Útivist

Möguleikar til útivistar og afþreyingar í Mosfellsbæ eru margvíslegir.

Nálægðin við ósnortna náttúru og fallega staði er sérstaða bæjarins og er það m.a. ástæða þess að margir hafa valið að búa þar, fjarri skarkala borgarlífsins.

Auknum áhuga á að stunda útivist og hverskyns íþróttir hefur verið svarað með markvissri uppbyggingu útivistarsvæða fyrir íbúa bæjarins, gesti þeirra og ferðamenn.

Göngu-, hlaupa- og hjólaleiðir í Mosfellsbæ

Í Mosfellsbæ eru fjölmargar göngu-, hlaupa- og hjólaleiðir t.d. meðfram sjónum, í kringum Álafosskvos, í Reykjalundarskógi, meðfram Varmá og upp með Köldukvísl. Fjöldi leiða eru í boði á fjöllin og fellin umhverfis bæinn og hægt að velja erfiðleikastig sem henta öllum.

Kortasjá og kort yfir göngu-, hlaupa- og hjólaleiðir

Hægt er að nálgast prentuð göngukort á eftirfarandi stöðum:

 

Stikun gönguleiða

Skátafélagið Mosverjar hefur í samvinnu við Mosfellsbæ unnið að stikun gönguleiða um útivistarsvæði í Mosfellsbæ. Ætlunin er að stika alls um 65 km sem og setja upp upplýsingaskilti og vegpresta við vegamót.

Útivistarsvæði Mosfellsbæjar býður upp á margar náttúruperlur og sögulegar minjar og er almenningur hvattur til að nýta sér gönguleiðir bæjarins.