Listaverk Mosfellsbæjar

Í gegnum tíðina hefur bæjarfélaginu Mosfellsbæ áskotnast fjöldi listaverka af ýmsum toga, bæði útilistaverk sem og málverk og önnur verk. Þessi listaverk prýða bæjarfélagið, húsakosti og salarkynni þess.


Skráning á listaverkum

Árið 2003 skráði Sæunn Ólafsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur, listaverk í eigu Mosfellsbæjar.

Skráningin var byggð á samantekt frá árinu 1999 sem menningarmálanefnd Mosfellsbæjar hafði fengið Bjarka Bjarnason til að vinna um listaverk í eigu bæjarins. Bjarki tók einnig myndir af listaverkunum.

Listaverk í eigu Mosfellsbæjar

Ásdís Sigurþórsdóttir er fædd í Reykjavík 1954. Hún útskrifaðist frá grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1980. Hún stundaði framhaldsnám (post-graduate studies) við Ontario College of Art í Toronto veturinn 1994-95 og lauk þaðan prófi í málaralist. Kennararéttindanámi frá Kennaraháskóla Íslands lauk hún 1995.

Ásdís hefur haldið 6 einkasýningar, í Gallerí Langbrók 1982, Gallerí Borg 1985, Gallerí Gangskör 1987, í Menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar 1994, Listasafni Kópavogs 1997 og í EFTA byggingunni í Brussel 1999. Myndir eftir hana voru til sýnis í Loftkastalanum veturinn 1997-98.Hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum, m.a. sýningunni Ungir myndlistarmenn á Kjarvalsstöðum 1983, Krakov Biennalnum í Póllandi 1984, Kirkjulistasýningu á Kjarvalsstöðum, Listahátíð kvenna á Kjarvalsstöðum 1986, Kaffi með Kristi á Mokkakaffi 1994, og samsýningu kvenna í Toronto 1995.

Ásdís hefur verið félagi í Íslenskri grafík og tekið þátt í samsýningum félagsins í Norræna húsinu 1981, 1983 og á Kjarvalsstöðum 1986, einnig farandsýningu félagsins sem fór um Norðurlönd og til Eystrasaltsríkjanna.

Hún hlaut 3ja mánaða starfslaun menntamálaráðuneytisins árið 1987 og fór til Japans að kynna sér pappírsgerð og japanska myndlist. Hún hlaut 6 mánaða starfslaun frá Stjórn listamannalauna árið 1996 og viðurkenningu Kópavogskaupstaðar 1997.

Verk eftir Ásdísi eru í eigu Háskóla Íslands, Norræna hússins í Reykjavík, Listasafnsins í Krakov, Mosfellsbæjar, Menningarmiðstöðvar Hafnarfjarðar, Cargolux í Lúxemborg o.fl.

Ásdís kenndi í 10 ár við Myndlistarskóla Kópavogs, en hefur frá því í janúar 2000 rekið Myndlistarskóla Mosfellsbæjar á vinnustofu sinni í Álafosskvos.

Verk eftir Ásdísi Sigurþórsdóttur í eigu Mosfellsbæjar:
 
Nafn listaverks: Án titils. 1992
Efni – aðferð: Olía á striga
Hvenær keypt: 1992 
Staðsetning : Bæjarskrifstofur í Þverholti  

Án titils 1992 
Nafn  listaverks: Án titils. 1996
Efni – aðferð: Litateikningar
Staðsetning: Leikskólinn Reykjakot 
 
Án titils 1996  
Ásgeir Bjarnþórsson var fæddur á Grenjum í Mýrasýslu 1899. Hann lést 1987. Ásgeir stundaði nám við einkaskóla Viggo Brandts í Kaupmannahöfn. 1919 - 1922 og einkaskóla Hans Schwergerle í München 1922 - 23. 

Verk eftir Ásgeir Bjarnþórsson í eigu Mosfellsbæjar


Nafn listaverks:Eiríksjökull
Efni – aðferð: Vatnslitir
Stærð:  45x58
Staðsetning:  Setustofa Damos
Myndin er gjöf til Damos frá Höskuldi Ágústssyni og Áslaugu Ásgeirsdóttur, en þau fengu myndina í brúðargjöf árið 1931. 


Eiríksjökull


Nafn listaverks: Portrett af Lárusi Halldórssyni sem var skólastjóri í Mosfellsveit 1922-1966. 1952
Efni –Aðferð: Olía á striga
Stærð:  50x42
Staðsetning:  Skrifstofa skólastjóra Varmárskóla, yngri deildar
Gjöf til Varmárskóla frá börnum Lárusar árið 1974.
Portrett af Lárusi Halldórssyni

Áslaug Höskuldsdóttir er fædd 1952. Hún hóf nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1971 og lauk námi frá keramikdeild skólans árið 1975. 
Árið 1984-1985 settist hún aftur á skólabekk við sama skóla og bætti við sig einu námsári.

Áslaug hefur haldið eina einkasýningu árið 1994, og tekið þátt í nokkrum samsýningum frá árinu 1986. Áslaug er búsett í Mosfellsbæ.

 

Verk eftir Áslaugu Höskuldsdóttur í eigu Mosfellsbæjar:

Nafn listaverks: Kertastjakar. 1992
Efni – aðferð: Postulín
Stærð:  37 cm
Hvenær keypt: 1992
Staðsetning:  Íbúðir aldraðra að Hlaðhömrum (í setustofu starfsfólks)
 
Kertastjakar. 1992 
Nafn listaverks: Vasi 1992
Efni – aðferð: Steinleir
Stærð:  67 cm
Hvenær keypt:  1992
Staðsetning:  Kjarni, 3. hæð hjá félagsmálastjóra
 
Vasi 1992 
Heiti verks: Vasi
Efni: Leir
Hæð: 29 cm
Staðsetning: Bókasafn Mosfellsbæjar 
Vasi 

Ásrún Kristjánsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1949. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1967-1971 og tók þar einnig akademískt ár árið 1971-1972. Árin 1973-1976 lærði hún textílhönnun við Konstfackskolan í Stokkhólmi.

Frá útskrift starfaði hún sem kennari við myndlistardeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti til ársins 1986. Þá tók hún við starfi yfirkennara í textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands sem hún gegndi allt til ársins 1999. Þá tók Ásrún að sér verkefni sem fólst í því að skrá myndlist í íslenskum handritum.  

Ásrún hefur setið í fjölda nefnda í tengslum við störf sín og sinnt margvíslegum félagsstörfum tengdum myndlist. Hún var meðal annars formaður Textílfélagsins um þriggja ára skeið, í stjórn Listvinafélags Hallgrímskirkju og hefur starfað sem formaður Form Ísland sem er félag menntaðra hönnuða á Íslandi.

Verk eftir Ásrúnu Kristjánsdóttur í eigu Mosfellsbæjar:

Nafn listaverks: Í draumi sérhvers manns. (1983)
Efni – aðferð: Tauþrykk
Stærð: 24x33 cm
Hvenær keypt: 1983
Staðsetning: Bókasafn Mosfellsbæjar (eign safnsins) 

Í draumi sérhvers manns. (1983)
 
Efni – aðferð: Tauþrykk
Stærð: 24x33 cm
Hvenær keypt: 1983
Staðsetning: Bókasafn Mosfellsbæjar (eign safnsins) 
Er fall hans falið. (1983) 

Björg Örvar er fædd 1953. Hún nam myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin 1975 til 1979 og hún hélt síðar utan til náms við listadeild University of California þar sem hún dvaldi frá 1981-1983. Björg hefur einnig dvalið í norrænum gestavinnustofum í Finnlandi árið 1989 og Ítalíu árið 1992.

Björg hefur komið að margvíslegum störfum í tengslum við listina, s.s. bókaútgáfu, kennslustörfum og gerð sjónvarpsefnis svo eitthvað sé nefnt. Einkasýningar Bjargar eru á annan tug og að auki hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýningum.

Björg Örvar á umm.is.

Verk eftir Björgu Örvar í eigu Mosfellsbæjar:

Nafn listaverks: Hjartað. 1997
Efni- Aðferð: Olía á striga
Stærð: 120x90
Hvenær keypt: 1998
Staðsetning: Kjarni, 4. hæð
Hjartað. 1997 

Brynhildur Ósk Gísladóttir er fædd 1944. Frá árinu 1974 til 1979 stundaði Brynhildur Ósk nám við Myndlistaskólann í Reykjavík og fór þaðan í málunardeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Þar nam hún málaralist til ársins 1982. Það ár hóf hún störf sem kennari við deildina og starfaði þar til 1987.

Brynhildur hefur tekið þátt í samsýningum hérlendis frá árinu 1978, reglulega tekið þátt í sýningum á vegum FÍM á árunum 1978 til 1989 auk annarra sýninga. Þar á meðal eru Kirkjulist á Kjarvalsstöðum, samsýning íslenskra myndlistakvenna o.fl.

