Fréttir eftir mánuðum

Húsmæðraorlof Gullbringu- og Kjósarsýslu

26.05.2021Húsmæðraorlof Gullbringu- og Kjósarsýslu
Orlofsnefnd húsmæðra í Gullbringu- og Kjósarsýslu hefur opnað vef: orlofksgk.wordpress.com, þar sem fyrirhugaðar ferðir verða auglýstar. Þar er einnig hægt að senda inn umsókn um orlofsferð.

Meira ...

Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar veitti styrki til efnilegra ungmenna

25.05.2021Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar veitti styrki til efnilegra ungmenna
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar veitti á dögunum styrki til efnilegra ungmenna. Styrkurinn er fólginn í launum frá Mosfellsbæ og greitt er í samræmi við önnur sumarstörf hjá Mosfellsbæ. Markmiðið með styrkjunum er að gefa einstaklingum sömu tækifæri og jafnöldrum þeirra til að njóta launa á sama tíma og þau stunda list sína, íþrótt eða tómstund yfir sumartímann.
Meira ...

Stöndum saman um að minnka líkur á gróðureldum

21.05.2021Stöndum saman um að minnka líkur á gróðureldum
Þrátt fyrir úrkomu á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga þá hefur ógninni á gróðureldum ekki verið afstýrt þar sem gróður og sina eru ennþá mjög þurr. Öll meðferð elds er stranglega bönnuð á öllum gróðursvæðum á höfuðborgarsvæðinu, þar með talið í Kjósarhreppi.
Meira ...

Covid-19: Verulega dregið úr samkomutakmörkunum frá 25. maí

21.05.2021Covid-19: Verulega dregið úr samkomutakmörkunum frá 25. maí
Fjöldatakmörk hækka í 150 manns og slakað verður á grímuskyldu og tveggja metra reglunni. Takmörkunum á gestafjölda sund- og baðstaða, skíða- og tjaldsvæða og safna verður aflétt og sömuleiðis á líkamsræktarstöðvum nema hvar þar mega að hámarki vera 150 manns í hverju rými.
Meira ...

Opnunartímar sundlauga Mosfellsbæjar um hvítasunnuhelgina

21.05.2021Opnunartímar sundlauga Mosfellsbæjar um hvítasunnuhelgina
Opið í Lágafellslaug á hvítasunnudag og annan í hvítasunnu frá kl. 9:00 til 18:00. Lokað í Varmárlaug á hvítasunnudag en opið annan í hvítasunnu frá kl. 9:00 til 16:00.


Meira ...

Grenndarkynning á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir gatnamót Vogatungu og Laxatungu vegna framkvæmda á hraðatakmarkandi aðgerðum

20.05.2021Grenndarkynning á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir gatnamót Vogatungu og Laxatungu vegna framkvæmda á hraðatakmarkandi aðgerðum
Á fundi Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar þann 14. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Leirvogstungu sem samþykkt var 28.06.2006 m .s. br.
Meira ...

Stóra upplestrarkeppnin í Mosfellsbæ 2021

20.05.2021Stóra upplestrarkeppnin í Mosfellsbæ 2021
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Mosfellsbæ var haldin í Lágafellsskóla þann 18. maí. Þar kepptu til úrslita 11 nemendur úr 7. bekk í þremur grunnskólum Mosfellsbæjar, Helgafellsskóla, Lágafellsskóla og Varmárskóla.
Meira ...

Framkvæmdir í Ævintýragarði - Leiksvæðið og hundagerðið loka tímabundið

14.05.2021Framkvæmdir í Ævintýragarði - Leiksvæðið og hundagerðið loka tímabundið
Vegna framkvæmda í Ævintýragarði er leiksvæði og hundagerði lokað frá og með 13. maí 2021 og stefnt er á að opna garðinn aftur fyrir bæjarhátíðina Í Túninu heima.


Meira ...

Nýtt deiliskipulag - Heytjarnarheiði L-125374

13.05.2021Nýtt deiliskipulag - Heytjarnarheiði L-125374
Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir frístundalóð á Heytjarnarheiði í landi Miðdals, frístundabyggð 525-F, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða nýtt deiliskipulag af lóðinni L-125374. Heimilt verður að byggja stakt frístundahús á landinu í samræmi við gildandi aðalskipulag Mosfellsbæjar. Byggingarheimildir fylgja aðalskipulagi.
Meira ...

Breyting á deiliskipulagi í Laugabólslandi vegna Egilsmóa 12 L-125282

13.05.2021Breyting á deiliskipulagi í Laugabólslandi vegna Egilsmóa 12 L-125282
Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi í Laugabólslandi vegna Egilsmóa 12, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða breyting á deiliskipulag af lóðinni Egilsmói 12, L-125282. Breytingin felur í sér að gerður er stærri byggingarreitur á lóðinni. Innan nýs byggingarreits er heimilt að stækka núverandi íbúðarhús og hesthús og byggja eitt auka hús – gestahús sem má vera allt að 80 m2 að grunnfleti, á einni hæð með risi.
Meira ...

Opið á uppstigningardag í sundlaugum Mosfellsbæjar

12.05.2021Opið á uppstigningardag í sundlaugum Mosfellsbæjar
Fimmtudaginn 13. maí verður opið í Lágafellslaug á milli kl. 9:00 - 18:00 og í Varmárlaug á milli kl. 9:00 og 16:00. Öll velkomin!


Meira ...

