Fellahringurinn

Fellahringurinn 2021 verður haldinn 26. ágúst og er ræst frá Varmá kl. 19:00. Hjólað er um stíga og slóða umhverfis fellin í Mosfellsbæ. Boðið er upp á tvo hringi, 15 km (litla) og 30 km (stóra). Í fyrsta skipti í ár er sérstakur flokkur fyrir rafmagnshjól.

Verðlaun eru veitt í aldursflokkum og vegleg útdráttarverðlaun, m.a. glæsilegt fjallahjól frá GÁP.

Skráning er hafin á vef Hjólreiðasambands Íslands og stendur til kl. 15:00 þann 25. ágúst.

Keppnisgögn verða afhent á mótsdegi frá kl. 17:00 í Vallarhúsinu að Varmá.