Verk eftir Brynhildi eru meðal annars í eigu Listasafns Háskóla Íslands, Mjólkursamsölunnar í Reykjavík og Hitaveitu Reykjavíkur. 

Árið 1982 hlaut Brynhildur verðlaun úr styrktarsjóði Svövu Finsen fyrir góðan námsárangur við útskrift úr málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands.

Brynhildur er meðlimur í Félagi íslenskra myndlistarmanna og Sambandi íslenskra myndlistarmanna.

Nánari upplýsingar um listamanninn er að finna á vef Upplýsingamiðstöðvar myndlistar.

Verk eftir Brynhildi Ósk Gísladóttur í eigu Mosfellsbæjar:

Nafn listaverks: Dansandi fólk 1. 1988
Efni – aðferð: Olía á striga 
Stærð: 105x92
Hvenær keypt: 1994
Staðsetning: Hlégarður (litli salur). Eign Hlégarðs 

Dansandi fólk 1. 1988 
Nafn listaverks: Dansandi fólk 2. 1988
Efni – aðferð: Olía á striga 
Stærð: 105x92
Hvenær keypt: 1994
Staðsetning: Hlégarður (litli salur). Eign Hlégarðs 

Dansandi fólk 2. 1988 
Nafn listaverks: Sólargeislar í bjarginu 1996
Efni – aðferð: Olía á striga
Stærð: 130x110 cm
Hvenær keypt: 1998
Staðsetning: Lágafellsskóli
Sólargeislar í bjarginu 1996 
Edda Jónsdóttir er fædd 1942. Hún lauk prófi sem myndmenntakennari frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1976 og stundaði nám í grafíkdeild Rijksakademie van Beeldende Kunsten 1977 - 78. Hún starfaði sem listamaður á árunum 1978 til 1995 og tók á þeim tíma þátt í fjölda samsýninga og hélt á annan tug einkasýninga. Edda starfar ekki lengur sem listamaður en rekur sitt eigið gallerí, Gallerí i8 í Reykjavík.

Verk eftir Eddu Jónsdóttur í eigu Mosfellsbæjar:
Nafn listaverks: Varða. 1991
Efni – aðferð: Akrýl á striga
Stærð: 145x158
Sköpunarár: 1991
Hvenær keypt: 1992
Staðsetning: Hlégarður (stóri salur) 
Varða 1991 

Einar Jónsson var brautryðjandi íslenskrar höggmyndalistar. Hann var fæddur árið 1874 og nam við Det Kongelige Danske Kunstakademi í Kaupmannahöfn á árunum 1896 til 1899. Hann sýndi fyrst opinberlega verk sitt Útlagar árið 1901 í Kaupmannahöfn.

 

Einar Jónsson bauð íslensku þjóðinni öll verk sín að gjöf með því skilyrði að reist yrði yfir þau safnhús. Með framlagi frá Alþingi og landssöfnun meðal Íslendinga tókst að safna fé til byggingar hússins sem Einar valdi stað á Skólavörðuhæð.

Einar sótti helst innblástur í íslenskan þjóðsagnaarf, goðfræðileg og trúarleg minni. Fjölmargar afsteypur af höggmyndum Einars prýða Reykjavíkurborg, m.a. verkin Útlagar við gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu, Ingólfur Arnarson á Arnarhóli og Jón Sigurðsson á Austurvelli. 

Nánari upplýsingar um líf og verk listamannsins má finna á heimasíðu Listasafns Einars Jónssonar

Verk eftir Einar Jónsson í eigu Mosfellsbæjar:

Nafn listaverks: Jón Sigurðsson forseti. 1944
Efni – aðferð: Bronshúðað gifs
Stærð: 40 cm
Staðsetning: Varmárskóli, yngri deild (kennarastofa)  
 Mynd vantar 

Eydís Lúðvíksdóttir er fædd 1950. Hún nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk þaðan prófi úr kennaradeild 1971. Hún hefur m.a. unnið við myndmenntakennslu, útstillingar og hönnun hjá Glit, auk þess að stunda list sína. Hún og eiginmaður hennar stofnuðu svietakrána Áslák í Mosfellsbæ og ráku hana um árabil. Eydís hefur haldið nokkrar einkasýningar. Hún er búsett í Mosfellsbæ  

Verk eftir Eydísi Lúðvíksdóttur í eigu Mosfellsbæjar:

Nafn listaverks: Hver. 1992
Efni – aðferð: Postulín
Stærð: 40 cm í þvermál - 10 cm á hæð
Hvenær keypt: 1992
Staðsetning: Kjarni, fundarsalur bæjarstjórnar á 4. hæð.
 
Hver 1992 
Nafn listaverks: Jökulruðningur. 1992
Efni – aðferð: Postulín
Stærð: 45x60 cm
Hvenær keypt: Nóvember 1992
Staðsetning: Varmárskóli 

Jökulruðningur 1992 
Nafn listaverks: Vasi
Efni – aðferð: Postulín
Stærð: 25x9 cm 
Staðsetning: Skrifstofur bæjarstjórnar, 4. hæð í Kjarna. 
Vasi 

Guðmundur Einarsson var fæddur í Miðdal í Mosfellssveit árið 1895. Hann nam myndlist Í teikniskóla Stefáns Eiríkssonar 1911-13. Síðar fór hann til Danmerkur þar sem hann stundaði nám við teikniskóla Viggo Bjergs í Kaupmannahöfn 1919-20. Að því námi loknu hélt hann Í Det Kongelige Akademie for de Skønne Kunster í Kaupmannahöfn og lauk námi þaðan 1921. Þá hélt hann til Þýskalands þar sem hann lagði stund á myndhöggvaranám við einkaskóla Hans Schzegerle í München 1921-25 og nám í leirbrennslu við sama skóla 1924-26.

Guðmundur kom fyrst fram með verk opinberlega á sýningu Listvinafélagsins árið 1921. Guðmundur var fjölhæfur listamaður og lagði stund á höggmyndasmíði, málaralist og eirstungu svo eitthvað sé nefnt.Verk Guðmundar einkennast af áhrifum úr hrikalegu landslagi Íslands og áhuga hans á mannlífi frá fyrri öldum. Guðmundur lést árið 1963.

Verk eftir Guðmund Einarsson í eigu Mosfellsbæjar:

Nafn listaverks: Stúlka með ljós. 1954
Efni – aðferð: Höggmynd úr steinblöndu
Stærð: 178 cm
Staðsetning: Íbúðir aldraðra að Hlaðhömrum. Gjöf frá fjölskyldu listamannsins árið 1992
 
Mynd vantar 
Nafn listaverks: Gróður jarðar. 1952
Efni – aðferð: Höggmynd (bronshúðað gifs)
Stærð: 150 cm
Staðsetning: Íþróttamiðstöðin að Varmá

Á Ólympíuleikunum í Helsinki árið 1952 var ákveðið að fá norræna listamenn til að senda þangað listaverk í tilefni þeirra. Guðmundur Einarsson frá Miðdal var tilnefndur af hálfu Íslands og sendi þangað verk sitt, Gróður jarðar. Guðmundur hlaut verðlaun Ólympíuleikanna, gullpening og viðurkenningarskjal fyrir verkið.
Lydía Pálsd. Einarsson, ekkja listamannsins og fjölskylda, færðu íþróttamiðstöðinni að Varmá stytturnar að gjöf við vígslu þess árið 1976. 

Mynd vantar 
Nafn listaverks: Eilífi eldur. 1951
Efni – aðferð: Höggmynd, bronshúðað gifs
Stærð: 150 cm
Staðsetning: Íþróttamiðstöðin að Varmá
Gjöf til Mosfellsbæjar frá fjölskyldu listamannsins 1976 

Mynd vantar 
Nafn listaverks: Úr Landmannalaugum. 1945
Efni – aðferð: Olía á striga
Stærð: 130x112 cm
Staðsetning: Varmárskóli, yngri deild. 
Gjöf frá listamanninum til Brúarlandsskóla árið 1946 

Mynd vantar 
Nafn listaverks: Án titils. 1957
Efni – aðferð: Olía á striga
Stærð: 87x147
Staðsetning: Íbúðir aldraðra að Hlaðhömrum (setustofa)
Í eigu Kvenfélags Lágafellssóknar en varðveitt í íbúðum aldraðra. 
Mynd vantar 
Guðrún Hannesdóttir hefur ritað og myndskreytt fjölda barnabóka og fengið fyrir þær margvíslegar viðurkenningar. Hún hóf rithöfundaferil sinn með bókinni Gamlar vísur handa nýjum börnum sem kom út árið 1994, en síðan þá hafa fleiri fylgt í kjölfarið.

