Fréttir eftir mánuðum

Viðbragðsstaða vegna Covid-19

31.07.2020Viðbragðsstaða vegna Covid-19
Í kjölfar ákvörðunar yfirvalda um hertar sóttvarnaraðgerðir sem taka gildi frá og með hádegi 31. júlí 2020 hefur sveitarfélagið farið yfir þjónustu sína í samræmi við viðbragðsáætlanir. Þjónusta sveitarfélagsins helst í megindráttum óbreytt en vinnulag verður sniðið að nýjum samkomutakmörkunum.
Meira ...

Tilnefningar til umhverfisviðurkenninga fyrir 2020 - Umsóknarfrestur rennur út í dag

31.07.2020Tilnefningar til umhverfisviðurkenninga fyrir 2020 - Umsóknarfrestur rennur út í dag
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2020. Umhverfisnefnd veitir árlega umhverfisviðurkenningar völdum aðilum í Mosfellsbæ sem skarað hafa fram úr í umhverfismálum.
Meira ...

Hertar aðgerðir innanlands og á landamærum vegna COVID-19 frá hádegi 31. júlí

30.07.2020Hertar aðgerðir innanlands og á landamærum vegna COVID-19 frá hádegi 31. júlí
Á hádegi þann 31. júlí næstkomandi taka gildi hertar aðgerðir innanlands og á landamærum vegna COVID-19 sem standa í tvær vikur, út 13. ágúst nk. Ákvörðunin er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis sem heilbrigðisráðherra hefur samþykkt.
Meira ...

Rafmagnslaust við Dalland og nágrenni 29. júlí kl. 9:00-12:00

28.07.2020Rafmagnslaust við Dalland og nágrenni 29. júlí kl. 9:00-12:00
Vegna viðgerðar verður rafmagnslaust við Dalland og nágrenni miðvikudaginn 29. júlí kl. 09:00-12:00.

Meira ...

Efnistaka í Seljadalsnámu í Mosfellsbæ

28.07.2020Efnistaka í Seljadalsnámu í Mosfellsbæ
Mosfellsbær áformar að bjóða út efnistöku á allt að 230.000 m3 af efni á um 2 ha landsvæði í Seljadal. Tilgangur framkvæmdarinnar er að afla jarðefnis og fyrsta flokks steinefnis fyrir malbik á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Meira ...

Stefna Mosfellsbæjar í málefnum eldri borgara

17.07.2020Stefna Mosfellsbæjar í málefnum eldri borgara
Í apríl 2018 hélt fjölskyldunefnd opinn nefndarfund með íbúum Mosfellsbæjar í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar vegna mótunar stefnu bæjarins í málefnum eldri borgara. Þar sem þessi vinnan hófst á síðasta kjörtímabili var tekin ákvörðun um að fela nýrri fjölskyldunefnd og bæjarstjórn að taka við hugmyndum íbúa í málaflokknum og vinna úr efninu.
Meira ...

Nóg að gera í Mosó í sumar

15.07.2020Nóg að gera í Mosó í sumar
Það þarf engum að leiðast í Mosfellsbæ í sumar enda líf og fjör í bænum.

Meira ...

Breyting á deiliskipulagi - Kiwanisreitur í Fossatungu

14.07.2020Breyting á deiliskipulagi - Kiwanisreitur í Fossatungu
Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að endalóðir á gildandi skipulagi, Fossatunga 30, 32 og 35 fá breytta lögun. Á þeim verður heimilt að byggja þrjú parhús í stað einbýla.
Meira ...

Tilnefningar til umhverfisviðurkenninga fyrir 2020

13.07.2020Tilnefningar til umhverfisviðurkenninga fyrir 2020
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2020. Umhverfisnefnd veitir árlega umhverfisviðurkenningar völdum aðilum í Mosfellsbæ sem skarað hafa fram úr í umhverfismálum.
Meira ...

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi: Reykjamelur 12-14

10.07.2020Tillaga að breytingu á deiliskipulagi: Reykjamelur 12-14
Mosfellsbær auglýsir hér með breytingartillögu á samþykktum deiliskipulögum, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar með er kynningarmálum vegna breytingar hagað skv. 44. gr. um grenndarkynningar.
Meira ...

