Skila þarf inn í tvíriti og undirritað af hönnuðum.
Mælikvarði alltaf 1:100 nema afstöðumynd 1:500.
A: Mælikvarði er yfirleitt 1:50. Ítarlegri mál sýnd á teikningum. Undirritað af hönnuði.
B: Burðarvirki, lagnir (raf-, neysluvatns-, frárennslis- og hitalagnir), sérteikningar (gluggar og hurðir, deili o.fl.) Mælikvarði misjafn. Undirritað af hönnuði og aðalhönnuði (arkitekt).
Í þjónustuveri Hitaveitu Mosfellsbæjar, sími 516-6170.
Hjá þjónustuveri Mosfellsbæjar. Hægt er að hafa samband við Þjónustuverið í síma 525-6700 eða í tölvupósti mos[hja]mos.is.
Já, það þarf að fara í gegnum ferli. Vinsamlega hafið samband við Þjónustuverið í síma 525-6700 eða í tölvupósti mos[hja]mos.is.
Þjónustuver Mosfellsbæjar sér um nýskráningar hunda. Allir hundar, sem náð hafa 6 mánaða aldri, eiga að vera skráðir hjá Mosfellsbæ.
Hundahald í Mosfellsbæ sætir þeim takmörkunum sem kveðið er á um í samþykkt um hundahald í Mosfellsbæ.
Vinsamlega athugið: Lausaganga hunda er bönnuð í Mosfellsbæ.
Algengur misskilningur: Örmerking hunds hjá dýralækni þýðir ekki að hundurinn sé skráður í sínu sveitarfélagi.
Nánari upplýsingar um dýrahald í Mosfellsbæ.
Íbúar geta sótt salt og sand til að bera á plön og stéttir við heimahús, hjá Þjónustustöðinni við Völuteig 15. Nauðsynlegt er að koma með poka eða ílát undir saltið/sandinn.
Stofnbrautir, strætóleiðir og fjölfarnar safngötur njóta forgangs. Íbúagötur eru aðeins hreinsaðar séu þær þungfarnar einkabílum, mikil hálka eða snjódýpt meiri en 15 cm. Undantekning getur verið gerð ef hætta er á að frysti þegar snjóhryggir hafa myndast.
Við snjóhreinsun íbúagatna er líklegt að við innkeyrslur myndist snjóruðningur sem Mosfellsbær sér ekki um að hreinsa. Það fellur í hlut íbúa að hreinsa burt snjó úr innkeyrslum.
Göngustígar sem tengja saman hverfi og liggja til mikilvægra áfangastaða eins og skóla og leikskóla eru í forgangi sem og bílaplön á stofnanalóðum.
Við öll heimili eru tvenns konar sorptunnur, grá fyrir almennt sorp og plast og blá fyrir pappírsúrgang, tímarit, fernur, eggjabakka og bylgjupappa. Þegar tunnur yfirfyllast er ástæðan oft sú að endurvinnanlegur úrgangur er illa eða ekki flokkaður frá.
Ef ruslatunnur eru að fyllast þrátt fyrir góða flokkun þá er hægt að panta auka tunnu. Athugið að þá þarf að greiða tvöfalt sorphirðugjald.
Hægt er að fara með umfram úrgang í grenndargáma sem staðsettir eru við Skeiðholt, Langatanga, Bogatanga og Dælustöðvarveg.
Sorphirða er á vegum Sorpu bs. Vinsamlega athugið að starfsmönnum Sorpu bs. er óheimilt að taka óumbeðið umfram sorp. Dæmi voru um að verðmæti, jafnvel í ruslapokum, hafi verið geymd við sorptunnur og þau fjarlægð við sorphirðu.
Já, íbúi ber ábyrgð á hlutum sem fokið geta innan sinna lóðarmarka.
Hafðu samband við Þjónustusverið í síma 525-6700 eða á mos@mos.is. Þú færð senda nýja tunnu eða gamla tunnan verður löguð.
Miðað er við 7 metra frá þeim stað sem sorpbíll getur stöðvað. Mikilvægt er að það sé gott aðgengi að tunnunum og að ekki þurfi að fara með þær upp og niður tröppur, sé hjá því komist. Tunnur eiga að vera staðsettar götumegin húss.
Kjósi íbúi að staðsetja tunnu annarsstaðar en viðmið segir til um þarf íbúi að koma tunnunni á slíkan stað á losunardegi.
Tunnufestingar verða að vera handhægar. Gott er að hafa í huga að starfsmenn þurfa að geta losað ílátin í myrkri og frosti með vettlinga á höndum.
Grenndargámar eru staðsettir við Skeiðholt, Langatanga, Bogatanga og Dælustöðvarveg.
Bæjarfélagið setur reglur um meðhöndlun úrgangs og gerir sorpsamþykkt sem íbúum er skylt að fylgja. Þessar reglur miða að því að uppfylla skilyrði og markmið sem samþykkt eru af Alþingi og skuldbindandi fyrir íslendinga alla í samfélagi þjóðanna. Bærinn ákveður þjónustustigið og þær aðferðir sem notaðar eru.
Í bláu tunnuna má setja allan pappír og pappaúrgang, svo sem dagblöð, tímarit, fernur, sléttan pappa, eggjabakka, skrifstofupappír og bylgjupappa.
Í gráu tunnuna má setja blandaðan heimilisúrgang og plast. Plastið verður að setja í plastpoka.
Ekki má setja rafhlöður, spilliefni eða raftæki í tunnurnar, því skal skila á næstu endurvinnslustöð.
Allt efni sem fer til endurvinnslu þarf að vera nokkuð hreint og þarf að skola fernur og láta vatnið leka úr að mestu. Ekki er nauðsynlegt að þurrka umbúðirnar.
Ef um samsettar umbúðir að ræða þá er gott að aðskilja efnin eins og mögulegt er, t.d taka ál- eða pappafilmu af jógúrt- og skyrumbúðum áður en efnin eru sett í viðeigandi ílát. Plasttappa af drykkjarfernum þarf ekki að fjarlægja en það er gott að gera það engu að síður.