Fréttir eftir mánuðum

Örugg búseta fyrir alla

30.10.2021Örugg búseta fyrir alla
Þann 27. október sl. fór af stað samstarfsverkefni um kortlagningu á fjölda einstaklinga sem búa í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og stjórnarformaður SHS, Halla Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri ASÍ og Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðstoðarforstjóri HMS, kynntu verkefnið á blaðamannafundi.
Meira ...

6. áfangi Helgafellshverfis - Skipulagslýsing

28.10.20216. áfangi Helgafellshverfis - Skipulagslýsing
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að kynna lýsingu fyrir gerð nýs deiliskipulags skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áætlun var kynnt á íbúafundi í Helgafellsskóla þann 14. október 2021.
Meira ...

5. áfangi Helgafellshverfis - Aðal- og deiliskipulag

28.10.20215. áfangi Helgafellshverfis - Aðal- og deiliskipulag
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að auglýsa breytingu á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og nýtt deiliskipulag skv. 1. mgr. 41. gr. sömu laga. Áætlanir voru kynntar á íbúafundi í Helgafellsskóla þann 14. október 2021.
Meira ...

Hamraborg við Langatanga - Nýtt deiliskipulag

28.10.2021Hamraborg við Langatanga - Nýtt deiliskipulag
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að auglýsa nýtt deiliskipulag skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Meira ...

Uglugata 40-46 - Deiliskipulagsbreyting

28.10.2021Uglugata 40-46 - Deiliskipulagsbreyting
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Meira ...

Endurnýjun gangstéttar við Dvergholt

28.10.2021Endurnýjun gangstéttar við Dvergholt
Nú stendur til að endurnýja gangstéttar við Dvergholt. Séð verður til þess að íbúum verði tryggt aðgengi fótgangandi inn á bílaplön yfir framkvæmdatímann.

Meira ...

Covid-19: Sóttkví og einangrun - reglur um styttri tíma

28.10.2021Covid-19: Sóttkví og einangrun - reglur um styttri tíma
Sóttvarnalæknir hefur lokið endurskoðun á reglum um sóttkví og einangrun vegna Covid-19 og er niðurstaðan sú að stytta megi einangrun smitaðra og sóttkví þeirra sem hafa verið útsettir fyrir Covid, án þess að auka hættu á útbreiðslu veirunnar.
Meira ...

Framkvæmdir vegna leikvalla

27.10.2021Framkvæmdir vegna leikvalla
Nú eru hafnar framkvæmdir vegna leikvalla í Efstalandi og við Ástu-Sólliljugötu. Unnið er við landmótun og stígagerð. Leiktæki fyrir báða leikvellina verða sett upp á næsta ári.

Meira ...

Haustfrí í Mosfellsbæ

21.10.2021Haustfrí í Mosfellsbæ
Nú er haustfrí framundan í skólum Mosfellsbæjar og því tilvalið að skoða allt það skemmtilega sem er hægt að gera í fallega bænum okkar.


Meira ...

Covid-19: Verulegar afléttingar innanlandstakmarkana strax og að fullu 18. nóvember

19.10.2021Covid-19: Verulegar afléttingar innanlandstakmarkana strax og að fullu 18. nóvember
Almennar fjöldatakmarkanir verða 2.000 manns, grímuskyldu verður aflétt, opnunartími veitingastaða lengdur um klukkustund og skráningarskyldu gesta aflétt. Regla um nándarmörk verður áfram 1 metri. Þetta er megininntak breytinga á reglugerð um samkomutakmarkanir sem tekur gildi 20. október samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra. Stefnt er að fullri afléttingu samkomutakmarkana innanlands frá og með 18. nóvember.
Meira ...

