Fréttir eftir mánuðum

Bærinn iðar af lífi Í túninu heima

29.08.2019Bærinn iðar af lífi Í túninu heima
Að vanda verður líf og fjör í Mosfellsbæ þegar bæjarhátíðin Í túninu heima fer fram helgina 30. ágúst til 1. september. Íbúar, félagasamtök og fyrirtæki í Mosfellsbæ taka virkan þátt í hátíðinni og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Þekktir liðir verða á sínum stað, svo sem flugvéla- og fornvélasýning á Tungubökkum, kjúklingafestival og Pallaball, en einnig opið hús á slökkvistöðinni við Skarhólabraut sem naut mikilla vinsælla í fyrra.
Meira ...

Kynning á deiliskipulagslýsingu - spildur úr landi Æsustaða

28.08.2019
Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar deiliskipulagsauglýsingu, skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Meira ...

Vegna yfirlýsingar stjórnar foreldrafélags Varmárskóla

27.08.2019
Upplýsingamiðlun um stöðu viðhalds og endurbóta á Varmárskóla hefur verið samfelld í allt sumar og skólastjórnendur hafa lagt sig fram um að tryggja að foreldrar barna í Varmárskóla búi yfir upplýsingum um stöðu framkvæmda á hverjum tíma. Skólastjórnendur í Varmárskóla, fulltrúar umhverfissviðs og verkfræðistofunnar EFLU munu á næstu dögum funda með foreldrum í hverjum árgangi fyrir sig og meðal annars fjalla um stöðu framkvæmdanna sem er lokið í öllum meginatriðum. Skólahúsnæði Varmárskóla er tilbúið til kennslu. Mosfellsbær hefur í hvívetna fylgt leiðbeiningum sérfræðinga EFLU í þeim endurbótum og viðhaldi sem staðið hafa yfir í Varmárskóla í sumar.
Meira ...

Útboð - Vetrarþjónusta gatna í Mosfellsbæ 2019-2022

26.08.2019
Í verkinu felst snjóruðningur og hálkuvörn á öllum helstu umferðargötum í Mosfellsbæ.
Meira ...

Óskum eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar

26.08.2019
Lýðræðis- og mannréttindanefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2019. Tilgangurinn er að veita viðurkenningu fyrir vel unnin störf að jafnréttismálum í samræmi við jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar.
Meira ...

Gluggaskipti hafin í Varmárskóla og þeim lokið í suðvesturálmu yngri deildar

26.08.2019Gluggaskipti hafin í Varmárskóla og þeim lokið í suðvesturálmu yngri deildar
Gluggaskipti sem í síðustu viku var talið að þyrftu að eiga sér stað í vetrarfríinu í október er nú lokið í suðvesturálmu yngri deildra Varmárskóla. Vinna við gluggaskipti í bókasafni yngri deildar hefst í dag, mánudaginn 26. ágúst, og gluggar í starfmannaálmu verða endurnýjaðir næstu helgar. Áður stefndi í að þessi verkþáttur yrði framkvæmdur í október vegna tafa á afhendingu glugga frá framleiðanda en þeir voru afhentir í lok síðustu viku. Verktakar Mosfellsbæjar og starfsmenn umhverfissviðs gátu því hafið vinnu við þennan verkþátt síðastliðinn föstudag.
Meira ...

Endurbætur og viðhald Varmárskóla - staðan við skólasetningu

22.08.2019Endurbætur og viðhald Varmárskóla - staðan við skólasetningu
Skólar í Mosfellsbæ verða settir á morgun og setjast um 1740 grunnskólanemendur á skólabekk eftir sumarleyfi, þar af 820 í Varmárskóla. Eins og flestir vita hafa margháttaðar endurbætur og viðhald á húsakosti Varmárskóla staðið yfir frá því í júní, eftir að í ljós komu rakaskemmdir í hluta húsnæðisins. Rakaskemmd byggingarefni hafa verið fjarlægð úr kennslurýmum undir leiðsögn EFLU og er endurnýjun þeirra því sem næst lokið. Næstu helgar verða nýttar til þess að klára þau afmörkuðu verkefni sem eftir eru. Á meðan á því stendur hefur EFLA lagt til hefðbundnar mótvægisaðgerðir í skólabyggingunum sem verður fylgt í millitíðinni sem felast annars vegar í auknum þrifum og hins vegar í daglegri loftun. Fyrsta áfanga endurnýjunar á þökum Varmárskóla er lokið. Gluggaskipti, sem ekki voru hluti af viðbrögðum við rakaskemmdum heldur hluti af hefðbundnu viðhaldi skólahúsnæðisins, frestast um nokkrar vikur vegna tafa á afhendingu nýju glugganna. Þeir verða því endurnýjaðir í vetrarfríinu, dagana 24.-28. október.
Meira ...

Framkvæmdir á annarri akgrein Vesturlandsvegar einnig í dag 22.ágúst

22.08.2019Framkvæmdir á annarri akgrein Vesturlandsvegar einnig í dag 22.ágúst
Fimmtudaginn 22.ágúst stefnir Vegagerðin að því að halda áfram að fræsa og malbika aðra akreinina á Vesturlandsvegi þ.e. frá hringtorgi við Korpúlfsstaðaveg og að hringtorgi við Lambhagaveg. Framkvæmdir voru á þessum stað í gær, en samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ætti umferðin að ganga betur í dag því heimild Vegagerðarinnar vegna verksins gildir frá 9:00 í dag en ekki 6:00 eins og í gær. Áætlað er að framkvæmdunum ljúki kl.18:00.
Meira ...

