Fréttir eftir mánuðum

Covid-19: Skólastarf eftir páska

31.03.2021Covid-19: Skólastarf eftir páska
Staðnám getur hafist að nýju á öllum skólastigum eftir páskafrí með ákveðnum takmörkunum, í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis.


Meira ...

Deiliskipulagsbreyting 4. áfanga Helgafellshverfis

31.03.2021Deiliskipulagsbreyting 4. áfanga Helgafellshverfis
Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi í Helgafellshverfi, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Meira ...

Rekstur Mosfellsbæjar á árinu 2020 í takti við árferðið

30.03.2021Rekstur Mosfellsbæjar á árinu 2020 í takti við árferðið
Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2020 var lagður fram á fundi bæjarráðs í dag, þriðjudaginn 30. mars og ber reksturinn þess merki að heimsfaraldur ríkti á árinu með tilheyrandi kólnun í hagkerfinu.

Meira ...

Ratsjáin fyrir ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu - Umsóknarfrestur til 29. mars

29.03.2021Ratsjáin fyrir ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu - Umsóknarfrestur til 29. mars
Ratsjáin er nýsköpunar- og þróunarverkefni Íslenska ferðaklasans og er um að ræða ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu.
Meira ...

Tilkynning frá Almannavörnum: Ekkert útivistarveður við gosstöðvarnar

27.03.2021Tilkynning frá Almannavörnum: Ekkert útivistarveður við gosstöðvarnar
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka fyrir umferð um Suðurstrandarveg á vegarkafla á milli Krísuvíkurvegamóta og Hrauns frá klukkan 13:00 í dag. Umferð sem á brýnt erindi á þessari leið verður hleypt um veginn. Gönguleið að eldgosinu í Geldingadölum verður einnig lokað vegna veðurs. Framundan er mikið hvassviðri og stórhríð og því ekkert útivistarveður á svæðinu.
Meira ...

Hvað á skólinn að heita? Nafnasamkeppni framlengd til 10. apríl

27.03.2021Hvað á skólinn að heita? Nafnasamkeppni framlengd til 10. apríl
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt að við skiptingu Varmárskóla í tvo skóla muni yngri deildin bera áframa nafnið Varmárskóli. Finna þarf nýtt nafn á þann skóla sem 7. - 10. bekkur tilheyrir.

Meira ...

Tilkynning frá Almannavörnum

26.03.2021Tilkynning frá Almannavörnum
Vegna mikils mannfjölda við eldstöðvarnar undafarna daga vilja sóttvarnalæknir og almannavarnir minna á sóttvarnir vegna Covid-19. Blikur eru á lofti í þróun faraldursins og því mjög brýnt að farið sé eftir gildandi sóttvarnarreglum.

Meira ...

Ratsjáin fyrir ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu

26.03.2021Ratsjáin fyrir ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu
Þann 22. mars sl. skrifuðu Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastóri SSH og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans, undir samning um Ratsjánna á höfuðborgarsvæðin.

Meira ...

Opnað fyrir umsóknir í Vinnuskóla Mosfellsbæjar sumarið 2021

25.03.2021Opnað fyrir umsóknir í Vinnuskóla Mosfellsbæjar sumarið 2021
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskóla Mosfellsbæjar fyrir sumarið 2021. Umsóknafrestur er til 23. apríl og verður öllum umsóknum sem berast fyrir þann tíma svarað fyrir 30. apríl 2021.

Meira ...

Lokanir og takmarkanir vegna COVID-19

25.03.2021Lokanir og takmarkanir vegna COVID-19
Ný reglugerð heilbrigðisráðherra tók gildi á miðnætti 25. mars og er sett í kjölfar hópsmita af breska afbrigðinu af COVID-19 sem er talið meira smitandi en þau afbrigði sem hafa greinst áður á landinu.

Meira ...

Fjöldatakmarkanir í Bókasafninu

25.03.2021Fjöldatakmarkanir í Bókasafninu
Vegna nýrra tilskipana um sóttvarnir takmarkast fjöldi í Bókasafni Mosfellsbæjar við 10 manns frá og með 25. mars og gildir þetta um einstaklinga fædda árið 2014 eða fyrr. Grímuskylda er á safninu fyrir einstaklinga fædda 2004 og fyrr.

Meira ...

Sumarstörf hjá Mosfellsbæ 2021 - Síðasti dagurinn til að sækja um

25.03.2021Sumarstörf hjá Mosfellsbæ 2021 - Síðasti dagurinn til að sækja um
Umsóknarfrestur um sumarstörf hjá Mosfellsbæ er til og með 25. mars.Sótt er um störfin á ráðningarvef Mosfellsbæjar og þar er einnig að finna allar upplýsingar um störf í boði.


