Útivist

Mosfellsbær býður upp á fjölda möguleika til útivistar og er nálægðin við ósnortna náttúru og fallega staði sérstaða bæjarins.

Í Mosfellsbæ eru fjölmargar göngu-, hlaupa- og hjólaleiðir. Fjöldi leiða eru í boði á fjöllin og fellin umhverfis bæinn og hægt að velja erfiðleikastig sem henta öllum.

Vinsælar gönguleiðir í Mosfellsbæ

Einnig má nefna leiðir upp með Varmá og yfir í Helgadal og Seljadal auk Skáldaleiðinnar sem er stikuð leið frá Gljúfrasteini og upp með Köldukvísl að Helgufossi og til baka.


Prentuð kort

Hægt er að nálgast prentuð göngukort á eftirfarandi stöðum:

 

Stikun gönguleiða

Skátafélagið Mosverjar hefur í samvinnu við Mosfellsbæ unnið að stikun gönguleiða um útivistarsvæði í Mosfellsbæ. Búið er að stika um 90 km. af gönguleiðum, útbúa 10 bílastæði sem og fjöldan allan af girðingastigum og göngubrúm. 

Á svæðinu er einnig að finna um 30 vegpresta og 30 upplýsinga- og fræðsluskilti sem á er að finna staðarheiti og vegalengdir auk landfræðilegra- og sögulegra upplýsinga. Gönguleiðirnar eru fjölbreyttar og ættu allir að finna leið við sitt hæfi.

Útivistarsvæði Mosfellsbæjar býður upp á margar náttúruperlur og sögulegar minjar og er almenningur hvattur til að nýta sér gönguleiðir bæjarins.