Fyrir fjölmiðla

Tengiliður

Arnar Jónsson, arnar[hja]mos.is, forstöðumaður Þjónustu- og samskiptadeildar, heldur utan um samskipti við fjölmiðla.

Hönnunarstaðall

Notkun merkis Mosfellsbæjar er heimil til að auðkenna kynningarefni, fasteignir, verkefni og framkvæmdir sveitarfélagsins sjálfs. 

Auk þess er íþrótta- og tómstundafélögum og góðgerðarsamtökum sem starfa í Mosfellsbæ heimilt að nota merkið, enda sé uppruni þess sem merkja á ljós. 

Fyrir alla aðra notkun skal leita heimildar og leiðsagnar hjá Þjónustu- og samskiptadeild Mosfellsbæjar.

 

Gagnaaðgengi

Aðgangur að gögnum og upplýsingum tekur mið af upplýsingalögum nr. 50/1996 þar sem kveðið er á um að upplýsingar skuli að öllu jöfnu vera aðgengilegar. Það meginákvæði og sú almenna regla um opna stjórnsýslu sem fram kemur í 16. grein sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, um að fundir sveitarstjórna skuli haldnir fyrir opnum dyrum, auk annarra laga sem varða stjórnsýslu og meðferð persónuupplýsinga, eru undirstaða þeirra ákvæða sem finna má í stefnu þessari og takmarka aðgengi að upplýsingum eftir því sem við á hverju sinni. Hér má ennfremur vísa t.d. til nokkurra greina stjórnsýslulaga nr. 37/1993, s.s. 7. gr. um leiðbeiningarskyldu og 15.-17. gr. sömu laga um upplýsingarétt.

Fréttatilkynningar

Fréttamynd15/05/20

Ársreikningur Mosfellsbæjar staðfestur á fundi bæjarstjórnar

Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2019 var staðfestur á fundi bæjarstjórnar, miðvikudaginn 13. maí, og sýnir að Mosfellsbær stendur sem fyrr styrkum fótum.
22/04/20

Rekstur Mosfellsbæjar gekk vel á árinu 2019

Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2019 var lagður fram á fundi bæjarráðs í dag, miðvikudaginn 22. apríl, og sýnir að Mosfellsbær stendur sem fyrr styrkum fótum. Rekstrarniðurstaða ársins er...
31/10/19

Gert ráð fyrir 350 m.kr. afgangi á rekstri Mosfellsbæjar árið 2020

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2020 og næstu þrjú ár þar á eftir var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 30. október.
Skoða fréttasafn