Meira ...

Leikskólar í Mosfellsbæ og á höfuðborgarsvæðinu öllu opna kl. 12:00 á morgun vegna hertra sóttvarnarráðstafna sem taka gildi nú á miðnætti

24.03.2021Leikskólar í Mosfellsbæ og á höfuðborgarsvæðinu öllu opna kl. 12:00 á morgun vegna hertra sóttvarnarráðstafna sem taka gildi nú á miðnætti
Til að innleiða breytt skipulag hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að starfsdagur verði á leikskólum til hádegis á morgun, fimmtudag. Markmiðið með þessari ráðstöfun er að starfsemi leikskóla með breyttu skipulagi verði farsælt.
Meira ...

Stórhertar sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti

24.03.2021Stórhertar sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti
Hertar reglur um sóttvarnarráðstafanir á landsvísu taka gildi á miðnætti í kvöld. Tíu manna fjöldatakmörkun verður meginregla og aðeins börn fædd 2015 og síðar verða þar undanskilin. Grunn-, framhalds-, tónlistar- og háskólum verður lokað þar til páskafrí tekur við. Margvísleg starfsemi sem rúmast ekki innan reglu um 10 manna fjöldatakmörkun verður stöðvuð.
Meira ...

Vatnstankur í Úlfarfellshlíðum

24.03.2021Vatnstankur í Úlfarfellshlíðum
Nú er að ljúka uppsteypu á 2500 m3 vatnstank í Úlfarsfellshlíðum og í framhaldi verður farið í að vinna að lögnum og öðrum frágangi. Áætluð verklok eru 1. september nk.
Meira ...

Samfélagssáttmálinn - Tryggjum áfram góðan árangur

24.03.2021Samfélagssáttmálinn - Tryggjum áfram góðan árangur
Það er í okkar höndum að tryggja áfram góðan árangur þegar kemur að Covid-19, því eitt það mikilvægasta í þeirri baráttu eru persónulegar sóttvarnir. Samfélagssáttmálinn okkar tekur þetta vel saman og minnir okkar á að við erum öll almannavarnir.
Meira ...

Eldgos í Geldingadal á Reykjanesi og brennisteinsmengun S02

23.03.2021Eldgos í Geldingadal á Reykjanesi og brennisteinsmengun S02
Mikilvægt er að íbúar séu vakandi varðandi loftgæði í tengslum við eldgosið í Geldingadal og tilkynni til Veðurstofu Íslands ef þeir verða varir við brennisteinslykt. Upplýsingar varðandi loftgæði má finna á Loftgæði.is og ráðleggingar vegna gosmengunar má finna á vef Landlæknis.
Meira ...

Fossatunga - Framlenging götu

22.03.2021Fossatunga - Framlenging götu
Nú eru hafnar framkvæmdir við framlengingu Fossatungu í Leirvogstungu. Um er að ræða gatnagerð og veitukerfi. Lokið verður við uppbyggingu götu og gangstíga og lagðar í þær vatns-, holræsa- og hitaveitulagnir og tengdar núverandi veitukerfum. Frágangur yfirborðs, malbikun og gangstéttar verða framkvæmdar seinna. Áætluð verklok eru 1. júni nk.
Meira ...

Reiðgöng undir Reykjaveg

22.03.2021Reiðgöng undir Reykjaveg
Nú er að ljúka framkvæmdum við reiðgöng undir Reykjaveg. Reiðgöngin eru mikil samgöngubót fyrir hestafólk sem þarf ekki að þvera Reykjaveginn lengur. Reiðgöngin tengja saman á öruggan hátt reiðleið frá hesthúsahverfi við Varmá að suðursvæði Mosfellsbæjar.
Meira ...

Eldogs við Fagradalsfjall í Geldingadal

20.03.2021Eldogs við Fagradalsfjall í Geldingadal
Eldgos hófst við Fagradalsfjall í Geldingadal um kl. 20:45 í gærkvöldi. Umfang gossins er lítið og hefur virkni heldur minnkað frá því í gærkvöldi. Lítið er um kvikustróka upp úr sprungunni og þekur hraunflæðið svæði sem er í mesta lagi um 100 metra breitt, en unnið er að kortlagningu svæðisins.
Meira ...

Hvað á skólinn að heita?

20.03.2021Hvað á skólinn að heita?
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt að við skiptingu Varmárskóla í tvo skóla muni yngri deildin bera áframa nafnið Varmárskóli. Finna þarf nýtt nafn á þann skóla sem 7. - 10. bekkur tilheyrir.

