Fréttir eftir mánuðum

Útskrift SES skilnaðarráðgjafa

29.06.2021Útskrift SES skilnaðarráðgjafa
Mánudaginn 28. júní 2021 var hópur SES (Samvinna eftir skilnað) skilnaðarráðgjafa útskrifaður við hátíðlega athöfn. Fulltrúar félagsmálaráðuneytisins, þar á meðal Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra, voru viðstaddir og afhentu útskriftarskírteini. Fimm félagsráðgjafar frá Mosfellsbæ hlutu starfsleyfi sem SES skilnaðarráðgjafar, en Mosfellsbær hefur tekið þátt í tilraunaverkefni SES - Samvinna eftir skilnað barnanna vegna frá áramótum ásamt sjö öðrum sveitarfélögum.
Meira ...

Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2021 - Hægt að senda inn tilnefningar til 1. júlí

29.06.2021Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2021 - Hægt að senda inn tilnefningar til 1. júlí
Menningar- og nýsköpunarnefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum frá listafólki búsettu í Mosfellsbæ og/eða rökstuddum ábendingum um einstaklinga eða samtök listafólks sem hljóta nafnbótina Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2021. Þau ein koma til greina við tilnefningu bæjarlistamanns sem hafa verið virk í listgrein sinni og búið í Mosfellsbæ um tveggja ára skeið.
Meira ...

Tilkynning frá Veitum - Framkvæmdir meðfram reiðstígnum við Leirvogstungu

28.06.2021Tilkynning frá Veitum - Framkvæmdir meðfram reiðstígnum við Leirvogstungu
Í dag, mánudaginn 28 júní erum við hjá Veitum að hefja verkefni með Mílu og Nova við gröft á lagnaskurði vegna nýrrar heimtaugar í fjarskiptamastur sem á að fara reisa. Vinnusvæðið er meðfram reiðstígnum við Leirvogstungu.

Meira ...

Tilnefningar til umhverfisviðurkenninga fyrir 2021

25.06.2021Tilnefningar til umhverfisviðurkenninga fyrir 2021
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2021. Umhverfisnefnd veitir árlega umhverfisviðurkenningar völdum aðilum í Mosfellsbæ sem skarað hafa fram úr í umhverfismálum.
Meira ...

Covid-19: Aflétting allra samkomutakmarkana 26. júní

25.06.2021Covid-19: Aflétting allra samkomutakmarkana 26. júní
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að frá og með 26. júní næstkomandi falli úr gildi allar takmarkanir á samkomum innanlands. Í þessu felst m.a. fullt afnám grímuskyldu, nándarreglu og fjöldatakmarkana.

Meira ...

Malbiksframkvæmdir 2021

24.06.2021Malbiksframkvæmdir 2021
Í áætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2021 er gert ráð fyrir endurnýjun malbiks á 16 götum og nýlögnum malbiks á 18 stöðum á grundvelli tillögu frá Verkfræðistofu Mannvits sem metið hefur ástand og þörf fyrir endurnýjun og nýlögn malbiks.
Meira ...

Framlag tónlistardeildar Listaskóla Mosfellsbæjar í NETnótunni

23.06.2021Framlag tónlistardeildar Listaskóla Mosfellsbæjar í NETnótunni
Framlag tónlistardeildar Listaskóla Mosfellsbæjar var flutt í fyrsta þætti NETnótunnar sem sýndur var á N4 þann 13. júní sl.Meira ...

Malbikun Þingvallavegar að kvöldi 21. júní frestast til 23. júní

18.06.2021Malbikun Þingvallavegar að kvöldi 21. júní frestast til 23. júní
Miðvikudagskvöldið 23. júní og aðfaranótt fimmtudags 24. júní er stefnt á að malbika kafla á Þingvallavegi á milli Vinaskógar og Skálabrekkuvegar. Kaflinn er um 1.120m og verður Þingvallavegi lokað meðan á framkvæmdum stendur. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 20:00 til kl. 06:00.
Meira ...

17. júní hátíð í Mosfellsbæ

15.06.202117. júní hátíð í Mosfellsbæ
Hæ, hó, jibbí, jei... Á lýðveldisdaginn 17. júní verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn og fjölskyldur í Mosfellsbæ. Vegna samkomutakmarkanna verður ekki hátíðardagskrá við Hlégarð en dreift verður úr smærri viðburðum yfir daginn. Mosfellingar eru hvattir til að gera sér glaðan dag með börnin í forgangi. Góða skemmtun!
Meira ...

Malbikun Vesturlandsvegar að kvöldi 16. júní

14.06.2021Malbikun Vesturlandsvegar að kvöldi 16. júní
Miðvikudagskvöld 16. júní og aðfaranótt fimmtudags 17. júní er stefnt á að malbika báðar akreinar á Vesturlandsvegi á milli gatnamóta við Þingvallaveg og Köldukvíslar að því gefnu að veður leyfi.

Meira ...

