Tjaldsvæði í Mosfellsbæ

Tjaldsvæðið við Skálabraut í Mosfellsbæ er staðsett í hjarta bæjarins, norðan við íþróttamiðstöðina á Varmársvæðinu, með fallegu útsýni yfir neðri hluta Varmár, Leirvoginn og Leirvogsána.

Opnunartími: 1. júní - 1. september.

Aðgangur og verð:

 • 1.200 kr. á mann pr. nótt.
 • Ellilífeyrisþegar borga 800 kr. pr. nótt.
 • Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Rafmagn:

 • Almennt verð 700 kr.
 • Ellilífeyrisþegar 500 kr.

Á tjaldstæðinu er aðstaða fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla.

Tjaldstæðið er við Varmárskóla og Varmárlaug og er baðaðstaða í lauginni.

Við tjaldstæðið er salernisaðstaða, vatn og rafmagn.

Umsjón tjaldsvæðis

Tjaldsvæðið er í umsjá starfsmanna Vinnuskóla Mosfellsbæjar. Ekki er full gæsla á svæðinu og ekki næturvarsla. 

Gestir geta greitt tjaldsvæðavörðum þegar þau koma á svæðið einu sinni á dag, þess á milli þarf að fara í afgreiðslu sundlaugarinnar að Varmá og greiða dvalargjöld þar.

Neyðarsími: 

 • 690-9297

Reglur og hagnýtar upplýsingar

 • Tjaldsvæðið er fjölskyldusvæði og yngri en 18 ára skulu vera með forráðamanni. Við sérstakar aðstæður geta aldurstakmörk verið hærri.
 • Bannað er að tæma ferðasalerni í salerni tjaldsvæðisins. Það skal gert á stöðum með aðstöðu til þess.
 • Gestum ber að greiða dvalargjöld eins fljótt og auðið er við komu á tjaldsvæðið. 
 • Umferð ökutækja á tjaldsvæðinu á að vera í lágmarki og er takmörkuð við akstur inn og út af svæðinu. 
 • Ekki má rjúfa næturkyrrð, vera með háreysti eða valda óþarfa hávaða með umferð eða öðru. 
 • Virða ber næturkyrrð milli kl. 23:00 og 08:00.