Fréttir eftir mánuðum

Lokun fyrir heitt vatn í Ástu- Sólliljugötu og Gerplustræti 3.júní

31.05.2019Lokun fyrir heitt vatn í Ástu- Sólliljugötu og Gerplustræti 3.júní
Lokað verður fyrir heitt vatn í Ástu- Sólliljugötu og Gerplustræti á mánudaginn 3.júní vegna viðgerðar á stofnæð. Lokun er frá 13°°- fram eftir degi.
Meira ...

Frístundaávísun - úthlutunartímabili að ljúka

29.05.2019Frístundaávísun - úthlutunartímabili að ljúka
Hefur þú nýtt frístundaávísun skólaársins 2018-2019? Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar minnir á að enn er hægt að sækja um frístundaávísun til lækkunar kostnaðar við íþrótta- og tómstundaiðkun 6-18 ára barna og ungmenna. Foreldrar og forráðamenn sem ekki hafa nýtt frístundaávísun skólaársins eru hvattir til þess að nýta hana fyrir 31. maí.
Meira ...

Myndavélar við helstu aðkomuleiðir

29.05.2019Myndavélar við helstu aðkomuleiðir
Undirritað hefur verið samkomulag milli Mosfellsbæjar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Neyðarlínunnar um kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi í Mosfellsbæ. Öryggismyndavélakerfið þjónar eingöngu þörfum lögreglu og annarra neyðaraðila og fer um notkun þess og aðgang að gögnum úr kerfinu samkvæmt reglum lögreglu og Persónuverndar.
Meira ...

Framkvæmdum við gervigrasvöll lokið

29.05.2019Framkvæmdum við gervigrasvöll lokið
Í ár spila bæði meistaraflokkur kvenna og karla Aftureldingar í Inkasso-deildinni í knattspyrnu og því reyndist nauðsynlegt að hefja endurbætur á aðstöðu fyrir áhorfendur við gervigrasvöllinn að Varmá.
Meira ...

Aðkomutákn reist við bæjarmörkin

29.05.2019Aðkomutákn reist við bæjarmörkin
Á 30 ára afmæli bæjarins árið 2017 var samþykkt af bæjarstjórn að efna til hugmyndasamkeppni um aðkomutákn að bænum og varð tillaga A stúdíó fyrir valinu. Höfundar vinningstillögunnar eru þau Anna Björg Sigurðardóttir arkitekt og Ari Þorleifsson arkitekt og byggingafræðingur. Á fundi bæjarráðs 9. maí síðastliðinn var samþykkt að hefjast handa við gerð fyrsta af þremur aðkomutáknum að Mosfellsbæ og verður því fundinn staður við bæjarmörkin hjá Hamrahlíðarskógi.
Meira ...

Okkar Mosó 2019 - Íbúakosningu lýkur á miðnætti þann 28.maí

27.05.2019Okkar Mosó 2019 - Íbúakosningu lýkur á miðnætti þann 28.maí
Íbúakosningin Okkar Mosó 2019 stendur nú sem hæst og lýkur á miðnætti 28. maí. Mosfellsbær hvetur alla sem verða 15 ára á árinu og eldri að taka þátt.
Meira ...

Opnun útboðs - Varmárskóli ytra byrði endurbætur

27.05.2019Opnun útboðs - Varmárskóli ytra byrði endurbætur
Þann 20.maí kl.13:00 voru opnuð tilboð í verkið "Varmárskóli ytra byrði endurbætur". Engar athugasemdir bárust í verkið fyrir opnun.
Meira ...

Múlalundur 60 ára

21.05.2019Múlalundur 60 ára
Hinn 20. maí voru liðin 60 ár frá því Múlalundur tók til starfa og var því fagnað með mikilli afmælishátíð. Vinnustofa og verslun hefur verið rekin við Reykjalund í Mosfellsbæ síðastliðin níu ár. Múlalundur vinnustofa SÍBS er öflugt þjónustu- og framleiðslufyrirtæki í Mosfellsbæ sem rekið er af SÍBS í því skyni að skapa störf fyrir fólk með skerta starfsorku.
Meira ...