 

Verk eftir Guðrúnu Hannesdóttur í eigu Mosfellsbæjar:

Heiti verks: Úr bókinni Gamlar vísur handa nýjum börnum.
Efni: Vatnslitir
Staðsetning: Reykjakot
Heiti verks: Úr bókinni Sagan af skessunni sem leiddist
Efni: Vatnslitir
Staðsetning: Bókasafn Mosfellsbæjar 
Úr bókinni Gamlar vísur handa nýjum börnum. 

Gunnfríður Jónsdóttir var fædd 1889 að Sæunnarstöðum í Austur-Húnavatnssýslu. Hún var búsett í Kaupmannahöfn 1919 - 1020, Stokkhólmi 1920 - 26 og París 1926 - 29. Hún nam við Det Kongelige Akademi for de Skönne Kunster í Kaupmannahöfn á árinu 1934. Gunnfríður lést 1968.  

Verk eftir Gunnfríði Jónsdóttur í eigu Mosfellsbæjar:

Nafn listaverks: Brjóstmynd af Sigurjóni Péturssyni frá Álafossi 
Efni – aðferð: Höggmynd úr kopar
Stærð: 60 cm
Verkið var afhjúpað á fánadaginn 12. júní 1957
Hvenær keypt: 1995
Staðsetning: Í Álafosskvos ofan við Álafoss-föt bezt. 
Brjóstmynd af Sigurjóni Péturssyni frá Álafossi 
Hallsteinn Sigurðsson er fæddur árið 1944. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin 1963 til 1966 en hélt þá til Bretlands þar sem hann lagði stund á höggmyndalist við ýmsar stofnanir til ársins 1972. Eftir það fór hann í nokkrar námsferðir, meðal annars til Ítalíu, Grikklands og Bandaríkjanna.

 

Hallsteinn hélt á annan tug einkasýninga á árunum 1971 til 1997, meðal annars á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsal. Hann hefur einnig tekið þátt í á þriðja tug samsýninga hér heima og erlendis. Hallsteinn hefur tekið þátt í fjölda samkeppna, gert verðlaunagripi fyrir ýmis tilefni og unnið minnismerki fyrir samtök og sveitarfélög. Verk Hallsteins eru meðal annars í  eigu Listasafns Borgarness, Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur. Tugir verka hans eru í opinberri eigu, þ.á m. Reykjavíkurborgar, Borgarhrepps í Mýrasýslu, Seltjarnarneskaupstaðar, Búðardals og Rauða krossins.

Hallsteinn hefur fjórum sinnum hlotið þriggja mánaða starfslaun listamanna í Reykjavík og árið 1995 hlaut hann þriggja ára starfslaun úr Launasjóði myndlistarmanna. Hallsteinn er félagi í Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík og Sambandi íslenskra myndlistarmanna.

Listamanninum var úthlutað einum og hálfum hektara lands í Gufunesi fyrir höggmyndir og eru þar 25 myndir í eigu höfundar.

Nánari upplýsingar um listamanninn er að finna hjá Upplýsingamiðstöð myndlistar.  

Verk eftir Hallstein Sigurðsson í eigu Mosfellsbæjar

Nafn listaverks: Veðrahöll III. 1984
Efni – aðferð: Steinsteypa
Stærð: 51x24 cm
Staðsetning: Bæjarskrifstofur Kjarna, fundarherbergi á 4. hæð.

Verkið er viðurkenning til Mosfellsbæjar fyrir merkt framlag til umhverfis- og útivistarmála 1989 frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. 
Mynd vantar 
Hanna Bjartmars Arnardóttir er fædd 1958. Hún útskrifaðist úr kennaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1981. Sama ár hóf hún tveggja ára nám í grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands sem hún lauk árið 1983. Þá stundaði hún nám við Grafikskolan Forum í Malmö árið 1985 til 1987. Hanna hefur haldið einkasýningar á verkum sínum, bæði hér heima og erlendis, auk þess að hafa tekið þátt í nokkrum samsýningum.

Verk eftir Hönnu Bjartmars í eigu Mosfellsbæjar: 

Nafn listaverks: Kisusófi
Hvenær keypt: 1996
Staðsetning: Leikskólinn Hlaðhömrum 
Kisusófi 
Haukur Dór er fæddur 1940. Hann lagði stund á myndlistarnám í kvöldskóla í Myndlistaskólanum í Reykjavík á árunum 1958-1962. Að því námi loknu hélt hann utan til Edinborgar þar sem hann var við nám við Edinburgh College of Art árin 1962-1964. Þaðan hélt hann til Kaupmannahafnar í Det Kongelige Danske Kunstakademi þar sem hann stundaði nám á árunum 1965-1967.

Haukur hefur búið og starfað erlendis mikinn hluta ævi sinnar, meðal annars í Bandaríkjunum, Danmörku og á Spáni. Hann hefur haldið rúmlega 40 einkasýningar hér á landi og einnig nokkrar erlendis, auk þess að hafa tekið þátt í fjölda samsýninga.      

Verk eftir Hauk Dór í eigu Mosfellsbæjar:

Nafn listaverks: Án titils 
Efni – aðferð: Olía á pappír
Stærð: 52x52 cm
Hvenær keypt: 1992
Staðsetning: Hlégarður (forsalur)
 
Án titils 
Nafn listaverks: Án titils
Efni – aðferð: Olía á pappír
Stærð: 65x58cm
Hvenær keypt: 1992
Staðsetning: Kjarni
 
Án titils 
Nafn listaverks: Án titils
Efni – aðferð: Olía á striga
Stærð: 115x136 cm
Hvenær keypt: 1991
Staðsetning: Hlégarður (í eigu Hlégarðs)
 
Án titils 
Nafn listaverks: Án titils
Efni – aðferð: Olía á striga
Stærð: 115x136 cm
Hvenær keypt: 1991
Staðsetning: Hlégarður (í eigu Hlégarðs)
 
Án titils 
Nafn listaverks: Yfirburðastyrkur
Efni – aðferð: Olía á pappír
Stærð: 200x180 cm
Hvenær keypt: 1991
Staðsetning: Hlégarður
 
Án titils 
Nafn listaverks: Án titils
Efni - aðferð: Olía á pappír
Stærð: 60x70
Hvenær keypt: Ekki vitað
Staðsetning: Hlégarður
 
Án titils 
Nafn listaverks: Án titils
Efni - aðferð: Olía á pappír
Stærð: 60x70
Hvenær keypt: Ekki vitað
Staðsetning: Hlégarður
 
Án titils 
Nafn listaverks: Án titils
Efni - aðferð: Olía á pappír
Stærð: 60x60
Hvenær keypt: Ekki vitað
Staðsetning: Hlégarður
 
Án titils 
Nafn listaverks: Án titils
Efni - aðferð: Olía á pappír
Stærð: 60x60
Hvenær keypt: Ekki vitað
Staðsetning: Hlégarður
 
Án titils 
Helga Jóhannesdóttir er fædd 1961. Hún nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1987-1991, utan eitt ár sem hún tók við Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn árið 1989. Árið 1998 hélt hún til Bandaríkjanna þar sem hún lærði við Slippery Rock University í Pennsylvaniu. 

Helga hélt m.a. einkasýningar í versluninni Epal árið 1992, tvær sýningar í Stöðlakoti í Reykjavík árin 1995 og 2000. Hún hélt einnig einkasýningu í The Clay Place Gallery í Pittsburgh í Bandaríkjunum árið 1998. Helga tók þátt í samsýningum í Listasafni Reykjavíkur og í Kairó, Egyptalandi árið 2000. Helga er búsett í Mosfellsbæ og er með vinnustofu í Álafosskvos.

Verk eftir Helgu Jóhannesdóttir í eigu Mosfellsbæjar: 
Nafn listaverks: Borð. 1992
Efni – aðferð: Jarðbrenndur steinleir, gler og málmur
Stærð: Borðplata: 65x85cm
Hæð borðs: 40 cm
Hvenær keypt: 1992
Staðsetning: Kjarni, 3. Hæð

Borð 1992
Nafn listaverks: Gnægtir
Efni - aðferð: Leir
Hvenær keypt: 1999
Annað:Gjöf frá Menningar og fræðslunefnd Mosfellsbæjar
við opnun leikskólans árið 1999. Verkið skírskotar til allra
þeirra hæfileika, möguleika og tækifæra sem barnið
í hverjum einstaklingi býr yfir.
Gnægtir 1999

 


Helga Thoroddsen er fædd í Reykjavík árið 1944. Hún vann með Myndlistarklúbbi Mosfellssveitar frá 1981 til 1992 undir leiðsögn Jóns Gunnarssonar listmálara. Myndlistarklúbbur Mosfellssveitar var stofnaður 1981. Klúbburinn hélt margar sýningar, m.a. í Hlégarði, Héraðsbókasafni Kjósarsýslu og Varmárskóla. Helga sótti einnig námskeið á vegum Kvenfélags Lágafellsskóknar í málaralist á áttunda áratugnum undir leiðsögn Sverris Haraldssonar, Gunnlaugs Stefáns Gíslasonar og Jóns Gunnarssonar. Einnig sótti hún námskeið í Myndlistaskóla Reykjavíkur.

