Fréttir eftir mánuðum

Mosfellsbær hluti af verkefninu Barnvæn sveitarfélög

29.01.2021Mosfellsbær hluti af verkefninu Barnvæn sveitarfélög
Mosfellsbær er tólfta sveitarfélagið til að taka þátt í verkefninu Barnvæn sveitarfélög með UNICEF á Íslandi og félagsmálaráðuneytinu. Verkefnið Barnvæn sveitarfélög miðar að því að byggja upp breiðfylkingu sveitarfélaga á Íslandi sem láta sér mannréttindi barna varða, með Barnasáttmálann að leiðarljósi og auknu samstarfi milli ríkis og sveitarfélaga.
Meira ...

Tveir nýir leikvellir í Mosfellsbæ

26.01.2021Tveir nýir leikvellir í Mosfellsbæ
Tveir nýir leikvellir hafa verið opnaðir í Mosfellsbæ, annar í Helgafellshverfi og hinn í Leirvogstunguhverfi. Leikvöllurinn í Helgafellshverfi er fyrir neðan Uglugötu og hentar öllum aldri. Fjölbreytt leiktæki eru á svæðinu sem eiga að henta öllum jafnt ungabörnum sem fullorðnum.
Meira ...

Tvöföldunin tilbúin

25.01.2021Tvöföldunin tilbúin
Framkvæmdum við tvöföldun Vesturlandsvegar á kaflanum milli Skarhólabrautar og Langatanga lauk nú fyrir jól. Um er að ræða mikilvæga framkvæmd fyrir Mosfellinga og landsmenn alla þar sem oft hafa myndast raðir í og úr bænum á annatímum.
Meira ...

Framkvæmdir að hefjast við 1. áfanga samgöngustígs í Ævintýragarði

22.01.2021Framkvæmdir að hefjast við 1. áfanga samgöngustígs í Ævintýragarði
Eftir helgi hefjast framkvæmdir við 1. áfanga samgöngustígs í Ævintýragarði. Samgöngustígurinn mun liggja frá Brúarlandi, yfir Varmá, framhjá hundagerði og Ævintýragarði og inn að Tunguvegi.

Meira ...

Leikskólagjöld í Mosfellsbæ eru ýmist lægst eða næst lægst

20.01.2021Leikskólagjöld í Mosfellsbæ eru ýmist lægst eða næst lægst
Ný úttekt verðlagseftirlits ASÍ á meðal 15 stærstu sveitarfélaga landsins leiðir fram að foreldrar í Mosfellsbæ greiða lægstu leikskólagjöld á landinu fyrir níu tíma leikskóladag og næst lægstu leikskólagjöldin fyrir átta klukkustunda leikskóladag með fæði.
Meira ...

Opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk vegna áhrifa af Covid-19

19.01.2021Opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk vegna áhrifa af Covid-19
Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga.
Meira ...

Lítill þrýstingur á vatni í Desjamýri

18.01.2021Lítill þrýstingur á vatni í Desjamýri
Vegna bilunar á dælubúnaði á hitaveitu er lítill vatnsþrýstingur í Desjamýri. Unnið er að bráðabirgðaviðgerð.Meira ...

Fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2021

15.01.2021Fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2021
Menningar- og nýsköpunarnefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna listviðburða og menningarmála árið 2021.


Meira ...

Sigmar Vilhjálmsson Mosfellingur ársins

15.01.2021Sigmar Vilhjálmsson Mosfellingur ársins
Bæjarblaðið Mosfellingur hefur útnefnt Sigmar Vilhjálmsson, sem er betur þekktur sem Simmi Vill, Mosfelling ársins 2020. Sigmar opnaði nýlega veitingastaðinn Barion í Mosfellsbæ.

Meira ...

Opnunartími fyrir gesti þjónustuvers fer í fyrra horf

13.01.2021Opnunartími fyrir gesti þjónustuvers fer í fyrra horf
Opnunartími fyrir gesti í þjónustuveri Mosfellsbæjar var takmarkaður um tíma vegna Covid-19 en verður aukinn frá og með 14. janúar og verður þá samkvæmt almennum opnunartíma.

Meira ...

