Fréttir eftir mánuðum

Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2021

31.08.2021Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2021
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2021 voru afhentar við hátíðlega athöfn í Listasal Mosfellsbæjar. Umhverfisviðurkenningarnar eru veittar þeim aðilum sem taldir eru hafa skarað fram úr í umhverfismálum á árinu.

Meira ...

Malbikunarframkvæmdir í Mosfellsbæ

30.08.2021Malbikunarframkvæmdir í Mosfellsbæ
Fyrirhugað er að malbika á ýmsum stöðum í Mosfellsbæ í vikunni ef veður leyfir. Miðvikudaginn 1. september verður malbikað í Vogatungu, fimmtudaginn 2. september verður malbikað í hluta Skálahlíðar og dagana 1. og 2. sept. fer fram fræsun og malbikun í Baugshlíð.
Meira ...

Listapúkinn bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2021

29.08.2021Listapúkinn bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2021
Á sérstakri hátíðardagskrá í Listasal Mosfellsbæjar var myndlistamaðurinn Þórir Gunnarsson, einnig þekktur sem Listapúkinn, útnefndur bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2021.


Meira ...

Í túninu heima – afmæli Mosfellsbæjar

28.08.2021Í túninu heima – afmæli Mosfellsbæjar
Engin formleg dagskrá verður á vegum Mosfellsbæjar á bæjarhátíðinni Í túninu heima en Mosfellsbær hvetur eindregið til þess að íbúar geri sér dagamun og að minni viðburðir sem rúmast innan samkomutakmarkana eigi sér stað nú um helgina á ábyrgð þeirra sem halda þá.
Meira ...

Covid-19: Meiri tilslakanir og áætlanir um notkun hraðprófa

28.08.2021Covid-19: Meiri tilslakanir og áætlanir um notkun hraðprófa
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að gera enn frekari tilslakanir á samkomutakmörkunum sem taka gildi 28. ágúst. Grímuskylda á viðburðum utandyra verður felld brott og skýrar kveðið á um heimild til að halda einkasamkvæmi í veislusölu og sambærilegu húsnæði fram yfir miðnætti. Ráðherra hefur einnig ákveðið nánari útfærslu á notkun hraðprófa á viðburðum.
Meira ...

Covid-19: Tilslakanir á sóttvarnaráðstöfunum frá og með 28. ágúst

26.08.2021Covid-19: Tilslakanir á sóttvarnaráðstöfunum frá og með 28. ágúst
Fjöldatakmarkanir miðast áfram við 200 manns og reglur um 1 metra nálægðarmörk og grímuskyldu verða óbreyttar. Aftur á móti verður sund- og baðstöðum, heilsu- og líkamsræktarstöðvum heimilt að taka á móti leyfðum hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi, eins metra regla felld niður meðal áhorfenda á íþróttaviðburðum og í sviðslistum, auk fleiri tilslakana.
Meira ...

Framkvæmdir við Vesturlandsveg til kl. 19:00 í kvöld

26.08.2021Framkvæmdir við Vesturlandsveg til kl. 19:00 í kvöld
Vegna ófyrirséðra aðstæðna mun áður auglýstum framkvæmdum við Vesturlandsveg, sem ljúka átti kl. 16:00 í dag, ljúka um kl. 19:00 í kvöld. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.
Meira ...

Framkvæmdir við hljóðveggi á Vesturlandsvegi í dag kl. 13:00-16:00

26.08.2021Framkvæmdir við hljóðveggi á Vesturlandsvegi í dag kl. 13:00-16:00
Í dag fimmtudaginn 26. ágúst mun kranabíll vera við störf við hljóðveggi við Vesturlandsveg á akrein sem liggur til suðurs frá Lágafellstorgi og að strætóvasa. Áætlað er að framkvæmdirnar við Vesturlandsveg standi frá kl. 13:00 til kl. 16:00.

Meira ...

Deiliskipulagsbreyting: Leirvogstunguhverfi - endurskoðun og stækkanir lóða

26.08.2021Deiliskipulagsbreyting: Leirvogstunguhverfi - endurskoðun og stækkanir lóða
Mosfellsbær auglýsir hér með breytingu deiliskipulags, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, í samræmi við samþykkt bæjarráðs 15. júní 2021. Breytingin felur í sér endurskoðun á hverfinu með það að markmiði að lagfæra stígakerfi eldra skipulags og aðlaga það landfræðilegum aðstæðum, svo sem vegna hæðamismunar í landi. Einnig bætast við stígatengingar úr botnlöngum Laxatungu.
Meira ...

Framkvæmdir við Vesturlandsveg í dag frá kl. 13:00-16:00

26.08.2021Framkvæmdir við Vesturlandsveg í dag frá kl. 13:00-16:00
Í dag fimmtudaginn 26. ágúst mun kranabíll vera við störf við hljóðveggi við Vesturlandsveg á akrein sem liggur til norðurs frá Skarhólatorgi og að strætóvasa. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 13:00 til kl. 16:00.

Meira ...