 

Helga hélt einkasýningu í Héraðsbókasafninu í Mosfellsbæ árið 1986 og hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum með Myndlistarklúbbi Mosfellsveitar í Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar. Einnig tók hún þátt í samsýningu með bankastarfsmönnum á vegum Sambands Íslenskra bankamanna árið 1991. Helga er búsett í Mosfellsbæ.  

Verk eftir Helgu Thoroddsen í eigu Mosfellsbæjar:

Nafn listaverks: Garðskagaviti. 1986
Efni – aðferð: Vatnslitir
Stærð: 50.5x48.5 cm
Staðsetning: Bókasafn Mosfellsbæjar (eign safnsins)
Gjöf listamannsins til bókasafnsins í janúar 1987 
Garðskagaviti. 1986 

Hreinn Þorvaldsson er fæddur1922. Hann er frístundamálari og vann með Myndlistarklúbbi Mosfellsbæjar um nokkurt skeið, sem stofnaður var 1981. Klúbburinn hélt margar sýningar m.a. í Hlégarði, Héraðsbókasafni kjósarsýslu og Varmárskóla. Hreinn sótti einnig námskeið á vegum Kvenfélags Lágafellssóknar í málaralist á áttunda áratugnum undir leiðsögn Sverris Haraldssonar, Gunnlaugs Stefáns Gíslasonar og Jóns Gunnarssonar. Hreinn vann um árabil hjá Mosfellshreppi.

Verk eftir Hrein Þorvaldsson í eigu Mosfellsbæjar:

Nafn listaverks: Úr Mosfellsdal. 1981
Efni – aðferð: Olía á striga
Stærð: 112x176
Hvenær keypt: 1981
Staðsetning: Bókasafn Mosfellsbæjar - Listaverkageymsla 
Úr Mosfellsdal. 1981 
Nafn listaverks: Án titils
Efni – aðferð: Olía á striga
Staðsetning: Bókasafn Mosfellsbæjar - Listaverkageymsla
Gjöf frá Jóni M. Guðmundssyni á Reykjum 
Án titils 
Nafn listaverks: Varmárskóli.1980
Efni – aðferð: Olía á striga
Stærð: 74x125cm
Staðsetning: Varmárskóli, yngri deild (eign skólans)
Varmárskóli.1980 
Hringur Jóhannesson fæddist í Aðaldal árið 1932 og lést árið 1996. Hringur stundaði nám við Handíða- og myndlistaskólann í Reykjavík á árunum 1949-1952 og lauk þaðan teiknikennaraprófi. Hann þótti vera einn helsti fulltrúi ljóðræns nýraunsæis í íslenskri myndlist á sjöunda og áttunda áratugnum.

 

Sem myndlistarmaður starfaði hann við auglýsingagerð, bókaskreytingar, myndskreytingar fyrir dagblöð og tímarit auk hönnunar einkennismerkja og minnispeninga fyrir margvísleg félög og tilefni.

Á ferli sínum hélt hann rúmlega fimmtíu einkasýningar á verkum sínum hér á landi auk nokkurra í Danmörku. Þar að auki tók hann þátt í á áttunda tug samsýninga.
Verk eftir Hring eru meðal annars í eigu Listasafns Akureyrar, Listasafns ASÍ, Listasafns Borgarness, Listasafns Hafnarfjarðar, Listasafns Háskóla Íslands, Listasafns Húsavíkur, Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur og Nýlistasafnsins í Reykjavík.

Hringur hlaut starfslaun listamanna í eitt ár árið1982 og sex mánaða starfslaun hjá launasjóði myndlistarmanna í Reykjavík árið 1993.

Á ferli Hrings birtist víða umfjöllun um verk hans á síðum dagblaða og tímarita,  fjöldi viðtala í ljósvakamiðlum, auk þess sem skrifaðar hafa verið um hann námsritgerðir bæði við Myndlista-og handíðaskólann og Kennaraháskóla Íslands.

Nánari upplýsingar um listamanninn er að finna hjá  Upplýsingamiðstöð myndlistar.

Verk eftir Hring Jóhannesson í eigu Mosfellsbæjar: 

Nafn listaverks: Úr hljóðaklettum. 1986
Efni – aðferð: Pastellitir 
Stærð: 60x70 cm
Staðsetning: Íbúðir aldraðra að Hlaðhömrum (forstofa)

Verkið er gjöf frá Kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, á stofndegi Mosfellsbæjar 9. ágúst 1987 
Úr hljóðaklettum. 1986

Inga Elín Kristinsdóttir er fædd 1957. Hún stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík á árunum 1972 til 1974, og síðar við Myndlista- og handíðaskóla Íslands með hléum frá árinu 1974 til 1982. Árin 1983-1988 nam hún síðan leirlist og glerlist við Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn. Frá árinu 1989 hefur Inga Elín haldið fjölda einkasýninga á verkum sínum hér á landi auk þess að hafa haldið sýningu í London árið 1992. Að auki hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum.

Inga Elín hefur starfað í fulltrúaráði Sambands íslenskra myndlistarmanna og verið þar í stjórn á árunum 2000 til 2002. Hún starfaði sem myndmenntakennari í Mosfellsbæ um nokkurra ára  skeið og rak um árabil listhúsið Gallerí Inga Elín í Reykjavík. 

Ingu Elínu hafa hlotnast margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín, meðal annars var hún bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 1997.

Inga Elín á umm.is.

Verk eftir Ingu Elín í eigu Mosfellsbæjar:

Nafn listaverks: Kona. 1993
Efni – aðferð: Myndskreytt gler
Stærð: 43x32 cm
Hvenær keypt: 1994
Staðsetning: Bókasafn Mosfellsbæjar
Eign Bókasafns Mosfellsbæjar  
Kona 1993 
Nafn listaverks: Skál. 1992
Efni – aðferð: Myndskreytt glerskál
Stærð: 29x29 cm, 4.5 cm á hæð
Staðsetning: Bókasafn Mosfellsbæjar
Gjöf listamannsins til Bókasafns Mosfellsbæjar 
Skál. 1992 
Nafn listaverks: Þruma úr heiðskýru lofti. 1991
Efni – aðferð: Brætt myndskreytt gler
Stærð: 66x49 cm
Hvenær keypt: 1992
Staðsetning: Bókasafn Mosfellsbæjar - Listaverkageymsla
Þruma úr heiðskýru lofti. 1991 
Nafn listaverks: Varða
Efni – aðferð: Gler og steinsteypa
Stærð: 180 cm
Hvenær keypt: 1997
Staðsetning: Leikskólinn á Hlaðhömrum 
Varða 
Nafn listaverks: 
Efni – aðferð: Gler 
Stærð: 180 cm
Hvenær keypt: 1995
Staðsetning: Bókasafn Mosfellsbæjar
Gjöf bæjarstjórnar Mosfellsbæjar til Bókasafns Mosfellsbæjar 
Gjöf bæjarstjórnar Mosfellsbæjar til Bókasafns Mosfellsbæjar 

Ingibjörg Vigdís Friðbjörnsdóttir er fædd 1954. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1974. Þaðan lá leið hennar í Myndlista- og handíðaskóla Íslands þar sem hún stundaði nám með hléum til ársins 1978. Árin 1975 og 1977 stundaði hún nám við Myndlistaskólann í Reykjavík. Árið 1977 hélt hún til Árósa í Danmörku þar sem hún dvaldi í eitt ár við nám í Århus kunstakademi. Árið 1979 fór hún til Grænlands þar sem hún nam á Grafíska verkstæðinu í Nuuk í eitt ár. Árið 1983 lærði hún tækniteiknun í Iðnskólanum í Reykjavík.

Ingibjörg hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum bæði hér á landi og á Grænlandi.

Nánari upplýsingar um listamanninn er að finna hjá Upplýsingamiðstöð myndlistar.

Verk eftir Ingibjörgu Vigdísi Friðbjörnsdóttur í eigu Mosfellsbæjar:

Nafn listaverks: Næturdrottningin. 1987
Efni – aðferð: Olía á striga
Stærð: 125x95 cm
Hvenær keypt: 1992
Staðsetning: Bókasafn Mosfellsbæjar - Listaverkageymsla
Næturdrottningin 1987 

 

Magnús Kjartansson er fæddur 1949. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1969 til 1972 og hélt síðan utan til náms við Det Kongelige Danske Kunstakademi í Kaupmannahöfn. Þar dvaldi hann til ársins 1975.

Magnús hefur haldið hátt á annan tug einkasýninga á Íslandi auk þess að hafa haldið sýningar bæði í Svíþjóð og á Spáni. Hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og víða erlendis, allt frá Finnlandi til Brasilíu.