Grenndarkynning á umsókn um leyfi til að stækka hús nr. 10 við Leirutanga

12.05.2021Grenndarkynning á umsókn um leyfi til að stækka hús nr. 10 við Leirutanga
Á fundi Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar þann 11. apríl sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, á umsókn eigenda Leirutanga 10. Um er að ræða leyfi til að stækka húsið með því að hækka þakmæni og fá nýtanlega efri hæð. Hæsta hæð þakmænis fyrir breytingu er 4.87m en verður 6.58 m eftir breytingu. Hækkar um 1,7m.
Meira ...

Tilkynning frá Almannavörnum: Hættustig vegna gróðurelda

11.05.2021Tilkynning frá Almannavörnum: Hættustig vegna gróðurelda
Vegna þurrka og hættu á gróðureldum í Heiðmörk og öðrum gróðursvæðum á höfuðborgarsvæðinu er öll meðferð elds bönnuð á svæðinu. Send verða SMS skilaboð á fólk sem fer inn í Heiðmörk, en þar sem svæðið er víðfeðmt eru líkur á því að fólk sem er nálægt svæðinu fái einnig skilaboðin og biðjum við fólk að sýna því skilning í ljósi brýnna aðstæðna.
Meira ...

Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar

10.05.2021Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar
Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar verður haldinn þriðjudaginn 18. maí kl. 20:00 í sal Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, Völuteigi 23.


Meira ...

Opnað aftur fyrir umsóknir í Vinnuskóla Mosfellsbæjar sumarið 2021

10.05.2021Opnað aftur fyrir umsóknir í Vinnuskóla Mosfellsbæjar sumarið 2021
Opnað hefur verið aftur fyrir umsóknir í Vinnuskóla Mosfellsbæjar fyrir sumarið 2021. Umsóknafrestur er til 17. maí og verður öllum umsóknum sem berast fyrir þann tíma svarað fyrir 26. maí 2021.

Meira ...

Covid-19: Fjöldatakmarkanir fara í 50 manns og fleiri tilslakanir frá 10. maí

07.05.2021Covid-19: Fjöldatakmarkanir fara í 50 manns og fleiri tilslakanir frá 10. maí
Fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 50 manns, sund- baðstaðir og líkamsræktarstöðva mega taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, hámarksfjöldi þátttakenda í íþróttum og sviðslistum verður 75 í hverju hólfi eða á sviði og hámarksfjöldi gesta á sitjandi viðburðum fer úr 100 í 150 manns. Þá verður opnunartími veitingastaða lengdur um klukkustund. Einnig verða ýmsar tilslakanir gerðar á skólastarfi.
Meira ...

Opnun útboðs - Skarhólabraut 3

07.05.2021Opnun útboðs - Skarhólabraut 3
Umsóknarfresti vegna úthlutunar lóðarinnar Skarhólabraut 3 lauk 7. maí kl. 13:00. Umsóknir um lóðina Skarhólabraut 3 verða opnuð í fjarfundi kl. 13:30. Tengill á fundinn er í fréttinni.


Meira ...

Kvíslarskóli verður til

06.05.2021Kvíslarskóli verður til
Í hádeginu í dag, fimmtudaginn 6. maí, var tilkynnt um nýtt nafn á eldri deild Varmárskóla. Efnt var til nafnasamkeppni á þennan skóla sem 7. - 10. bekkur tilheyrir og fékk skólinn nafnið Kvíslarskóli.

Meira ...

Yfirborðsfrágangur í Bjarkarholti

06.05.2021Yfirborðsfrágangur í Bjarkarholti
Nú eru að hefjast framkvæmdir við yfirborðsfrágang vestanmegin í Bjarkarholti. Gatan verður malbikuð og steyptar verða gangstéttar ásamt frágangi gróðurs. Settar verða upphækkaðar gönguþveranir á tveimur stöðum. Í þessum áfanga verður frágangur frá gatnamótum við Þverholt og að FMos.
Meira ...

Tilkynning frá Almannavörnum varðandi gróðurelda

06.05.2021Tilkynning frá Almannavörnum varðandi gróðurelda
Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra á Vesturlandi, Höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi hafa ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Svæðið sem um er að ræða nær frá Eyjafjöllum að sunnanverðu Snæfellsnesi. Þessi ákvörðun er byggð á því að lítið hefur rignt þessu svæði undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði.
Meira ...

Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur vegna áhrifa af Covid-19 - Umsóknarfrestur til og með 31. júlí

05.05.2021Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur vegna áhrifa af Covid-19 - Umsóknarfrestur til og með 31. júlí
Opið er fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga. Hægt er að sækja um styrk til og með 31. júlí.
Meira ...

Covid-19: Gildandi sóttvarnaráðstafanir framlengdar um viku

04.05.2021Covid-19: Gildandi sóttvarnaráðstafanir framlengdar um viku
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildistíma reglugerða um takmarkanir á samkomum og skólastarfi um eina viku, en að óbreyttu áttu þær að gilda til 5. maí. Þetta er í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis þessa efnis. Í minnisblaði til ráðherra segir hann allar líkur á því að forsendur verði fyrir því að ráðast í afléttingar á sóttvarnaráðstöfunum á næstu vikum.
Meira ...

Listasalur Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2022

01.05.2021Listasalur Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2022
Listasalur Mosfellsbæjar er í hjarta bæjarins, staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar. Sýningar standa að jafnaði um fjórar vikur. Salurinn er lánaður endurgjaldslaust. Umsóknarfrestur er til og með 1. júní 2021.

Meira ...

Síða 0 af Infinity