Fréttir eftir mánuðum

Tilkynning frá Veðurstofu Íslands

26.02.2021Tilkynning frá Veðurstofu Íslands
Í dag hafa 21 skjálfti mælst af stærð 3 til 4,4 norðanvert Fagradalsfjall. Á milli klukkan 11:59 og 14:00 mældust 14 jarðskjálftar þeirra og nú laust fyrir klukkan 17:00 mældust tveir, annar 4,4 að stærð. Þessir skjálftar hafa allir fundist á höfuðborgarsvæðinu og þeir stærstu einnig á Suðurlandi, á Akranesi og í Borgarnesi.
Meira ...

Hægt að sækja um styrki vegna listviðburða og menningarmála til 1. mars

26.02.2021Hægt að sækja um styrki vegna listviðburða og menningarmála til 1. mars
Menningar- og nýsköpunarnefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna listviðburða og menningarmála árið 2021.


Meira ...

Tilkynning frá Almannavörnum varðandi útivist í fjalllendi

24.02.2021Tilkynning frá Almannavörnum varðandi útivist í fjalllendi
Áríðandi ábending varðandi útivist í fjalllendi á höfuðborgarsvæðinu. Vegna grjóthruns í kjölfar jarðhræringa á Reykjanesi hvetjum við alla að gæta varúðar í fjalllendi á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni.

Meira ...

Tilkynning frá Almannavörnum varðandi jarðskjálfta

24.02.2021Tilkynning frá Almannavörnum varðandi jarðskjálfta
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra minnir fólk á viðbrög og varnir gegn jarðskjálfta og einnig á viðbrögð eftir jarðskjálfta.Meira ...

Sumarstörf hjá Mosfellsbæ 2021

24.02.2021Sumarstörf hjá Mosfellsbæ 2021
Mosfellsbær auglýsir laus sumarstörf. Opnað verður fyrir umsóknir fimmtudaginn 25. febrúar. Sótt er um störfin á ráðningarvef Mosfellsbæjar og þar er einnig að finna allar upplýsingar um störf í boði.

Meira ...

Endurnýjun ljósastaura í fremri hluta Engjavegar

23.02.2021Endurnýjun ljósastaura í fremri hluta Engjavegar
Um leið og frost fer úr jörðu verður farið í að endurnýja ljósastaura í fremri hluta Engjavegar. Skipt verður út tréstaurum og loftlínu sem liggja frá Reykjalundarvegi að Sólbakka. Þar sem háspennustrengur liggur í lagnastæðinu er ekki hægt að hefja framkvæmdir fyrr en frost er farið úr jörðu.
Meira ...

Covid-19: Fjöldatakmörk verða 50 manns frá 24. febrúar

23.02.2021Covid-19: Fjöldatakmörk verða 50 manns frá 24. febrúar
Almennar fjöldatakmarkanir verða 50 manns samkvæmt nýjum reglum um samkomutakmarkanir sem taka gildi 24. febrúar. Heimilt verður að hafa að hámarki 200 viðskiptavini í verslunum, á söfnum, í kirkjum og á tilteknum viðburðum. Sund- og baðstöðum og skíðasvæðum verður heimilt að taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta.
Meira ...

Ekki hella spilliefnum í niðurföll

22.02.2021Ekki hella spilliefnum í niðurföll
Ábendingar hafa borist vegna mikillar bensínlyktar úr holræsum í Hlíðarás. Því er tilefni til að minna á að ekki má hella spilliefnum í niðurföll. Það sem fellur í niðurföll í götum bæjarins og bílskúrum getur borist í ár og læki í regnvatnslögnum og valdið mengun.
Meira ...

Mosfellsbær veitir stofnframlög til kaupa eða bygginga á almennum íbúðum

18.02.2021Mosfellsbær veitir stofnframlög til kaupa eða bygginga á almennum íbúðum
Opið er fyrir umsóknir um stofnframlög. Umsóknarfrestur rennur út 10. mars 2021. Umsóknir skulu sendar inn í gegnum Íbúagátt Mofellsbæjar.


Meira ...

Fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2021

17.02.2021Fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2021
Menningar- og nýsköpunarnefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna listviðburða og menningarmála árið 2021.


Meira ...

Opnað fyrir umsóknir um sumarstörf þann 25. febrúar

16.02.2021Opnað fyrir umsóknir um sumarstörf þann 25. febrúar
Opnað verður fyrir umsóknir um sumarstörf hjá Mosfellsbæ fimmtudaginn 25. febrúar. Allar upplýsingar um störf í boði verður hægt að finna á Ráðningavef Mosfellsbæjar.
Meira ...

Frítt í sund í Mosfellsbæ miðvikudaginn 17. febrúar 2021 til að gefa íbúum G-vítamín

16.02.2021Frítt í sund í Mosfellsbæ miðvikudaginn 17. febrúar 2021 til að gefa íbúum G-vítamín
Mosfellsbær tekur þátt í verkefninu G-vítamín sem er á vegum Geðhjálpar eins og fjöldi annarra sveitarfélaga miðvikudaginn 17. febrúar 2021 með því að bjóða frítt í sund allan daginn.