Meira ...

Skólastjóri Varmárskóla - Umsóknarfrestur til 14. apríl

20.03.2021Skólastjóri Varmárskóla - Umsóknarfrestur til 14. apríl
Mosfellsbær leitar eftir metnaðarfullum einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, býr yfir áræðni og leiðtogafærni.


Meira ...

Klörusjóður - Umsóknarfrestur til 15. apríl

19.03.2021Klörusjóður - Umsóknarfrestur til 15. apríl
Markmið Klörusjóðs er að stuðla að framþróun á skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ. Sjóðurinn er ætlaður til að styrkja verkefni sem unnin eru í einstökum skóla eða í samstarfi á milli skóla. Í ár er áherslan lögð á fjölbreytta kennsluhætti.

Meira ...

Rafræn kynning vegna deiliskipulagsbreytingar í Bjarkarholti

17.03.2021Rafræn kynning vegna deiliskipulagsbreytingar í Bjarkarholti
Boðið verður upp á rafrænan kynningarfund, skv. gr. 5.6.1. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013, kl.17.00 í dag á vef Mosfellsbæjar. Hlekkur á kynninguna er aðgengilegur í fréttinni.
Meira ...

Útboð: Sorphirða Garðabæjar og Mosfellsbæjar

16.03.2021Útboð: Sorphirða Garðabæjar og Mosfellsbæjar
Garðabær og Mosfellsbær óska eftir tilboðum í verkið: Sorphirða Garðabæjar og Mosfellsbæjar 2021 - 2023. Verkið fellst í tæmingu á sorp- og endurvinnsluílátum við íbúðarhúsnæði í Garðabæ og Mosfellsbæ ásamt flutningi til móttökustöðvar. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Meira ...

Covid-19: Breytingar á sóttvarnaráðstöfunum innanlands 18. mars

16.03.2021Covid-19: Breytingar á sóttvarnaráðstöfunum innanlands 18. mars
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi 18. mars og byggja í meginatriðum á tillögum sóttvarnalæknis. Þær fela fyrst og fremst í sér auknar kröfur um skráningu gesta og smitgát í tengslum við viðburði. Þá eru einnig gerðar ríkari kröfur til sóttvarnaráðstafana þar sem boðið er upp á hlaðborð.
Meira ...

Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur vegna áhrifa af Covid-19 - Umsóknarfrestur til 15. apríl

16.03.2021Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur vegna áhrifa af Covid-19 - Umsóknarfrestur til 15. apríl
Opið er fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga.
Meira ...

Sumarstörf hjá Mosfellsbæ 2021 - Umsóknarfrestur til 25. mars

16.03.2021Sumarstörf hjá Mosfellsbæ 2021 - Umsóknarfrestur til 25. mars
Mosfellsbær auglýsir laus sumarstörf. Sótt er um störfin á ráðningarvef Mosfellsbæjar og þar er einnig að finna allar upplýsingar um störf í boði.


Meira ...

Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi „Efri og neðri Reykjabyggð“ vegna lóðanna við Reykjamel 10-14

15.03.2021Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi „Efri og neðri Reykjabyggð“ vegna lóðanna við Reykjamel 10-14
Á fundi Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 5. mars sl. var samþykkt að láta fara fram grenndarkynningu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi „Efri og neðri Reykjabyggðar.

Meira ...

Styrkir til efnilegra ungmenna í Mosfellsbæ 2021 - Umsóknarfrestur til 18. mars

15.03.2021Styrkir til efnilegra ungmenna í Mosfellsbæ 2021 - Umsóknarfrestur til 18. mars
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna sem leggja stund á íþróttir, tómstundir eða listir yfir sumartímann. Öll ungmenni á aldrinum 16–20 ára, (f. 2001, 2002, 2003 og 2004) með lögheimili í Mosfellsbæ, sem skara fram úr og/eða hafa sýnt sérstaka hæfileika á sínu sviði geta sótt um styrkinn.
Meira ...

Lokadagar sýningarinnar JÖKULL - JÖKULL í Listasalnum

12.03.2021Lokadagar sýningarinnar JÖKULL - JÖKULL í Listasalnum
JÖKULL - JÖKULL, sýning Steinunnar Marteinsdóttur í Listasal Mosfellsbæjar, lýkur laugardaginn 13. mars. Sýningin er haldin í tilefni af 85 ára afmæli Steinunnar og er þetta yfirlitssýning af jöklamyndum sem listakonan málaði á árunum 1986-2019.

Meira ...

