Þjónusta sveitarfélaga 2019

Mosfellsbær er á verðlaunapalli í könnun Gallup á þjónustu sveitarfélaga árið 2019. Gallup kannar árlega þjónustu sveitarfélaga og mælir þannig viðhorf íbúa til þjónustu í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Að venju er Mosfellsbær í efstu sætum og yfir landsmeðaltali í öllum málaflokkum utan eins þar sem sveitarfélagið er jafnt öðrum sveitafélögum.

Á árinu 2019 var Mosfellsbær í þriðja sæti þegar lagt er mat á sveitarfélagið sem stað til að búa á og reyndust 92% aðspurðra frekar eða mjög ánægðir. Meðaleinkunnin hækkar úr 4,4 í 4,5 á milli ára hjá Mosfellsbæ sem staðsetur bæinn á meðal þriggja hæstu sveitarfélaganna sem öll eru með sömu einkunn.