Malbikun á Vesturlandsvegi þriðjudaginn 19. október kl. 18:30 - 24:00

18.10.2021Malbikun á Vesturlandsvegi þriðjudaginn 19. október kl. 18:30 - 24:00
Þriðjudaginn 19. október, ef veður leyfir, er stefnt á að malbika hringtorg á Vesturlandsvegi við Langatanga í Mosfellsbæ. Vesturlandsvegi verður lokað á milli Skarhólabrautar og Reykjavegar. Hjáleiðir verða merktar um Skarhólabraut/Reykjaveg annars vegar og Þverholt/Baugshlíð hins vegar. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 18:30 til kl. 24:00.
Meira ...

Ókeypis námskeið fyrir 16-25 ára

13.10.2021Ókeypis námskeið fyrir 16-25 ára
Ungmennahúsið Mosinn býður upp á tvö ókeypis námskeið, 14. og 17. október, fyrir 16-25 ára: Skapandi skrif með Brynhildi Sigurðardóttur og Lagasmíði með Önnulísu Hermannsdóttur.


Meira ...

Ókeypis tónleikar á Barion þriðjudaginn 12. október

11.10.2021Ókeypis tónleikar á Barion þriðjudaginn 12. október
Kjallarinn, tónlistaraðstaða félagsmiðstöðvarinnar Bólsins, býður upp á tónleikar á Barion Mosfellsbæ þriðjudaginn 12. október kl. 20:30 - 23:00.


Meira ...

Styrkir til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu fyrir árið 2022

11.10.2021Styrkir til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu fyrir árið 2022
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu í Mosfellsbæ fyrir árið 2022. Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember 2021.


Meira ...

Íbúafundur vegna skipulags í Helgafellshverfi

11.10.2021Íbúafundur vegna skipulags í Helgafellshverfi
Boðað er til íbúa- og kynningarfundar í samræmi við ákvæði skipulagslaga og reglugerðar vegna tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir 5. áfanga Helgafellshverfis í norðausturhluta hverfisins. Áætlað er að þar rísi fjölbreytt byggð með um 150 nýjum eignum auk búsetukjarna.
Meira ...

Covid-19: Takmarkanir innanlands framlengdar til 20. október

05.10.2021Covid-19: Takmarkanir innanlands framlengdar til 20. október
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir innanlands vegna faraldurs Covid-19. Reglugerð heilbrigðisráðherra þess efnis hefur verið send Stjórnartíðindum til birtingar og gildir hún til og með 20. október næstkomandi.
Meira ...

Umsókn um styrk til náms og verkfæra- og tækjakaupa - Umsóknarfrestur er til 10. október

05.10.2021Umsókn um styrk til náms og verkfæra- og tækjakaupa - Umsóknarfrestur er til 10. október
Mosfellsbær auglýsir eftir umsóknum um styrk til fatlaðs fólks til náms eða verkfæra og tækjakaupa vegna félagslegrar hæfingar og endurhæfingar skv. 25. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Sótt er um styrkinn í Íbúagátt Mosfellsbæjar.
Meira ...

Þér er boðið á skólaþing Mosfellsbæjar 11. október

04.10.2021Þér er boðið á skólaþing Mosfellsbæjar 11. október
Þann 11. október 2021 fer fram skólaþing í Mosfellsbæ. Markmið skólaþings er að skapa vettvang fyrir nemendur, starfsfólk, foreldra/forráðamenn og íbúa til verkefnavinnu sem ætlað er að verða innlegg í menntastefnu Mosfellsbæjar sem gefin verður út í janúar 2022.
Meira ...

Ert þú með góða hugmynd?

01.10.2021Ert þú með góða hugmynd?
Menningar- og nýsköpunarnefnd auglýsir eftir umsóknum um Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar 2021. Hér er tækifæri fyrir frumkvöðla sem hafa hugmyndir um nýsköpun til að koma verkefni sínu á framfæri.

Meira ...

Varnir og viðbúnaður vegna jarðskjálfta

01.10.2021Varnir og viðbúnaður vegna jarðskjálfta
Mikilvægt er að íbúar á þekktum jarðskjálftasvæðum geri ráðstafanir til að draga úr tjóni vegna jarðskjálfta. Það er hægt að gera á ýmsan hátt.


Meira ...

Síða 0 af Infinity