Afþreying

Álafosskvos

Álafosskvosin er skemmtilegt svæði í Mosfellsbæ þar sem handverks- og listafólk sýnir og selur handunnar vörur.

Gljúfrasteinn

Eitt merkasta safnið í Mosfellsbæ er Gljúfrasteinn sem var heimili og vinnustaður Halldórs Laxness og fjölskyldu hans um hálfrar aldar skeið. Húsið var opnað almenningi sem safn í september 2004.

Í túninu heima

Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, er haldin síðustu helgina í ágúst ár hvert. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð sem stendur í þrjá daga og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.

Menningarvor

Menningarvor í Mosfellsbæ er haldið árlega. Dagskrá hátíðarinnar fer fram á Bókasafni Mosfellsbæjar tvö þriðjudagskvöld í apríl og hefst kl. 20:00 bæði kvöldin.

Kærleiksvikan

Markmið vikunnar er að hver einasti bæjarbúi finni fyrir kærleik í sinn garð og gefi öðrum kærleik. Þetta gæti falist í hrósi, faðmlagi, brosi, fallegum skilaboðum eða einhverju öðru uppbyggilegu og skemmtilegu.