Samgöngustígur og endurnýjun ræsis í Ævintýragarði

13.01.2021Samgöngustígur og endurnýjun ræsis í Ævintýragarði
Á næstu dögum verður undirritaður verksamningur við Karina ehf, að undangengdu útboði, um samgöngustíg og endurnýjun ræsis í Ævintýragarði.


Meira ...

Samvinna eftir skilnað (SES) - Innleiðing tilraunaverkefnis í Mosfellsbæ

12.01.2021Samvinna eftir skilnað (SES) - Innleiðing tilraunaverkefnis í Mosfellsbæ
Í lok síðasta árs gerðu Mosfellsbær og félagsmálaráðuneytið með sér samkomulag um innleiðingu tilraunaverkefnis í Mosfellsbæ um framkvæmd félagslegrar ráðgjafar sem snýr sérstaklega að skilnaðarráðgjöf og kallast Samvinna eftir skilnað (SES – Samarbejde Eftir Skilsmisse) og var þróað af fagfólki og fræðimönnum við Kaupmannahafnarháskóla.
Meira ...

Covid-19: Takmarkanir á samkomum rýmkaðar frá 13. janúar

08.01.2021Covid-19: Takmarkanir á samkomum rýmkaðar frá 13. janúar
Fjöldatakmarkanir verða 20 manns, heilsu- og líkamsræktarstöðvum verður gert kleift að hefja starfsemi á ný en með ströngum skilyrðum og skíðasvæðunum sömuleiðis. Íþróttastarf barna og fullorðinna verður heimilað að uppfylltum skilyrðum og sömuleiðis íþróttakeppnir án áhorfenda.
Meira ...

Tilkynning frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins

08.01.2021Tilkynning frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins
Vegna elds í Álfsnesi liggur reykur yfir Esjumela og Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ og eru íbúar hvattir til að loka gluggum. Slökkvistarf er í gangi, eldurinn er í rusli, mannvirki eru ekki í hættu að svo stöddu.


Meira ...

Íþróttakona og íþróttakarl Mosfellsbæjar 2020 kjörin í gær

07.01.2021Íþróttakona og íþróttakarl Mosfellsbæjar 2020 kjörin í gær
Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar fór fram við hátíðlega athöfn á veitingastaðnum Blik miðvikudaginn 6. janúar 2021 í beinni útsendingu í gegnum Youtube. Þetta var í 29. skipti sem við heiðrum okkar besta og efnilegasta íþróttafólk í Mosfellsbæ. Að þessu sinni voru 13 konur og 16 karlar tilnefnd til kjörsins og hafa aldrei verið fleiri.
Meira ...

Þrettándinn 2021 í Mosfellsbæ

05.01.2021Þrettándinn 2021 í Mosfellsbæ
Þrettándahátíðarhöld í Mosfellsbæ hafa alltaf verið stór í sniðum en verða lágstemmdari í ár. Hefðbundin skrúðganga, lúðrablástur, bálköstur, álfadans og tónlistaratriði bíða betri tíma.
Meira ...

Flugeldasýning á þrettándanum

05.01.2021Flugeldasýning á þrettándanum
Vegna gildandi samkomutakmarkana verða jólin ekki kvödd með hefðbundnum þrettándahátíðarhöldum í Mosfellsbæ í ár. Björgunarsveitin Kyndill sér þó um glæsilega flugeldasýningu. Skotið er af Lágafelli og ætti sýningin að njóta sín sem víðast. Sýningin hefst kl. 20:00 miðvikudaginn 6. janúar.
Meira ...

Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2020 - Bein útsending 6. janúar kl. 17:00

04.01.2021Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2020 - Bein útsending 6. janúar kl. 17:00
Miðvikudaginn 6. janúar kl. 17:00 verður bein útsending frá kjöri íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2020. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni á YouTube.


Meira ...

Afturelding hirðir jólatré í Mosfellsbæ 6.-9. janúar

04.01.2021Afturelding hirðir jólatré í Mosfellsbæ 6.-9. janúar
Meistaraflokkur handknattleiksdeildar Aftureldingar mun aðstoða íbúa við að losa sig við jólatré sín eftir jólahátíðina. Ekið verður um bæinn og jólatré hirt sem sett hafa verið út fyrir lóðamörk frá miðvikudeginum 6. janúar til laugardagsins 9. janúar.
Meira ...

Síða 0 af Infinity