Gljúfrasteinn - Hús skáldsins

Eitt merkasta safnið í Mosfellsbæ er Gljúfrasteinn sem var heimili og vinnustaður Halldórs Laxness og fjölskyldu hans um hálfrar aldar skeið. Húsið var opnað almenningi sem safn í september 2004.

Gljúfrasteinn er á leiðinni til Þingvalla í Mosfellsdal í Mosfellsbæ.

Gljúfrasteinn
Mosfellsdal
271 Mosfellsbæ
gljufrasteinn.is

Skáldið og sveitin

Halldór Laxness er tengdur Mosfellssveit og -bæ órofa böndum. Hann ólst upp að Laxnesi í Mosfellsdal, kenndi sig alla tíð við bernskustöðvar sínar og settist að í dalnum sem fulltíða maður. Hann sá bernskuár sín í dalnum í hillingum og í nokkrum bóka sinna sækir hann efniviðinn í Mosfellssveit, einkum í Innansveitarkroniku og endurminningabókinni Í túninu heima.

Halldór hlaut Bókmenntaverðlaun Nóbels 1955. Eftir hann liggur fjöldi skáldverka og rita auk þýðinga.