Fréttir eftir mánuðum

Þrýstingssveiflur á neysluvatni í Mosfellsdal

28.09.2021Þrýstingssveiflur á neysluvatni í Mosfellsdal
Íbúar í Mosfellsdal gætu orðið varir við þrýstingssveiflur á neysluvatni vegna leka í stofnlögn. Ráðist verður í viðgerð í fyrramálið (miðvikudaginn 29. september) en ekki er gert ráð fyrir vatnsleysi.

Meira ...

Gul viðvörun í gildi á höfuðborgarsvæðinu

28.09.2021Gul viðvörun í gildi á höfuðborgarsvæðinu
Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið í dag frá kl. 13:00 - 24:00. Forsjáraðilar þurfa að meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum í eða úr skóla eða frístundastarfi. Rétt er að hafa í huga að oft getur verið hvasst í efri byggðum. Ef hálka eða ofankoma fylgir veðrinu aukast líkur á að þörf sé fyrir fylgd.
Meira ...

Malbikun á Vesturlandsvegi föstudaginn 24. september

23.09.2021Malbikun á Vesturlandsvegi föstudaginn 24. september
Föstudaginn 24. september er stefnt á að malbika báðar akreinar til suðurs á Vesturlandsvegi milli hringtorga hjá Ásavegi og Þverholti/Reykjavegi. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá klukkan 9:00-17:00.

Meira ...

Frístundalóðir við norðanverða Krókatjörn – Grenndarkynning

22.09.2021Frístundalóðir við norðanverða Krókatjörn – Grenndarkynning
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir frístundalóðir norðan Krókatjarnar L125149 og L125150, “Deiliskipulag frístundahúss við Krókatjörn í Mosfellsbæ“. Á fundi Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar þann 10.09.2021 var samþykkt að grenndarkynna, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Krókatjörn, staðfest 18.08.2004.
Meira ...

Frítt í strætó á bíllausa deginum 22. september

22.09.2021Frítt í strætó á bíllausa deginum 22. september
Í dag, 22. september, er bíllausi dagurinn í Samgönguvikunni en á þeim degi eru íbúar hvattir til að skilja bílinn eftir heima og nýta sér frekar vistvæna samgöngumáta sé þess kostur. Af því tilefni mun Strætó bs. bjóða farþegum sínum ókeypis í strætó allan daginn á höfuðborgarsvæðinu.
Meira ...

Lykilleiðir hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu

21.09.2021Lykilleiðir hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu
Þessa dagana stendur yfir Evrópsk samgönguvika en sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa lagt áherslu á gott samstarf í samgönguvikunni. Sveitarfélögin hafa m.a. unnið að samræmdu hjólakorti sem sýnir lykilleiðir hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu sem hafa verið merktar með samræmdum merkingum og auðkenndar hver með sínum lit.
Meira ...

Umsókn um styrk til náms og verkfæra- og tækjakaupa

21.09.2021Umsókn um styrk til náms og verkfæra- og tækjakaupa
Mosfellsbær auglýsir eftir umsóknum um styrk til fatlaðs fólks til náms eða verkfæra og tækjakaupa vegna félagslegrar hæfingar og endurhæfingar skv. 25. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.
Meira ...

Appelsínugul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu

21.09.2021Appelsínugul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu
Veðurstofa Íslands hefur fært viðvaranir upp á appelsínugult stig á þeim svæðum þar sem veðrið verður verst samkvæmt spám. Það viðrar illa til ferðalaga og er fólk hvatt til að huga að lausamunum.
Meira ...

Gular viðvaranir í gildi

20.09.2021Gular viðvaranir í gildi
Gert er ráð fyrir vonskuveðri á morgun, þriðjudaginn 21. september, og eru gular viðvaranir í gildi um allt land. Víða verður hvassviðri eða stormur og mikil rigning. Það viðrar illa til ferðalaga og er fólk hvatt til að huga að lausamunum.
Meira ...

Uppfært - Vegna veðurs verður Dr. Bæk inni í Kjarna í dag kl. 15:00-17:00

20.09.2021Uppfært - Vegna veðurs verður Dr. Bæk inni í Kjarna í dag kl. 15:00-17:00
Vegna veðurs verður Dr. Bæk inni í Kjarna, hjá Bókasafni Mosfellsbæjar, í dag kl. 15:00-17:00. Öll sem eiga hjól eru hvött til að koma með hjólhesta sína í fría ástandsskoðun hjá Dr. Bæk.
Meira ...

