Heilsueflandi samfélag

Heilsueflandi samfélag er samfélag sem setur heilsu og heilsueflingu í forgrunn í allri stefnumótun og þjónustu og býr þar með til aðgengi og umgjörð sem gerir öllum íbúum kleift og auðvelt að taka heilsusamlegar ákvarðanir. Horft er til allra þátta heilsu, þ.e. líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar heilsu og vellíðunar.

Verkefninu er skipt upp í áhersluþættina; a) næringu og mataræði, b) hreyfingu og útivist, c) líðan og geðrækt og d) lífsgæði.

Heilsueflandi samfélag er þróunarverkefni sem Mosfellsbær hefur tekið forystu í að vinna með heilsuklasanum Heilsuvin og Embætti landlæknis

Verkefninu hefur verið skipt í fjóra þætti og unnið verður með hvern þátt í eitt ár.


a) Næring og mataræði

Íbúar sögðust upplifa ásýnd bæjarins sem eins konar „skyndibitabæjar“ og vildu breyta því í „heilsubæinn Mosfellsbæ“.

Lagt er til að:

 • Auka grænmetis- og ávaxtaneyslu íbúa með margvíslegum aðgerðum.
 • Minnka gosneyslu íbúa með margvíslegum aðgerðum.
 • Draga úr ásýnd „skyndibitamenningar“ í Mosfellsbæ.
 • Auka sýnileika ræktunar og framleiðslu heilsusamlegrar fæðu í bænum.
 • Nýta tækifærið sem gefst með straumi ferðamanna í gegnum bæinn og gera þeim auðvelt að stoppa við til að versla heilsusamlega framleiðslu („beint frá býli“).
 • Hvetja til sameiginlegrar markaðssetningar heilsufyrirtækja innan bæjarins sem sérhæfa sig í framleiðslu hollrar fæðu.

 

b) Hreyfing og útivist

Lögð er áhersla á hreyfingu í víðum skilningi, fyrir alla aldurshópa.

 

c) Líðan og geðrækt

Það er mikilvægt að einstaklingar á öllum aldri og hópar hafi tækifæri til að þroskast í leik og starfi, að hægt sé að bæta hið manngerða og huga að félagslegu umhverfi íbúa.

 

d) Lífsgæði

Áhersla á forvarnir ýmiskonar sem geta varðað t.d. tannheilsu, áfengis- og vímuvarnir, ofbeldis- og slysavarnir, svo eitthvað sé nefnt. Hér er einnig komið inn á heilsusamlegt húsnæði og umhverfi fyrir alla.

Stýrihópur verkefnisins

Heilsuvin ehf fer með verkefnastjórn samkvæmt samningi við Mosfellsbæ. Í stýrirhóp verkefnisins eru eftirtaldir aðilar:

 • Ólöf Sívertsen, stjórnarformaður Heilsuvinjar, lýðheilsufræðingur og fagstjóri hjá Skólum ehf.
 • Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, úr stjórn Heilsuvinjar, lýðheilsufræðingur og fagstjóri hjá Eflu verkfræðistofu.
 • Héðinn Svarfdal Björnsson, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis.
 • Arnar Jónsson, arnar[hja]mos.is, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar Mosfellsbæjar.
 • Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, verkefnastjóri hjá Veru ráðgjöf.