Samgöngur

Mosfellsbær er eitt af 7 sveitafélögum á höfuðborgarsvæðinu sem reka Strætó bs. með það að markmiði að veita almenna þjónustu á sviði almenningssamgangna.

Hægt er að kaupa strætókort og strætómiða á vef Strætó og hjá Íþróttamiðstöðvunum að Varmá og Lágafelli.

Nánari upplýsingar á vef Strætó:

Strætó til og frá Mosfellsbæ

  •  Leið 7: Spöngin > Barðastaðir > Helgafellsland > Leirvogstunga.
  • Leið 15: Mosfellsbær > Ártún > Hlemmur > Vesturbær.
  • Leið 27: Háholt > Laxnes > Háholt.
    Ath. pöntunarþjónusta sem verður að panta a.m.k. 60 mín. fyrir brottför í síma: 588-5522.
  • Leið 29: Háholt > Kjalarnes.
    Ath. pöntunarþjónusta sem verður að panta a.m.k. 30 mín. fyrir brottför í síma: 588-5522.
  • Leið 57: Akureyri > Sauðárkrókur > Blönduós > Borgarnes > Akranes > Háholt > Reykjavík.
  • Leið 106 (næturstrætó): Spöngin > Mosfellsbær > Háholt.

 

Hjólaskýli í Háholti

Hjólreiðaskýlið eykur möguleika almennings á að nýta sér hjólreiðar innanbæjar. Til dæmis er hægt að geyma hjólið sitt í skýlinu og nýta almenningssamgöngur til ferða til og frá Mosfellsbæ.