Verk eftir Magnús eru meðal annars í eigu Listasafns Íslands, Listasafns Háskóla Íslands, Hafnarborgar menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, Gerðarsafns, Listasafns Reykjavíkur og Sænsku nóbelakademíunnar.

Magnús hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín, meðal annars borið sigur úr býtum í alþjóðlegri samkeppni myndlistarnema í Luxemburg og menningarverðlaun DV fyrir myndlist árið 1986.

Nánari upplýsingar um listamanninn er að finna hjá Upplýsingamiðstöð myndlistar.

Verk eftir Magnús Kjartansson í eigu Mosfellsbæjar:

Nafn listaverks: Grettir og Glámur (Tímahjól). 1988
Efni – aðferð: Vatnslitir á pappír
Stærð: 110x83 cm
Hvenær keypt: 1992
Staðsetning: Varmárskóli, eldri deild 
Grettir og Glámur (Tímahjól). 1988 
Magnús Pálsson fæddist á Eskifirði árið 1929. Hann lauk stúdentsprófi árið 1948 og hélt utan ári síðar til myndlistanáms í Birmingham á Englandi. Árið 1953 kom hann heim og nam við Handíða- og myndlistaskólann í Reykjavík í eitt ár, eða til ársins 1954. Haustið 1955 fór hann til Vínarborgar þar sem hann nam við Academie für Angewandte Kunst í eitt ár.

Magnús hefur haldið á þriðja tug einkasýninga og tekið þátt í á fjórða tug samsýninga um allan heim. Magnús hefur starfað sem myndlistarkennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og kom þar á fót nýlistadeild í samvinnu við Hildi Hákonardóttur. Hann hefur einnig starfað sem gestakennari við ýmsa skóla í Hollandi og Noregi, auk þess að hafa sett á fót og rekið vinnustofur hér á landi, í Danmörku og Svíþjóð. Auk þess að vera myndlistarmaður hefur Magnús samið nokkur bókverk, leikverk og raddverk.

Verk eftir Magnús eru í eigu fjölmargra opinberra aðila, s.s. Íslandsbanka, Listasafns Háskóla Íslands, Listasafns Íslands, Kjarvalsstaða, Nýlistasafnsins, Snælandsskóla og Kunstbibliotek, Berlin.  

Verk eftir Magnús Pálsson í eigu Mosfellsbæjar

Nafn listaverks: Silfur Egils
Efni – aðferð: Leir 
Stærð: 300x180 cm
Staðsetning: Á suður vegg Varmárskóla, eldri deildar

Styrktaraðili: Listskreytingasjóður ríkisins 

Silfur Egils 
Nafn listaverks: Askur Yggdrasils. 1980
Efni – aðferð: Vatnslitir
Stærð: 68x54 cm
Hvenær keypt: 1980
Staðsetning: Bæjarskrifstofur 4. hæð í Kjarna 
Vantar mynd 
Magnús Tómasson er fæddur árið 1943. Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík hélt hann til Kaupmannahafnar þar sem hann stundaði nám við Konunglegu listaakademíuna.

Magnús var einn af frumkvöðlum SÚM hópsins sem var virkur á sjöunda áratugnum og olli straumhvörfum í íslenskri myndlist.

Árið 1999 efndi Mosfellsbær til samkeppni um gerð útilistaverks í Mosfellsbæ. Magnús Tómasson sigraði með tillögu sína að verkinu Hús tímans - hús skáldsins. Verkið byggir á grunnfleti sem er merki Mosfellsbæjar en upp af grunnfletinum rís hár turn úr málmi sem minnir á gotneska boga. Ef horft er á verkið að ofan má aftur greina merki bæjarins en inni í turninum hangir stór steinn í keðju sem nemur við sexhyrnt form sem stendur á grunnfletinum.

Verkið byggir á merki bæjarins í tvennum skilningi. Það er vísun í verk Halldórs Laxness, Hús skáldsins, en um leið er andartakið fangað með formunum inni í turninum sem tákna annars vegar fortíðina og hins vegar framtíðina.

Nánari upplýsingar um Magnús Tómasson má finna á slóð Listasafns Íslands 

Verk eftir Magnús Tómasson í eigu Mosfellsbæjar:

Nafn listaverks: Hús tímans - hús skáldsins. 2000
Efni – aðferð: Grjót og eir, meðhöndlaður með platínu.
Stærð: um 6 metrar
Hvenær keypt: 2000
Staðsetning: Stekkkjarflöt 
Hús tímans - hús skáldsins. 2000 
Margrét Ólafsdóttur er fædd 1941. Hún starfaði lengi með Myndlistarklúbbi Mosfellssveitar og er búsett í Mosfellsbæ. Klúbburinn var stofnaður 1981 og hélt margar sýningar m.a. í Hlégarði, Héraðsbókasafni Kjósarsýslu og Varmárskóla. Margrét sótti einnig námskeið á vegum Kvenfélags Lágafellssóknar í málaralist á áttunda áratugnum undir leiðsögn Sverris Haraldssonar, Gunnlaugs Stefáns Gíslasonar og Jóns Gunnarssonar.

Verk eftir Margréti Ólafsdóttur í eigu Mosfellsbæjar: 

Nafn listaverks: Baula. 1965
Efni – aðferð: Olía á striga
Stærð: 43x44 cm
Staðsetning: Bókasafn Mosfellsbæjar
Gjöf listamannsins til bókasafnsins 
Baula 1995 

Ólafur Már Guðmundsson er fæddur 1957. Hann útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1980. Hann hefur lengst af starfað á Ísafirði og haldið þar myndlistarsýningar, verið þar meðstofnandi að sýningarsalnum Slunkaríki og séð um rekstur salarins.

Ólafur Már hefur einnig starfað að ýmsum verkefnum tengdum myndlist, s.s. auglýsingahönnun og myndskreytingum, bæði sjálfstætt og á auglýsingastofum. Ólafur Már hefur tvívegis hlotið sýningarstyrki Menningarsjóðs félagsheimila vegna sýninga sinna. Ólafur var með vinnustofu í Álafosskvos.

Ólafur Már á umm.is.

Verk eftir Ólaf Má Guðmundsson í eigu Mosfellsbæjar:

Nafn listaverks: Jörð - Hvirfill. 1992
Efni – aðferð:Akrýl á striga
Stærð:73x200 cm
Staðsetning: Bókasafn Mosfellsbæjar
Keypt:1992 
Jörð - Hvirfill. 1992 

Ólöf Oddgeirsdóttir er fædd árið 1953. Hún lagði stund á myndlistarnám við Myndlistaskólann í Reykjavík og Handíða og myndlistaskóla Íslands á árunum 1989 til 1994. Frá árinu 1995 hefur Ólöf haldið fjölda sýninga á verkum sínum. 

Ólöf starfaði í sýningarnefnd FÍM, Félags íslenskra myndlistarmanna frá 1996 og var formaður sýningarnefndar 1997-1999.

Ólöf er búsett í Mosfellsbæ.

Ólöf Oddgeirsdóttir á umm.is.

Verk í eigu Mosfellsbæjar:

Nafn listaverks: Án titils. 1998
Efni – aðferð: Olíumálverk með gömlu ísaumsmunstri
Stærð: 130x170 cm
Hvenær keypt: 1998
Staðsetning: Lágafellsskóli
 
Án titils. 1998 
Nafn listaverks: Án titils
Efni - aðferð: Olía á striga
Stærð: Óþekkt
Hvenær keypt:
Staðsetning: Hlaðhamrar, Dvalarheimili aldraðra

Án titils 
Nafn listaverks: Án titils
Efni - aðferð: Olía á striga
Stærð: 120x170
Hvenær keypt:
Staðsetning: Hlaðhamrar, Dvalarheimili aldraðra

Án titils 
Nafn listaverks: Án titils
Efni - aðferð: Olía á striga
Stærð: 50x50
Hvenær keypt:
Staðsetning: Hlaðhamrar, Dvalarheimili aldraðra

Án titils 
Nafn listaverks: Án titils
Efni - aðferð: Olía á striga
Stærð: 50x50
Hvenær keypt:
Staðsetning: Hlaðhamrar, Dvalarheimili aldraðra

Án titils

 

Verk í eigu Mosfellsbæjar:

Nafn listaverks: Tölvuvírus 1982
Efni – Aðferð: Olía á tré
Stærð: 55x45 cm
Staðsetning: Kjarni, 3. hæð 
Tölvuvírus 1982 

Pétur Halldórsson er fæddur 1952. Hann stundaði nám í myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1969 til 1973 og hélt síðan til Bretlands þar sem hann nam við The Middlesex University of London á árunum 1975 til 1976.

Pétur hefur haldið á annan tug einkasýninga, bæði hér á landi og erlendis. Hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga.

Pétur hefur starfað sem kennari og prófdómari í Myndlista- og handíðaskóla Íslands.

Pétur Halldórsson á umm.is.

