Menningarverkefnið NART í tengslum við rafræna vinabæjarráðstefnu 2021

Mosfellsbær er hluti af vinabæjarkeðju með Thisted í Danmörku, Uddevalla í Svíþjóð, Skien í Noregi og Loimaa í Finnlandi og eru vinabæjarmót haldin annað hvert ár til skiptis í bæjunum. Til stóð að Loimaa í Finnlandi héldi ráðstefnuna sumarið 2020 en í ljósi heimsfaraldurs var henni frestað. 

Ráðstefnan verður dagana 1. - 2. júní 2021 og verður rafræn í fyrsta skiptið.

Samhliða ráðstefnunni verður menningarverkefnið NART (Nordic Art) og verður það einnig rafrænt eins og ráðstefnan.

NART menningarverkefni á vinabæjarráðstefnu í Mosfellsbæ 2018.

NART 2021 er ætlað að tengja saman fagfólk innan sjón- og tónlistar frá vinabæjunum fimm.

Tveir listamenn innan sjónlistar (e. visual arts) og tónlistar (e. music sound) verða valdir frá hverjum vinabæ til að taka þátt í verkefninu.

Það listafólk sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu fyrir hönd Mosfellsbæjar getur sent inn skriflega umsókn á skipuleggjendur í Finnlandi í gegnum netfangið taidetalo@loimaa.fi eða á netfang Mosfellsbæjar mos@mos.is.

Ekki er um ákveðið umsóknarform að ræða heldur hafa umsækjendur frjálsar hendur með framsetningu.

Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2021. 


Nánari upplýsingar um verkefnið:

Menningarverkefnið verður rafrænt og mun listafólkið vinna hvert fyrir sig að heiman í tvo daga, 1. og 2. júní, og deila svo útkomunni rafrænt með skipuleggjendum verkefnisins í Loimaa í Finnlandi.

Listafólkið mun funda tvisvar til þrisvar öll saman rafrænt yfir þessa tvo daga og ná þannig að kynnast og ræða NART verkefnið í sameiningu.

Þema ráðstefnunnar og þar með verkefnisins er Small Cities in the Urbanizing World.

Listafólkið er beðið um að velja eitt af eftirfarandi sjónarmiðum: 

  1. Vistfræðilega kosti/sjálfbæra þróun.
  2. Mannúð/Húmanisma.
  3. Annað? Listafólkið er vinsamlegast beðið um að deila hugmyndum sínum með skipuleggjendum í upphafi vinnunnar til að tryggja að allir séu á svipaðri braut varðandi útkomuna.

Skipuleggjendur hvetja listafólkið einnig til að prófa eitthvað nýtt og spennandi í verkum sínum. Eitthvað sem þau hafa ekki prófað áður. Það getur jafnvel verið smáatriði, eitthvað algjörlega nýtt eða jafnvel eitthvað þar á milli.

Upplifunin verður sameiginleg fyrir allt listafólkið og því er mikilvægt að  geta rætt saman og deilt hugmyndum með öllum hópnum í gegnum rafræna fundi.

Loka útkomunni þarf að deila annaðhvort með hljóðupptöku (wav. / mp3) eða á myndrænu formi (.pdf)

Mismunun eða kynþáttahatur verði ekki látið viðgangast í tengslum við verkefnið.

Skipuleggjendur í Loimaa mun safna saman verkum alls listafólksins og setja saman í eitt myndband þar sem listafólkið og verkin þeirra verða kynnt. Einnig verður niðurstaða samtala á rafrænu fundunum til hliðsjónar þ.e. vonir, gildi, undirstöður og hugmyndir o.s.frv.

Loka niðurstöðunni verður deilt eins víða og hægt er í gegnum samfélagsmiðla og aðra miðla. Til að mynda stefna skipuleggjendur að hámarks dreifingur á sínu svæði í Loimaa sem er hluti af suð-vestur Finnlandi en einnig til stærri miðla. Þá verða allir vinabæirnir beðnir um að deila myndbandinu í gegnum sína miðla.


NART gefur listafólkinu tækifæri á:

  • Faglegum og alþjóðlegum sýnileika í fimm norðurlöndum.
  • Alþjóðlegri rafrænni upplifun.
  • Stækka tengslanetið með samskiptum við listafólk frá vinabæjunum fimm.
  • Möguleika á því að færa list viðkomandi meira í áttina að sjálfbærni og mannúð.


Upplýsingar um verkefnið má finna á vef Mosfellsbæjar, mos.is/nart.

Nánari upplýsingar veitir Hugrún Ósk Ólafsdóttir, hugrun@mos.is.