30.06.2020
Umhverfisstofnun, ásamt Mosfellsbæ, kynnir hér með áform um endurskoðun á friðlýsingu Varmárósa í samræmi við 49. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013. Um er að ræða breytingu á mörkum friðlandsins ásamt endurskoðun friðlýsingarskilmála.
Meira ... 29.06.2020
Undanfarið hafa fulltrúar Umhverfisstofnunar og Mosfellsbæjar unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Álafoss og Tungufoss. Drög að báðum áætlum hafa nú verið lögð fram til kynningar á vef Umhverfisstofnunar.
Meira ... 29.06.2020
Framundan eru breytingar á Akstursþjónustu fatlaðs fólks sem ekið hefur undir merkjum Strætó síðastliðin 5 ár. Um mánaðamótin mun þjónustan verða aðskilin frá starfsemi Strætó og skipt verður um nafn, útlit og skipulag.
Meira ... 29.06.2020
Vegna bilunar er nauðsynlegt að loka fyrir heitt vatn frá Dælustöðvarvegi að Bjargsvegi í dag, mánudaginn 29. júní, frá kl. 10:50. Áætlað er að viðgerð standi yfir í klukkutíma.
Meira ... 26.06.2020
Þann 25. júní 2020 kl. 13:00 voru opnuð tilboð í verkið „Varmárskóli Mosfellsbæ, endurbætur ytra byrðis 2.-3. áfangi“.
Meira ... 25.06.2020
Jarðvinna vegna tvöföldunar Vesturlandsvegar er hafin og þarf að losa klöpp í vegstæðinu með sprengingum. Sú vinna mun standa yfir í nokkra mánuði og lýkur í lok ágúst.
Meira ... 25.06.2020
Í kvöld, fimmtudaginn 25. júní, stendur til að fara í vegmálun í Laxatungu.
Meira ... 25.06.2020
Kjörfundur vegna kosninga til embættis forseta Íslands, er fram fer laugardaginn 27. júní 2020, verður í Lágafellsskóla.
Meira ... 24.06.2020
Mosfellsbær býður upp á frítt 5 vikna útinámskeið frá 29. júní - 30. júlí. Tímarnir verða tvisvar sinnum í viku á mánudögum og miðvikudögum. Tveir hópar verða í boði 9:00-9:50 og 9:50-10:50. Á mánudögum er mæting við Lágafellslaug en á miðvikudögum er mæting við íþróttamiðstöðina við Varmá. Áhersla á þessu námskeiði er ganga, stafaganga auk styrktar og jógaæfingum, góðum liðkandi teygjuæfingum ásamt gleði og glaumi. Námskeiðið á því að henta öllu eldra fólki.
Meira ... 23.06.2020
Leki kom að heitavatnslögn við dælustöð Veitna í Mosfellsbæ með þeim afleiðingum að nokkuð magn af heitu vatni fór út í Varmá. Búið er að stöðva lekann og leit að biluninni stendur yfir. Eftirlitsaðilar hafa verið upplýstir um málið.
Meira ... 22.06.2020
Vegna viðgerðar á stofnlögn verður lokað fyrir kalt vatn í Fellsási þriðjudaginn 23. júní frá kl. 10:00-14:00.
Meira ... 19.06.2020
Mosfellsbær auglýsir til úthlutunar þrjár atvinnuhúsalóðir við Desjamýri í Mosfellsbæ og fer úthlutun þeirra fram á grunni fyrirliggjandi úthlutunarskilmála. Lágmarksverð jafngildir gatnagerðargjöldum af flatarmáli byggingarreits. Heimilt er að byggja millihæð að leyfilegu heildar byggingarmagni samkvæmt deiliskipulagi og yrði greiðsla fyrir það innheimt í samræmi við gjaldskrá Mosfellsbæjar.
Meira ... 16.06.2020
Nú er búið að setja upp nýjan ærslabelg í Ævintýrgarðinum í Ullarnesbrekkum. Ærslabelgurinn er góð viðbót við þau leiktæki sem þegar eru til staðar á miðsvæðinu í Ævintýragarðinum, eins og stóra kastalann og klifurnetið. Einnig er þar stórt tún sem er tilvalið til boltaleikja og bekkir og áningarsvæði til að fá sér nestisbita.
Meira ... 16.06.2020
Þrátt fyrir að hátíðarhöld vegna 17. júní verða ekki með hefðbundnum hætti í ár eru ýmsar leiðir til að halda upp á daginn.
Meira ... 16.06.2020
Kjörskrá vegna forsetakosninga sem fram fara þann 27. júní 2020 liggur frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar að Þverholti 2, á auglýstum opnunartíma, frá og með 16. júní 2020 til kjördags.
Meira ... 16.06.2020
Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins (AHS) fundaði síðastliðinn föstudag og fór yfir þær aðgerðir sem neyðarstjórnir sveitarfélaganna stóðu fyrir á COVID-19 tímanum í vetur. Fulltrúar Mosfellsbæjar á fundinum voru kjörnir fulltrúar og neyðarstjórn bæjarins.
