Kærleiksvika Mosfellsbæjar
Kærleiksvika var haldin í tíunda sinn í Mosfellsbæ vikuna 11.-17. febrúar 2019.
Eins og áður er kærleikurinn ofar öllu.
Markmið vikunnar er að hver einasti bæjarbúi finni fyrir kærleik í sinn garð og gefi öðrum kærleik. Þetta gæti falist í hrósi, faðmlagi, brosi, fallegum skilaboðum eða einhverju öðru uppbyggilegu og skemmtilegu.
- Dagskrá Kærleiksvikunnar: facebook.com/kaerleiksvika.

Hvetjum öll til að taka þátt
Hugmyndin er að sem flest félagasamtök, stofnanir, fyrirtæki, hópar og einstaklingar taki þátt í vikunni með sínum hætti.
Skorað er á mosfellinga að koma með hugmyndir að viðburðum og sjá um framkvæmd þeirra. Sendið okkur skilaboð á vigdisstein[hja]hotmail.com um þinn viðburð svo hann komist inn í dagskrána.
Undirbúningshópur Kærleiksvikunnar
Undirbúningshópur Kærleiksvikunnar vonar að vikan verði full af kærleiksríkum viðburðum, verkefnum og uppákomum.
- Hreiðar Örn Zoëga, hreidar[hja]kirkjan.is.
- Vigdís Steinþórsdóttir, vigdisstein[hja]hotmail.com.