Í túninu heima
Bæjarhátíðinni Í túninu heima 2020 hefur verið aflýst vegna heimsfaraldurs Covid-19. Hátíðin var fyrirhuguð dagana 28.-30. ágúst. Tindahlaupinu sem fara átti fram sömu helgi er einnig aflýst, en Mosfellsbær er einn af framkvæmdaraðilum þess.
Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, er haldin síðustu helgina í ágúst ár hvert. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð sem stendur í þrjá daga og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.
Fjölbreyttir menningarviðburðir eru í boði, tónleikar, myndlistasýningar, útimarkaðir og íþróttaviðburðir svo fátt eitt sé nefnt.
Hátíðin hefst formlega á föstudagskvöldi með skrúðgöngu, varðeld og brekkusöng í Álafosskvos.
Hápunktur hátíðarinnar er á laugardagskvöld þegar stórtónleikar fara fram á Miðbæjartorgi og stíga ávallt landsþekktar hljómsveitir ásamt heimamönnum á svið.

Litadýrð í Mosfellsbæ
Bærinn er klæddur í hátíðarbúning með skreytingum þar sem hvert hverfi hefur sinn lit.
- Gulur: Hlíðar, Höfðar, Tún og Mýrar.
- Rauður: Tangar, Holt og miðbær.
- Bleikur: Teigar, Krikar, Lönd, Ásar, Tungur og Mosfellsdalur.
- Blár: Reykjahverfi og Helgafellsland.

Vilt þú taka þátt?
Íbúar, félagasamtök og fyrirtæki í Mosfellsbæ eru hvattir til að taka virkan þátt í hátíðinni.
Ef einhverjir luma á hugmyndum eða vilja vera með viðburð Í túninu heima hjá sér, þá má senda tölvupóst á ituninuheima[hja]mos.is.
Sölubásar í Álafosskvosinni
Eins og áður verða sölubásar staðsettir í Álafosskvosinni. Til að fá upplýsingar um markaðinn í Álafosskvos bendum við á Facebook síðu markaðarins.

Mosfellsbæjarpeysan
Saga ullariðnaðar á Íslandi hefur verið samofin sögu Mosfellsbæjar í gegnum tíðina. Í tilefni bæjarhátíðarinnar hefur Mosfellsbær látið hanna „Mosfellsbæjarpeysu“ og má finna uppskriftir að peysunni hér að neðan. Peysan ber merki Mosfellsbæjar og hægt er að velja mynstur eftir mismunandi hverfislit.
Prjónauppskriftir
- Bláa hverfið (pdf).
- Bleika hverfið (pdf).
- Gula hverfið (pdf).
- Rauða hverfið (pdf).

Hátíðarlagið Í túninu heima
- Lag: Sigrún Harðardóttir.
- Texti: Agnes Wild.
- Myndband: Ágúst Elí Ásgeirsson.
- Hljóðupptaka: Arnór Sigurðarson.
- Hljóðfæraleikur: Arnór Sigurðarson, Flemming Viðar Valmundsson, Loftur S. Loftsson, Sigrún Harðardóttir, Kristjón Daðason og Örn Kjærnested.