Opnun útboðs - Leikskóli í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ

25.08.2021Opnun útboðs - Leikskóli í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ
Tilboðsfrestur vegna útboðsins Leikskóli í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ rann út þann 18. ágúst kl. 14:00. Átta aðilar sendu inn tilboð áður en skilafrestur rann út en það voru ASK arkitektar ehf., Efla ehf., Ferill ehf., Kanon arkitektar ehf., T.ark Arkitektar ehf., Verkís hf., VSB verkfræðistofa og Yrki arkitektar.
Meira ...

Covid-19: Breyttar reglur um sóttkví í skólum

21.08.2021Covid-19: Breyttar reglur um sóttkví í skólum
Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Með breytingunum má gera ráð fyrir að færri þurfi að sæta sóttkví ef smit kemur upp.

Meira ...

Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Urðarsels í landi Miðdals

19.08.2021Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Urðarsels í landi Miðdals
Á fundi Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar þann 13. ágúst sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi frístundahúss í land Miðdals í Mosfellsbæ, vegna Urðarsels. Deiliskipulagið var samþykkt 12.02.2003, gerð var breyting á því 9. maí 2006.
Meira ...

Óskum eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar

19.08.2021Óskum eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar
Lýðræðis- og mannréttindanefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2021. Hægt er að senda inn tilnefningar til 6. september.


Meira ...

Fellahringurinn haldinn í fjórða sinn

18.08.2021Fellahringurinn haldinn í fjórða sinn
Fellahringurinn verður haldinn 26. ágúst og er ræst frá Varmá kl. 19:00. Hjólað er um stíga og slóða umhverfis fellin í Mosfellsbæ. Boðið er upp á tvo hringi, 15 km (litla) og 30 km (stóra). Í fyrsta skipti í ár er sérstakur flokkur fyrir rafmagnshjól.
Meira ...

Örvunarbólusetningar vegna COVID-19 fyrir einstaklinga sem bólusettir voru með Janssen bóluefni án sögu um fyrri COVID sýkingu

17.08.2021Örvunarbólusetningar vegna COVID-19 fyrir einstaklinga sem bólusettir voru með Janssen bóluefni án sögu um fyrri COVID sýkingu
Markmiði um bólusetningu 16 ára og eldri gegn COVID-19 sem lagt var upp með þegar bólusetningarátak hófst í lok desember 2020 hefur verið náð, en nærri 90% einstaklinga á þessum aldri hérlendis hafa verið bólusett.

Meira ...

Malbikunarframkvæmdir í Gerplustræti standa yfir fram eftir degi

16.08.2021Malbikunarframkvæmdir í Gerplustræti standa yfir fram eftir degi
Malbikunarframkvæmdir eru í gangi fyrir framan hús nr. 15 til 23 við Gerplustræti. Götuhlutinn er lokaður á meðan á framkvæmdum stendur. Vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna munu framkvæmdirnar standa yfir fram eftir degi.

Meira ...

Malbikunarframkvæmdir í Mosfellsbæ

13.08.2021Malbikunarframkvæmdir í Mosfellsbæ
Fyrirhugað er að malbika á ýmsum stöðum í Mosfellsbæ í næstu viku ef veður leyfir. Mánudaginn 16. ágúst er stefnt að því að malbika fyrir framan hús nr. 15 til 23 við Gerplustræti auk þess sem malbikað verður að hesthúsahverfi og Sorpu.

Meira ...

Þrenging akreinar við Vesturlandsveg

13.08.2021Þrenging akreinar við Vesturlandsveg
Föstudaginn 13. ágúst mun kranabíll vera við störf við hljóðmön við Vesturlandsveg á akrein sem liggur til suðurs frá strætóvasa og að Skarhólatorgi. Áætlað er að framkvæmdirnar við Vesturlandsveg standi frá kl. 13:00 til kl. 15:00.

Meira ...

Engin formleg dagskrá á vegum Mosfellsbæjar á bæjarhátíðinni Í túninu heima

13.08.2021Engin formleg dagskrá á vegum Mosfellsbæjar á bæjarhátíðinni Í túninu heima
Undirbúningi hátíðarinnar í ár lauk í byrjun sumars en neyðarstjórn Mosfellsbæjar hefur komist að þeirri niðurstöðu að í ljósi gildandi samkomutakmarkana verði ekki um formleg hátíðarhöld að ræða á vegum Mosfellsbæjar.

Meira ...

Covid-19: Gildandi samkomutakmarkanir innanlands framlengdar um tvær vikur

11.08.2021Covid-19: Gildandi samkomutakmarkanir innanlands framlengdar um tvær vikur
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis að framlengja gildandi reglugerð um samkomutakmarkanir um tvær vikur, þ.e. til og með 27. ágúst. Áfram verður því kveðið á um 200 manna fjöldatakmarkanir, 1 metra nálægðarreglu m.a. í verslunum og öðru opinberu húsnæði og óbreyttar reglur um grímunotkun.
Meira ...

Framkvæmdir við hljóðmön við Vesturlandsveg

10.08.2021Framkvæmdir við hljóðmön við Vesturlandsveg
Miðvikudaginn 11. ágúst til föstudagsins 13. ágúst er stefnt á framkvæmdir við hljóðmön við Vesturlandsveg inn af strætóvasa milli Skarhólabrautar og Langatanga. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 7:30 til kl. 16:30 þá daga sem unnið er.
Meira ...

Síða 0 af Infinity