29.04.2020
Nú stendur yfir lokavinna lóðarfrágangs við Fellið nýja fjölnotahús Mosfellinga. Unnið er að því að tengja göngustíga frá Íþróttamiðstöðinni Varmá að gervigrasvellinum og einnig tengingu inná stígakerfi bæjarins.
Meira ... 28.04.2020
Búið er að opna fyrir umsóknir um matjurtagarða í Mosfellsbæ. Matjurtagarðar bæjarins eru staðsettir austan við Varmárskóla þar sem gömlu skólagarðarnir hafa verið. Aðkoma að görðunum er að norðanverðu frá tjaldsvæðinu við eldri deild Varmárskóla.
Meira ... 24.04.2020
Mosfellsbær tekur þátt í Stóra plokkdeginum, laugardaginn 25. apríl, á Degi umhverfisins. Með þátttökunni vill Mosfellsbær taka virkan þátt í þessu flotta umhverfisátaki sem fer fram undir merkjum félagsskaparins Plokk á Íslandi.
Meira ... 22.04.2020
Þar sem veðurspá er hagstæð næstu daga verður ráðist í framkvæmd og frágang við opinn lagnaskurð sem liggur á milli Svöluhöfða og Hlíðavallar. Ráðgert er að nýrri fráveitulögn verði komið fyrir laugardaginn 25. apríl, skurðinum lokað og svæðið grófjafnað þann sama dag.
Meira ... 22.04.2020
Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2019 var lagður fram á fundi bæjarráðs í dag, miðvikudaginn 22. apríl, og sýnir að Mosfellsbær stendur sem fyrr styrkum fótum. Rekstrarniðurstaða ársins er jákvæð um 416 milljónir sem er um 26 milljóna betri afkoma en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Það skýrist af auknum tekjum vegna hærri launatekna íbúa, meiri umsvifum í sveitarfélaginu og lægri fjármagnskostnaði en ráð var gert fyrir.
Meira ... 22.04.2020
Nú er sumarið að nálgast og að vanda er fjölbreytt frístundastarf í boði fyrir börn og unglinga. Hægt að nálgast upplýsingar um frístundastarfið á vef Mosfellsbæjar, mos.is/sumarfristund.
Meira ... 21.04.2020
Dagana 22. apríl - 13. maí verður hreinsunarátak í Mosfellsbæ enda vorið á næsta leiti. Á því tímabili eru íbúar Mosfellsbæjar hvattir til að huga að umhverfinu og hreinsa í kringum hús sín og næsta umhverfi.
Meira ... 17.04.2020
Framkvæmdir standa nú yfir við endurnýjun veitulagna í Bjarkarholti. Næsti verkáfangi felur í sér þverun Bjarkarholts vestan við innkeyrslur Háholts 14 og Háholts 11.
Meira ... 16.04.2020
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Súluhöfði - Stígar og landmótun. Verkið felur í sér uppbyggingu og frágang á göngu- og hjólastíg við Súluhöfða í Mosfellsbæ, en búið er að fjölga lóðum og bæta við einni götu norðvestan við núverandi byggð.
Meira ... 16.04.2020
Í ljósi þess að íþróttamiðstöðin Lágafell er lokuð vegna samkomubanns hefur tækifærið verið notað til að sinna viðhaldi á miðstöðinni.
Meira ... 15.04.2020
Opnað hefur verið fyrir umsóknir nemenda í vinnuskólann sumarið 2020 á Ráðningarvef Mosfellsbæjar. Umsóknafrestur til 22. maí.
Meira ... 15.04.2020
Vegna bilunar verður lokað fyrir kalt vatn í Markholti og Lágholti í dag frá kl. 10:30 og fram á miðjan dag vegna viðgerðar. Leitast verður við að ljúka viðgerð svo fljótt sem auðið er.
Meira ... 15.04.2020
Forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra kynntu á blaðamannafundi þann 14. apríl næstu skref stjórnvalda vegna Covid-19.
Meira ... 15.04.2020
Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 og tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Meira ... 14.04.2020
Innritun nemenda fyrir skólaárið 2020-2021 er hafin. Sendur hefur verið tölvupóstur á alla núverandi nemendur skólans vegna staðfestingar á námi næsta skólaár. Umsóknarfrestur fyrir nýja nemendur er til 15. maí.
Meira ... 11.04.2020
Í ljósi jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga og að Veðurstofa Íslands segir að líkur á skjálfta um eða yfir 6 á stærð á Reykjanesi sem mun hafa áhrif á höfuðborgarsvæðinu hvetjum við íbúa til þess að nýta tímann heima til þess að huga að innanstokksmunum og huga að því hvernig gengið er frá innanhúss.
Meira ... 11.04.2020
Útboð Vegagerðarinnar á tvöföldun Vesturlandsvegar milli Skarhólabrautar og Langatanga í Mosfellsbæ var auglýst á vef Vegagerðarinnar þann 8. apríl 2020.
Meira ... 08.04.2020
Opið er fyrir umsóknir um stofnframlög. Umsóknarfrestur rennur út 22. apríl 2020. Umsóknir skulu sendar inn í gegnum Íbúagátt Mofellsbæjar.
Meira ... 07.04.2020
Framkvæmdir standa nú yfir við vatnslögn í Skarhólamýri þar sem verið er að tengja nýjan vatnstank á svæðinu. Framkvæmdirnar valda því að umferð, bæði akandi og gangandi vegfarenda, um Skarhólabraut raskast töluvert.
Meira ... 05.04.2020
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið í dag, sunnudaginn 5. apríl.
Meira ... 03.04.2020
Þann 3. apríl 2020 voru opnuð tilboð í verkið „Helgadalsvegur í Mosfellsdal, jarðvinna og veitur“.
Meira ... 03.04.2020
Nemendum í 8. - 10.bekk grunnskóla Mosfellsbæjar stendur að vanda til boða að starfa við Vinnuskóla Mosfellsbæjar sumarið 2020. Skráning fer fram í gegnum Ráðningarvef Mosfellsbæjar. Opnað verður fyrir skráningu eftir páska og mun hún standa fram í miðjan maí mánuð.
Meira ... 03.04.2020
Á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar var áætlun um aðgerðir til að koma til móts við íbúa og fyrirtæki vegna efnahagslegra áhrifa af COVID-19 samþykkt einróma.
Meira ... 02.04.2020
Vegna vinnu við dreifikerfi verður rafmagnslaust við Aðaltún 6-26, Lækjartún 1-13, Melgerði og Lágafellskirkju í dag, fimmtudaginn 2. apríl, kl. 9:00-11:00.
Meira ... 02.04.2020
Lýðheilsusvið embættis landlæknis hefur tekið saman 10 heilræði sem byggja á niðurstöðum rannsókna á því hvað er gagnlegt að gera til að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan.
Meira ... Síða 0 af Infinity