Laxnessvefur

Halldór Laxness (1902-1998) er tengdur Mosfellssveit og -bæ órofa böndum. Hann ólst upp að Laxnesi í Mosfellsdal, kenndi sig alla tíð við bernskustöðvar sínar og settist að í dalnum sem fulltíða maður. Hann sá bernskuár sín í dalnum í hillingum og í nokkrum bóka sinna sækir hann efniviðinn í Mosfellssveit, einkum í Innansveitarkroniku og endurminningabókinni Í túninu heima.

Á Laxnessvefnum er gert grein fyrir tengslum Halldórs við byggðarlagið sem skipta miklu máli til að átta sig á rithöfundinum og Mosfellingnum Halldóri Laxness. Ljósmyndir úr ýmsum áttum og skrif Halldórs og annarra verða notuð til að bregða upp mynd af skáldinu og sveitinni á fyrri tíð.

Bjarki Bjarnason ritaði texta og sá um myndaval.

Innansveitarkronika

 INNANSVEITARKRONIKA

á rafrænu formi - Upplestur Halldórs Laxness, rafbók og ítarefni

Á þessum vef er hægt að hlusta á eða lesa verk eftir Halldór Laxness

 

 

Haldið var málþing um varðveislu þessara gagna og hvernig mætti auka samvinnu á milli þeirra stofnana sem varðveita gögn Laxness en á meðal þeirra eru Ríkisútvarpið, Gljúfrasteinn – hús skáldsins og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn og varð það kveikjan að samstarfsverkefni um miðlun á arfleifð Halldórs Laxness og var ákveðið að velja

Innansveitarkroniku sem tilraunaverkefni. Þessi vefur markar tímamót því í fyrsta sinn er verki Halldórs Laxness miðlað með rafrænum hætti. Notendum gefst kostur á að lesa bókina í heild sinni sem rafbók, hlusta á upplestur skáldsins og afla sér fróðleiks um sögusviðið og sögupersónur. Tilgangur hans er einnig að miðla skáldverki eftir Halldór Laxness á nýstárlegri hátt en áður hefur verið gert og varpa ljósi á tengsl verka hans við heimasveit skáldsins, Mosfellssveitina.