Frístundasel

1. gr.
Gjald fyrir vistun í frístundaseli fer eftir fjölda skráðra klukkustunda. Gjald lækkar ekki þrátt fyrir skerta daga eða ef börn nýta ekki þjónustu s.s. vegna veikinda eða leyfis.

2. gr.
Grunngjald fyrir hverja klukkustund í frístundaseljum er kr. 337.-
Greiðslur grundvallast á grunngjaldi fyrir hverja klst. en lágmarksfjöldi vistunarstunda á viku eru 4 tímar, sjá nánar samþykkt um frístundasel.

Dvalartímar (1 klst. á viku) Gjald per viku Gjald per mánuði (m.v. 4 vikur)
5 1.686 kr. 6.745 kr.
8 2.698 kr. 10.791 kr.
10 3.372 kr. 13.489 kr.
12 4.047 kr. 16.187 kr.
15 5.058 kr. 20.234 kr.
20 6.745 kr. 26.978 kr.3.gr.
Hægt er að sækja um systkinaafslátt samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar þar um, inn á umsókn um frístundasel.

4. gr.
Sérstakt gjald er tekið fyrir skráða viðbótarvistun, sjá nánar gjaldskrá um viðbótarvistun.

5. gr.
Breytingaóskir þurfa að berast fyrir 20. hvers mánaðar í gegnum Íbúagátt og taka gildi næstu mánaðarmót á eftir.

Samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 27. nóvember 2019.
Gjaldskrá þessi gildir frá 1. ágúst 2020.
Gildistöku frestað á 763. fundi bæjarstjórnar þann 10. júní 2020.
Gjaldskrá þessi tekur gildi 31. desember 2020.

Sjá nánar reglur um systkinaafslátt, samþykkt um frístundasel og gjaldskrá um viðbótarvistun.