Álagning gjalda

Útsvar og fasteignagjöld

Útsvarsprósenta árið 2020 er 14,48%.

 

Álagning fasteignagjalda í Mosfellsbæ 2020

Álagning fasteignagjalda byggir á gildandi fasteignamati allra fasteigna eins og það er í janúar ár hvert. Álagning fasteignagjalda fer fram á vegum fjármáladeildar Mosfellsbæjar sem einnig hefur umsjón með leiðréttingum, reikningagerð og innheimtu. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á 750. fundi sínum að álagning fasteignagjalda 2020 verði sem hér segir:

 

Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis: A - skattflokkur

Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum.

 • Fasteignaskattur A = 0,207% af fasteignamati húss og lóðar.
 • Vatnsgjald = 0,070% af fasteignamati húss og lóðar.
 • Fráveitugjald = 0,105% af fasteignamati húss og lóðar.
 • Lóðarleiga A = 0,316% af fasteignamati lóðar
 • Sorphirðugjald = kr. 29.725 pr. íbúð.

 

Fasteignagjöld stofnana: B - skattflokkur

Sjúkrastofnanir samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, skólar, heimavistir, leikskólar, íþróttahús og bókasöfn.

 • Fasteignaskattur B = 1,320% af fasteignamati húss og lóðar.
 • Vatnsgjald = 0,070% af fasteignamati húss og lóðar.
 • Fráveitugjald = 0,105% af fasteignamati húss og lóðar.
 • Lóðarleiga B = 1,100% af fasteignamati lóðar.

 

Fasteignagjöld annars húsnæðis: C - skattflokkur

Aðrar fasteignir en falla undir A og B flokk t.d. verslanir, iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði.

 • Fasteignaskattur C = 1,585% af fasteignamati húss og lóðar.
 • Vatnsgjald = 0,070% af fasteignamati húss og lóðar.
 • Fráveitugjald = 0,105% af fasteignamati húss og lóðar.
 • Lóðarleiga = C 1,100% af fasteignamati lóðar.

 

Yfirlit yfir gildandi gjaldskrár Mosfellsbæjar má finna á mos.is/gjaldskrar.

 

Birting álagningar, gjalddagar og greiðsla fasteignagjalda

Álagning er birt rafrænt á island.is og í Íbúagátt Mosfellsbæjar en jafnframt er hægt að óska eftir útprentuðum álagningarseðli í Þjónustuveri Mosfellsbæjar. Fasteignagjöld skiptast á níu gjalddaga frá 15. janúar til 15. september. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 40.000 er gjalddagi þeirra 15. janúar. Greiðslu má inna af hendi með greiðsluseðlum, í heimabanka og í bönkum. Jafnframt er hægt að greiða fasteignagjöldin með beingreiðslum eða boðgreiðslum. Nánari upplýsingar um greiðslumöguleika fást í Þjónustuveri Mosfellsbæjar. Greiðsluseðlar eru almennt ekki sendir nema þess hafi verið óskað sérstaklega í gegnum Íbúagátt eða í Þjónustuveri.

 

Aðgerðir vegna COVID-19

Gjalddögum fasteignagjalda á árinu 2020 hefur verið fjölgað úr 9 í 10 fyrir alla fasteignaeigendur með fasteignagjöld yfir kr. 40.000:
15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. september, 15. október og 15. nóvember. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga.

Eigendur atvinnuhúsnæðis sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi geta sótt um frestun allt að þriggja gjalddaga fasteignagjalda sem færast þá á fyrstu mánuði ársins 2021. Með verulegu tekjutapi er átt við að minnsta kosti 25% tekjufalli milli sömu mánaða á árunum 2019 og 2020.

Sækja um frestun gjalddaga

Umsókn um frestun gjalddaga er á Íbúagátt Mosfellsbæjar undir:
Umsóknir > 00 Almennar umsóknir > Umsókn um frestun fasteignagjalda.
Þar geta eigendur og forsvarsmenn eigenda sótt um frestun.

 

Afsláttur til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti og fráveitugjaldi

Lækkunin er reiknuð sjálfkrafa í samvinnu við Þjóðskrá Íslands og Ríkisskattstjóra og stuðst við síðasta skattframtal. Afslátturinn er færður til lækkunar á fasteignagjöldum á álagningarseðli.

