Hundahald

Gjaldskrá fyrir hundahald í Mosfellsbæ
Verð
Skráningargjald fyrir hund.
16.900 kr.
Skráningargjald fyrir hund eftir útrunnin frest.
Samanber 1. mgr. 2. gr. samþykktar um hundahald
23.400 kr.
Bráðabirgðaskráning. 7.000 kr.
Árlegt eftirlitsgjald. 18.700 kr.
Afhending handsamaðs hunds.
26.300 kr.
   

1. gr.
Mosfellsbær innheimtir gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari af hundum í Mosfellsbæ en gjaldskránni er ætlað að standa undir kostnaði við framkvæmd samþykktar um hundahald í Mosfellsbæ, nr. 332/1998, sbr. 3. gr. hennar.

2. gr.
Við umsókn um skráningu hunds skal innheimta gjald sem hér segir:

 

3. gr.
Af skráðum hundum skal innheimta árlegt eftirlitsgjald sem hér segir:

  • Fyrir hvern hund - 18.700 kr.

Ekki skal innheimta eftirlitsgjald sama ár og hundur er skráður.

4. gr.
Greiðsla fyrir ábyrgðartryggingu er innifalin í gjaldi samkvæmt 2. og 3. gr.

5. gr.
Við hverja afhendingu handsamaðs hunds ber að innheimta gjald, kr. 26.300,-. Að auki skal greiða þann kostnað sem leggst á vegna dvalar eða geymslu viðkomandi hunds. Óskráða hunda má ekki afhenda fyrr en að lokinni skráningu.

6. gr.
Gjalddagi samkvæmt 3. gr. er 1. janúar ár hvert. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga. Um innheimtu gjalda fer samkvæmt ákvæðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998.

Gjöld skv. gjaldskránni má innheimta með fjárnámi.

Við afskráningu hunds er eftirlitsgjald endurgreitt í réttu hlutfalli við þá mánuði sem eftir eru af árinu svo fremi að tilskildum gögnum sé skilað til Mosfellsbæjar fyrir 1. ágúst ár hvert.

7. gr.
Eigendur blindra-, leitar- og björgunarhunda eiga rétt á niðurfellingu gjalda samkvæmt 2. og 3. gr., enda leggi þeir fram vottorð um að hundarnir séu notaðir í þeim tilgangi.

Hafi eigandi skráðs hunds lokið grunnnámskeiði í hundauppeldi viðurkenndu af Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis er heimilt að veita afslátt af gjöldum samkvæmt 2. og 3. gr., skv. nánari reglum sem bæjarstjórn setur.

Bæjarstjórn getur enn fremur sett reglur um slík afsláttarkjör fyrir hundaeigendur sem hafa í hvívetna fullnægt ákvæðum samþykktar um hundahald í ákveðinn árafjölda eftir nánari ákvörðun bæjarstjórnar.

8. gr.
Ofangreind gjaldskrá sem samþykkt er af bæjarstjórn Mosfellsbæjar staðfestist hér með samkvæmt 25. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum, samanber 3. gr. samþykktar um hundahald í Mosfellsbæ, nr. 332/1998 og öðlast gildi við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá um sama efni nr. 1122/2014.

Mosfellsbæ, 2. desember 2015.

Haraldur Sverrisson
Bæjarstjóri Mosfellsbæjar

Samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar þann 2. desember 2015.

 

Tengt efni: