Fréttir eftir mánuðum

Grenndarkynning á umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu, Akurholt 5

23.11.2021Grenndarkynning á umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu, Akurholt 5
Á fundi Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 10. september sl. var samþykkt að grenndarkynna, í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, umsókn vegna viðbyggingar á einbýlishúsi við Akurholt 5, L 123834.
Meira ...

Nýr leikskóli í Helgafellshverfi, reist verður íþróttahúss við Helgafellsskóla og ný þjónustubygging við íþróttamiðstöðina að Varmá

23.11.2021Nýr leikskóli í Helgafellshverfi, reist verður íþróttahúss við Helgafellsskóla og ný þjónustubygging við íþróttamiðstöðina að Varmá
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2022 ber merki aukinna efnahagslegra umsvifa eftir það högg sem heimsfaraldur kórónaveirunnar er og þeirrar viðspyrnu sem Mosfellsbær hefur náð.
Meira ...

Íbúaþing um menntastefnu - Taktu þátt!

20.11.2021Íbúaþing um menntastefnu - Taktu þátt!
Taktu þátt í rafrænu íbúaþingi um menntastefnu Mosfellsbæjar sem fer fram í dag, laugardaginn 20. nóvember, kl. 10:00-12:00.Meira ...

Grenndarkynning á umsókn um leyfi fyrir viðbyggingum, Byggðarholt 35

19.11.2021Grenndarkynning á umsókn um leyfi fyrir viðbyggingum, Byggðarholt 35
Á fundi Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 8. október sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, umsókn eigenda Byggðarholts 35. Um er að ræða leyfi til að byggja 21,8 m² garðstofu til suðurs og 7,8 m² geymslu til norðurs.
Meira ...

Ljósin í jólagarðinum við Hlégarð tendruð

18.11.2021Ljósin í jólagarðinum við Hlégarð tendruð
„Jólaskreyttur garður á Hlégarðstúni þar sem fólk gerir sér ferð til að heimsækja staðinn og eiga góðar stundir“. Þannig hljómaði ein af þeim hugmyndum sem kosnar voru til framkvæmdar í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó á árinu 2021.

Meira ...

Rafrænt íbúaþing um menntastefnu Mosfellsbæjar

17.11.2021Rafrænt íbúaþing um menntastefnu Mosfellsbæjar
Boðað er til íbúaþings um menntastefnu laugardaginn 20. nóvember frá kl. 10:00-12:00. Markmið íbúaþings er að skapa vettvang fyrir íbúa til að hafa áhrif á mótun menntastefnu Mosfellsbæjar sem nú er í endurskoðun og áætlað að verði gefin út í janúar 2022.
Meira ...

Basarbúð félagsstarfs eldri borgara

16.11.2021Basarbúð félagsstarfs eldri borgara
Hinn árlegi basar á vegum félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ breytist í ár í basarbúð sem verður opin í 3 vikur, frá 15. nóv. - 3. des. Basarbúðin er starfrækt í félagsstarfinu Hlaðhömrum 2. Fjölbreytt úrval af fallegum handunnum vörum á afar góðu verði.
Meira ...

Covid-19: Hertar aðgerðir, 50 manna fjöldatakmarkanir - stórátak í örvunarbólusetningum

12.11.2021Covid-19: Hertar aðgerðir, 50 manna fjöldatakmarkanir - stórátak í örvunarbólusetningum
Heilbrigðisráðherra hefur í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis ákveðið að herða til muna sóttvarnaaðgerðir til að sporna við hraðri útbreiðslu Covid-19. Aðgerðirnar taka gildi á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir verða 50 manns en með notkun hraðprófa verður heimilt að efna til viðburða með að hámarki 500 manns í sóttvarnahólfi.
Meira ...

Ókeypis tónleikar í FMOS í dag kl. 18:00

09.11.2021Ókeypis tónleikar í FMOS í dag kl. 18:00
Tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar býður upp á ókeypis tónleika í FMOS í dag, þriðjudaginn 9. nóvember, kl. 18:00. Öll velkomin!Meira ...

Íbúaþingi um menntastefnu frestað frá 6. til 20. nóvember

05.11.2021Íbúaþingi um menntastefnu frestað frá 6. til 20. nóvember
Fyrirhuguðu íbúaþingi um menntastefnu sem halda átti laugardaginn 6. nóvember frá kl. 10:00-12:00 í Helgafellsskóla hefur verið frestað til laugardagsins 20. nóvember í ljósi stöðunnar á faraldrinum. Ef ekki reynist unnt að halda íbúaþing í skólanum þann dag verður boðið upp á rafrænan íbúafund.
Meira ...

Covid-19: Innanlandsaðgerðir hertar vegna mikillar fjölgunar smita

05.11.2021Covid-19: Innanlandsaðgerðir hertar vegna mikillar fjölgunar smita
Skylt verður að bera grímu þegar ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu, fjöldatakmarkanir verða 500 manns, veitingastöðum með vínveitingaleyfi verður skylt að loka tveimur tímum fyrr en nú.

Meira ...

Uppbygging skíðaaðstöðu á Skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins

04.11.2021Uppbygging skíðaaðstöðu á Skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins
Samkvæmt samkomulagi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins er gert ráð fyrir um 5,2 milljarða kr. fjárfestingu í innviðum vegna skíðaiðkunar til ársins 2026.

Meira ...

Endurvinnslustöð Sorpu við Blíðubakka lokuð um helgina

04.11.2021Endurvinnslustöð Sorpu við Blíðubakka lokuð um helgina
Vegna árshátíðar hjá starfsmönnum Sorpu er lokað á endurvinnslustöðinni við Blíðubakka, laugardag og sunnudag. Viðskiptavinum er bent á opnar endurvinnslustöðvar við Sævarhöfða, í Breiðhellu og Ánanaust.
Meira ...

Íbúaþing um menntastefnu 6. nóvember

01.11.2021Íbúaþing um menntastefnu 6. nóvember
Boðað er til íbúaþings um menntastefnu laugardaginn 6. nóvember frá kl. 10:00-12:00 í Helgafellsskóla. Markmið íbúaþings er að skapa vettvang fyrir íbúa til að hafa áhrif á mótun menntastefnu Mosfellsbæjar sem nú er í endurskoðun og áætlað að verði gefin út í janúar 2022.
Meira ...

Landsátak í sundi 1. - 28. nóvember

01.11.2021Landsátak í sundi 1. - 28. nóvember
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. til 28. nóvember 2021. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess.
Meira ...

Síða 0 af Infinity