Afþreying

Það eru margir áhugaverðir staðir í Mosfellsbæ auk fjölda möguleika til útivistar og hreyfingar.

Álafosskvosin er skemmtilegt svæði í Mosfellsbæ þar sem handverks- og listafólk sýnir og selur vörur.

Gljúfrasteinn var heimili og vinnustaður Halldórs Laxness og fjölskyldu hans. Húsið var opnað almenningi sem safn 2004.

Í túninu heima, bæjarhátíð Mosfellsbæjar, er haldin síðustu helgina í ágúst ár  hvert. Hátíðin stendur í þrjá daga og er frábær fjölskylduskemmtun.

Í apríl á hverju ári er haldið Menningarvor í Mosfellsbæ. Dagskráin fer fram á bókasafninu.