Fjölmenningarhátíð Mosfellsbæjar 2019

15.05.2019Fjölmenningarhátíð Mosfellsbæjar 2019
Fjölmenningarhátíð var haldin í fyrsta skipti í Mosfellsbæ laugardaginn 11. maí síðastliðinn og var það sameiginlegt átak Rauða krossins í Mosfellsbæ og Bókasafns Mosfellsbæjar. Haraldur bæjarstjóri setti hátíðina með pompi og prakt og barnakór Varmársskóla söng einstaklega fallega undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar.
Meira ...

Opnun útboðs - Malbikun í Mosfellsbæ.

08.05.2019Opnun útboðs - Malbikun í Mosfellsbæ.
Þann 8. maíl 2019 kl. 13:00 voru opnuð tilboð í verkið "Malbikun í Mosfellsbæ". Engar athugasemdir bárust fyrir opnun. Eftirfarandi tilboð bárust:
Meira ...

Opnun útboðs - Íþróttagólf að Varmá.

06.05.2019Opnun útboðs - Íþróttagólf að Varmá.
Þann 6. maíl 2019 kl. 13:00 voru opnuð tilboð í verkið "Fjaðrandi íþróttagólf". Engar athugasemdir bárust fyrir opnun. Eftirfarandi tilboð bárust:
Meira ...

Opið fyrir umsóknir sýninga í Listasal

06.05.2019Opið fyrir umsóknir sýninga í Listasal
Listasalur Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2020. Listasalur Mosfellsbæjar er fjölnota salur í hjarta Mosfellsbæjar, staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar. Sýningar standa að jafnaði um fjórar vikur og er salurinn lánaður endurgjaldslaust.
Meira ...

Opinn fundur um drög að nýrri umhverfisstefnu

06.05.2019Opinn fundur um drög að nýrri umhverfisstefnu
Haldinn verður opinn fundur um drög að nýrri umhverfisstefnu en fundurinn verður haldinn í framhaldsskóla Mosfellsbæjar, fimmtudaginn, 16. maí kl. 17-19. Mosfellsbæjar hefur unnið að endurskoðun á nýrri umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ. Kaffiveitingar í boði og allir velkomnir.
Meira ...

Tónleikar Skólakórs Varmárskóla í tilefni af 40 ára afmæli kórsins

03.05.2019Tónleikar Skólakórs Varmárskóla í tilefni af 40 ára afmæli kórsins
Afmælistónleikar Skólakórs Varmárskóla verða haldnir laugardaginn 4.maí klukkan 16:00 í Guðríðarkirkju. Kórinn sem var stofnaður árið 1979 hefur alla tíð verið undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar og verða þetta jafnframt síðustu tónleikar hans með kórnum þar sem hann lætur af störfum eftir 40 ára starf við Varmárskóla. Kynnir verður Birgir Sveinsson, píanó: Jónas Þórir, fiðla: Sigrún Harðardóttir, einsöngur: Ingunn Huld Sævarsdóttir, Íris Hólm Jónsdóttir Hanna Sturludóttir. Gestakór: fyrrverandi félagar í skólakór Varmárskóla. Aðgangseyrir er 2.000kr.
Meira ...

Matjurtagarðar fyrir áhugasama

03.05.2019Matjurtagarðar fyrir áhugasama
Búið er að opna fyrir umsóknir um matjurtagarða í Mosfellsbæ. Staðsetningu garða og fyrirkomulag má sjá á meðfylgjandi korti. Leiguverð fyrir matjurtagarða er óbreytt, eða 2.500 kr. fyrir 50 fm garð. Tekið er við umsóknum á netfangið tjonustustod@mos.is. Garðar verða tilbúnir til notkunar föstudaginn 18. maí nk.
Meira ...

FMOS fagnaði 10 ára afmæli

03.05.2019FMOS fagnaði 10 ára afmæli
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ fagnaði 10 ára afmæli þann 12.apríl síðastliðinn. Nemendur á hestabraut skólans tóku á móti gestum og skipulag afmælisins var í höndum nemenda í afmælisáfanga sem kenndur var þessa önnina. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri afhenti skólanum ferðahljóðkerfi að gjöf í tilefni afmælisins fyrir hönd Mosfellsbæjar.
Meira ...

Síða 0 af Infinity