 

Tekjumörk elli- og örorkulífeyrisþega eru sem hér segir:

Tekjur einstaklinga 2018

 • 0 - 5.267.999 kr. = 100% afsl.
 • 5.268.000 - 5.591.999 kr. = 80% afsl.
 • 5.592.000 - 5.934.999 kr. = 60% afsl.
 • 5.935.000 - 6.299.999 kr. = 40% afsl.
 • 6.300.000 - 6.686.999 kr. = 20% afsl.

Tekjur samskattaðra einstaklinga 2018

 • 0 - 6.848.999 kr. = 100% afsl.
 • 6.849.000 - 7.269.999 kr. = 80% afsl.
 • 7.270.000 - 7.715.999 kr. = 60 afsl.
 • 7.716.000 - 8.189.999 kr. = 40% afsl.
 • 8.190.000 - 8.692.999 kr. = 20% afsl.

Þróun álagningarprósentu fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ

2019
 • Fasteignaskattur A = 0,209%
 • Vatnsgjald = 0,078%
 • Fráveitugjald = 0,116%
 • Lóðarleiga = 0,316%

2018
 • Fasteignaskattur A = 0,225%
 • Vatnsgjald = 0,084%
 • Fráveitugjald = 0,125%
 • Lóðarleiga = 0,340%

2017
 • Fasteignaskattur A = 0,253%
 • Vatnsgjald = 0,095%
 • Fráveitugjald = 0,140%
 • Lóðarleiga = 0,340%

2016
 • Fasteignaskattur A = 0,265%
 • Vatnsgjald = 0,100%
 • Fráveitugjald = 0,140%
 • Lóðarleiga = 0,340%

2015
 • Fasteignaskattur A = 0,265%
 • Vatnsgjald = 0,100%
 • Fráveitugjald = 0,140%
 • Lóðarleiga = 0,340%

2014
 • Fasteignaskattur A = 0,265%
 • Vatnsgjald = 0,100%
 • Fráveitugjald = 0,140%
 • Lóðarleiga = 0,340%

2013
 • Fasteignaskattur A = 0,265%
 • Vatnsgjald = 0,100%
 • Fráveitugjald = 0,140%
 • Lóðarleiga = 0,340%

2012
 • Fasteignaskattur A = 0,265%
 • Vatnsgjald = 0,110%
 • Fráveitugjald = 0,130%
 • Lóðarleiga = 0,340%

2011
 • Fasteignaskattur A = 0,265%
 • Vatnsgjald = 0,110%
 • Fráveitugjald = 0,130%
 • Lóðarleiga = 0,340%

2010
 • Fasteignaskattur A = 0,220%
 • Vatnsgjald = 0,100%
 • Fráveitugjald = 0,145%
 • Lóðarleiga = 0,300%

2009
 • Fasteignaskattur A = 0,220%
 • Vatnsgjald = 0,100%
 • Fráveitugjald = 0,145%
 • Lóðarleiga = 0,300%

2008
 • Fasteignaskattur A = 0,220%
 • Vatnsgjald = 0,100%
 • Fráveitugjald = 0,145%
 • Lóðarleiga = 0,300%

2007
 • Fasteignaskattur A = 0,225%
 • Vatnsgjald = 0,100%
 • Fráveitugjald = 0,150%
 • Lóðarleiga = 0,340%

2006
 • Fasteignaskattur A = 0,265%
 • Vatnsgjald = 0,120%
 • Fráveitugjald = 0,150%
 • Lóðarleiga = 0,400%

2005
 • Fasteignaskattur A = 0,360%
 • Vatnsgjald = 0,150%
 • Fráveitugjald = 0,150%
 • Lóðarleiga = 0,400%

2004
 • Fasteignaskattur A = 0,360%
 • Vatnsgjald = 0,150%
 • Fráveitugjald = 0,150%
 • Lóðarleiga = 0,400%

2003
 • Fasteignaskattur A = 0,360%
 • Vatnsgjald = 0,150%
 • Fráveitugjald = 0,150%
 • Lóðarleiga = 0,400%

2002
 • Fasteignaskattur A = 0,320%
 • Vatnsgjald = 0,150%
 • Fráveitugjald = 0,150%
 • Lóðarleiga = 0,100%

Bakhlið álagningarseðils fasteignagjalda