Fréttir eftir mánuðum

Tillögur að breytingum á deiliskipulagi

24.06.2019Tillögur að breytingum á deiliskipulagi
Tillögur að breytingum á deiliskipulagi í Stórakrika 59 og á Skarhólabraut 1 í Mosfellsbæ.
Meira ...

Lokun annarrar akgreinar frá hringtorgi við Álafossveg að hringtorgi við Þingvallarveg á hringvegi 1 í norður

24.06.2019Lokun annarrar akgreinar frá hringtorgi við Álafossveg að hringtorgi við Þingvallarveg á hringvegi 1 í norður
Mánudaginn 24. júní 2019 verður önnur akgrein af tveimur á hringvegi 1 í norðurátt, frá hringtorgi við Álafossveg að hringtorgi við Þingvallaveg, lokuð vegna fræsingar og malbikunar.
Meira ...

Lokun á heitu vatni í efra Reykjahverfi þriðjudaginn 25.júní frá 9:00-19:00

24.06.2019Lokun á heitu vatni í efra Reykjahverfi þriðjudaginn 25.júní frá 9:00-19:00
Lokað verður fyrir heitt vatn Þriðjudaginn 25.06.2019 frá kl. 9:00 til 19:00 í efra Reykjahverfi vegna tenginga og breytinga á stofnlögn.
Meira ...

Óskað eftir tilboðum í verkið Desjamýri 11-14

21.06.2019Óskað eftir tilboðum í verkið Desjamýri 11-14
Um er að ræða framlengingu á götu við Desjamýri ofan við Hlíðartúnhverfi. Vakin er athygli að aðkoma verkaka að liggur fram hjá grónu hverfi og því skal verktaki taka tillit til þess.
Meira ...

Óskað eftir umsóknum og tilnefningum um bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2019

19.06.2019
Menningar- og nýsköpunarnefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum frá listamönnum búsettum í Mosfellsbæ og/eða rökstuddum ábendingum um einstaklinga eða samtök listamanna sem hljóta nafnbótina Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2019.
Meira ...

Fjögur efnileg ungmenni hljóta styrk frá Mosfellsbæ

19.06.2019Fjögur efnileg ungmenni hljóta styrk frá Mosfellsbæ
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar veitti á dögunum styrki til efnilegra ungmenna. Markmiðið með styrknum er að gefa einstaklingum sömu tækifæri og jafnöldrum þeirra til að njóta launa á sama tíma og þau stunda list sína, íþrótt eða tómstund yfir sumartímann. Styrkurinn er fólginn í launum frá Mosfellsbæ og greitt er í samræmi við önnur sumarstörf hjá Mosfellsbæ.
Meira ...

Kristín Einarsdóttir hlýtur Gulrótina

19.06.2019Kristín Einarsdóttir hlýtur Gulrótina
Í ár er það Kristín Einarsdóttir, íþróttakennari, sem hlýtur viðurkenninguna fyrir óendanlegan drifkraft og frumkvæði að aukinni hreyfingu barna og fullorðinna í gegnum kennsluaðferðina „Leikur að læra“ og skokkhópinn Morgunfuglana.
Meira ...

Heildarúttekt EFLU á húsnæði Varmárskóla – staða mála og næstu skref

16.06.2019Heildarúttekt EFLU á húsnæði Varmárskóla – staða mála og næstu skref
Verkfræðistofan EFLA hefur lokið vinnu við heildarúttekt á húsnæði Varmárskóla en verkfræðistofan hefur verið samstarfsaðili Mosfellsbæjar við rannsóknir á ​rakaskemmdum í Varmárskóla.
Meira ...

Nýr atvinnukjarni mun rísa á 15 hektara svæði í landi Blikastaða

14.06.2019Nýr atvinnukjarni mun rísa á 15 hektara svæði í landi Blikastaða
Reitir fasteignafélag hf. og Mosfellsbær undirrituðu þann 6. júní viljayfirlýsingu um skipulag og uppbyggingu atvinnusvæðis í landi Blikastaða í Mosfellsbæ. Um er að ræða 15 hektara svæði sem afmarkast af Vesturlandsvegi, Korpúlfsstaðavegi og sveitarfélagamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Samkvæmt aðalskipulagi Mosfellsbæjar er landnotkun svæðisins skilgreind sem blönduð landnotkun fyrir léttan iðnað, verslanir og þjónustustarfsemi. Svæðið liggur að fyrirhugaðri íbúðabyggð í Blikastaðalandi og gert er ráð fyrir að Borgarlínan liggi í gegnum svæðið í framtíðinni.
Meira ...