Framkvæmdir á annarri akgrein Vesturlandsvegar

21.08.2019Framkvæmdir á annarri akgrein Vesturlandsvegar
Tilkynning var að berast frá Lögreglunni í Reykjavík varðandi framkvæmdir á Vesturlandsvegi. Unnið er að því að fræsa og malbika aðra akreinina frá hringtorgi við Korpúlfsstaðaveg áleiðis að hringtorgi við Lambhagaveg þ.e. frá Mosfellsbæ í átt til Reykjavíkur. Áætlað er að vinnan standi frá 6:00-18:00 í dag miðvikudaginn 21.ágúst 2019.
Meira ...

Frístundatímabilið 2019-2020

20.08.2019Frístundatímabilið 2019-2020
Börn fædd á árunum 2002 til 2013 eiga rétt á frístundaávísun á frístundatímabilinu 15. ágúst 2019 til 31.maí 2020. Það er að segja börn sem eru að hefja nám í fyrsta bekk grunnskóla og verða 6 ára á árinu til og með unglinga á öðru ári í framhaldsskóla sem verða 18 ára á árinu. Sé barn orðið 18 ára sækir það sjálft um á íbúagáttinni. Athugið að aðeins börn með lögheimili í Mosfellsbæ fá valmöguleika um að nýta frístundaávísun hjá Mosfellsbæ.
Meira ...

Lágafellslaug lokuð vegna viðhalds 20.- 22.ágúst

20.08.2019Lágafellslaug lokuð vegna viðhalds 20.- 22.ágúst
Lágafellslaug er lokuð vegna viðhalds frá þriðjudeginum 20.ágúst til og með fimmtudeginum 22.ágúst. Við þökkum tillitssemina og bendum á að Varmárlaug er opin frá 6:30-21:00.
Meira ...

Endurbætur og viðhald bygginga Varmárskóla og skólasetning

20.08.2019
Nú standa nú yfir endurbætur og viðhald á byggingum Varmárskóla. Í þessari vinnu er ekkert hús undanskilið og verktakar Mosfellsbæjar, umhverfissvið og verkfræðistofan Efla sinna því verkefni í samvinnu við skólastjórnendur að sjá til þess að húsnæði skólans verði tilbúið til notkunar við skólasetningu föstudaginn 23. ágúst og hefst skólahald mánudaginn 26. ágúst.
Meira ...

Opnun útboðs - Vatnstankur í Úlfarsfellshlíðum 1. og 2. áfangi

19.08.2019Opnun útboðs - Vatnstankur í Úlfarsfellshlíðum 1. og 2. áfangi
Þann 16.ágúst 2019 kl. 13:00 voru opnuð tilboð í verkið Vatnstankur í Úlfarsfellshlíðum 1. og 2. áfangi". Engar athugasemdir bárust fyrir opnun. Eftirfarandi tilboð bárust:
Meira ...

Ósk um tilnefningar til jafnréttisviðukenningar 2019

17.08.2019Ósk um tilnefningar til jafnréttisviðukenningar 2019
Minnum á að lokadagur til að senda inn tilnefningu er 19. ágúst. Lýðræðis- og mannréttindanefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2019. Tilgangurinn er að veita viðurkenningu fyrir vel unnin störf að jafnréttismálum í samræmi við jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar.
Meira ...

Deiliskipulag Dalsgarður Mosfellsbæ

17.08.2019Deiliskipulag Dalsgarður Mosfellsbæ
Kynning á deiliskipulagslýsingu: Dalsgarður Mosfellsbæ, deiliskipulag. Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar deiliskipulagslýsingu, skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Fyrir gerð deiliskipulags fyrir lóðirnar Dalsgarð lnr. 123627, gróðrastöðina Dalsgarð lnr. 123628, og Víðigerði lnr. 125133. Á svæðinu eru allnokkrar byggingar m.a. gróðurhús til ylræktar sem stunduð er þar, íbúðarhús og geymsluhúsnæði. Í aðalskipulagi eru lóðirnar skilgreindar fyrir blandaða landnotkun, 214-Íb/L.
Meira ...

Góður gangur í endurbótum og viðgerðum Varmárskóla

15.08.2019Góður gangur í endurbótum og viðgerðum Varmárskóla
Unnið hefur verið að endurbótum og viðgerðum á húsnæði yngri- og eldri deildar Varmárskóla í sumar og sér nú fyrir endann á þeirri framkvæmdahrinu sem staðið hefur yfir frá því í júní. Fjórir verktakar hafa unnið að verkefninu og hefur starfi þeirra miðað vel áfram undir sameiginlegri verkstjórn umhverfissviðs Mosfellsbæjar með faglegum stuðningi frá verkfræðistofunni EFLU.
Meira ...

Ósk um tilnefningar til jafnréttisviðukenningar 2019

07.08.2019
Lýðræðis- og mannréttindanefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2019. Tilgangurinn er að veita viðurkenningu fyrir vel unnin störf að jafnréttismálum í samræmi við jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar.
Meira ...

Síða 0 af Infinity