Verk í eigu Mosfellsbæjar:

Nafn listaverks: Þorp. 1992
Efni – aðferð: Olía á pappír og striga
Stærð: 205x140 cm
Hvenær keypt: 1993
Staðsetning: Bókasafn Mosfellsbæjar - Listaverkageymsla
Þorp 1992 
Ragnar Jónsson var fæddur 1917 í Nýjabæ á Stokkseyri. Hann lést árið 1996 og bjó í Mosellsbæ í ellefu ár, síðustu árin í íbúðum aldraðra að Hlaðhömrum. Ragnar starfaði með Myndlistarklúbbi Mosfellssveitar.

 


Verk eftir Ragnar Jónsson í eigu Mosfellsbæjar

Nafn listaverks: Án titils. 1985,1986,1987
Efni – aðferð: Olía á striga 
Hvenær keypt: Gjöf listamannsins til
Íbúða aldraðra að Hlaðhömrum
Staðsetning: Íbúðir aldraðra að Hlaðhömrum

Án titils. 1985,1986,1987 
Nafn listaverks: Án titils. 1985,1986,1987
Efni – aðferð: Olía á striga 
Hvenær keypt: Gjöf listamannsins til
Íbúða aldraðra að Hlaðhömrum
Staðsetning: Íbúðir aldraðra að Hlaðhömrum

Án titils. 1985,1986,1987 
Nafn listaverks: Án titils. 1985,1986,1987
Efni – aðferð: Olía á striga 
Hvenær keypt: Gjöf listamannsins til
Íbúða aldraðra að Hlaðhömrum
Staðsetning: Íbúðir aldraðra að Hlaðhömrum


Án titils. 1985,1986,1987 
Nafn listaverks: Án titils. 1985,1986,1987
Efni – aðferð: Olía á striga 
Hvenær keypt: Gjöf listamannsins til
Íbúða aldraðra að Hlaðhömrum
Staðsetning: Íbúðir aldraðra að Hlaðhömrum


Án titils. 1985,1986,1987 
Nafn listaverks: Án titils. 1985,1986,1987
Efni – aðferð: Olía á striga 
Hvenær keypt: Gjöf listamannsins til
Íbúða aldraðra að Hlaðhömrum.
Staðsetning: Íbúðir aldraðra að Hlaðhömrum


Án titils. 1985,1986,1987 
Nafn listaverks: Án titils. 1985,1986,1987
Efni – aðferð: Olía á striga 
Hvenær keypt: Gjöf listamannsins til Íbúða aldraðra að Hlaðhömrum
Staðsetning: Íbúðir aldraðra að Hlaðhömrum

Án titils. 1985,1986,1987 
Nafn listaverks: Án titils. 1985,1986,1987
Efni – aðferð: Olía á striga 
Hvenær keypt: Gjöf listamannsins til
Íbúða aldraðra að Hlaðhömrum
Staðsetning: Íbúðir aldraðra að Hlaðhömrum


Án titils. 1985,1986,1987 
Ragnar Lárusson er fæddur að Brúarlandi í Mosfellssveit 1935, sonur skólastjórahjónanna þar, Kristínar Magnúsdóttur og Lárusar Halldórssonar.
Að loknu prófi frá Gagnfræðaskólanum á Akranesi, settist Ragnar á skólabekk í Handíða- og myndlistaskólanum þar sem hann stundaði nám í myndlistardeild í tvo vetur.

Ragnar nam gullsmíði hjá Vali Fannar, gullsmiði og hefur gripið til smíðinnar annað veifið og smíðað módelhluti úr silfri. Ragnar sótti einnig námskeið í litógrafíu hjá Braga Ásgeirssyni listmálara.

 

Ragnar hefur samið og teiknað sjö bækur fyrir börn, bækurnar um Mola litla flugustrák. Ragnar gerði fyrstu "hreyfimyndirnar" sem birtust í íslenska sjónvarpinu, þættina um Valla víking. Fyrir það frumherjastarf hlaut hann viðurkenningu Bókasafnasjóðs höfunda vorið 2002.

Ragnar hefur myndskreytt margar bækur annarra höfunda. Um tíma gaf hann einnig út skopblaðið Spegilinn ásamt Ása í Bæ. Fyrstu sýningu á verkum sínum hélt Ragnar í Ásmundarsal við Freyjugötu í Reykjavík árið 1956. Siðan hefur Ragnar haldið margar sýningar á verkum sínum hér á landi og eina erlendis.

Verk eftir Ragnar Lárusson í eigu Mosfellsbæjar:
 
Nafn listaverks: Mannamyndir, Ástar-Brandur. 1980
Efni – aðferð: Sáldþrykk
Stærð: 43.5x31 cm
Staðsetning: Bókasafn Mosfellsbæjar
Gjöf listamannsins til bókasafnsins haustið 1985 

Mannamyndir, Ástar-Brandur. 1980 
Nafn listaverks: Mannamyndir. Guðmundur dúllari. 1980
Efni – aðferð: Sáldþrykk
Stærð: 43.5x31 cm
Staðsetning: Bókasafn Mosfellsbæjar
Gjöf listamannsins til bókasafnsins haustið 1985 

Mannamyndir. Guðmundur dúllari. 1980 
Nafn listaverks: Mannamyndir, Símon Dalaskáld. 1980
Efni – aðferð: Sáldþrykk
Stærð: 43.5x31 cm
Staðsetning: Bókasafn Mosfellsbæjar
Gjöf listamannsins til bókasafnsins haustið 1985 

Mannamyndir, Símon Dalaskáld. 1980
Nafn listaverks: Mannamyndir, Sæfinnur með 16 skó. 1980
Efni – aðferð: Sáldþrykk
Stærð: 43.5x31 cm
Staðsetning: Bókasafn Mosfellsbæjar
Gjöf listamannsins til bókasafnsins haustið 1985 

Mannamyndir, Sæfinnur með 16 skó. 1980 
Nafn listaverks: Frummynd af lágmynd sem er á minnisvarða
Lárusar Halldórssonar og Kristínar Magnúsdóttur. 1960
Efni – aðferð: Gifs
Stærð: 34x36 cm
Staðsetning: Kennarastofa Varmárskóla, yngri deild 

Frummynd af lágmynd sem er á minnisvarða Lárusar Halldórssonar og Kristínar Magnúsdóttur. 1960 
Nafn listaverks: Hálfdán Helgason prestur á Mosfelli. 1956
Efni – aðferð: Pastellitir 
Stærð: 64x50 cm
Staðsetning: Kennarastofa Varmárskóla, yngri deild
Gjöf frá Lárusi Halldórssyni skólastjóra 

Hálfdán Helgason prestur á Mosfelli. 1956 
Nafn listaverks: Skólastjórahjónin Lárus Halldórsson
og Kristín Magnúsdóttir. 1985
Efni – aðferð: Lágmynd úr kopar á háum stöpli
Stærð: Lágmynd: 33.5x35.5 cm. Hæð stöpuls: 185 cm 
Staðsetning: Við Varmárskóla, yngri deild.
Verkið er gjöf frá nemendum og vandamönnum þeirra hjóna.
Minnisvarðinn var afhjúpaður 16. september 1985 

Skólastjórahjónin Lárus Halldórsson og Kristín Magnúsdóttir. 1985 
Nafn listaverks: Án titils. 1984-1985 
Efni – aðferð: Olía á striga
Stærð: 90x110 cm 
Staðsetning: Kjarni, 4.hæð
Gjöf frá listamanninum til bæjarins í tilefni stofnunar
listaverkasjóðs á stofndegi Mosfellsbæjar þann 9. ágúst 1987 
 

Án titils. 1984-1985  
Nafn listaverks: Án titils. 1988
Efni – aðferð: Gvasslitir
Stærð: 50x62 cm
Hvenær keypt: 1988 - Unnið sérstaklega
fyrir Tónlistarskólann í Mosfellsbæ
Staðsetning: Tónlistarskóli Mosfellsbæjar 

Án titils. 1988 
Nafn listaverks: Án titils. 1988
Efni – aðferð: Gvasslitir
Stærð: 50x65 cm
Hvenær keypt: 1988 - Unnið sérstaklega
fyrir Tónlistarskólann í Mosfellsbæ
Staðsetning: Tónlistarskóli Mosfellsbæjar (eign skólans)


Án titils. 1988 
Nafn listaverks: Án titils. 1988
Efni – aðferð: Vatnslitir
Stærð: 42x60 cm
Staðsetning: Tónlistarskóli Mosfellsbæjar

Án titils. 1988 

Rósa Ingólfsdóttir er fædd 1946. Hún lagði stund á nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist úr auglýsingadeild árið 1963. Eftir það tók við nám við Leiklistarskóla Þjóðleikhússins sem lauk með útskrift árið 1972. Hún stundaði einnig söngnám við Söngskólann í Reykjavík undir leiðsögn Guðrúnar Á. Símonardóttur veturinn 1972-1973.

