Lýðræði

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti lýðræðisstefnu sveitarfélagsins í október árið 2011. Mosfellsbær var eitt af fyrstu sveitarfélögunum á landinu að samþykkja slíka stefnu. 

Stefnan var samin af þverpólitískri lýðræðisnefnd sem var sérstaklega sett saman um það verkefni. Nefndin kallaði marga að borðinu bæði íbúa Mosfellsbæjar og sérfræðinga í lýðræðismálum. 

Haldnir voru opnir fundir og gerðar kannanir og stefnan er því afrakstur samvinnu íbúa, starfsfólks og fulltrúa þeirra flokka sem eiga sæti í bæjarstjórn.

Leiðarljós lýðræðisstefnu er að virkja íbúa til þátttöku í málefnum og stefnumótun sveitarfélagsins og tryggja þannig aukna þátttöku þeirra í ákvarðanatöku og mótun nærumhverfis síns . Þannig skal stuðlað að virku íbúalýðræði sem leiðir af sér sátt um stefnumótun og ákvarðanir sveitarfélagsins.

Eftir að lýðræðisnefndin var lögð niður fer bæjarráð með málefni lýðræðisstefnunnar en Arnar Jónsson, arnar[hja]mos.is, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar tekur við fyrirspurnum og heldur utan um aðgerðaráætlun sem samþykkt er til tveggja ára í senn. 

 

Lýðræðisstefna

Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar var fyrst samþykkt árið 2011 og svo endurskoðuð í heild sinni árið 2015. Lýðræðisstefnan byggir á heildarstefnu Mosfellsbæjar og byggt er á gildum sveitarfélagsins sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja. 

 

Þjónusta sveitarfélaga - Mosfellsbær