Meira ...

Öðruvísi öskudagur

16.02.2021Öðruvísi öskudagur
Hugmyndir fyrir öskudaginn á farsóttartímum.
Meira ...

Endurbætur á Hlégarði hefjast innan skamms

15.02.2021Endurbætur á Hlégarði hefjast innan skamms
Umhverfissvið Mosfellsbæjar hefur á grundvelli heimildar bæjarráðs boðið út framkvæmdir við fyrsta áfanga endurbóta á innra rými Hlégarðs. Verkefnið felur í sér heildstæða endurgerð fyrstu hæðar hússins.

Meira ...

Íbúar í Mosfellsbæ ánægðir

15.02.2021Íbúar í Mosfellsbæ ánægðir
Gallup kannar árlega þjónustu sveitarfélaga og mælir viðhorf íbúa til þjónustu í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Eins og undanfarin ár situr Mosfellsbær í efstu sætum könnunarinnar. Þegar spurt er um sveitarfélagið sem stað til þess að búa á og þjónustuna í heild er Mosfellsbær yfir landsmeðaltali í ellefu málaflokkum af þrettán, en rétt undir landsmeðaltali í tveimur málaflokkum sem felur í sér tækifæri til úrbóta.
Meira ...

Úthlutun þriggja lóða við Desjamýri

12.02.2021Úthlutun þriggja lóða við Desjamýri
Umsóknarfresti vegna úthlutunar þriggja lóða við Desjamýri lauk á miðnætti 11. febrúar 2021. Alls bárust sex umsóknir.Meira ...

Opnað fyrir umsóknir um þátttöku í rafræna menningarverkefninu NART á rafrænni vinabæjarráðstefnu 2021

11.02.2021Opnað fyrir umsóknir um þátttöku í rafræna menningarverkefninu NART á rafrænni vinabæjarráðstefnu 2021
Mosfellsbær er hluti af vinabæjarkeðju með Thisted í Danmörku, Uddevalla í Svíþjóð, Skien í Noregi og Loimaa í Finnlandi og eru vinabæjarmót haldin annað hvert ár til skiptis í bæjunum. Til stóð að Loimaa í Finnlandi héldi ráðstefnuna sumarið 2020 en í ljósi heimsfaraldurs var henni frestað. Ráðstefnan verður dagana 1.-2. júní 2021 og verður rafræn í fyrsta skiptið.
Meira ...

Aðal- og deiliskipulagslýsing 5. áfanga Helgafellshverfis

10.02.2021Aðal- og deiliskipulagslýsing 5. áfanga Helgafellshverfis
Mosfellsbær auglýsir hér með skipulagslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags og nýtt deiliskipulag, skv. 1. mgr. 40. gr. og 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Meira ...

Deiliskipulag fyrir Heytjarnarheiði

10.02.2021Deiliskipulag fyrir Heytjarnarheiði
Mosfellsbær auglýsir hér með nýtt deiliskipulag fyrir frístundahús úr landi Miðdals I, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Meira ...

Hlégarður Mosfellsbæ, Framtíðarsýn - 1. áfangi

09.02.2021Hlégarður Mosfellsbæ, Framtíðarsýn - 1. áfangi
Til stendur að fara í endurbætur á félagsheimilinu Hlégarði við Háholt 2 í Mosfellsbæ. Verkið sem nú er boðið út er 1. áfangi fyrirhugaðra endurbóta.


Meira ...

Samgöngustígur í Ævintýragarði

09.02.2021Samgöngustígur í Ævintýragarði
Nú eru framkvæmdir 1. áfanga samgöngustígs í Ævintýragarði hafnar. Samgöngustígurinn mun liggja frá Brúarlandi yfir Varmá, framhjá hundagerði og Ævintýragarði og inn að Tunguvegi.

Meira ...

Covid-19: Varfærnar tilslakanir á samkomutakmörkunum frá 8. febrúar

05.02.2021Covid-19: Varfærnar tilslakanir á samkomutakmörkunum frá 8. febrúar
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur sóttvarnalæknis sem fela í sér varfærnar tilslakanir á samkomutakmörkunum frá 8. febrúar. Almennar fjöldatakmarkanir verða áfram 20 manns en með rýmri undantekningum en hingað til. Reglur um 2 metra nálægðarmörk og grímuskyldu verða óbreyttar.
Meira ...

Styrkir til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagsamtaka

03.02.2021Styrkir til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagsamtaka
Mosfellsbær auglýsir eftir umsóknum um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka. Um er að ræða styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni.

Meira ...

Álagning fasteignagjalda 2021

01.02.2021Álagning fasteignagjalda 2021
Álagningarseðlar fasteignagjalda eru birtir rafrænt á island.is og íbúagátt Mosfellsbæjar, ibuagatt.mos.is. Fasteignagjöld skiptast á tíu gjalddaga frá 1. febrúar til 1. nóvember. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga við vanskil.
Meira ...

Síða 0 af Infinity