Rósa var fastráðinn teiknari Ríkissjónvarpsins árið 1968 og starfaði þar allt til ársins 1997. Rósa hefur síðan þá stundað ýmis störf tengd auglýsinga- og markaðssetningu, auk stundakennslu við Iðnskólann í Reykjavík.

Rósa hefur haldið sýningar víðs vegar um landið, meðal annars á hringferð um landið árið 1997 á vegum menntamálaráðuneytisins þar sem hún sýndi verk sín í myndlistarsölum víða um land.

Verk eftir Rósu eru meðal annars í eigu Reykjavíkurborgar, Fjármálaráðuneytisins, Á.T.V.R., Landsvirkjunar, Kaupþings, Seðlabankans, Verslunarráðs og Hótel Ísafjarðar.

Verk eftir Rósu Ingólfsdóttur í eigu Mosfellsbæjar:

Nafn listaverks: Iðnaður. 1991
Efni – aðferð: Silkiprent
Stærð: 70x90 cm
Hvenær keypt: 1992
Staðsetning: Bókasafn Mosfellsbæjar - Listaverkageymsla 
Iðnaður. 1991 
Nafn listaverks: Óðurinn til krónunnar. 1981
Efni – aðferð: Silkiprent
Stærð: 70x90 cm
Hvenær keypt: 1992
Staðsetning: Bókasafn Mosfellsbæjar - Listaverkageymsla
Óðurinn til krónunnar. 1981 

 

Sigrún Ó. Einarsdóttir glerlistamaður er fædd 1952. Hún stundaði nám í teikninga- og grafíkdeild við Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn árin 1973 -1974. Árin 1974 - 1979 nam hún við keramik- og glerdeild sama skóla. Árið 1997 sótti hún námskeið við Haystack Mountain School of Crafts í Maine í Bandaríkjunum.

Sigrún hefur frá árinu 1982 rekið glerblástursverkstæðið Gler í Bergvík. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í á fjórða tug samsýninga um allan heim.

Fjölmörg verk eftir Sigrúnu eru í opinberri eigu, sem og í eigu innlendra og erlendra safna. Sigrún hefur einnig hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín. Sigrún býr og starfar í Bergvík á Kjalarnesi.

Nánari upplýsingar um listamanninn er að finna á vef  Upplýsingamiðstöðvar myndlistar


Sören S. Larsen var fæddur 1946. Hann nam við leirlistadeild Kunsthåndværkerskolen í Kaupmannahöfn árin 1967 til 1971. Árið 1997 sótti hann námskeið við Haystack Mountain School of Crafts  í Maine fylki í Bandaríkjunum.

Árin 1971 til 1980 starfaði Sören við kennslu í Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn eða þar til hann fluttist til Íslands. Þá var hann umsjónarkennari í keramikdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands frá árinu 1980 til ársins 1984.  Frá árinu 1982 rak hann glerblástursverkstæðið Gler í Bergvík ásamt Sigrúnu Ó. Einarsdóttur. Sören lést árið 2003.

Nánari upplýsingar um listamanninn er að finna á vef  Upplýsingamiðstöðvar myndlistar

Verk eftir Sören Larsen í eigu Mosfellsbæjar

Nafn listaverks: Glersúla
Efni – Aðferð: Gler
Staðsetning: Kjarni, 4. hæð
Gjöf frá Kjalarnes- og Kjósarhreppum á stofndegi Mosfellsbæjar 9. ágúst 1987
Mynd vantar
Sigurður Þórólfsson er fæddur árið 1939. Hann fékk áhuga á gullsmíði snemma á áttunda áratungnum og smíðaði fyrsta stykkið sitt árið 1972. Sigurður er að mestu sjálfmenntaður í faginu en naut leiðsagnar Sigmars Maríussonar og Stefáns B. Stefánsonar gullsmiða þegar á þurfti að halda. Sigurður lauk sveinsprófi í gullsmíði árið 1992.

Sigurður hélt fyrstu einkasýningu sína í Hlégarði árið 1987 í boði menningarmálanefndar Mosfellsbæjar. Síðan þá hefur Sigurður haldið fjölmargar einkasýningar. Hann hefur einnig tekið þátt í samsýningum og unnið til verðlauna í alþjóðlegum samkeppnum. Verk eftir Sigurð í eru meðal annars í eigu Forsetaembættisins.

Verk eftir Sigurð Þórólfsson í eigu Mosfellsbæjar:
  
Nafn listaverks: Liljur vallarins 1993
Efni – aðferð: Silfur og slípað blágrýti
Stærð: 30x15 cm
Hvenær keypt: 1993
Staðsetning: Kjarni, 4. hæð 
Liljur vallarins 1993 
Nafn listaverks: Tunglið, tunglið 1993
Efni – aðferð: Silfur og slípað blágrýti
Stærð: 30x15 cm
Hvenær keypt: 1993
Staðsetning: Kjarni, 4. hæð 
Tunglið, tunglið 1993 

 

Sjöfn er fædd í Reykjavík 1949 og bjó á höfuðborgarsvæðinu til haustsins 1994 er hún flutti austur á hérað.

Hún stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1982-1986 og útskrifaðist úr málaradeild. Auk þess nam hún áður tvo vetur við Myndlistarskóla Reykjavíkur, einn vetur við Listaskólann Myndsýn, sem Einar Hákonarson stjórnaði, og síðan nokkra vetur hjá Sverri Haraldssyni listmálara.  

Verk eftir Sjöfn Eggertsdóttur í eigu Mosfellsbæjar:
 
Nafn listaverks: Kindur í landslagi. 1990
Efni – aðferð: Olía á striga 
Stærð: 80x100 cm
Hvenær keypt: 1992
Staðsetning: Varmárskóli, eldri deild
Kindur í landslagi. 1990
Sólveig Eggerz Pétursdóttir er fædd 1925. Hún stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík á stríðsárunum. Árið 1946 fór hún til London og nam þar við Heatherly School of fine arts. Henni bauðst námsstyrkur við annan skóla í Bretlandi,  en hún gifti sig þetta ár og flutti til Íslands. Foreldrar hennar bjuggu í Þýskalandi og var hún því mikið á faraldsfæti. Hún notaði tækfærið til þess að sækja námskeið á ferðum sínum og fékk tækifæri til að halda sýningar víða um heim. Sólveig hélt meðal annars myndlistarsýningar í Gallerí Hilton í London, tvær sýningar í Baden Baden og eina í Hannover í Þýskalandi. Hún hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýningum í Kaupmannahöfn. Mörg verka hennar eru í opinberri eigu og í eigu safna erlendis.


Verk eftir Sólveigu Eggerz Pétursdóttur í eigu Mosfellsbæjar: 

Nafn listaverks: Án tiltils. 1989
Efni – aðferð: Vatnslitir
Stærð: 57x73 cm
Hvenær keypt: 1989
Staðsetning: Kjarni, 3. hæð 
Án titils. 1989 
Nafn listaverks: Án titils. 1989
Efni – aðferð: Vatnslitir 
Stærð: 
Hvenær keypt: 1989
Staðsetning: Kjarni, 4. hæð 
Án titils. 1989 
Nafn listaverks: Án titils. 1989
Efni – aðferð: Vatnslitir 
Stærð: 44x60 cm
Hvenær keypt: 1989
Staðsetning: Varmárskóli, yngri deild. 
Án titils. 1989 

 


Steinunn Marteinsdóttir er fædd 1936 á Hulduhólum Hún nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1956 til 1957. Þá hélt hún til þriggja ára náms í Þýskalandi við Hochschule für bildende Künste þaðan sem hún lauk námi árið 1960. Árið 1987 dvaldi hún í París þar sem hún starfaði í Kjarvalsstofu. Hún dvaldi einnig í norrænni gestavinnustofu í Finnlandi árið 1991.

Steinunn er einn af stofnendum Leirlistarfélagsins og sat í stjórn þess á árunum 1981 til 1989.

Steinunn er með vinnustofu á heimili sínu að Hulduhólum í Mosfellsbæhefur, þar sem hún hefur haldið fjölda sýninga á eigin verkum og annarra. Steinunn hefur haldið á annan tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga víða um heim frá árinu 1961.