Korterskortið - Hversu langt kemst þú?

19.09.2021Korterskortið - Hversu langt kemst þú?
Í Samgönguvikunni er vert að vekja athygli á korterskortinu, korter.vistorka.is, sem sýnir vegalengdir sem hægt er að komast á 5 - 30 mínútum innan sveitarfélagsins sem og á höfuðborgarsvæðinu öllu, hvort sem er gangandi eða hjólandi.
Meira ...

Göngu-, hlaupa- og hjólaleiðir í Mosfellsbæ

18.09.2021Göngu-, hlaupa- og hjólaleiðir í Mosfellsbæ
Í Samgönguviku eru íbúar Mosfellsbæjar hvattir til að nýta sér fjölbreytt úrval hjólastíga til útivistar og samgangna. Hægt er að skoða kort af hlaupa-, hjóla- og gönguleiðum á vef bæjarins, mos.is/utivist.

Meira ...

Hinsegin klúbbur Bólsins hlýtur Jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar 2021

17.09.2021Hinsegin klúbbur Bólsins hlýtur Jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar 2021
Jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar 2021 hlýtur Hinsegin klúbbur Bólsins. Hinsegin klúbbur félagsmiðstöðvarinnar Bólsins var stofnaður árið 2019 og er vettvangur þar sem öll geta verið þau sjálf og veita þátttakendum færi á að fræðast frekar um hinsegin málefni.
Meira ...

BMX hátíð á miðbæjartorginu í dag kl. 15:00-17:00

17.09.2021BMX hátíð á miðbæjartorginu í dag kl. 15:00-17:00
BMX-brós sýna listir sínar á miðbæjartorgi Mosfellsbæjar í dag, föstudaginn 17. september, kl. 15:00 - 17:00.

Meira ...

Sorp og annað efni losað á bæjarlandi

16.09.2021Sorp og annað efni losað á bæjarlandi
Því miður hefur borið á því að sorp og annað efni er losað á bæjarlandi og má sjá dæmi um það á meðfylgjandi ljósmynd þar sem gerviþökum, rótar- og grjótblandaðri mold hefur verið fargað á fyrirhugaðan göngustíg.
Meira ...

Samgönguvika í Mosfellsbæ 16. - 22. september

16.09.2021Samgönguvika í Mosfellsbæ 16. - 22. september
Evrópsk samgönguvika, European Mobility Week, hefst í dag en vikan stendur yfir 16.-22. september ár hvert. Mosfellsbær hefur verið virkur þátttakandi í samgönguvikunni undanfarin ár og staðið fyrir margs konar viðburðum í tilefni vikunnar, bæði í Mosfellsbæ og víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við nágrannasveitarfélögin.
Meira ...

Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar - Beint streymi kl. 12:50 í dag

16.09.2021Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar - Beint streymi kl. 12:50 í dag
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar verður haldinn hátíðlegur í dag, 16. september kl. 12:50, með rafrænum hætti. Þemað í ár er trans börn. Trans börn eru að koma út bæði yngri og í meira mæli en áður og er því mikilvægt að styðja vel við bakið á þessum hóp með aukinni fræðslu.
Meira ...

Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 16. september

15.09.2021Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 16. september
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar verður haldinn hátíðlegur á morgun, fimmtudaginn 16. september, með beinu streymi á facebook síðu bæjarins kl. 12:50. Þemað í ár er tileinkað trans börnum auk þess sem jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar verður veitt.
Meira ...

Kosningar til Alþingis

15.09.2021Kosningar til Alþingis
Kosningar til Alþingis fara fram laugardaginn 25. september 2021. Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis liggur frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar að Þverholti 2, á auglýstum opnunartíma, frá og með miðvikudeginum 15. september 2021 til kjördags.
Meira ...

Fræsing á akreinum á Vesturlandsvegi fimmtudaginn 16. september

15.09.2021Fræsing á akreinum á Vesturlandsvegi fimmtudaginn 16. september
Fimmtudaginn 16. september frá kl. 9:00-15:00 er stefnt á að fræsa báðar akreinar til suðurs á Vesturlandsvegi milli hringtorga hjá Ásavegi og Þverholti/Reykjavegi. Önnur akreinin verður fræst í einu svo hægt sé að halda veginum opnum á meðan.
Meira ...

