Fréttir eftir mánuðum

Malbikun á Hringvegi milli Kjalarness og Hvalfjarðarganga frestað til þriðjudagskvölds

26.07.2021Malbikun á Hringvegi milli Kjalarness og Hvalfjarðarganga frestað til þriðjudagskvölds
Malbikun við Hvalfjarðargöng hefur verið frestað til þriðjudagskvölds vegna veðurs. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 22:00 á þriðjudagskvöldi 27. júlí til kl. 07:00 aðfaranótt miðvikudags þann 28. júlí.Meira ...

Tilnefningar til umhverfisviðurkenninga fyrir 2021

26.07.2021Tilnefningar til umhverfisviðurkenninga fyrir 2021
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2021. Tilnefningar skulu berast fyrir 1. ágúst 2021.

Meira ...

Tilkynning frá Vegagerðinni: Malbikun á Hringvegi milli Kjalarness og Hvalfjarðarganga

24.07.2021Tilkynning frá Vegagerðinni: Malbikun á Hringvegi milli Kjalarness og Hvalfjarðarganga
Mánudagskvöldið 26. júlí og aðfaranótt þriðjudags 27. júlí er stefnt á að malbika 800m kafla á Hringvegi milli Kjalarness og Hvalfjarðarganga, ef veður leyfir. Veginum og Hvalfjarðargöngum verður lokað í báðar áttir og verður hjáleið um Hvalfjörð. Athugið að neyðarakstri verður hleypt í gegnum vinnusvæðið ef nauðsyn krefur. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 22:00 til kl. 07:00.
Meira ...

Covid-19: Samkomutakmarkanir frá og með sunnudeginum 25. júlí

23.07.2021Covid-19: Samkomutakmarkanir frá og með sunnudeginum 25. júlí
Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður 200 og nálægðarregla tekin upp þegar nýjar reglur um takmarkanir á samkomum taka gildi sunnudaginn 25. júlí. Þetta er meginefni nýrrar reglugerðar Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum vegna Covid-19 sem hugsaðar eru til skamms tíma á meðan verið er að ná tökum á mikilli fjölgun smita síðustu daga.
Meira ...

Hönnunarútboð - Leikskóli í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ

23.07.2021Hönnunarútboð - Leikskóli í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ
Mosfellsbær óskar eftir tilboðum frá áhugasömum og hæfum ráðgjöfum í hönnun nýbyggingar fyrir leikskóla í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ. Heildarstærð leikskólans er 1.700 m2 og mun taka mið af þörfum yngri barna til leiks og útivistar. Gert er ráð fyrir að byggður verði leikskóli fyrir allt að 150 börn.
Meira ...

Tilkynning frá Vegagerðinni: Malbikun á Vesturlandsvegi við Fiskilæk

20.07.2021Tilkynning frá Vegagerðinni: Malbikun á Vesturlandsvegi við Fiskilæk
Uppfært 21. júlí: Miðvikudagskvöldið 21. júlí er stefnt á að malbika Vesturlandsveg við Fiskilæk. Stefnt er á að klára að malbika allan kaflann í einu og munu framkvæmdirnar því standa yfir frá kl. 21:00 í kvöld og fram eftir degi á morgun, fimmtudaginn 22. júlí.
Meira ...

Lokadagar sýningarinnar vatnaveran mín í Listasalnum

20.07.2021Lokadagar sýningarinnar vatnaveran mín í Listasalnum
Í Listasal Mosfellsbæjar stendur nú yfir sýningin vatnaveran mín eftir listahópinn SÚL_VAD. Vegna óviðráðanlegra orsaka mun sýningunni ljúka kl. 16:00 föstudaginn 23. júlí í stað 30. júlí eins og auglýst var. Við biðjumst velvirðingar á þessu og hvetjum fólk sem hafði hug á að skoða sýninguna í næstu viku til að mæta í þessari viku í staðinn.
Meira ...

Sóttvarnaráðstafanir vegna aukningar á Covid-19

19.07.2021Sóttvarnaráðstafanir vegna aukningar á Covid-19
Í ljósi aukninga smita vilja sóttvarnalæknir og Almannvarnir minna á að staðan nú vegna Covid-19 er varhugaverð. Delta-afbrigðið hefur greinst hér á landi og staðan núna líkist upphafi þriðja bylgju faraldursins hér innanlands í fyrra.

Meira ...

Ítrekun á viðvörun vegna gasmökks

19.07.2021Ítrekun á viðvörun vegna gasmökks
Veðurstofan vill ítreka ábendingar til almennings frá því í gær vegna gosmóðu á höfuðborgarsvæðinu. Nokkuð há gildi á bennisteinsdíoxíð og súlfötögnum hafa mælst á höfuðborgarsvæðinu og upp í Hvalfirði frá því árla í morgun auk þess sem móðan er vel sýnileg á höfuðborgarsvæðinu.
Meira ...

Tilkynning frá Vegagerðinni: Malbikun á Vesturlandsvegi við Skarhólabraut

19.07.2021Tilkynning frá Vegagerðinni: Malbikun á Vesturlandsvegi við Skarhólabraut
Mánudagskvöldið 19. júlí og aðfaranótt þriðjudags 20. júlí er stefnt á að malbika hringtorg á Vesturlandsvegi við Skarhólabraut. Vesturlandsvegi verður lokað á milli Úlfarsfellsvegar og Reykjavegar og verður hjáleið um Úlfarsfellsveg, Hafravatnsveg og Reykjaveg. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 22:00 til kl. 06:00.
Meira ...

Framkvæmdum lokið á leikvelli við Stórateig

16.07.2021Framkvæmdum lokið á leikvelli við Stórateig
Framkvæmdum á leikvelli við Stórateig er lokið. Búið er að skipta út tækjum og endurnýja fallvörn. Lágvaxnir runnar voru gróðursettir á svæðinu auk þess sem bekkjum var komið fyrir.

