Menning

Bókasafn

Bókasafn Mosfellsbæjar er vinsæll viðkomustaður fyrir Mosfellinga á öllum aldri. Bókasafnið er staðsett í Kjarna, Þverholti 2.

Listasalur

Listasalur Mosfellsbæjar er fjölnota salur staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar í Kjarna, Þverholti 2.

Bæjarlistamaður

Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar útnefnir ár hvert bæjarlistamann Mosfellsbæjar. Bæjarlistamaður hlýtur styrk frá Mosfellsbæ.

Mosfellingur ársins

Bæjarblaðið Mosfellingur hefur staðið fyrir vali á Mosfellingi ársins síðan 2005. Blaðið kynnir Mosfelling ársins í fyrsta tölublaði hvers árs.

Heiðursborgari

Upplýsingar um heiðursborgara Mosfellsbæjar, þau Salóme Þorkelsdóttur, Jón M. Guðmundsson og Halldór Kiljan Laxness.

Hlégarður

Hlégarður er félagsheimili og menningarhús sem staðsett er í hjarta Mosfellsbæjar. Í Hlégarði hafa farið fram viðburðir af ýmsu tagi en staðurinn tekur um 250 manns í sitjandi veislur eða 350-400 í standandi samkvæmum.

Listaverk

Í gegnum tíðina hefur bæjarfélaginu Mosfellsbæ áskotnast fjöldi listaverka af ýmsum toga, bæði útilistaverk sem og málverk og önnur verk. Þessi listaverk prýða bæjarfélagið, húsakosti og salarkynni þess.

Laxnessvefur

Halldór Laxness (1902-1998) er tengdur Mosfellssveit og -bæ órofa böndum. Hann fæddist í Reykjavík hinn 23. apríl 1902 en fluttist á barnsaldri með foreldrum sínum, Sigríði Halldórsdóttur og Guðjóni Helga Helgasyni, að Laxnesi í Mosfellssveit.