Útimarkaðir

Útimarkaður Mosskóga

Á hverjum laugardegi, frá miðjum júlí og fram í september, er útimarkaður Mosskóga í Mosfellsdal sem skemmtilegt er heim að sækja, ekki síst í því skyni að upplifa stemninguna.

Þar er fjölbreytt framboð af ýmsum varningi, lífrænt ræktuðu grænmeti af svæðinu, heimagerðar sultur, pestó og annað matarkyns, blóm, silungur úr Þingvallavatni og margt fleira. 

  • Útimarkaður Mosskóga í Mosfellsdal.
  • Opið á laugardögum frá kl. 10:00 - 15:00
    (frá miðjum júlí og fram í september).

Sölubásar í Álafosskvosinni

Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, er sannkölluð fjölskylduhátíð sem haldin er síðustu helgina í ágúst ár hvert. 

Á hátíðinni eru sölubásar staðsettir  í Álafosskvosinni.