Meira ...

Tilkynning frá Vegagerðinni: Hætt við fyrirhugaðar malbikunarframkvæmdir á Vesturlandsvegi í kvöld

14.07.2021Tilkynning frá Vegagerðinni: Hætt við fyrirhugaðar malbikunarframkvæmdir á Vesturlandsvegi í kvöld
Hætt hefur verið við fyrirhugaðar malbikunarframkvæmdir á Vesturlandsvegi sem fara áttu fram í kvöld, fimmtudagskvöldið 15. júlí og aðfaranótt föstudags 16. júlí.


Meira ...

Samgöngustígur í Ævintýragarði

14.07.2021Samgöngustígur í Ævintýragarði
Nú eru framkvæmdir við samgöngustíg og endurnýjun Varmárræsis í fullum gangi. Gangandi umferð er takmörkuð um Ævintýragarðinn meðan á framkvæmdum stendur. Hjáleið er um Tunguveg og niður Ullarnesbrekku.

Meira ...

Tilkynning frá Vegagerðinni: Malbikun á Vesturlandsvegi við Korpúlfsstaði

13.07.2021Tilkynning frá Vegagerðinni: Malbikun á Vesturlandsvegi við Korpúlfsstaði
Miðvikudagskvöldið 14. júlí og aðfaranótt fimmtudags 15. júlí er stefnt á að malbika hringtorg á Vesturlandsvegi við Korpúlfsstaðaveg, ef veður leyfir. Vesturlandsvegi verður lokað á milli Úlfarsfellsvegar og Reykjavegar og verður hjáleið um Úlfarsfellsveg, Hafravatnsveg og Reykjaveg. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 20:00 til kl. 05:00.
Meira ...

Framkvæmdir og viðhald á leikvelli og körfuboltavöllum

13.07.2021Framkvæmdir og viðhald á leikvelli og körfuboltavöllum
Nú eru að hefjast framkvæmdir á leikvellinum í Björtuhlíð, á körfuboltavellinum á milli Barr- og Bergholts og á körfuboltavellinum við leikvöllinn í Lindabyggð.

Meira ...

Tilkynning frá Vegagerðinni: Viðhaldsvinna á brú yfir Köldukvísl

12.07.2021Tilkynning frá Vegagerðinni: Viðhaldsvinna á brú yfir Köldukvísl
Vegna viðhaldsvinnu á brú við Köldukvísl, mánudaginn 12. júlí og þriðjudaginn 13. júlí verður Vesturlandsvegur lokaður milli Þingvallavegar og Köldukvíslar frá kl. 22:00 til 06:00. Hjáleiðir verða merktar um Leirvogstungu, Tunguveg, Skólabraut og Háholt.

Meira ...

Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Þingvallarvegar vegna nýrrar dreifistöðvar

09.07.2021Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Þingvallarvegar vegna nýrrar dreifistöðvar
Á fundi Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar þann 1. júlí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Þingvallarvegar sem samþykkt var 14.11.2019, vegna nýrra lóðar fyrir dreifistöð. Lóðin er 54 m2 og staðsett vestan við fyrirhugað bílastæði og aðkomu rútubíla við Laxnessafnið á Gljúfrasteini.
Meira ...

Malbikun Helgafellsvegar mánudaginn 12. júlí - Frestað til 13. júlí vegna veðurs

09.07.2021Malbikun Helgafellsvegar mánudaginn 12. júlí - Frestað til 13. júlí vegna veðurs
Mánudaginn 12. júlí, ef veður leyfir, stendur til að malbika Helgafellsveg frá hringtorgi við Vesturlandsveg að hringtorgi við Vefarastræti. Áætlað er að framkvæmdir hefjist kl. 09:00 og standi fram til kl. 16:00. Helgafellsvegur verður því lokaður á þessum tíma. Hjáleið verður um Ásaveg að Þingvallavallavegi og milli Efstalands og Brekkulands. Hjáleið í Álafosskvos verður um Reykjalundarveg.
Meira ...

Malbikun í Bjarkarholti fimmtudaginn 8. júlí

06.07.2021Malbikun í Bjarkarholti fimmtudaginn 8. júlí
Malbikað verður í tveimur áföngum yfir daginn. Fyrri áfangi stendur yfir frá kl. 09:00 - 14:00 þegar malbikað verður frá Langatanga að hraðahindrun við spennistöð við Bjarkarholt 1. Seinni áfangi stendur yfir frá kl. 20:00 - 01:00 þegar malbikað verður frá hringtorgi við Þverholt að hraðahindrun við spennistöð við Bjarrkarholt 1. Götuhlutarnir lokast á meðan framkvæmdum stendur.
Meira ...

Tilkynning frá Vegagerðinni: Malbikun á Þingvallavegi á milli Gljúfrasteins og Hrafnhólavegar þann 5. júlí

04.07.2021Tilkynning frá Vegagerðinni: Malbikun á Þingvallavegi á milli Gljúfrasteins og Hrafnhólavegar þann 5. júlí
Mánudaginn 5. júlí er stefnt á að malbika kafla á Þingvallavegi á milli Gljúfrasteins og Hrafnhólavegar. Kaflinn er um 2.450m og verður Þingvallavegi lokað meðan á framkvæmdum stendur. Hjáleið verður merkt um Hvalfjörð og Kjósaskarðsveg. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp. Áætlað er að framkvæmdir byrji kl. 07:00 en veginum verður lokað kl. 09:00 og þar til framkvæmdum lýkur á miðnætti.
Meira ...

Síða 0 af Infinity