Mosfellsbær setur aftur Íslandsmet í þátttöku í íbúakosningu

11.06.2021Mosfellsbær setur aftur Íslandsmet í þátttöku í íbúakosningu
Grillskýli rís við Stekkjarflöt, Minigolfvöllur verður settur upp í Ævintýragarðinum, Jólagarður á Hlégarðstúni og baðaðstaða verður byggð við Hafravatn samkvæmt niðurstöðum íbúakosningar um verkefni í Okkar Mosó 2021. Íbúar völdu jafnframt körfuboltavelli við bæði Varmárskóla og Lágafellsskóla auk þess velja merkingu hlaupa- og gönguleiða, fjallstoppa og fjallahjólastíga.
Meira ...

Covid-19: Almennar fjöldatakmarkanir verða 300 manns og nándarregla 1 metri

11.06.2021Covid-19: Almennar fjöldatakmarkanir verða 300 manns og nándarregla 1 metri
Frá og með 15. júní fara fjöldatakmörk úr 150 manns í 300 og nándarregla verður 1 metri í stað tveggja. Á sitjandi viðburðum verður engin nándarregla en öllum skylt að bera grímu. Opnunartími veitingastaða lengist um klukkustund, þ.e. til miðnættis.
Meira ...

Álafosshlaupið fer fram laugardaginn 12. júní kl. 10:00

10.06.2021Álafosshlaupið fer fram laugardaginn 12. júní kl. 10:00
Álafosshlaupið verður haldið í Mosfellsbæ laugardaginn 12. júní og verður ræst kl. 10:00. Hlaupið verður frá Varmárvelli um austursvæði Mosfellsbæjar og býður Mosfellsbær öllum þátttakendum í sund í Varmárlaug að hlaupi loknu.

Meira ...

Tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar í fyrsta þætti NETnótunnar

09.06.2021Tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar í fyrsta þætti NETnótunnar
NETnótan samanstendur af stuttum myndböndum frá íslenskum tónlistarskólum en sjónvarpsstöðin N4 sýnir þrjá sjónvarpsþætti sem byggðir eru á völdum bútum úr myndböndum skólanna. Framlag tónlistardeildar Listaskóla Mosfellsbæjar verður flutt í fyrsta þætti NETnótunnar sem sýndur verður á N4 þann 13. júní kl. 20:30.
Meira ...

Tilkynning frá Vegagerðinni

08.06.2021Tilkynning frá Vegagerðinni
Í kvöld, þriðjudaginn 8. júní, milli kl 20:00-01:00, er stefnt að því að fræsa Vesturlandsveg milli Þingvallavegar og Köldukvíslar. Vegurinn verður lokaður meðan á vinnu stendur en hjáleið um Tunguhverfi verður merkt á staðnum.

Meira ...

Nýtt deiliskipulag Ævintýragarðsins í Mosfellsbæ

03.06.2021Nýtt deiliskipulag Ævintýragarðsins í Mosfellsbæ
Mosfellsbær auglýsir hér með nýtt deiliskipulags, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar 19.05.2021. Nýtt deiliskipulag er unnið á grundvelli verðlaunatillögu í hugmyndasamkeppni um Ævintýragarð sem haldin var árið 2009. Deiliskipulagssvæðið er staðsett í Ullarnesbrekkum og afmarkast af Vesturlandsvegi til austurs, Köldukvísl til norðurs að meðtöldum Suðureyrum og mörkum Varmárskólasvæðis til suðurs.
Meira ...

Fundir skipulagsnefndar vegna aðalskipulags

03.06.2021Fundir skipulagsnefndar vegna aðalskipulags
Í vinnslu og undirbúningi er endurskoðun á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Ráðgjafar aðalskipulags, starfsfólk Arkís arkitekta og Mannvits verkfærðistofu, hafa fundað með skipulagsnefnd Mosfellsbæjar og farið fyrir fjölda erinda, ábendinga og umsókna sem liggja fyrir í endurskoðun aðalskipulags.
Meira ...

Miklar framkvæmdir í Ævintýragarði

01.06.2021Miklar framkvæmdir í Ævintýragarði
Miklar framkvæmdir verða nú í sumar í Ævintýragarðinum en unnið er að lagningu samgöngustígs í gegnum Ævintýragarðinn sem mun bæta aðgengi gangandi og hjólandi gesta. Stígurinn tengir núverandi stíg við Brúarland og yfir í Leirvogstungu.

Meira ...

Matvælasjóður - Kynningarfundur fimmtudaginn 3. júní kl. 13:00

01.06.2021Matvælasjóður - Kynningarfundur fimmtudaginn 3. júní kl. 13:00
Landshlutasamtök og atvinnuþróunarfélög landshlutasamtakanna halda kynningarfund á Zoom um Matvælasjóð fimmtudaginn 3. júní kl. 13:00. Hlutverk sjóðsins er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum.
Meira ...

Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2021

01.06.2021Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2021
Menningar- og nýsköpunarnefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum frá listamönnum búsettum í Mosfellsbæ og/eða rökstuddum ábendingum um einstaklinga eða samtök listamanna sem hljóta nafnbótina Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2021. Þeir einir koma til greina við tilnefningu bæjarlistamanns sem hafa verið virkir í listgrein sinni og búið í Mosfellsbæ um tveggja ára skeið.
Meira ...

Síða 0 af Infinity