Okkar Mosó 2021 - Hugmyndasöfnun 11. mars - 6. apríl

11.03.2021Okkar Mosó 2021 - Hugmyndasöfnun 11. mars - 6. apríl
Íbúar Mosfellsbæjar eru hvattir til að senda inn fjölbreyttar hugmyndir að góðum verkefnum í bænum. Hugmyndirnar geta tengst því að gera Mosfellsbæ betri, skapa eitthvað nýtt, efla hreyfingu, hafa jákvæð áhrif á umhverfi og íbúa til útivistar og samveru, bættrar lýðheilsu eða aðstöðu til leikja- og skemmtunar.
Meira ...

Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2021-2022

11.03.2021Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2021-2022
Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2021-2022 fer fram í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar. Innritun 6 ára barna sem hefja grunnskólagöngu haustið 2021 fer fram frá 8. mars til 26. mars.

Meira ...

Deiliskipulagsbreyting í Bjarkarholti

11.03.2021Deiliskipulagsbreyting í Bjarkarholti
Mosfellsbær auglýsir hér með breytingu á deiliskipulagi miðbæjarins við Bjarkarholt, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Boðið verður upp á rafrænan kynningarfund skv. gr. 5.6.1. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Meira ...

Grenndarkynning fyrir Grundartanga 32-36

11.03.2021Grenndarkynning fyrir Grundartanga 32-36
Á fundi Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 5. mars sl. samþykkti nefndin að grenndarkynna byggingaráformin í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem ekki er til deiliskipulag af svæðinu.

Meira ...

Fermingar til fyrirmyndar

09.03.2021Fermingar til fyrirmyndar
Trú- og lífsskoðunarfélög geta haft athafnir fyrir allt að 200 manns vegna ferminga vorið 2021. Um veislur gilda þó aðrar reglur og núverandi takmarkanir á samkomum sem gilda til 17. mars nk. leyfa 50 einstaklingum að koma saman.

Meira ...

Upplýsingar og ráðleggingar varðandi heilsufar í tengslum við jarðskjálftahrinu

04.03.2021Upplýsingar og ráðleggingar varðandi heilsufar í tengslum við jarðskjálftahrinu
Í jarðskjálftahrinu eins og nú gengur yfir Reykjanes og hefur áhrif víða á suðvesturhorni landsins er ekki óeðlilegt að finna fyrir sálrænum einkennum. Það er óþægilegt að finna fyrir vanmætti sínum gagnvart náttúrunni og efast um öryggi sitt.

Meira ...

Opnun útboðs - Hlégarður Mosfellsbæ, Framtíðarsýn - 1. áfangi

04.03.2021Opnun útboðs - Hlégarður Mosfellsbæ, Framtíðarsýn - 1. áfangi
Þann 4. mars 2021, kl. 11:30, voru opnuð tilboð í verkið „Hlégarður Mosfellsbæ, Framtíðarsýn - 1. áfangi“.
Meira ...

Þjónustutími styttur tímabundið á völdum leiðum Strætó

03.03.2021Þjónustutími styttur tímabundið á völdum leiðum Strætó
Frá og með 1. mars styttir Strætó tímabundið þjónustutíma á kvöldin á völdum leiðum innan höfuðborgarsvæðisins.Meira ...

Styrkir til efnilegra ungmenna í Mosfellsbæ 2021

02.03.2021Styrkir til efnilegra ungmenna í Mosfellsbæ 2021
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna sem leggja stund á íþróttir, tómstundir eða listir yfir sumartímann. Öll ungmenni á aldrinum 16–20 ára, (f. 2001, 2002, 2003 og 2004) með lögheimili í Mosfellsbæ, sem skara fram úr og/eða hafa sýnt sérstaka hæfileika á sínu sviði geta sótt um styrkinn.
Meira ...

Opið lengur hjá félagsstarfi eldri borgara

01.03.2021Opið lengur hjá félagsstarfi eldri borgara
Félagsstarfið Hlaðhömrum 2 er núna opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 11:00-16:00 og á föstudögum frá kl. 13:00-16:00. Handavinnuleiðbeinandi verður á staðnum alla daga nema föstudaga.

Meira ...

Opnað fyrir umsóknir í Klörusjóð

01.03.2021Opnað fyrir umsóknir í Klörusjóð
Markmið Klörusjóðs er að stuðla að framþróun á skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ. Sjóðurinn er ætlaður til að styrkja verkefni sem unnin eru í einstökum skóla eða í samstarfi á milli skóla. Í ár er áherslan lögð á fjölbreytta kennsluhætti. Hægt er að sækja um í sjóðinn á Íbúagátt Mosfellsbæjar til 15. apríl.
Meira ...

Síða 0 af Infinity