Samtalsbeiðnir í stað símatíma hjá byggingar- og skipulagsfulltrúa

15.09.2021Samtalsbeiðnir í stað símatíma hjá byggingar- og skipulagsfulltrúa
Frá og með 15. september verður hægt að óska eftir símtali/viðtali við byggingar- og skipulagsfulltrúa í gegnum hnapp á vef Mosfellsbæjar. Á sama tíma leggjast símatímar þessara embætta niður.

Meira ...

Fræsing á hringtorgi við Langatanga

14.09.2021Fræsing á hringtorgi við Langatanga
Í kvöld milli kl. 19:30 og 24:00 verður fræst hringtorg á Vesturlandsvegi við Langatanga í Mosfellsbæ. Veginum verður lokað milli Skarhólabrautar og Reykjavegar. Hjáleiðir verða um Skarhólabraut/Reykjaveg annars vegar og Þverholt/Baugshlíð hins vegar.
Meira ...

Covid-19: Tilslakanir á sóttvarnaráðstöfunum frá og með 15. september

14.09.2021Covid-19: Tilslakanir á sóttvarnaráðstöfunum frá og með 15. september
Heilbrigðisráðherra kynnti nýjar tilslakanir á sóttvarnarráðstöfunum á fundi ríkisstjórnar í morgun, en þær eru í samræmi við tillögur sóttvarnarlæknis. Reglugerð þessa efnis tekur gildi 15. september og gildir til 6. október.

Meira ...

Menntastefna Mosfellsbæjar

09.09.2021Menntastefna Mosfellsbæjar
Um þessar mundir stendur yfir endurskoðun á menntastefnu Mosfellsbæjar en henni er ætlað að koma í stað núgildandi skólastefnu. Verkefnisteymi sem skipað er fulltrúum frá mennta- og uppeldisstofnunum bæjarins hefur unnið að undirbúningi frá því í maí á þessu ári en til stendur að endurskoðuð stefna verði tilbúin til útgáfu og innleiðingar í byrjun árs 2022.
Meira ...

Helgafellsskóli afhentur Mosfellsbæ

08.09.2021Helgafellsskóli afhentur Mosfellsbæ
Helgafellsskóli var afhentur Mosfellsbæ í formlegri athöfn í skólanum þann 7. september að viðstöddum bæjarfulltrúum, nefndarmönnum í fræðslunefnd, starfsmönnum fræðslu- og frístundasviðs og umhverfissviðs Mosfellsbæjar.

Meira ...

Sjóvá Kvenna­hlaup ÍSÍ 2021 fer fram laugardaginn 11. sept­em­ber

07.09.2021Sjóvá Kvenna­hlaup ÍSÍ 2021 fer fram laugardaginn 11. sept­em­ber
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2021 fer fram laugardaginn 11. september og í Mosfellsbæ byrjar hlaupið kl. 11:00 á Íþróttavellinum að Varmá. Hægt er að hlaupa 900 m, 3 km, 5 km eða 7 km.

Meira ...

Fjörug fjöruganga

06.09.2021Fjörug fjöruganga
Góð þátttaka var í fræðslugöngu Mosfellsbæjar og Hins íslenska náttúrufræðifélags sunnudaginn 5. september. Gengið var til norðurs um Blikastaðakró, á svæði sem liggur á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar.
Meira ...

Vel heppnað Tindahlaup

03.09.2021Vel heppnað Tindahlaup
Tindahlaup Mosfellsbæjar fór fram laugardaginn 28. ágúst sl. Að baki hlaupinu standa Björgunarsveitin Kyndill, Blakdeild Aftureldingar og Mosfellsbær.

Meira ...

Jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar - Hægt að senda inn tilnefningar til 6. september

02.09.2021Jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar - Hægt að senda inn tilnefningar til 6. september
Lýðræðis- og mannréttindanefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2021. Hægt er að senda inn tilnefningar til 6. september.


Meira ...

Kynning á deiliskipulagsbreytingu fyrir Leirvogstunguhverfi

02.09.2021Kynning á deiliskipulagsbreytingu fyrir Leirvogstunguhverfi
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar fer yfir helstu breytingar skipulagsins og útskýrir skipulagsgögn í kynningu (myndband).Meira ...

Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í landi Akralands

02.09.2021Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í landi Akralands
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í landi Akralands vegna lóðanna Réttahvol 11, 13 og 15. Lóðamörkum er breytt og lóðin nr. 13 skipt upp í tvær lóðir.


Meira ...

Síða 0 af Infinity