögu um eitthvað sem betur mætti fara í bænum okkar? Hugsaðu málið og sendu inn þína hugmynd á mos.is fyrir 21. mars. Í maí verður kosið um innsendar tillögur og þær bestu verða framkvæmdar næstu tvö sumur.
Meira ...

Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar skólaárið 2019-2020

08.03.2019Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar skólaárið 2019-2020
Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2019-2020 fer fram í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar. Innritun 6 ára barna sem hefja grunnskólagöngu haustið 2019 fer fram frá 10. mars til 30. mars. Innritun í frístundasel og mötuneyti 6 ára barna og nýrra nemenda vegna skólaársins 2019-2020 verður auglýst sérstaklega síðar.
Meira ...

Helgafellsskóli, 2-3 áfangi - Auglýst útboð

08.03.2019Helgafellsskóli, 2-3 áfangi - Auglýst útboð
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Helgafellsskóli nýbygging, 2-3.áfangi. Mosfellsbær vinnur að byggingu leik- og grunnskóla í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ við Gerplustræti 14. Uppbyggingin hefur verið unnin í nokkrum áföngum. Búið er að byggja fyrri hluta skólans þ.e.a.s. 1. áfanga ásamt því að leikskóli og hluta lóðar er að ljúka á næstu mánuðum. Helgafellshverfi er í örri uppbyggingu.
Meira ...

Fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2019

08.03.2019Fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2019
Menningar- og nýsköpunarnefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna listviðburða og menningarmála árið 2019. Hér undir falla áður árviss fjárframlög til margvíslegrar menningarstarfsemi í bænum, auk nýrra. Umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök eða stofnanir, innan sem utan Mosfellsbæjar. Menningar- og nýsköpunarnefnd óskar sérstaklega eftir umsóknum sem efla nýsköpun á sviði lista og menningar.
Meira ...

Tillögur að deiliskipulagi

01.03.2019Tillögur að deiliskipulagi
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tvær tillögur að deiliskipulagi: Vatnsgeymir í Úlfarsfelli – tillaga að deiliskipulagi og Heiðarhvammur í landi Miðdals – tillaga að deiliskipulagi
Meira ...

Síða 0 af Infinity