17.júní í Mosfellsbæ

14.06.201917.júní í Mosfellsbæ
Það verður þjóðhátíðarstemning í Mosfellsbæ á mánudaginn þegar Mosfellingar sem og aðrir landsmenn fagna 17. júní. Fjölskylduskemmtun fer fram við Hlégarð kl. 14-16. Skátarnir leiða skrúðgöngu frá Miðbæjartorginu kl. 13:30. Að lokinn hefðbundni barnadagskrá tekur við aflraunakeppni.
Meira ...

Malbikun Hafravatnsvegar hefur verið boðin út

12.06.2019Malbikun Hafravatnsvegar hefur verið boðin út
Vegagerðin hefur boðið út lagningu klæðningar Hafravatnsvegar og er gert ráð fyrir að framkvæmdir standi yfir í júlí 2019, kaflinn sem um ræðir er innan bleika hringsins. Áætluð verklok eru um 15. ágúst.
Meira ...

Kvennahlaup ÍSÍ í Mosfellsbæ laugardaginn 15.júní

06.06.2019Kvennahlaup ÍSÍ í Mosfellsbæ laugardaginn 15.júní
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2019 fer fram í Mosfellsbæ laugardaginn 15. júní. Hlaupið hefst á frjálsíþróttavellinum að Varmá kl. 11:00. Hægt er að velja um nokkrar vegalengdir: 900 m, 3 km, 5 km og 7 km.
Meira ...

Niðurstaða í Okkar Mosó 2019

05.06.2019Niðurstaða í Okkar Mosó 2019
Kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó 2019 er lokið. Metþátttaka var í kosningum sem stóðu frá 17. til 28.maí eða 19,1% sem er mesta þátttaka sem hefur verið í sambærilegum kosningum á Íslandi. Tæplega 1800 manns tóku þátt í kosningunni. Hægt er að sjá yfirlit yfir öll verkefni og fylgjast með gangi framkvæmda inni á www.mos.is/okkarmoso.
Meira ...

Sumarfjör hefst þriðjudaginn 11.júní

04.06.2019Sumarfjör hefst þriðjudaginn 11.júní
Lögð verður mikil áhersla á útivist og almennar íþróttir ásamt tómstundum á sumarnámskeiðum. Farið verður í stuttar ferðir, leiki, hjólreiðatúr, íþróttir, fjallgöngu, ratleik, sund og margt fleira skemmtilegt. Námskeiðin eru fyrir nemendur í yngstu 4. bekkjum grunnskóla og einnig fyrir þau sem eru að hefja skólagöngu á komandi hausti.
Meira ...

Malbikun á Vesturlandsvegi miðvikudaginn 5.júní

04.06.2019Malbikun á Vesturlandsvegi miðvikudaginn 5.júní
Vegagerðin hefur gefið heimild til eftirtalinna verka ef veður leyfir: Miðvikudaginn 5.júní er stefnt að því að malbika og fræsa vinstri akrein á Vesturlandsvegi í átt að Reykjavík, milli hringtorga við Skarhólabraut og Korpúlfsstaðaveg. Þrengt verður í eina akrein og viðeigandi merkingar verða settar upp meðan á framkvæmd stendur skv. viðhengdu lokunarplani, 8.0.23
Meira ...

Nýtt leiðanet Strætó vegna Borgarlínu

03.06.2019
Vinna er hafin við nýtt leiðanet Strætó, en það er skipulagt með því markmiði að tengja vagna Strætó við fyrsta áfanga Borgarlínu. Skipulagsbreytingar á Hlemmi og umferðarmiðstöð BSÍ kalla einnig á breytingu á núverandi leiðakerfi Strætó.
Meira ...

Síða 0 af Infinity