Tindahlaup Mosfellsbæjar
Bæjarhátíðinni Í túninu heima 2020 hefur verið aflýst vegna heimsfaraldurs Covid-19. Hátíðin var fyrirhuguð dagana 28.-30. ágúst. Tindahlaupinu sem fara átti fram sömu helgi er einnig aflýst, en Mosfellsbær er einn af framkvæmdaraðilum þess.
Tindahlaup Mosfellsbæjar (áður 7 tinda hlaup) er krefjandi og skemmtilegt utanvegahlaup, eða náttúruhlaup, sem haldið er í Mosfellsbæ síðustu helgina í ágúst ár hvert. Hlaupið var haldið í tíunda sinn 31. ágúst 2019.
Boðið er upp á fjórar vegalengdir 1, 3, 5 og 7 tinda og ættu því byrjendur sem og lengra komnir að finna leið við hæfi.

ITRA punktahlaup
Tindahlaupið hefur staðist kröfur ITRA (International Trail Running Association) og fengið eftirfarandi hlaupaleiðir viðurkenndar sem punktahlaup:
- 3 Tindar = 1 ITRA Punktur.
- 5 Tindar = 1 ITRA Punktur.
- 7 Tindar = 2 ITRA Punktar.
Skráning í Tindahlaupið
Skráning fer fram á hlaup.is en opnað verður fyrir skráningu þegar nær dregur.
Tindahöfðingi
Til að verða Tindahöfðingi þarf hlaupari að hlaupa allar fjórar vegalengdir hlaupsins. Þ.e. 1 tind, 3 tinda, 5 tinda og 7 tinda. Safnaðu tindum og þú færð glæsilega viðurkenningu og sæmdarheitið Tindahöfðingi.
Þeir sem gera tilkall til Tindahöfðingjans eru beðnir um að senda póst á birgirkonn[hja]gmail.com.
Kort af hlaupaleiðum