Ratleikur úr Álafosskvos og um Reykjalundarskóg

Skemmtilegur ratleikur liggur úr Álafosskvos og um Reykjalundarskóg og hentar fyrir alla aldurshópa. Ratleikurinn er samstarfsverkefni Heilsueflandi samfélags í Mosfellsbæ, Ferðafélags Íslands og Framhaldsskólans í Mosfellsbæ.

Vegalengd ratleiksins er um 2,5 km og á leiðinni eru 20 númeraðar stöðvar þar sem finna má fróðleik, verkefni og þrautir. Reikna má með að þátttaka í ratleiknum taki um 1-2 klukkustundir.

 Upphafsstöðin er í Álafosskvos við brekkuna þar sem fánastöngin er og leikurinn leiðir þátttakendur svo áfram.

Íþrótta- og lýðheilsukonurnar Íris Björk Ásgeirsdóttir og Halla Heimisdóttir útfærðu leikinn og nutu þær dyggrar aðstoðar nemenda úr Framhaldsskólans í Mosfellsbæ.

Markmiðið með þessu verkefni er að fá fjölskyldur, skólahópa, vinahópa og einstaklinga á öllum aldri út til að hreyfa sig í dásamlegu umhverfi, uppgötva undur náttúrunnar og njóta samvista við aðra