Menning

Mosfellsbær er mikill suðupottur menningar og lista auk þess sem fjöldi listafólks býr og starfar í sveitarfélaginu. Á hverju ári er tilnefndur bæjarlistamaður Mosfellsbæjar og í gegnum árin hefur valinkunnið listafólk verið útnefnt. Þar má nefna tónlistarkonurnar GDNR og Grétu Salóme og hljómsveitirnar KALEO og Sigur Rós. 

Nóbelskáldið Halldór Laxness (1902-1998) ólst upp að Laxnesi í Mosfellssveit og frá 1945 bjó hann með fjölskyldu sinni að Gljúfrasteini í Mosfellsdal.

Félagsheimilið Hlégarður á sér ríka sögu en húsið var vígt 1951 og blómstraði félagslífið í Mosfellsbæ í kjölfarið. Í dag fara fram viðburðir af ýmsu tagi í húsinu eins og tónleikar, leiksýningar, ráðstefnur og einkasamkvæmi.

Bókasafn Mosfellsbæjar

Bókasafn Mosfellsbæjar er vinsæll viðkomustaður fyrir Mosfellinga á öllum aldri í leit að fræðslu- og afþreyingarefni. 

Einnig stendur bókasafnið fyrir ýmsum menningartengdum viðburðum, ýmist eitt og sér eða í samvinnu við stofnanir bæjarins og einstaklinga.

Listasalur Mosfellsbæjar

Listasalur Mosfellsbæjar er staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar.

Á hverju ári eru settar upp um tíu sýningar, jafnt reyndra listamanna og nýgræðinga á sviðinu. Einnig er salurinn nýttur fyrir ýmsa viðburði eins og tónleika, fyrirlestra og fundi.