Nánari upplýsingar um listamanninn er að finna hjá Upplýsingamiðstöð myndlistar

Verk eftir Steinunni Marteinsdóttur í eigu Mosfellsbæjar:

Nafn listaverks: Á brattann. 1984 
Efni – aðferð: Leir - postulín 
Stærð: 95x73 cm 
Staðsetning: Íbúðir aldraðra að Hlaðhömrum 
Á brattann. 1984  
Nafn listaverks: Til ljóssins. 1984-1987
Efni – aðferð: Postulín 
Stærð: 84x100 cm 
Staðsetning: Kjarni
Gjöf frá Kvenfélagi Lágafellssóknar til Mosfellsbæjar 9. ágúst 1987 
 
Til ljóssins. 1984-1987 
Nafn listaverks: Vatnasvíta 1992
Efni – aðferð: Steinleir 
Hvenær keypt: Nóvember 1992
Staðsetning: Kjarni  
Vatnasvíta 1992 
Nafn listaverks: Út um víðan sjó. 2000 - 2002 
Efni - aðferð: Olía á striga
Staðsetning: Þjónustuver í Kjarna
Gjöf listamannsins til bæjarfélagsins árið 2003
 
Út um víðan sjó. 2000 - 2002  
Nafn listaverks: Allir synda vel
Efni - aðferð: Olía á striga
Stærð: 70 x 140
Staðsetning: Lágafellsskóli 

Allir synda vel 
Nafn listaverks: Vasi
Efni - aðferð: Leir
Staðsetning: Þjónustuver í Kjarna
Gjöf listamannsins til bæjarfélagsins árið 2003
Vasi 
Sverrir Haraldsson var fæddur 1930. Hann lést 1985. Sverrir nam myndlist við Handíða- og myndlistaskólann í Reykjavík á árunum 1946 til 1949. Hann dvaldi við nám í París í Frakklandi frá 1952 til 1953 og síðar í Þýskalandi við nám í Hochschule fűr bildende Kűnste í Berlín á árabilinu 1957 til 1960.

Sverrir var kennari við Handíða- og myndlistaskólann með hléum frá árinu 1949 til 1956. Þá kenndi hann við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1960 til 1962 og síðar hjá hinum ýmsu listafélögum til ársins 1984.

Sverrir hélt margar einkasýningar á ferli sínum auk þess að taka þátt í fjölda samsýninga hér heima og víða um Evrópu. Árið 1997, á tíu ára afmæli Mosfellsbæjar, var haldin sýningin Sverrir Haraldsson, sýnishorn úr ævistarfi, í Gallerí Hulduhólum á vegum Gallerís Hulduhóla og Mosfellsbæjar.

Sverrir var meðlimur í FÍ M – Félagi íslenskra myndlistarmanna og hlaut alloft listamannalaun.

Nánari upplýsingar um listamanninn er að finna hjá Upplýsingamiðstöð myndlistar.  

 

Listaverk eftir Sverri Haraldsson í eigu Mosfellsbæjar
 
Nafn listaverks: Flosagjá. 1977
Efni – aðferð: Olía á striga 
Stærð: 80x100 cm
Hvenær keypt: 1977
Staðsetning: Íbúðir aldraðra að Hlaðhömrum 
Flosagjá. 1977 
Thor Vilhjálmsson fæddist 12. ágúst 1925 í Edinborg í Skotlandi. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið1944. Hann nam við norrænudeild Háskóla Íslands á árunum 1944-1946, við Háskólann í Nottingham í Englandi 1946-1947 og við Sorbonne-háskóla í París 1947-1952.

Ónefnt

Tolli er fæddur í Reykjavík árið 1953. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann árin 1978-1983 og lauk þaðan prófi úr nýlistadeild. Hann nam ennfremur við Hochskule für bildende Künste í Vestur-Berlín árin 1983-1984.

Tolli hefur haldið fjölmargar einkasýningar hér á landi og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Hann er með vinnustofu í Álafosskvos í Mosfellsbæ.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu listamannsins.

Verk eftir Tolla í eigu Mosfellsbæjar:
 
Nafn listaverks: Meistarinn og lærisveinninn.
Efni – aðferð: Olíumálverk
Stærð:
Hvenær keypt: 
Staðsetning: Varmárskóli, eldri deild

Meistarinn og lærisveinninn. 
Nafn listaverks: Tvennir tímar. 1984
Efni – aðferð: Olía á striga 
Stærð: 170x120 cm
Hvenær keypt: Nóvember 1992
Staðsetning: Hlégarður (stóri salur)
 
Tvennir tímar. 1984 
Nafn listaverks: Vegurinn. 1992
Efni – aðferð: Olía á striga 
Stærð: 160x140 cm
Hvenær keypt: 1992
Staðsetning: Hlégarður

Vegurinn. 1992 
Nafn listaverks: Upphaf sögunnar. 1990
Efni – aðferð: Olía á striga 
Stærð: 200x300 cm
Hvenær keypt: 1991
Staðsetning: Bókasafn Mosfellsbæjar, Kjarna


Upphaf sögunnar. 1990 
Nafn listaverks: Tveir fiskar og auga mánans
Efni – aðferð: Grafík
Stærð: 98x77 cm
Hvenær keypt: 
Staðsetning: Varmárskóli, yngri deild.


Tveir fiskar og auga mánans 
Nafn listaverks: Himinn, jörð og haf. 1990
Efni – aðferð: Grafík
Stærð: 75x54 cm
Hvenær keypt:
Staðsetning:
Kjarni, 3. hæð
Gjöf listamannsins til félagsmálastofnunar Mosfellsbæjar

Himinn, jörð og haf. 1990 
Nafn listaverks: Neptún. 1990
Efni – Aðferð: Grafík
Stærð:
Hvenær keypt:
Staðsetning: Áhaldahús Mosfellsbæjar

Neptún. 1990 
Nafn listaverks: Neptún. 1990
Efni - Aðferð: Grafík
Stærð: 
Hvenær keypt:
Staðsetning: Áhaldahús Mosfellsbæjar

Neptún. 1990 
Nafn listaverks: Fiskisagan flýgur (úr períódunni Sögur af landi)
Efni - aðferð: Olía
Stærð: 130 x 140
Hvenær keypt:
Staðsetning: Kjarni, 3. hæð.

Fiskisagan flýgur (úr períódunni Sögur af landi) 
Þóra Sigurþórsdóttir fædd 1958. Hún lauk prófi úr keramikdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1989. Þóra hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum bæði hér á landi og erlendis. Hún er búsett í Mosfellsbæ og starfrækir vinnustofu að Hvirfli í Mosfellsdal.

 

Verk eftir Þóru Sigurþórsdóttur í eigu Mosfellsbæjar 
Nafn listaverks: Þrír kóngar. 1992
Efni – Aðferð: Postulín og steinleir
Stærð: 54 cm, 55cm, 56 cm
Hvenær keypt: 1992
Staðsetning: Hlégarður
Þrír kóngar. 1992 


Þórdís Alda Sigurðardóttir er fædd 1950. Hún lærði við Myndlistarskólann í Reykjavík frá 1977 til 1979 og hélt áfram námi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands frá 1980-1984. Þaðan hélt hún til Þýskalands þar sem hún nam við Staatliche Akademice der bildenden Kunste í Stuttgart.
 
Þórdís Alda hefur unnið margvísleg störf í tengslum við myndlistina. Hún hefur haldið fyrirlestra um myndlist, kennt við Myndlistaskólann í Reykjavík og unnið margvísleg félagsstörf.
 
Þórdís Alda hefur haldið fjölda einkasýninga hér á landi og tekið þátt í samsýningum víða um heim. Hún er félagi í Myndhöggvarafélagi Reykjavíkur og Sambandi íslenskra myndlistarmanna.

Nánari upplýsingar um listamanninn er að finna á heimasíðu Upplýsingamiðstöðvar myndlistar.

Verk eftir Þórdísi Öldu Sigurðardóttur í eigu Mosfellsbæjar 
Nafn listaverks: Leið 1991
Efni – aðferð: Steinsteypa og kopar
Stærð: 175 cm
Hvenær keypt: 1992
Staðsetning: Kjarni, þriðja hæð 
Leið 1991 
Örn er fæddur 1948. Hann nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands frá árinu 1966 til 1970. Þá hélt hann til Svíþjóðar þar sem hann dvaldi frá 1971 til 1972 við nám í Konstskolan í Stokkhólmi.

Örn hefur unnið margvísleg störf í tengslum við myndlistina. Hann hefur starfað við uppsetningu sýninga fyrir Norræna húsið og hannað verðlaunagripi fyrir Menningarverðlaun DV árið 1989 og Forsetaverðlaun Útflutningsráðs árið 1991. Hann hefur sinnt myndlistarkennslu, rekið sýningarsali og unnið margvísleg félagsstörf, meðal annars verið formaður Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík og formaður sýningarnefndar Félags íslenskra myndlistarmanna.

Örn hefur haldið á annan tug einkasýninga frá árinu 1977 og tekið þátt í fjölda samsýninga. Verk eftir Örn eru meðal annars í eigu Listasafns ASÍ, Listasafns Háskóla Íslands, Listasafns Íslands og Listasafns Kópavogs. Verk eftir Örn í opinberri eigu eru hátt á annan tug.

Örn hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín og alloft hlotið listamannalaun. 

Nánari upplýsingar um listamanninn eru á vef Upplýsingamiðstöðvar myndlistar.