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi: Aðkoma að Gljúfrasteini

10.07.2020Tillaga að breytingu á deiliskipulagi: Aðkoma að Gljúfrasteini
Mosfellsbær auglýsir hér með breytingartillögu á samþykktum deiliskipulögum, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar með er kynningarmálum vegna breytingar hagað skv. 44. gr. um grenndarkynningar.
Meira ...

Atvinnulóðir við Desjamýri - Umsóknarfrestur rennur út 7. júlí

07.07.2020Atvinnulóðir við Desjamýri - Umsóknarfrestur rennur út 7. júlí
Mosfellsbær auglýsir til úthlutunar þrjár atvinnuhúsalóðir við Desjamýri í Mosfellsbæ og fer úthlutun þeirra fram á grunni fyrirliggjandi úthlutunarskilmála. Lágmarksverð jafngildir gatnagerðargjöldum af flatarmáli byggingarreits. Heimilt er að byggja millihæð að leyfilegu heildar byggingarmagni samkvæmt deiliskipulagi og yrði greiðsla fyrir það innheimt í samræmi við gjaldskrá Mosfellsbæjar.
Meira ...

Malbiksyfirlögn á Skeiðholti milli Langatanga og Þverholts

07.07.2020Malbiksyfirlögn á Skeiðholti milli Langatanga og Þverholts
Á morgun, miðvikudaginn 8. júlí, frá kl. 10:00 - 17:00 er stefnt að því, ef veður leyfir, að vinna við malbiksyfirlögn á Skeiðholti milli Langatanga og Þverholts eins og sýnt er á meðfylgjandi mynd. Meðan á þessari framkvæmd stendur er vegfarendum bent á hjáleiðir um Þverholt og Álfatanga eða um Þverholt og Bjarkarholt.
Meira ...

Malbiksyfirlögn á Baugshlíð milli Lækjarhlíðar og Klapparhlíðar

06.07.2020Malbiksyfirlögn á Baugshlíð milli Lækjarhlíðar og Klapparhlíðar
Næstkomandi miðvikudag þann 8. júlí, frá kl. 10:00 - 17:00 er stefnt að því, ef veður leyfir, að vinna við malbiksyfirlögn á Baugshlíð milli Lækjarhlíðar og Klapparhlíðar eins og sýnt er á meðfylgjandi mynd. Meðan á þessari framkvæmd stendur er vegfarendum bent á hjáleið um Vesturlandsveg.
Meira ...

Skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingar fyrir Dalland

06.07.2020Skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingar fyrir Dalland
Mosfellsbær auglýsir hér með verkefnislýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir Dalland.
Meira ...

Nýtt deiliskipulag fyrir Heiðarhvamm í Miðdal

06.07.2020Nýtt deiliskipulag fyrir Heiðarhvamm í Miðdal
Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir frístundalóðir Heiðarhvamms í landi Miðdals.
Meira ...

Yfirborðsframkvæmdir á opnum svæðum í Mosfellsbæ

03.07.2020Yfirborðsframkvæmdir á opnum svæðum í Mosfellsbæ
Síðustu daga og vikur hafa nokkur verkefni verið í undirbúningi hjá Mosfellsbæ er varða yfirborðsfrágang og framkvæmdir á opnum grænum svæðum.
Meira ...

Jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar

02.07.2020Jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar
Lýðræðis- og mannréttindanefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2020. Tilgangurinn er að veita viðurkenningu fyrir vel unnin störf að jafnréttismálum í samræmi við jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar.
Meira ...

Lagnaframkvæmdir í Bjarkarholti

01.07.2020Lagnaframkvæmdir í Bjarkarholti
Framkvæmdir standa nú yfir við endurnýjun veitulagna í Bjarkarholti. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu ásamt ófyrirséðum töfum á framkvæmdasvæði hefur verkið tafist umtalsvert frá fyrri áætlunum. Gert er ráð fyrir að endurnýjun veitulagna verði að fullu lokið um miðjan júlímánuð og í kjölfarið verði hafist handa á yfirborðsfrágangi sem mun ná frá Bjarkarholti 2 og niður að Háholti 14.
Meira ...

Samfélagssáttmálinn - Tryggjum góðan árangur

01.07.2020Samfélagssáttmálinn - Tryggjum góðan árangur
Mosfellsbær vill minna á samfélagssáttmálann okkar allra sem gildir í sumar og er mikilvægur til að tryggja góðan árangur áfram í baráttunni við Covid-19.
Meira ...

Síða 0 af Infinity