Meira ... 15.06.2020
Grassláttur í Mosfellsbæ gengur hægar en til stóð þessa dagana. Ástæða þess er að grassláttur var boðinn út nú í vor en niðurstaða útboðsins var kærð til úrskurðarnefndar útboðsmála og er sveitarfélaginu því að svo stöddu ekki heimilt að ganga til samninga um grasslátt. Unnið er að því að finna aðrar mögulegar lausnir varðandi grasslátt.
Meira ... 15.06.2020
Gjalddögum fasteignagjalda á árinu 2020 hefur verið fjölgað úr 9 í 10 fyrir alla fasteignaeigendur með fasteignagjöld yfir kr. 40.000. Eigendur atvinnuhúsnæðis sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi geta sótt um frestun allt að þriggja gjalddaga fasteignagjalda sem færast þá á fyrstu mánuði ársins 2021.
Meira ... 15.06.2020
Tilboð opnuð 12. júní 2020. Leiksvæðin Tungubrekka í Leirvogstunguhverfi og Lautir í Helgafellshverfi.
Meira ... 14.06.2020
Vegna vinnu verður rafmagnslaust við Dvergholt mánudaginn 15. júní kl. 09:00-13:00.
Meira ... 12.06.2020
Vegna leka í stofnlögn er nauðsynlegt að loka fyrir heitt vatn í Skálahlíð, Brattahlíð og Hamrahlíð nú þegar, föstudaginn 12. júní 2020 frá kl. 9:30. Viðgerð mun líklega taka um 2 klst.
Meira ... 11.06.2020
Í júní 2020 tekur SORPA nýja gas- og jarðgerðarstöð í notkun í Álfsnesi (GAJA) en þar verður lífrænum hluta heimilisúrgangs umbreytt í jarðvegsbæti og metan. Til að mæta þörfum vinnslunnar í GAJA og til að auka endurnýtingu heimilisúrgangs hefur verið sett upp vélræn flokkunarlína í móttöku- og flokkunarstöðinni í Gufunesi.
Meira ... 11.06.2020
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2020 fer fram laugardaginn 13. júní og í Mosfellsbæ byrjar hlaupið kl. 11:00 á Íþróttavellinum að Varmá. Hægt er að hlaupa 880 m, 3 km, 5 km eða 7 km.
Meira ... 10.06.2020
Mosfellsbær og Míla hafa undirritað samkomulag um styrk til handa Mílu, til uppbyggingar ljósleiðarakerfis í dreifbýli Mosfellsbæjar. Samningurinn nær til þeirra íbúðarhúsa og fyrirtækja sem ekki hafa aðgang að VDSL tengingum (ljósnetinu) við undirritun samnings.
Meira ... 10.06.2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 5. júní sl. að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Leirvogstungu sem samþykkt var 28. júní 2006 m.s.br. Breytingin er kynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Meira ... 10.06.2020
Breytingu á deiliskipulagi Krikahverfis – ný lóð fyrir dreifistöð. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 5. júní sl. að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Krikahverfis sem samþykkt var 11.08.2005 m.s.br. Breytingin er kynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Meira ... 09.06.2020
Breytingar á umferðarskipulagi hefjast kl 19:00 þriðjudaginn 9. júní og standa yfir næstu daga. Á meðan á framkvæmdum stendur verður umferð á einni akrein í hvora átt. Búast má við því að umferð gangi hægt og einhverjar tafir verði um vinnusvæðið. Hámarkshraði verður tekinn niður í 50 km/klst. Ökumenn eru hvattir til að aka varlega um framkvæmdasvæðið og virða merkingar.
Meira ... 08.06.2020
Vegna framkvæmda mun Hringvegur (1) í gegnum Mosfellsbæ, frá hringtorgi við Skarhólabraut og að hringtorgi við Langatanga þrengjast niður í tvær akreinar frá 10. júní til 15. september. Hámarkshraði verður 50 km/klst.
Meira ... 08.06.2020
Vegna vinnu verður rafmagnslaust við Uglugötu í dag, mánudaginn 8. júní, kl. 09:00-11:00.
Meira ... 05.06.2020
Vegna bilunar er nauðsynlegt að loka fyrir heitt vatn á Hraðastaðavegi og Helgadalsvegi í dag, föstudaginn 5. júní, frá kl. 9:00-12:00.
Meira ... 04.06.2020
Næstu daga verður unnið við malbiksyfirlögn í Kvíslartungu. Gatan verður yfirlögð í áföngum sem sjá má á meðfylgjandi skýringarmynd. Gert er ráð fyrir að græni og guli áfanginn verði kláraður fyrir helgi og næstu þrír áfangar eftir helgi, ef veður leyfir.
Meira ... 04.06.2020
Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir Gróðrarstöðina Dalsgarð í Mosfellsdal.
Meira ... 02.06.2020
Menningar- og nýsköpunarnefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum frá listamönnum búsettum í Mosfellsbæ og/eða rökstuddum ábendingum um einstaklinga eða samtök listamanna sem hljóta nafnbótina Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2020. Þeir einir koma til greina við tilnefningu bæjarlistamanns sem hafa verið virkir í listgrein sinni og búið í Mosfellsbæ um tveggja ára skeið.
Meira ... 02.06.2020
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: „Varmárskóli Mosfellsbæ, endurbætur ytra byrðis 2-3. áfangi“
Meira ... Síða 0 af Infinity