Sögustund - Draugahúsið í skóginum

30.01.2020

Í fyrstu sögustund ársins á Bókasafni Mosfellsbæjar lesum við saman bókina Draugahúsið í skóginum eftir Kicki Stridh.

Dag nokkurn villist lítil stúlka í skóginum. Það er komið svartamyrkur þegar hún leitar skjóls í skuggalegu draugahúsi þar sem hinar ýmsu ófreskjur leika lausum hala. Óvenjuleg og bráðskemmtileg saga um litla stúlku sem kann ekki að hræðast.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Til baka